Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 36
.44 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 íþróttir Jóhanna heiðursgestur Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráðherra verður heiðurs- gestur KSÍ á bikarúrslitaleik ÍA og Stjömunnar á morgun. Bikarinn, sem leikið verður um á morgun, var gefinn af borgar- stjórahum í Reykjavík árið 1991. Davíð Oddsson, þáverandi borg- arstjóri, hafði á orði að það væri ekki hægt að stúlkumar lékju um minni bikar en karlamir og gaf hann næstum nákvæmlega eins bikar og keppt er um í mjólkur- bikarkeppninni, eini munurinn er sá að mjólkurbikarinn er gyllt- ur en kvennabikarinn er silfur- sleginn. Skaut í dómarann Skondið atvik átti sér stað í víta- spymukeppni sem fram fór á milli Breiðabliks og Vals í bikar- úrslitaleiknum árið 1982. Jafn- ræði var með liðunum í víta- spyrnukeppninni og þegar komið var fram í bráðabana þurfti Sigr- ún Norðfjörð, markmaður Vals, að taka vítaspymu. Ekki fór sú spyma samkvæmt settum regl- um og þurfti hún að endurtaka spymuna og tók þá ekki hetra við því hún skaut boltanum beint í dómarann sem þó stóð í hæfilegri fiarlægð frá markinu! Blikastúlk- ur skoruðu úr næstu spymu og sigruðu í leiknum, 7-6. 4,5 mörk að meðaltali í bikarúrslitaleikjum Alls hafa verið Skoruö 54 mörk í úrslitaleikjum bikarkeppni kvenna í þau tólf skipti sem leik- ið hefur verið til úrslita. Það ger- ir 4,5 mörk að meðaltali í leik. Meðalaldur leikmanna ÍA er 20,06 ár en meðalaldur leikmanna Sfiömunnar er 20,94 ár. Níu leikmenn ÍA hafa leikið landsleiki fyrir ísland og sjö leik- menn Stjömunnar. Leikmenn koma víða að Aðeins tveir leikmenn ÍA hafa leikið með öðmm félögum á ferl- inum, þær Halldóra Gylfadóttir og Sigfríður Sophusdóttir hafa háðar leikið meö Breiðabliki. Það kveður við annan tón hjá Stjöm- unni; þar hafa 11 leikmenn af 16 leikið með öðmm liðum. Fjórir leikmenn hafa leikið með Breiða- bliki, tveir með KR, tveir með ÍA og Fram, Sindri og Víkingur eiga sinn fulltrúann hvert lið í her- búðum Sfiömunnar. Þrjú lið hafa unnið bikarinn Aðeins þrjú lið hafa orðið bikar- meistarar frá því að fyrst var keppt í bikarkeppni kvenna árið 1981. Valur ber höfuð og herðar yfir önnur lið í bikarnum, hefur unnið hann sex sinnum, þar af fimm sinnum í röð árin 1984 til 1988. Akranes og Breiðablik hafa unnið bikarinn þrisvar sinnum hvort lið og eiga því Skagastúlkur möguleika á að skjóta Blikunum ref fyrir rass sigri þær á morgun. -ih Held að Stjarnan vinni bikarinn - segir Bryndís Vals „Mér líst ágætlega á leikinn og það er gaman að ný lið eru komin inn í baráttuna. KR-stelpumar eru komnar með aðra höndina á íslandsbikarinn en ég held að Sfiaman vinni bikarinn. Það færi alla vega vel á því,“ segir Bryndís Valsdóttir, leikmaður Vals. „Skagastelpurnar hafa meiri hreidd en liðin eru ekki ójöfn. ÍA hefur leikreyndar stelpur, eins og Jónínu Víglundsdóttur og Ragnheiði Jónasdóttur, en Sfiaman hefur Rögnu Lóu og Laufey Sigurðardóttur. En ég held að við getum átt von á góðum leik,“ sagði Bryndís. -ih I>V Auður Skúladóttir, fyrirliði Stjörnunnar, og Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði IA, takast á um bikarinn góða. Það ræðst á morgun hvort hann fer upp á Skipa- skaga eða I Garðabæinn. DV-mynd Brynjar Gauti Fyrirliðar kvennaliða ÍA og Stjömunnar í knattspyrnu: Búast við miklum hörku- og markaleik - er liðin mætast í bikarúrslitum á Laugardalsvelli á morgun kl. 16 Keppt verður til úrshta í bikar- keppni kvenna í þrettánda sinn á Laugardalsvelli á morgun, sunnu- dag. Þá mætast núverandi bikar- meistarar, ÍA, og Stjarnan sem leikur úrslitaleik í bikarkeppninni í knatt- spymu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ferill þessara tveggja liða í bikar- keppninni er ólíkur því Skagastúlk- ur, sem hafa oftast allra leikið til úrslita, mæta til leiks í tíunda sinn. Þær hafa einnig oftast allra tapað úrslitaleik, sex sinnum. Valsstúlkur hcifa oftast sigrað í bikarkeppninni, sex sinnum. ÍA stefnir að sínum fjórða bikarmeistaratitli „Leikurinn leggst mjög vel í mig. Hann verður þó allt öðruvísi en í fyrra þegar við lékum gegn Blikun- um. Við erum með allt annað liö heldur en þá, samt hafa flestar í lið- inu leikið bikarúrslitaleik áður og við erum staðráðnar í að ná í bikar- inn í fiórða sinn,“ sagði Jónína Víg- lundsdóttir, fyrirliöi LA. „Við fomm í alla leiki með því hugarfari að vinna og við höfum unnið þá leiki sem þurfti í bikamum. Við ákváðum fyr- ir mót að það væri engin ástæða til að breyta því að stefna á bikarinn frekar en venjulega og það gekk upp í þetta sinn,“ sagði Jónína. Gaman að fá að leika á Laugardalsvelli „Það leggst mjög vel í okkur að leika til úrshta í bikamum. Þetta var stefnan hjá okkur. Aðeins þrír leik- menn liðsins hafa leikið bikarúrslita- leik, Ragna Lóa Stefárisdóttir, Laufey Sigurðardóttir og Elísabet Sveins- dóttir. Það verður gaman að fá að spila á Laugardalsvelh, ég hef aldrei spilað þar og engin í hðinu nema þremenningarnir," segir Auður Skúladóttir, fyrirhði Sfiörnunnar. Félagsstörf hluti af undirbúningnum Auður sagði að Sfiömustúlkur hefðu undirbúið sig sérstaklega fyrir leik- inn á morgun en vhdi þó ekki fara nánar út í hvemig þeim undirbún- ingi hefði verið háttað. „Við höfum verið að vinna að ýmsum félagsleg- um verkefnum þessa vikuna, m.a. gefið út blað sem hefur verið dreift í öll hús í Garðabænum," sagði Auð- ur. „Við höfum dreift auglýsingabækl- ingum í öll hús á Skaganum. Kvennanefndin og Skagamenn í Reykjavík hafa að öðra leyti tekið þátt í undirbúningi fyrir leikinn," sagði Jónína. „Það er gott að fá leikinn í beina útsendingu í sjónvarpinu, þeir sem mestan áhuga hafa mæta á völhnn, hinir geta horft heima í stofu. Bikar- leikurinn í fyrra var frábær leikur við góðar aðstæður og tvö góö hð að spila og það er alveg eins núna,“ sagði Jónína. „Munurinn á leiknum á sunnudag og í fyrra liggur helst í því að þá átt- ust við tvö efstu hð deildarinnar en núna em bæði lið um miðja deild," sagði Auður. Hvað gerir ÍA gegn markadrottningunni Dunnu? Fyrirhöar beggja liðanna töldu að það yrði skorað mikið af mörkum í leiknum. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Guðný Guðnadóttir, sem skorað hefur 11 mörk í 10 leikj- um leikur með Stjörnunni, ætlar ÍA að setja yfirfrakka á hana? „Dunna verður bara tekin eins og allir hinir leikmennirnir, hún er bara ein af ehefu sem þarf að af- greiða og við ætlum bara að gera það. Það sem skiptir sköpum hjá okkur er hugarfarið fyrir leik og hvernig við komum stemmdar th leiks. Ungu stelpurnar í hðinu hafa mikið keppnisskap og ég er viss um að þær eiga eftir að standa sig.“ „Það sem skiptir máh hjá okkur er hvort þær sem ekki hafa leikið úrslitaleik áður eigi eftir að fara á taugum. Þeir leikmenn sem hafa leikið landsleiki eiga örugglega eftir að klára sig í gegnum þetta en það sem skiptir máh er hvemig ungu stelpurnar eiga eftir að koma út úr þessu en þær eru uppistaöan í liðinu hjá okkur,“ sagði Auður. -ih Ama Steinsen og Sigrún Óttarsdóttir: Megi betra liðið vinna „Eg hef trú a þvi að Skaginn standi í Stjömunni og vinni jafn- vel, Skagastelpumar eru búnar að vera í úrshtum svo oft og vita hvemig á að undirbúa sig fyrir svona úrslitaleiki. Ég hef trú á að reynslan skili sér th þeirra,“ segir Sigrún S. Óttarsdóttir, fyrirhði Breiðabliks. „Þetta fer 2-1 fyrir Skagann. Jóna Víglunds og Dóra Gylfa skora fyrir Skagann en Dunna (Guðný Guðna- dóttir) fyrir Sfiörnuna." „Ég held að þetta verði jafn og skemmthegur leikur. Stjaman er með sterkara hð a pappirnum en Skaginn er með stemningarbikar- hð,“ segir Ama K. Steinsen, þjálf- ari KR. „Ég á von á því að það verði skor- uð mörg mörk í leiknum. Sfiaman er með fljóta framheija og Skaginn hefur Jónínu Víglundsdóttur. Ég vil ekki spá um úrsht en vona bara að þetta verði skemmthegur leikur fyrir áhorfendur. Mér finnast bæði hðin jafn sigurstrangleg og megi betra hðið vinna." -ih Logi Ólafsson landsliðsþjálfari: Veikleikar hjá báðum „Ég held að leikurinn geti orðið skemmthegur. Sfiarnan hefur ver- ið á mikilli sighngu og hefur unnið þrjá leiki í röð. ÍA hefur lagt allt í þessa keppni. Stúlkunum hefur ekki gengið vel í dehdinni en þær eru núverandi bikarmeistarar og láta ekki bikarinn af hendi baráttu- laust," segir Logi Ólafsson, lands- hðsþjálfari kvenna. ' „Það er veikleiki hjá báðum hð- um. Þau hafa átt í varnarlegum erfiðleikum í Garðabænum en Sfiaman er með jafnt hð þar sem ekkert er af kóngum og drottning- um, það er stemningarhð. Styrkur ÍA er hjá Jónínu (Víglundsdóttur), Hahdóru (Gylfadóttur) og Ragn- heiði (Jónasdóttur), þær eru vanar því að standa í eldlínunni. Leikir hðanna á þessu ári hafa verið mikl- ir markaleikir og það er aldrei að vita nema við fáum markasúpu. Ég vh ekki, stöðu minnar vegna, spá um úrsht leiksins en vona að leikurinn verði skemmthegur og vel leikinn og kvennaknattspymu th framdráttar,“ sagði Logi Ólafs- son. -ih
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.