Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Útlönd Mellor sakaður David Mellor, fyiTuin ráð- herra menn- ingarmála í Bretlandi, $æt- ir harðri gagn- rýni fyrir aö vera ráögjafi fyrirtækis sem sækist eftir aö taka að sér rekstur breska lottósins. Mellor kom lottóinu á fót í ráöherratíð sinni og nú, þegar tæpt ár er liðið frá afsögn hans, þykir mönnum óeðlilegt að hann sé að leggja á ráðin um rekstur þess. Mellor varö heimsfrægur þegar gleðikonan Antonia De Sancha sagði frá bólferöum hans í bún- ingi knattspymufélagsins Chelsea. Mellor, sem er náinn vinur Johns Mpjor forsa;tisráð- herra, var þá auknefndur gleði- tnálaráðherra. Hann sagöi af sér í kjölfar hneykslisins enda þá oröinn i aimemtt aðhlátursefni víða um lönd. Ætluðuað myrðafyrir leðurjakka Tveir franskir unglingar hafa játað á sig tilraun til að myrða unga enska stúlku áferð í Frakk- landi til aö kpmast yfir leður- jakka sem hún var i. Reyndu þeir að skera stúlkuna á háls eftir aö hafa barið hana í höfuðið meö jámstöng. ' Stúlkan, Kerry Clegg að nafni, hélt þó lífi en hiaut alvarléga áverka á hálsi og höfði. Tilræðis- mennimir hafa játað glæp sinn og sögðust hafa haft ágirnd á leð- urjakkanum. Fjórirfórustí flugslysi Fjórir menn fórust og tveir slös- uðust þegar flugvél hrapaöi niður í skóglendi nærri Vásterás i Svi- þjóð í gær. Qrsök slyssins er ójjós enn en flugmaðurinn hætti við lendingu á flugvelli borgarinnar skömmu fyrir slysið. Því er það hald manna aö bilun hafi orðið í vél- inni. Volvobýrvið Bandaríkjunum Sala á Volvo-bifreiðum í Banda- ríkjunum dróst saman um 18% í síöasta mánuði samanboriö viö júlíífyrra. Þetta veldur Volvo-stjórunum í Sviþjóð verulegum áhyggjum þvi vonír stóðu tii aö nýjungar í framleiðslu fyrirtækisins féllu Bandaríkiamönnum vel í geð. Framleiöslan haföi vissuiega vakið athyglx en almenningur er ekki tdlbúinn aö greiða það verð sem Svíarnir viija. ai in.. elsmenn töldu að væri nas- istaböðullinn ívan grimmi, verður kominn heim til Clcve- land í Bandaríkjunum etur uu daga og veröur þá laus allra mála eftir margra ára raunlr. . Demjanjuk var framseldur ti) Israels þegar grunur féll á hann en sýknaður fyrir hæstarétti þar á dögunum. Frjálslyndi lýðræðisflokkuriiin farinn frá í Japan: Mér er Ijóst að þetta er sögulegur dagur - segir Morihiro Hosokawa, væntanlegur forsætisráðherra Kiichi Miyasawa, forsætisráð- herra Japans, og ríkisstjórn hans sögðu af sér í morgun og bundu þar með enda á nærri fjögurra áratuga stjóm Frjálslynda lýðræðisflokks- ins. Miyasawa kallaði þetta bara „ósköp venjulegan dag“ en maðurinn sem á að taka við af honum og berst gegn spillingu, Morihiro Hosokawa, lýsti honum sem sögulegum. „Mér er ljóst að þetta er sögulegur dagur,“ sagði Hosokawa, leiðtogi átta flokka samfylkingar, við fréttamenn. „Ég mun gera mitt besta þegar ég verð vaiinn forsætisráðherra." Báðar defldir þingsins áttu að koma saman í morgun til að kjósa Takako Doi, fyrrum leiðtoga sósíal- ista, sem forseta neðri deildarinnar áður en gengið yröi til atkvæða um forsætisráðherrann. Háttsettir menn innan fráfarandi stjómarflokks töfðu hins vegar fyrir því að þing kæmi saman í morgun þar sem þeir væm andvígir því að Doi yrði deildarforseti. Þá voru þeir einnig á móti því að þingið sæti í tíu Morihiro Hosokawa. Simamynd Reuter daga, eins og fyrirhugað var. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vill að einn af þingmönnum flokksins verði kosinn deildarforseti og að þingið sitji í tuttugu daga. Samkvæmt lögum verður að greiða atkvæði bæði um deildarforsetann og um lengd þingsins. Samsteypa Hosokawas hefur um 260 þingmenn á bak við sig í neðri deild þingsins en Fijálslyndi lýðræð- isflokkurinn um 230. Reuter Stuttar fréttir Elisabet drottningarmóðir hélt upp á afmæli sitt í gær. Hún er orðin 93 ára gömul en samt vel ern og fór i hefð- bundna afmælisgöngu um garðinn við heimili sitt í Lundúnum. Þar voru nánustu ættingjar hennar að samfagna henni. Sjá mátti prinsana, Karl og Andrés, vafra um garðinn og stinga saman nefjum. Simamynd Reuter Almenn gleöi í Bretlandi á 93 ára afmæli móður drottningar: Díana kom ekki með litlu prinsana í veisluna - Karl og Andrés vöppuðu um konulausir og einmana Almenningur í Bretlandi samfagn- aði í gær Elísabetu, móður drottning- arinnar, þegar hún hélt upp á 93 ára afmælið. Gamla konan er óhemju- vinsæl í Bretlandi og hefur átt ríkan þátt í að halda við virðingu konungs- fjölskyldunnar á erfiðum tímum. Boðið var til konimglegrar veislu við Clarence House, bústað gömlu konunnar í Lundúnum. Þar fór hún í hefðbundna afmælisgöngu og lék á als oddi eins og jafnan þegar hún kemur fram opinberlega. Hún þykir alþýðleg í framkomu en þó virðuleg. Með henni voru nánustu skyldmenni eins og Elísabet drottning og prins- amir Karl og Andrés. Þeir voru þó hálfutanveltu þar sem þeir vöppuöu um konulausir og stungu saman nefjum. Díana prinsessa var hvergi nærri og ekki heldur Sara Ferguson. Díana fór með litlu prinsana, Hinrik og Vilhjálm, í skemmtigarð meðan af- mæhshófið stóð og þar unnu þeir báðir til verðlauna við akstur klessu- bíla. Þeir fara síðar í mánuðinum í hefðbundna siglingu um Miðjarðar- hafið með Karli föður sínum. Fjöldi fólks kom til að sjá kónga- fólkið í afmælisveislunni. Ferða- menn tylltu sér á tá utan við garðinn og veifuðu til gömlu konunnar. Hún veifaði á móti. Aldurinn er farinn að setja mark sitt á hana og hún varði skemmri tíma í garðinum nú en á fyrri afmælisdögum. Sérfræðingar í málefnum kon- ungsfjölskyldunnar segja að hún taki erfiöleika í ástarmálum bamabam- anna mjög nærri sér en fái ekki að gert. Henni og Díönu prinsessu hefur þó jafnan verið vel til vina en það hefur ekki nægt til að halda henni í hnappheldunni með Karli prinsi. Reuter PyrirætSaeiir Serba í Sarajevoöljósar Herforingi í liði Sameinuðu þjóðanna i Bosníu sagðist í gær alls ekki viss um hvort Serbar hefðu hug á að taka Sarajevo þótt þeir sætu um borgina. Eittlýðveldi fyrir Króataogmúslíma Izetbegovic, forseti Bosníu, vill að Króatar og múslimar, myndi lýðveldi í Bosníu á móti Serbum. Slagur í Suður-Afríku Óeirðir halda áfram í byggðum biökkumamia í Suður-Afriku. 127 eru fallnir á fimm dögum, Warren Christopher, utamíkis- ■ ráðherra Bandaríkjanna, er far- inn til ísraels svartsýimi en áöur. Vaxtalækkun í Frakklandi Ráðherrar í rikisstjórn Frakk- lands ihuga að lækka vexti til aö hressa upp á atvinnulífið. Kínverjarfálán Kíuverjarfá 110 milljón dala lán hjá Alþjóöabankanum til að byggja upp heilbrigöisþj ónustu i sex hóraðum iandsms. aftengd Öryggisverðir aftengdu í gær 453 kílóa sprengju á Norður- írlandi. Gripurinn er eignaður IRA. ÁreksturíSingapore í þaö minnsta 100 menn slösuð- ust i árekstri tveggja lcsta í Singa- poreí gær. Starfsmaöur bandaríska utan- rikisráðuneytisins og vestur- afrískur blaðamaður voru hand- teknir í gær grunaðir um njósnir, m.a. í þágu Iraka. Rauði krossinn i HÖfuðstöðvar Rauða krossins í Angola voru sprengdar í loft upp Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.