Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Skák Fyrsta umferð áskorendaeinvígjanna: Anand gegn Júsupov er athyglisverðasta einvígið - Lautier mætir Karpov eða Timman Staðan í skákheiminum er dálítið kyndug um þessar mundir eftir að Kasparov og Short sögðu skilið við FIDE. Áskorendumir tíu frá Biel eru í raun og veru einungis búnir að vinna sér rétt til þess aö skora á næsta áskoranda - Karpov eða Timman - en „heimsmeistarinn" Kasparov er stikkfrí. Skákunnend- ur geta trauðla litiö öðravísi á ein- vígi Kasparovs við Short, sem hefst 7. september í London, en sem ein- vígi um heimsmeistaratitihnn, þótt FIDE hafi svipt Kasparov titlinum. Trúlegt er að einvígi Karpovs við Timman, sem heíjast á í Hollandi á sama tíma, hverfi í skuggann. Ákveðið hefur verið að fyrsta lota áskorendaeinvígjanna fari fram í Wijk aan Zee í HoUandi í janúar á næsta ári. Nú þegar Uggur fyrir hverjir mætast innbyrðis en farið er eftir fyrirfram ákveðnum regl- um. Þátttökurétt eiga áskorend- urnir tíu, sem unnu sér rétt á milU- svæðamótinu í Biel og Júsupov (sem komst lengst í síðustu hrinu áskorendakeppninnar) auk þess sem bíður lægri hlut í einvígi Karpovs og Timmans. Þessir tólf tefla þar tU þrír standa uppi. Þá bætist sigurvegarinn úr einvígi Karpovs og Timmans í hópinn og teflt verður um heimsmeistaratitU FIDE. Skoðum hverjir munu bítast í fyrstu umferð:. Karpov eða Timman - Lautier Salov - Khalifman Anand - Júsupov Gelfand - Adams Kramnik - Júdasín Kamsky - van der Sterren Kramnik og Kamsky hljóta aö teljast líklegir til að bera andstæð- inga sína ofurUði og raunar kæmi annað verulega á óvart. Á hinn bóginn er erfiðara að spá um úrslit í öðrum einvígjum. Rússarnir Salov og Khalifman munu eflaust eiga í tvísýnni baráttu og sömuleið- is Gelfand og Englendingurinn Adams, þótt sá fyrrnefndi sé lík- legri til afreka, miðað við glæstan sigur á milUsvæðamótinu - inn- byrðisskák þeirra þar lauk þó með jafntefU og mátti Gelfand þakka fyrir. Einna athyglisverðast er einvígi Indverjans knáa, Viswanathans Anands, við Artúr Júsupov. Tveir þungavigtarmenn sem glíma trú- lega við erfiðasta hjallinn í fyrstu umferð. Anand hefur sýnt að hann er sterkur einvígismaður en Jú- supov hefur mikla reynslu og er ekki auðveld bráð. Mjög kæmi á óvart ef Karpov tækist ekki að vinna Timman í ein- vígi þeirra í næsta mánuði - eink- um eftir ófarir þess síðarnefnda í æfmgaeinvígi við Skembris á grísku eyjunni Korfu fyrir skömmu. Þá kæmi í hlut Timmans að glíma við Frakkann unga, Joel Lautier, sem miklar vonir eru bundnar við í heimalandinu. Lautier neitaði að leiða lið Frakka í landskeppninni við ís- lendinga í mars sl. og bar því við aö hann óttaðist um stig sín þar sem væntanlegir mótherjar hefðu ekki nógu mörg. Þetta lýsir metn- aði hans vel en hann ætlar sér stóra hluti og virðist vaxa við hverja raun. Honum tókst að leggja Karpov að velli á skákmótinu í Dortmund um páskana og eflaust Viswanathan Anand, sem glímir við Artúr Júsupov í fyrstu umferð. Anand hefur sýnt að hann er sterk- ur einvígismaður en Júsupov hef- ur mikla reynslu og er ekki auð- veld bráð. hefur það ekki síður verið góður sálfræðilegur sigur. Lautier komst í áskorendakeppn- ina með því að vinna Mikhail Gurevich í lokaumferðinni í Biel og gerði það smekklega, eins og sjá má hér á eftir. Hvítt: Joel Lautier Svart: Mikhail Gurevich Slavneskt bragð. 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 c6 4. e4!? dxe4 5. Rxe4 Bb4+ 6. Bd2 Peðsfórn, sem hentar vel við slík- ar aðstæður, þar sem ekkert kemur til greina nema sigur. 6. - Dxd4 7. Bxb4 Dxe4 8. Be2 í skiptum fyrir peðið á hvítur biskupaparið og er fljótari að skipa mönnum sínum út. Varasamt er fyrir svartan að seilast eftir öðru peði með 8. - Dxg2?! sem leiðir til enn meiri yfirburða hvíts í hðsskip- an. Reynslan hefur sýnt að 9. Dd6, 9. Dd4, eða 9. Bf3 gefa allir hvítum öflugt frumkvæði. 8. - Ra6 9. Bc3 Re7 10. Bxg7 Hg8 11. Bf6Df4 í Júgóslavnesku alfræðibyijana- bókinni metur Bent Larsen þessa stöðu sem betri á svart en Lautier er ekki sammála. 12. Bc3! Hxg2 13. Rf3 f6 Hvítur hótaði m.a. Be5-g3 og hremma hrókinn framsækna. Gurevich hyggst stilla upp vamar- múr á svörtu reitunum. 14. Dd2! Dxd2 15. Rxd2 e5? Hann er samkvæmur sjálfum sér. Eftir á að hyggja verður svartur að reyna 15. - f5 þrátt fyrir að veil- umar á svörtu reitunum blasi þá við. 16. Re4 Kf7 ABCDE FGH í þessari stöðu myndu velflestir áreiðanlega nota tækifærið og læsa hrókinn inni með 17. Rg3 og svart- ur getur ekki hindrað 18. Bf3 eða 18. Bfl og hlýtur því að tapa hði. Við nánari aðgæslu kemur ljós að svartur þarf ekki að örvænta. Eftir 17. Rg3 gæti teflst 17. - Bh3 18. Bfl Rg6 (18. - Hd8 er svarað með 19. Umsjón Jón L. Árnason Hdl) 19. Bxg2 Bxg2 20. Hgl Rf4 21. 0-0-0 Rc5 22. Kc2 a5 og svartur hefur peð fyrir skiptamun og heil- brigða stöðu. Lautier kýs þess vegna að láta hrókinn eiga sig og blása heldur til sóknar. 17. Hdl! Hg8 18. f4! Opnar hnur að svarta kónginum og nú fara biskuparnir að njóta sín. 18. - Rg619. Hd6 Ke7 20. HxfB Rxf4? Betra er 20. - exf4 sem hvítur gæti svarað með 21. h4 og svartur er ekki laus úr klípunni. 21. Bxe5 Rxe2 22. Bd6+! Þessi snjalh milhleikur hindrar í eitt skipti fyrir öll aö svartur nái að koma drottningarhróknum í leikinn. 22. - Ke8 23. Kxe2 Bh3 24. Hh6 Bg4+ 25. Ke3 Svarta staðan er töpuð. 25. - Bf5 26. Rf6+ Kf7 27. Rxg8 Hxg8 28. Kf4 Bg6 29. Hel Hd8 30. He7+ Kfl6 31. c5 Rb4 32. Hexh7 Rd5+ 33. Kf3 He8 34. h4 He3+ 35. Kf2 Kf5 36. Hg7 He6 37. h5 - Og Gurevich gafst upp. -JLÁ Bridge Bridgeheilræðakeppni BOLS: ,,Bridge er bara spil" Það er einn af fastagestum Bridge- hátíðar, Daninn Ib Lundby, sem gef- ur heilræði dagsins. Lundby hefur sótt hverja einustu bridgehátíð svo lengi sem ég man og heilræði hans er á léttu nótunum eins og bridge- skrif hans yfirleitt. Ég gef Lundby orðið: „Zia Mahmood: „Ástæða þess að þú spilar bridge er þýðingarmeiri en árangurinn. Eg spha bridge af því að það er gaman að því.“ Bridge er bara leikur og þú átt að hafa gaman af því eins og Zia, hvem- ig sem árangurinn er. Frá því að þú byrjar að spha í þinni fyrstu keppni og þar th þú sphar um æðstu metorð munt þú fá mest út úr spihnu ef þú minnist þess að bridge er aöeins leik- ur. Af hverju ert þú ekki eins og Zia og sphar bridge vegna þess að það er svo gaman? Hér er sph frá heimsmeistaramóti bridgeblaðamanna 1992. Það var frekar auðvelt - lokasamningurinn á öhum borðum var fjögur hjörtu í suður. Útspihð var einnig frekar auð- velt - vestur átti þrjá hæstu fjórðu í tígh og hann skiptist jafnt milh - hafðu gaman afþví, segir Daninn Ib Lundby hinna. Tíu slagir á öhum borðum nema hjá mér. Af hverju? Jæja, eins og allir aðrir fékk ég tíg- ul út en frá rangri hendi. Austur hafði fundið tígulútspihð og þótt hann ætti skihð verðlaun fyrir það fékk hann núll því ég notfærði mér að geta bannað útsph í htnum. Auðvitað baðst austur afsökunar á mistökunum en það er ástæða til þess að geta svars vesturs: „Þetta er aht í lagi, vinur. Ég er heldur ekki viss um að ég hefði sphað út tígh sjálfur." Þeir fengu núll en bridge er aðeins Umsjón Stefán Guðjohnsen leikur - og þið ættuð að hafa gaman af því eins og þeir. En skoðum næsta sph. S/N-S * D763 A974 ♦ ÁD7 KD * ÁG8 ♦ K1054 D8 ¥ G106 ♦ 1086432 ♦ 9 + 109 + 65432 * 92 * K532 ♦ KG5 4» ÁG87 N-S voru Alan Truscott, bridge- blaöamaður hjá The New York Times, og Phihp Alder en austur var Peter Lund meðan ég sat í vestur: Suður Vestur Norður Austur lgrand pass 2lauf pass 2hjörtu pass 4hjörtu pass pass pass Ég sphaði út litlum tígh, ásinn átti slaginn og suður sphaði strax litlu trompi á kónginn. Ég fylgdi lit með drpttningunni. Á eftir taldi makker að ég hefði látið hana í ógáti. Hann hefir aldrei virt mig sem spilara í sínum klassa (reyndar er hann einn í honum). En spilamennska mín gaf okkur mögu- leika á því að hnekkja spihnu þannig að eitthvert púður ætti að vera í mér. Hvað gerðist? Suður hélt áfram með tromp og þegar áttan kom frá mér hikaði hann. Hvað var að ske? Að lokum ákvað suöur að sporna gegn því að ég væri að reyna Gros- venorbragð th þess að koma spihnu í daglega bridgedálkinn minn. Þá gat ég hafa sett drottninguna frá D G 10 8 th þess að plata hann! Hann lét því af ÖRYGGI níuna úr blindum án þess að gera sér grein fyrir hættunni. Austur fékk því óvæntan slag á tíuna og hann varð að vinna úr restinni: Spaði th baka, tíguh trompaður með gosanum (eða th þess að auðvelda makker vömina, spaðakóngur, meiri spaði á ás og tíg- uh trompaður). Því miður fann makker minn ekki vörnina. Hann spilaði laufi og blekk- ing mín var árangurslaus. Jafnvel eftir þetta er mitt motto: „Bridge er bara spil - hafðu gaman að því.“ “ Framhaldsaðalfundur verður haldinn hjá Bridgefélagi Reykja- 1. Lagabreytingar. 2. Kosning stjórnar, endurskoð- víkur miðvikudaginn 25. ágúst í anda og annarra fuhtrúa. Lionssalnum, Sigtúni 9, klukkan 3. Ákvörðun um félagsgjald og 17.00. Athygh cr vakin á lagabreyt- keppmsgjöld starfsárið 1993-94. ingum. Dagskrá fundar er þannig: 4. Onnur mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.