Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Neytendur DV DV ber saman innkaupakörfur: Einungis 16%verðmun- ur á milli verslana karfan kostar 2.852-3.310 krónur Aö þessu sinni bar neytendasíða DV saman verö á sambærilegri inn- kaupakörfu í fimm stórmörkuðum og kom á óvart hversu lítill verö- munurinn í raun og veru var eða einungis 16% á milli verslana. Dýr- asta karfan kostaði 3.310 kr. en sú ódýrasta, sem var í Bónusi, kostaði 2.852 kr. eða aðeins 458 krónum minna. Næstódýrasta karfan var í Fjarðarkaupum á 3.190 krónur. Tekið var verð á átján vörutegund- um: Komax hveiti, 2 kg, Dansukker sykri, 1 kg, Uncle Ben’s hrísgijónum, 907 g, Ömmu flatkökum, 600 g nauta- hakki, 600 g ýsuflökum, 2 1 mjólk, 1 pela rjóma, 500 g af brauðosti, 10 eggj- um, 660 g, Wesson matarolíu, 1420 ml, kílói af appelsínum, kínakáh, 400 g, hvítlauk, þremur í pakka, 2 kg af kartöflum, Merrild kaffi, 2 1 Coca Cola og sex kókómjólkurfemum. Ekki var lagt mat á gæði varanna. Umræddar vörar voru alls staðar til að undanskildum sykrinum en hann fékkst ekki í Bónusi. Meðalverð hinna verslananna á þeim sykri reiknast því inn í innkaupakörfuna í Bónusi. Einnig er þar gert ráð fyrir 10% afslætti af nautahakki við kass- ann og 5% afslætti af eggjum og osti sem Bónus veitir við kassann. 83% verðmunur á hvítlauk Mestur reyndist verðmunurinn vera á hvítlauk en hann kostaði frá 54-99 krónur og var ódýrastur í Fjarðarkaupum. Næstódýrastur var hann í Bónusi á 57 kr. Munur á hæsta og lægsta verði er 83% og reiknast meðalverð 68 kr. Einnig reyndist vera 72% verð- munur á kínakáh, meðalverðiö var 44 kr., 52% verðmunur á hrísgijón- um, meðalverðið var 137 kr., og 46% verðmunur á hveiti, meðalverðið var 76 kr. 45% verðmunur var á appels- ínum, meðalverðið var 88 kr. og 39% verömunur var á flatkökum, sem nú eru á tilboðsverði í öllum stórmörk- uðunum, en meöalverð þeirra var 36 kr. pakkinn. Mara Hæsta Lægsta Meðalv. % mism. á verð/búð verð/búð verði 2 kg hveiti 95 65 76 46% 1 kg sykur 57 49 53 16% Hrisgrjón 169 111 137 52% Flatkökur 39 28 36 39% 600gnautahakk 467 377 433 24% 600gýsuflök 287 252 271 14% 21 mjólk 132 122 130 8% 1 prjómi 136 131 134 4% Brauðostur 366 348 362 5%ai 10egg 229 210 225 9% Matarolía 372 275 329 35% Appelsínur 109 75 88 45% Kínakál 55 32 44 72% Hvítlaukur 99 54 68 83% Kartöflur, 2kg 169 125 155 35% Kaffi 277 239 256 16% 2lkók 149 136 146 10% 6 kókómjólk 246 216 238 14% kr 54 kr. 57 kr. Hæst Lægst Næstlægst =®2] Mestur verðmunur reyndist vera á hvítlauk eða 83%. Hann kostaði 54 krónur þar sem hann var ódýrastur, í Fjarð- arkaupum, en 99 krónur þar sem hann var dýrastur. Matarolía 275-372 kr. Sama matarolían kostaði frá 275-372 kr. og er verðmunurinn því 35%. Ódýrast var hún í Bónusi en næstódýrast í Hagkaupi á 311 kr. Meðalverð reiknast 329 krónur. Nautahakk kostaði á bilinu 377-467 kr. og er verðmunurinn því 24%. Það var ódýrast í Bónusi en næstódýrast í Kjöti og fiski á 403 kr. Meðalverð var 433 kr. 65 kr. t IV M. IS Ol 3 1 I I Hæst Lægst Næstlægst 16% verðmunur var á bæði kaffi og sykri. Kaffið kostaði frá 239-277 kr. og er meðalverð því 256 kr. og sykurinn kostaði frá 49-57 krónur og er meðalverð því 53 kr. Bónus var með ódýrasta kaffið en Garðakaup og Fjarðarkaup með það næstódýr- asta á 249 kr. Einnig buðu Garðakaup og Fjarðarkaup ódýrasta sykurinn á 49 kr. kg en hinar tvær verslanimar buðu sykurinn á 57 kr. kg. Ýsa ódýrust á 252 kr. kg Bónus bauð ódýrustu ýsuna á 252 kr. kg þó hún væri ekki til þegar DV var á staönum. Næstódýrasta ýsan var hjá Hagkaupi og Fjarðarkaupum á 269 kr. kg en dýrast var hún á 287 kr. kg. Verðmunurinn er 14% og reiknast meðalverð 271 kr. kg. Einnig var 14% verðmunur á kókó- mjólk en 6 stk. kosta frá 216-246 kr. Ódýrast var kókómjólkin í Bónusi en næstódýrast hjá Kjöti og fiski á 234 kr. Svipað verð var á kóki hjá öllum verslununum nema Bónusi sem bauð 21 á 136 kr. Næstódýrasta versl- unin var Fjarðarkaup með 2 1 á 148 krónur en þeir kosta 149 krónur hjá hinum verslunimum. Meðalverð reiknast 146 kr. og er 10% verðmun- ur þama á. Afsláttur hjá Bónusi 9% verðmunur var á eggjum, þau voru ódýrast í Bónusi á 210 kr., sem bæði er með lægra kílóverð og veitir 5% afslátt við kassann, en kostuðu 229 kr. hjá hinum verslununum. 8% verðmunur var á mjólk sem kemur til af því aö Bónus býður lítrann á 61 krónu í stað 66 hjá hinum. Einnig var 5% verðmunur á brauðosti vegna 5% afsláttar sem Bónus veitir af ost- inum viö kassann. Hann kostar það sama hjá öllum hinum, 732 kr. kg eða 366 kr. 500 g. Rjóminn var ódýrastur í Bónusi á 131 kr. pelinn en næstódýrastur í Fjarðarkaupum á 133 kr. Hjá hinum kostar pelinn 136 krónur og er verð- munur á hæsta og lægsta verði því 4% og meðalverð 134 kr. -ingo 111 kr. Hæst Lægst Næstlægst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.