Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
13
Verðið á 1. flokks
lambakjöti í
hálfum
skrokkum
lækkar um heil
20%. Fáðu þér
ljúffengt lambakjöt
næstu verslun á
frábæru verði, aðeins
398 krónur kílóið.
Í
398
*Leiöbeinandi smásöluverð
Skemmtilegasta sumarmyndin:
„Sendi ykkur eina sumarmynd sem ég tók í sumar af henni frænku minni
þegar hún var að spóka sig úti í náttúrunni," skrifar Ragnhildur Benedikts-
dóttir, Lambhaga 10 á Selfossi, með þessari mynd. Frænkan heitir Ástrós
Eva Gunnarsdóttir og myndin er kölluð Náttúrubarn.
Stefnir í
metþátttöku
Kviksandur nefnist þessi mynd sem
tekin er af Ingó á ströndinni í Canc-
un í Mexíkó. Sendandi er Felix
Gylfason, Glæsibæ 8 í Reykjavík.
Enn streyma skemmtilegar sumar-
myndir til DV og stefnir í metþátt-
töku. Myndirnar eru margar góðar
og vafaiaust verður erfitt fyrir dóm-
nefndina að velja úr. Enn geta menn
sent inn myndir í keppnina því að
skilafrestur er til 15. september.
Verðlaun í keppninni eru glæsi-
legri en nokkru sinni áður. Veitt eru
ein aðalverðlaun en alls eru veitt
verðlaun í fjórum flokkum. Fyrstu
verðlaun eru glæsileg myndavél,
Canon EOSlOO, að verðmæti kr.
69.900. Þá verða veitt þrenn verðlaun
fyrir skemmtilegustu sumarmynd-
irnar, teknar innanlands, og önnur
þrenn fyrir skemmtilegustu mynd-
irnar, teknar í útlöndum. Sérstök
verðlaun verða veitt fyrir myndir
sem teknar eru af unglingum. í þeim
flokki eru verðlaunin Prima 5
myndavélar en ferðavinningar eru í
boði fyrir bestu ferðamyndimar.
Dómnefnd keppninnar skipa þeir
Gunnar V. Andrésson og Brynjar
Gauti Sveinsson, ljósmyndarar DV,
og Gunnar Finnbjömsson frá Kodak.
Myndimar, sem hér birtast, em
aðeins lítið sýnishorn úr öllum þeim
fjölda sem borist hefur. Eins og sjá
má fylgir lítil saga sumum þeirra og
er gaman að því. Þeim sem enn eiga
eftir að senda myndir skal bent á að
merkja þær vandlega með nafni og
heimilisfangi sendanda.
Utanáskriftin er:
Skemmtilegasta sumarmyndin
DV, Þverholti 11,
105 Reykjavík.
Þessi mynd er tekin í ungbarnasundi og nefnisl Forskot inn í framtíðina.
Sendandi er Ragnhildur Eiríksdóttir, Eyjabakka 16, Reykjavík.
„Ég ætla að gefa þessari mynd nafnið Sundgleði," skrifar sendandi með
þessari ágætu mynd. „Hún er af syni minum, Ragnari Þór, Eygló ömmu
og Bedda afa harts. Hún er tekin á Hótel Örk í sumar en að fara i sund er
það skemmtilegasta sem Ragnar Þór gerir.“ Sendandi er Júlía Bergmanns-
dóttir, lllugagötu 15, Vestmannaeyjum.
• •
LffiKKflRUÍI)
HEILflR mEI KROIIUR
Bestu haupin í lambakjöti á adeins 398kr./kg.
ínœstuvershm