Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 „Það er nú ekki á hverjum degi sem maður sér frænku sína leika í amerískri stórmynd í cinemascope. Hún hlýtur að leika Evu - konuna hans Adólfs. Þær eru ekkert ósvipað- ar. Og hvað sem menn vilja nú segja um hann Hitler þá hafði hann að minnsta kosti smekk fyrir konum og ég skil vel að þeir skuli láta íslenska fegurðardrottningu leika hana.“ Þetta eru orð móðurinnar í Bíódög- um rétt áður en fjölskyldan fer uppá- búin aö sjá stórmyndina Síðustu daga Hitlers. En faðirinn á heimilinu lætur sér fátt um fmnast, þegar móð- irin spyr strákana sína hvort þeir séu ekki spenntir, og segir: „Það er ekki beint auðvelt að vera spenntur fyrir síðustu dögum Hitlers." Aftur til fortíðar Kvikmyndatökum á Bíódögum miðar vel áfram. Þessa viku hafa upptökur farið fram innandyra og var verið að taka eitt atriði myndar- innar þegar helgarblaðið skrapp í heimsókn í gær. Friðrik Þór Frið- riksson tók á leigu íbúð við Stórholt og hefur henni verið hreytt í íslenskt alþýðuheimih árið 1964. Menn urðu að sætta sig við Utið pláss við kvik- myndatökuna enda eru tæki og tól fyrirferðarmikil þegar búin ér til stórmynd. Á milU 20 og 30 manns voru þarna við vinnu og margs þurfti að gæta þegar andrúmsloft í upphafi sjöunda áratugarins var búið til. Friðrik Þór Friðriksson ásamt tveimur aðalleikurum Bíódaga, þeim Örvari Jens Arnarssyni og Orra Helgasyni leika í bíómynd og flestir hafi mikinn áhuga á því sem hann er að gera. - En er þetta skemmtíleg bíómynd? „Já, það flnnst mérr~Þetta er skemmtileg saga sem mér finnst mjög Uklegt að eigi eftir að slá í gegn,“ segir Orri og Örvar tekur undir það. „Það getur öU fjölskyldan haft gaman af þessari mynd,“ bætir sá yngri við. Þegar þeir voru spurðir hvort þessi mynd ætti kannski Uka eftir að fara tU HoUywood og keppa um Óskarinn eins og Böm náttúr- unnar gátu þeir ekki varist hlátri en sögðust nú ekki geta svarað svoleiðis spurningu. Strákarnir em sammála um að þetta sé búið að vera skemmti- legt sumar þótt ekki megi aUtaf nota orð sem þeim er tamt að segja eins og „ýktur“ og „cool“ ...en það má segja „æðislegur“. Þeim er dvöUn í sveitinni minnisstæð og sérstaklega atriði þegar Örvar kastar bolta í kamar og bóndinn, sem leUíinn er af Jóni Sigurbjömssyni, kemur alveg brjálaður út á nærbuxunum. „Það verður að koma fram hvað starfs- fólkið aUt er gott sem vinnur við myndina," sögðu þessir ungu kvik- myndaleikarar. Engir löggu- og sjúkrabílar til Friðrik Þór er mjög ánægður með hversu vel hefur gengið en tökum á að ljúka 15. september. Eftir helgi Töknm á Bíódögum miðar vel: Á leið í bíó að sjá Hitler - skemmtilegt að upplifa árið 1964, segja Örvar og Orri sem leika aðalhlutverkin Reykur var nptaður tU að milda lýs- ingu í mynd þannig að starfsfólk varð bæði að sætta sig við mikinn hita frá ljósum og kæfandi reyk ann- að slagið. Þetta er því ekki allt tek- ið út með sældinni þótt spennandi sé. Langaði að leika í bíómynd Örvar Jens Amarsson, tíu ára, fer meö aðalhlutverk myndarinnar. Hann var vaUnn úr nærri tvö hundr- uð strákum til aö leika hlutverkið. Örvar er allsendis óvanur leikUst og aldrei fyrr hefur hann séð bíómynd búna til. „Ég var einu sinni beðinn að koma í viðtal út af hlutverki í myndinni um EnUl og Skunda. Ég fékk ekki hlutverkið en það kveikti áhuga hjá mér á kvikmyndaleik. Þeg- ar ég frétti að verið væri að leita að strák í Bíódaga ákvaö ég að sækja um,“ segir Örvar sem er í Öldutúns- skóla. Hann er sonur Amars Jens- sonar lögreglumanns og Rögnu Bjarkar Haraldsdóttur. „Þetta er erf- iðara en ég átti von á en miklu skemmtUegra. Ég var í þrjár vikur í Skagafirði. Þá komst ég auövitað ekkert heim á meðan. Þaö var gaman þennan tíma og sérstaklega að kynn- ast öllum leikúrunum," segir Örvar. Hann viðurkennir þó að stundum hafi það verið svoUtið erfitt að vera fjarri fjölskyldu sinni. Örvar segir það vera misjafnt hvemig vinir hans taki því að hann leiki í bíómynd. „Besti vinur minn tekur þessu vel,“ segir hann. Skemmtilegur tími Örvar segist vera litið farinn að hugsa um hvernig það verði næsta Sigrún Hjálmtýsdóttir leikur móður- ina í Biódögum og lifir sig inn í árið 1964 eins og aðrir sem vinna við myndina. DV-myndirJAK sumar þegar myndin verður sýnd en vonast tU að það verði bara spenn- andi. „Það getur vérið svolítið þreyt- andi þegar taka þarf sama atriðið upp mjög oft en það venst. Mér finnst samt aUt skemmtUegt í kringum þetta. Það hefur þó komið mér mest á óvart hve langan tíma tekur aö taka hvert atriði," segir hann. Örvari finnst skemmtUegt að hverfa aftur tU ársins 1964 og kynnast því hvemig lífið var þá. „Þetta er nokkuð gaman. Ég hefði vel getað hugsað mér að vera uppi á þeim tíma. Sveitin var heUlandi i þessa daga,“ segir hann og bætir við að langskemmtUegast sé þó aö leika. Orri Helgason leikur eldri bróður- Margs ber að gæta þegar horfið er aftur til fortíðar. Hvorki má heyra auka- hljóð né nokkur bera þaö á sér sem ekki var til árið 1964. Þegar flugvél flaug yfir húsið í Stórholti, þar sem tökur fara fram, varð að stöðva þær. Hér biður Ari Kristinsson eftir rétta augnablikinu. inn í mýndinni. Hann er íjórtán ára og sótti um að leika í kvikmyndinni eins og Örvar. Orri er þó öUu vanari að leika því hann hefur leUíið tals- vert á sviði, bæði Þjóöleikhússins og Borgarleikhússins. Orri er sonur leikarans og söngvarans Helga Björnssonar og VUborgar Halldórs- dóttur leikkonu. „Mér finnst frábært að kynnast þvi hvemig bíómynd er gerð því þetta er allt öðm vísi en að leika á sviði. Það er líka margt sem hefur komið mér á óvart eins og til dæmis hvað öU smáatriði skipta miklu máU,“ seg- ir hann og mikiU tími fer í upptökur. „Maður kemst stundum ekki í bíó með vinunum út af upptökum. Ann- ars er það aUt í lagi því þetta er svo garnan." í nælonskyrtu með bindi Orri segir að árið 1964 hljóti að hafa verið skemmtilegt ár þótt ekki sé neitt sérstaklega þægilegt að vera í nælonskyrtu og með bindi. „Það getur nú verið svolítið óþolandi að vera í þessu,“ segir hann. „Manni finnst hálfskrýtið að fólk skuli fara sparibúið í bíó. Annars hlakka ég tU að sjá myndina þegar hún verður til- búin.“ Orri segir að félagar hans hafi töluvert spurt hvemig sé að verður farið aftur í Skagafjörðinn og í lok mánaðarins hefjast tökur í Skeggjagötu í Reykjavík. Þar verða teknar útisenur og þarf að dreifa möl yfir malbik götunnar til þess að hún verði í anda kvikmyndarinnar. Bíó- dagar eru ein af dýrustu kvikmynd- um sem gerðar hafa verið á íslandi en áætlaður kostnaður við gerð hennar er um 130 milljónir. Á annaö þúsund statistar koma fram í mynd- inni. Að sögn Friðriks hefur gengið til- tölulega vel aö afla hinna ýmsu hluta í myndina, að minnsta kosti þeirra sem smærri eru. Þó reyndist erfitt að finna skuggamyndavél. „Suma hluti höfum við alls ekki fengið eins og sjúkrabíla, lögreglubíla, strætis- vagn og öskubíl. Það er eins og búið sé að farga öllum þessum hlutum og það er synd. Þjóöminjasafnið ætti að gera meira að því að varðveita muni frá hinum ýmsu tímabilum," segir Friðrik Þór. „Það er eins og menn hafi ekki tahð þessa hluti nægilega gamla til að varðveita þá. Hins vegar bjargaði lögreglan okkur um gamalt Harley Davidson motorhjól sem hafði verið geymt.“ Margir þekktir leikarar koma fram í myndinni og má þar nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem leikur móöurina og Rúrik Haraldsson sem er í fóður- hlutverkinu. Þá koma fram leikar- arnir Guörún Ásmundsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson og Hjalti Rögn- valdsson auk margra annarra. Þá er margt bama sem kemur fram í mynd- inni. Friörik Þór hefur ekki áður unn- ið með börnum og þegar hann var spurður hvort það væri ekki erfitt svaraði hann: „Ég hef góðán aðstoð- arleikstjóra, Maríu Sigurðardóttur, og einnig hefur Ari Kristinsson kvik- myndatökumaður gott lag á börnum enda er hánn vanur þeim svo þetta hefurgengiðvel.“ -ELA ( í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.