Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 25 Mikil aðsókn á íslenskunámskeið íyrir nýbúa hjá Námsflokkunum: Ólgandi starf- semi frá morgni til kvölds „Þaö hefur verið mjög gaman hjá okkur þennan mánuð, ólgandi starf- semi frá morgni til kvölds," sagði Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, en þar standa nú yfir námskeiö í íslensku fyrir nýbúa. Guðrún sagði að ákveðið hefði ver- ið að gera átak í að kenna nýbúa- bömum hér á landi íslensku. Tveir kennaranna, Ingibjörg Hafstað og Ásta Kristjánsdóttir, hefðu fylgst með átaki sem gert var erlendis í tungumálakennslu. Það hefði verið framkvæmt þannig að konur hefðu komið á verkstæði og unnið handa- vinnu. í leiðinni hefði þeim verið kennt tungumál viðkomandi lands. „Eftir að hafa kynnst þessu fengum við þá hugmynd aö gera átak þar sem nýbúunum hér væri kennd íslenska, íslensk matargerð, handavinna og fleira hagnýtt á einu námskeiði. Þetta hefur gefist mjög vel og fólkið hefur streymt til okkar.“ Sérstök unglinga- námskeið Námsflokkarnir hafa náö til barn- anna í gegnum skólakerfið en til full- orðnu nýbúanna í gegnum Útlend- ingaeftirhtið. „Menntamálaráðúneytið stendur að langmestum hluta á bak við ís- lenskukennslu bamanna. Þá kemur íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur mjög myndarlega inn í þessa starf- semi því bömin em hálfan daginn á vegum þess í alis konar útilífi og íþróttaleikjum. Hinn helming dags- ins em þau svo í íslenskunámi. Hluti fullorðna fólksins kemur hingað fyr- ir hádegi og er á sama tíma og börn- in. Annar hópur kemur svo til náms á kvöldin. Við bjóðum upp á bama- gæslu á meðan kennslan stendur yf- ir. Nám hinna fullorðnu skiptist í verklegar greinar og bóklegar. Á undan verklegu greinunum eru tímar í íslensku þar sem kennd em orð yíir það sem síðan fer fram í þeim. Þetta hefur gefið afskaplega góða raun. Við höfum kennt þátttak- endum að búa til íslenskan mat, halda íslensk barnaafmæh og fleira sem að gagni má koma í daglegu lífi. Einnig kennum við þeim ýmislegt hagnýtt um þjóðfélagið. Auk ofangreindra hópa leggjum við áherslu á að ná til unglinga og erum með sérstök námskeið fyrir þá. í nýbúahópnum em fjölmörg ung- menni sem tala nokkuð sæmilegt daglegt mál en stranda í skólakerfinu vegna þess að þau vantar öll hugtök og flóknari málfræði. Við höfum sett upp miðdegisnámskeið fyrir þennan aldursflokk. Það bætist í þennan hóp hjá okkur á hverjum degi og þetta hefur tekist afskaplega vel. Kennsla þessa hóps byggist á fræðslu um ís- lenskt þjóðfélag, tilurð hugtaka, hvemig orð em búin til og fleira sem miðar að því að skilja málið til hlít- ar. Svo er farið í vettvangskannanir innan borgar og utan og kvikmyndir eru sýndar.“ Af ýmsu þjóðemi Eins og nærri má geta sækir fólk af ýmsu þjóðerni námskeið hjá Námsflokkunum en Asíubúar eru íjölmennastir. „Ég tel að það sé geysileg þörf fyrir námskeið af þessu tagi fyrir nýbúa,“ sagði Guðrún. „Við ætlum að halda áfram með þau í vetur, þar á meðal námnskeið fyrir unghngana. Þau eru þeim lifsnauðsynleg til þess aö þeir missi ekki af menntuninni. Við höf- um ekki efni á því að ala hér upp ungt fólk, með góða greind, sem getur ekki komist áfram af því að það hef- ur ekki tök á að tileinka sér þá menntun sem í boði er. Við höfum aldrei fengið nýbúana í eins miklum mæli og núna. Þetta er sannarlega gleðileg þróun.“ -JSS Guðrún ásamt tveim nemendum hjá Námsflokkum Reykjavíkur. DV-myndir JAK Frumsýnir Dauðasveitina Lou Diamond Phillips (Young Guns) (Labamba) Scott Glenn (Silence of the Lamb) Börnin láta ekki sitt eftir liggja í íslenskunáminu. Þegar lögreglumaðurinn Powers var ráðinn í sérsveit innan lögreglunnar vissi hann ekki að verkefni hans voru að framfylgja lögunum með aðferðum glæpa- manna. Hvort er mikilvægara að framfylgjá skipunum eða hlýða eigin sam- visku? Mynd sem byggð er á sannsögulegum heimildum um SlS-sérsveitina í LA-lögreglunni. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. Eldri nýbúar læra ekki einungis íslensku hjá Námsflokkunum, heldur einn- ig að elda íslenskan mat, handavinnu og ýmislegt fleira sem þeim getur gagnast í islensku þjóðfélagi. Hér er Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri með nokkrum þátttakenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.