Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 43 dv Fjöliniðlar Miðviku- dags- myndir Því var vel fagnað þegar Sjón- varpið tók upp þá stefnu á sinum tíma að hafa kvikmynd á dag- skranni á miðvikudögum. Eink- um getur verið notalegt að tylla sér fyrír framan skjáinn og horfa á eina mynd sem lýkur á skikkan- legum tíma. Oft virðist líka vera vandað mjög til valsins hjá Sjón- varpinu. í gærkvöldi var myndin Hróp og hvísl eftir Ingmar Berg- man sýnd. Hún fjallaði um unga konu sem er illa haldin af krabba- meini og hvernig systur hennar tóku á því. Myndin var að mörgu leyti athyglisverð og að mati und- irritaðrar ekki sist fyrir hinn kunna mann sem leikstýrði. Ég man þó ekki eftir að hafa séð eins mikla örvæntingu og fundið fyrir eins drungalegu andrúmslofti saman komnu í einni mynd. Skemmtiþátturinn Slett úr klaufunum var á dagskrá Sjón- varpsins á undan miðvikudags- myndinni og eins og nafnið bend- ir til í allt öðrum stíl. Að þessu sinni áttust við lið frá Siglinga- sambandi íslands og starfemanna við malbikun. í þættinum er bryddað upp á ýmsum uppákom- um. Ekki er annað hægt en að dást að hugmyndaflugi þeirra sem aö þáttunum standa enda eru leikirnir i þáttunum allnýstárleg- ir. Auk þess er fróðlegt að kynn- ást hinum ýmsu tómstundafélög- um sem fram koma í þessum þátt- um. Arna Schram Andlát Elín Frímannsdóttir, til heimilis í Álftamýri 38, lést þann 3. ágúst á hjartadeild Landspítalans. Sigrún Guðmundsdóttir, Víðimel 30, andaðist í Landakotsspítala mið- vikudaginn 4. ágúst. Pétur Elías Pétursson, Mosgerði 21, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 2. ágúst. Fjóla Steingrímsdóttir, Norðurvangi 21, Hafnarfirði, lést í Landspítalan- um að morgni 4. ágúst. Jarðarfarir Útfor Jóns Einarssonar, kennara við Vélskóla íslands, Fellsmúla 5, verður gerð frá Fossvogskirkju fostudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Guðbjörg Sveinsdóttir, síðast til heimilis á vistheimilinu Seljahlíð, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Lovísa Þórðardóttir, Suðurbraut 14, Hafnarfirði, áður Ártúni 3, Selfossi, sem lést á Sólvangi 3. ágúst, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 7. ágúst kl. 13.30. Ingveldur Rósa Guðjónsdóttir, Rauðanesi, Borgarhreppi, er lést 31. júlí, verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður að Borg. Hermína S. Tavsen, Háholti 3, Hafn- arfirði, lést í Landspítalanum sunnu- daginn 1. ágúst. Jarðsett verður frá Víðistaöakirkju, Hafnarfirði, föstu- daginn 6. ágúst kl. 13.30. Guðný Ásmundsdóttir, Gilsbakka 1, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Anika Sjöfn Berndsen, Hraunbæ 88, Reykjavík, lést sunnudaginn 1. ág- úst. Jarðarförin fer fram frá Háteigs- kirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Elísa Katrín Erlendsdóttir frá Snjall- steinshöföa, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést 2. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Kristrun Guðmundsdóttir, Helga- felli, Helgafellssveit, sem lést 30. júlí sl. í St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Helgafellskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 14.00. ^ vsí/i\ro/ . duulo ?. Farðu undir eins inn aftur og komdu ekki út fyrr en þeir hafa gert þetta rétt. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísaijörður: Slökkvibð s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekarma í Reykjavik 30. júlí til 5. ágúst 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ár- bæjarapóteki, Hraunbæ 102b, simi 674200. Auk þess verður varsla í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til funmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öörum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjörður, simi 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, simi 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfínnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19—19 30 Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífílsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. Vísir fyrir 50 ámm Fimmtud. 5. ágúst: 8. herinn tekur Catania - Þjóðverjar hörfa frá Orel. verða að fara til vesturs, eftir þjóðveginum til Briansk. Spakmæli Sólskinið úti kemur að litlu haldi öðrum en þeim sem eiga sól í sál. Lord Avebury. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: eropið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. -laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði viö Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., funmtud., laugard. og sunnudaga. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, simi 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar aUa virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðmm tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyiuiingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 6. ágúst. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Hagur þinn fer talsvert eftir hvemig til tekst með samninga við aðra. Reyndu því að fá aðra á þitt band, jafnvel með þrýstingi. Heppni hefur áhrif á gang mála í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nú er rétt að prófa eitthvað nýtt. Áður en langt um líður verður ástandið rólegra. Þá getur þú gert eitthvað fyrir sjálfan þig. Hrúturinn (21. mars-19. apríl); Nýttu þér áhuga þeirra sem reyndari era á þínum málum. Það gæti orðið þér gagnlegt. Fáðu ráð ef þú ert í vafa. Happatölur eru 5,18 og 35. Nautið (20. apríl-20. maí): Atburðir dagsins bregða ljósi á heimUi og fjölskyldu. Snúðu þér að málefnum Qölskyldunnar. Ef ræða þarf mikilvæg málefni er nauðsynlegt að skapa rétt andrúmsloft. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Fjármálin þróast á ánægjulegan hátt. Þú nærð góðum tökum á útgjöldum og sérð fram á bærilegan hagnað. Viðskipti og skemmt- un fara saman. Krabbinn (22. júní-22. júli): Það gengur mikið á árdegis og því næst ekki mikill árangur. Ástandið batnar þegar á daginn líður. Haltu ró þinni og þá vinn- ur þú fljótt upp það sem tapast hefur. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Þú leggur alla áherslu á fjármálin. Hugaðu að fjárfestingu og spamaði. Mundu líka eftir því fé sem þú átt útistandandi. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Breytingar verða þér til bóta. Fáir þú tækifæri með samræður eða fundahöldum skaltu nýta þér þau. Happatölur eru 7,14 og 25. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það reynist þér best að treysta á eigin dómgreind. Hætt er við að ráðleggingar annarra rugli þig í ríminu. Þú hefur samband við aðila sem dvelst langt í burtu. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú nærð betri árangri með þolinmæði og staðfestu en látum og gassagangi. Vertu tilbúinn til að semja um hlutina. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Ýmislegt getur valdið vandræðum í samskiptum manna. Ef þú ert í vafa um hvemig bregðast skal við er betra að bíða en ana af stað. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú getur orðið fyrir einhverjum truflunum. Reyndu að ná aftur tökum á málunum. Farðu úr fremstu víglínu í bili. ■▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼■ ► 4 * —- Það borgar sig að vera * ► áskrifandi í sumar! -4 ► Áskriftarsíminn er 632700 rmTrsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.