Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 Sérstæð sakamál Hamingjan snerist upp í martröð Brenda Rattray var aðeins tólf ára þegar hún varð ástfangin. Hann hét Andrew Morford og var þremur árum eldri en hún. Árin liðu en tilfmningar Brendu breytt- ust ekki og þegar þau voru orðin tuttugu og tveggja og tuttugu og fimm ára ákváðu þau að ganga í hjónaband. Brúðarmey var yngri systir Brendu, Charline. Ættingjar brúðhjónanna og vinir voru á einu máli um að hamingju- samari hjón hefðu ekki sést í litla bænum Selukwe, en hann er eitt hundrað og sjötíu kílómetra frá Bullawayo í Afríkuríkinu Zimbabwe, en þegar þessi saga hófst hét það enn þá Rhódesía. Með bami Brenda og Andrew voru bæöi komin af bændafólki en Andrew hafði ekki áhuga á að feta í fótspor foður síns og vildi heldur búa í borg. Hann hafði því sótt um starf í banka í Bullawayo og haföi þegar hlotið viðurkenningu fyrir dugnað í starfi þegar hann gekk í hjóna- band. Þau hjón bjuggu nú í einbýl- ishúsi í einu besta hverfi borgar- innar. í sjö mánuði gekk allt vel. Brenda var hamingjusamari en hana hafði nokkru sinni dreymt um aö hún yrði og ekki dró úr gleði hennar þegar heimilislæknirinn sagði henni að hún væri með barni. En þegar hún sagði Andrew að hann yrði senn faðir var ekki að merkja að fréttin yrði honum til neinnar gleði. Það var sem honum stæði alveg á sama og eftir að hafa setið hugsi um hríð sagði hann konu sinni að hann ætlaði í ökuferð. Leynileg stefnumót Undanfarna tvo mánuöi hafði Andrew verið óvenjulega þögull en Brenda hafði talið að ástæðan væri sú að hann hefði mikið að hugsa og gera vegna efnahagsþvingana sem ýmis ríki beittu þá landið vegna stjómmálaástandsins þar. Hafði það komið illa niður á ýms- um bönkum í landinu. En í raun var það alls ekki staða bankans sem olli Andrew áhyggjum. Frá því skýrði tengdamóðir Brendu þegar hún kom í heimsókn til hennar einn daginn. „Ég hef þagað um það í alllangan tíma,“ sagði Vera Morford, „en ég held að þú ættir að vita það. Andrew á leynileg stefnumót með systur þinni. Ég komst að því fyrir hreina tilviljun. Mér finnst að þú ættir að ræða máhð við hann.“ Að loknum kvöldverði þennan sama dag spurði Brenda Ándrew hvert samband hans væri við Charline. Innst inni vonaði hún að til væri einföld skýring en svar hans kom henni úr jafnvægi. Beiðni um skilnað „Mér þykir það leitt, Brenda," sagði Andrew, „en bjónaband okk- ar er á misskilningi byggt. Ég hélt að ég væri ástfanginn af þér en í raun er það Charline sem ég elska. Ég vil því fá skilnað svo við Charl- ine getum gift okkur. Auðvitað mun ég sjá vel fyrir þér og barn- inu.“ „Ég hef elskað þig eins lengi og ég man,“ svaraði Brenda „og hef ekki í hyggju að láta systur minni þig eftir. Og reyndar engri annarri konu heldur. Þess vegna samþykki ég aldrei að þú fáir skilnað!" Andrew. Andrew var þögull um stund en sagði svo: „Þá er aðeins eitt aö gera. Við Charline verðum að búa saman ógift." Hann stóð síðan á fætur og gekk út úr húsinu. Vísað frá Brenda tók nú saman nokkra persónulega muni og lét þá niður í tösku. Svo fluttist hún heim til foreldra sinna. Charline var ekki heima þegar hún kom til þeirra. Hún var farin til móts við Andrew og brátt fluttist hún inn í húsið sem systir hennar hafði búið í. Næstu daga reyndi Brenda að ræða við mann sinn en þegar hún hringdi í bankann fékk hún þau skilaboð að herra Morford vildi ekki tala við hana. Hún fór því heim að húsinu sem hún hafði búiö í. Systir hennar opnaði dyrnar. „Hvað vilt þú hér?.“ spurði Charl- ine ögrandi. „Hvorki Andrew né ég kærum okkur um að sjá þig hér svo það er best fyrir þig aö hverfa á brott.“ Brenda reyndi að höfða til betri hliðar systur sinnar en það bar ekki árangur. „Reyndu að horfast í augu viö raunveruleikann, Brenda," sagði Charhne. „Andrew er hættur við þig fyrir fullt og allt. Þú getur ekki þvingað neinn mann til að elska þig. Hvers vegna viöurkennirðu ekki hvernig komið er og samþykk- ir að veita honum skilnað? Það er það eina skynsamlega sem þú getur gert. En farðu nú. Eg þarf að gera ýmislegt." Byssuleyfi Brenda hélt nú til bankans og þar tókst henni að fá viðtal við Andrew, en hann var enn sömu skoðunar og fyrr og í lok samtals þeirra lét hann eftirfarandi orð falla: „Ef þú hefur eitthvað fleira við mig aö segja þá bið ég þig um að koma því áleiðis fyrir milligöngu lögfræð- ings.“ Næsta dag fór Brenda til lögregl- unnar og fór fram á heimild til að kaupa tvíhleypta haglabyssu. Leyf- ið var auðfengið og með það í hönd- unum fór hún í stærstu byssuversl- un í Bullawayo og keypti bestu og aflmestu haglabyssuna sem þar var Vera Morford, móðir Andrews. Doris Rattray, móðir systranna. á boðstólum. Jafnframt keypti hún pakka af haglaskotum. Brenda ók nú til einbýlishússins sem hún hafði búið í. Þar opnaði Charline fyrir henni en hafði greinilega ekki í hyggju að bjóða henni inn fyrir frekar en áður. Brenda sagðist þá aðeins vera kom- in til að sækja nokkra muni sem hún ætti sjálf. Charline vék þá til hliðar fyrir systur sinni en bað hana jafnframt um að hafa hraðan á því hún ætti von á Andrew á hverri stundu. Örlagarík heimsókn Þegar Charline hafði lokað dyr- unum leit hún á systur sína og sá þá ískalt auganráð hennar. í hönd- unum var Brenda með haglabyss- una sem hún hafði rennt undan kápu sinni. Það sem nú gerðist tók svo skamma stund að Charline hefur vart haft tíma til að verða hrædd. Brenda skaut hana í brjóst- ið af tæplega tveggja metra færi. Charline var látin áður en hún féll á gólfið. Brenda dró nú líkiö burt úr and- dyrinu og lagði lítið teppi yfir blóð- iö á gólfinu. Svo settist hún og beið. Nokkru síðar kom Andrew. Hann stakk lykli í skrána, opnaði úti- dymar og gekk inn. „Ég er kominn heim, elskan," kallaði hann. Þegar hann hafði lokað dyrunum og sneri sér við gekk kona hans fram á móti honum með haglabyss- una í höndunum. „Ég elskaði þig en þú kastaðir mér frá þér eins og rusli," sagði hún lágri og ógnandi röddu. „Hún systir mín hefur gold- ið fyrir þetta með lífinu og nú er röðin komin að þér.“ Aftur tók Brenda í gikkinn. Svo lagði hún byssuna frá sér, gekk að símanum og hringdi í lögregluna. Óvæntaðstoð Brenda var hreinskilin við yfir- heyrslur. Hún sagði skýrt og rólega frá því sem gerst hafði og eftir frá- sögn hennar var enginn í neinum vafa um hvað hennar biði. Hún yrði dæmd fyrir morð að yfirlögðu ráði. En hún fékk óvænt talsmann. Meðan hún sat í varðhaldi kom til hennar, eins og annarra fanga, félagsráðgjafi, Clifford Parker, tutt- ugu og sjö ára gamall. Hann vildi fá að vita hvort hann gæti gert eitt- hvað fyrir hana. En hún afþakkaði alla aðstoð. Parker gaf sig þó ekki. Það var hlutverk hans að hjálpa föngum og hann hafði áhuga á að veita hð þessari ungu, óléttu konu. Smám saman fór Brenda að segja honum það sem gerst hafði og þá lét Park- er til sín taka. Hann átti vini í hópi blaðamanna og hóf nú baráttu fyrir því að tekið yrði öðruvísi á máli Brendu en fyrirhugað var. Ræddi hann því einnig bæði við saksókn- arann og verjanda hennar. Ákæru breytt Skömmu áður en réttarhöldin í málinu skyldu hefiast eignaðist Brenda son og tóku foreldrar henn- ar hann. Jafnframt fóru þeir og foreldrar Andrews þess á leit við ákæruvaldið að hún fengi mildan dóm. Niðurstaðan varð sú að Brenda var ákærð fyrir manndráp en ekki morð. Sú breyting var gerð þar eð ljóst þótti að hún hefði verið undir miklu álagi þegar hún skaut systur sína og mann og því ekki í andlegu jafnvægi. Var sérstaklega bent á að þegar atburðirnir gerðust hefði hún verið ólétt og mætti ölum vera ljóst hvemig það væri að fá á meðgöngutíma yfirlýsingu mn að eiginmaðurinn væri að fara af heimilinu til að taka saman við mágkonu sína. ítarlega var fiallað um einstök atriði málsins í réttarsalnum og í lokin var lýst yfir því að Brenda hefði gerst sek um manndráp. Hún fékk tíu ára fangelsisdóm. Fann hamingjuna áný Clifford Parker félagsráðgjafi var persónulegur ráðgjafi og aðstoðar- maður Brendu þann tíma sem hún sat í fangelsinu. Brátt fóru þau að verða hrifin hvort af öðru. Og þar kom að þau gengu í hjónaband. Nokru síðar fékk Brenda reynslu- lausn. Þau fóru í þriggja vikna brúð- kaupsferðalag til Jóhannesarborg- ar í Suður-Afríku en héldu síðan heim aftur. Þau búa nú með syni Brendu og dóttur sem þau hafa eignast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.