Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993
5
PV Fréttir
Brottrekstur af Heijólfi:
Alvarlegtef
verkfalliðorsak-
aði brottrekstur
í DV í gær var greint frá uppsögn
Jónasar Ragnarssonar, stýrimanns á
Herjólfi. Blaðið hefur ekki ennþá
fengið haldgóða skýringu á uppsögn
stýrimannsins og ennþá hefur ekki
náðst í framkvæmdastjóra Heijólfs,
Magnús Jónasson, en hann er í fríi.
Benedikt Valsson, framkvæmda-
stjóri Farmanna- og flskimannasam-
bandsins, var í gær spurður hvort
Farmanna- og fiskimannasambandið
hygðist beita sér eitthvað í málinu.
„Auðvitað er mjög alvarlegt þegar
forystumenn launþegasamtaka eru
reknir. Ef ástæðan fyrir brottrekstr-
inum er þátttaka hans í verkfallinu
er það alvarlegt mál. Við munum
ekki gera neitt nema ef beiðni frá
Stýrimannafélaginu herst. Við höf-
um ekki fengið slíka beiðni. “ -em
Reglugerð á „vaskinn“:
Blöðin borin út
en rukkað samt
Fjármálaráðuneytið gaf í gær út
reglugerð um innheimtu virðisauka-
skatts á erlend blöð og tímarit í
áskrift. Áskrifendur munu eins og
áður fá hlöðin sín send heim en
munu engu að síður þurfa að koma
á pósthúsin og greiða skattinn þar.
Samkvæmt reglugerðinni verður
áskrifendum gert kleift að gera upp
virðisaukaskattinn fyrir allt áskrift-
artímabihð. Eiga þeir að framvísa
tilskildum gögnum og inna af hendi
greiðslu innan mánaðar frá því að
áskrift er greidd. Vegna áskriftar
sem hófst fyrir 1. júlí 1993 er frestur
til að gera skil til 1. nóvember 1993.
Pósturinn mun áfram bera út blöðin
án þess að krefjast greiðslu hverju
sinni. Með skipulegum athugunum
verður kannað hvort áskrifendur hafa
staðið í skilum. Reynist ekki vera svo
verður skatturinn innheimtur og
heimilt er að stöðva afhendingu þar til
skil hafa verið gerð. -bj b
Nýútkomið niðjatal:
Proppéættin
Proppéættin á íslandi er heiti á riti
sem nýkomið er út. í ritinu er ann-
ars vegar niðjatal Proppéættarinnar
á íslandi en hins vegar ýmis fróðleik-
ur um uppruna ættarinnar. Ættar-
mót Proppéættarinnar verðin- haldið
28. desember og í því tilefni er ritið
geflð út.
Proppéættin á íslandi er öll afkom-
endur Helgu Jónsdóttur Proppé frá
Gijóteyri í Kjós og Claus Eggerts
Dietrichs Proppé, bakarameistara í
Hafnarfirði. Claus var fæddur í Neu-
munster, Holstein í Þýskalandi árið
1839. Hann flutti til íslands áriö 1867
og stofnaði Havnefjords-bageri, oft-
ast nefnt Proppé-bakarí árið 1875.
Claus rak bakaríið til dauðadags,
árið 1898 en Helga tók við rekstrinum
fram til 1904. Þau hjónin eignuöust 7
hörn sem aUt Proppéfólkið hérlendis
er komið af.
Ritið Proppéættin á íslandi er 52
bls. í tímaritsbroti. Ábyrgðarmenn
þess eru Fríða Proppé blaðamaður
ogprófessorÓlafurProppé. -ÍS
LHið f iskirí og
engin ber
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Fiskirí hefur verið Utið hjá triUu-
körlum hér í Árneshreppi í sumar
enda veðráttan mislynd og oft slæm.
Það eru borgaðar 58 krónur fyrir
kílóið af fiski hjá Gunnsteini Gísla-
syni í Norðurfirði. Lýður HaUberts-
son,Djúpuvík,borgar 60 krónur fyrir
kUó af þorski og aUt er þetta hand-
færafiskur.
Engin ber verða tínd hér í hreppn-
um nú því hvergi sjást grænjaxlar
vegna kuldans. Hér áður fyrr var
aðra sögu að segja því þá var mikið
beijaland í hreppnum.
ÞAÐ ER BJART YFIR...
Nissan síbreytiskipting (N.CVT) Háþróuð sjálfskipting
N.CVT Háþróuð Nissan
sjálfskipting meö tölvustýrðri
kúplingu, sem gefur mjúkt
þrepalaust viðbragð. Býður uppá einstaka
sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur.
..NYJA BILNUM FRA NISSAN
ÞETTA ER AUÐVITAÐ BÍLL ÁRSINS 1993, GLÆIMÝR OG SPRÆKUR
STÚRSÝNING UM
HELGINA FRÁ
KL. 14-17
VERIÐ UELKOMIN.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfði 2,112 Reykjavík
Sími674000
VERÐ AÐEINS 855.000.- KR. STGR.
Fólk með viti les smáa letrið og notar öryggisbeltin alltaf