Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Stuttar fréttir Utlönd ~r SÞinntil Mostar Hersveitir Bosníu-Króata sögðu í morgun að þær ætluðu að leyfa bílalest Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn að fara til mús- Iímaborgarinnar Mostar. FHdaráætlunrædd Þingið í Bosníu kemur saman á föstudag til að ræða hvort sam- þykkja beri nýjustu friðaráætl- unina fyrir lýðveldiö. Herstjóri frá Ibrahim Ba- bangida, her- foringi og æðsti drottnari í Ní- geríu, áformar aö fara frá völdum á miö vikudag. Búist er þó við aö lýð- ræðisöflin haldi áfram baráttu sinni með borgaralegri óhlýðni. Gisl sleppt í Managua Vinstrisinnaðir vígamenn, sem halda varaforseta Nicaragua og tugum hægrisinnuðum stjórn- málamönnum í gíslingu, létu þriðja fangann lausan. Engarsannanir Skjöl um morðið á John F. Kennedey geyma engar haidbærar sannanir um skuggalega hegðun leyniþjónustunnar CLA. Engin undanskot Alexander Rutskoj, varaforseti Rússlands, neitar að hann hafi komiö miHjónum dollara til út- landa. Reuter Aðeins fitnm íslenskir togarar eftir við veiðar í Smugunni í morgun: Flotinn svarar ekki köllum gæslunnar - sjávarútvegsráðherrar Noregs og íslands ræddu allt nema Smuguna 1 gær Guirnar Blöndal, DV, Ósló: Norska standgæslan ákvað í morg- un að senda varðskip til móts við íslenska togaraflotann þar sem hann stefndi í vesturátt út úr Smugunni í Barentshafi. í fréttum norska útvarpsins í morg- un sagði aö fullkomin óvissa ríkti um hvað íslensku togaramennirnir hygðust fyrir því að þeir svöruðu ekki köllum strandgæslunnar. Flug- vél hefur sveimað yfir togurunum í nótt og morgun en ekkert svar fengið þrátt fyrir ítrekuð köll. Óttast um verndar- svæðið við Bjarnarey Norðmenn óttast að togurunum verði haldið til veiða á verndarsvæð- inu við Bjamarey en þar hafa Norð- menn umdeilda lögsögu. Þar hefur verið skotið á erlenda togara við veiðar. Þegar síðast fréttist voru aðeins flmm íslenskir togarar eftir við veið- ar í Smugunni. Strandgæslan sagði í morgun að 21 íslenskur togari stefndi til vesturs og væru þeir sýni- lega hættir veiöum. Eftir eru í Smug- unni fjórir færeyskir togarar skráðir 1r Smugan Barentshaf Bjarnarey 21 íslenskur togari stefndi í morgun ' í átt að Bjarnarey. 5 eru eftir í Smugunni.i undir hentifána og nokkrir franskir Sjávarútvegsráðherrarnir Jan togarar auk íslendinganna. Henry T. Olsen og Þorsteinn Pálsson áttu með sér fund í Halstad, skammt frá Gautaborg í Svíþjóð, í gær. Þeir urðu að sögn Aftenposten í morgun sammála um að ræða allt annað en veiðarnar í Smugunni. Þær bíða fundarins í Stokkhólmi í dag. Olsen hefur kynnt sjávarútvegs- ráðherra Rússa málið en þeir eiga hagsmuna að gæta í Smugunni eins og Norðmenn. Norðmenn og Rússar hafa áður leitað samkomulags um nýtingu Smugunnar. Þorsteinn með umboð til samninga Norðmenn eru bjartsýnir á að sam- komulag náist á Stokkhólmsfundin- um og að deilan um Smuguna verði úr sögunni eftir hann. Haft er eftir Þorstein Pálssyni að fundurinn geti staðið fram á nótt. Hann hefur að sögn Aftenposten umboð til samn- inga. Afli íslensku togaranna er nú um 1500 tonn. Þar af er talið að um þriðj- ungur eða 500 tonn séu undirmáls- fiskur. Hér í Noregi halda menn að íslendingarnir hafi ákveðið að fara úr Smugunni eftir að kvótar fyrir næsta fiskveiðiár á íslandsmiðum voru gefnir út í gær. Við höldu m Fjórir glœsilegir Miðvikudaginn 1. sept. verður hringt í4 skuldlausa áskrifendur DV. Fyrir hvern þeirra leggjum við 3 laufléttar spurningar úr landafræði. Sá sem svarar öllum spurningum rétt fær í verðlaun eina af þeim fjórum ferðum sem er ípottinum í ágiíst og lýst er hér til hliðar. Verðlaunin verða afhent daginn eftir, 2. sept., og úrslitin hirt í Ferðablaði DV þriðjudaginn 7. september. Allir skuldlausir áskrifendur DV, nýir og núverandi, eru sjálfkrafa þátttakendur íþessum skemmtilega leik. Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo. Flug og gisting í ellefu daga. Safariferð um hásléttur Kenía með myndavél að vopni er lífsreynsla sem enginn gleymir. Náttúrufegurðin er ólýsanleg og þegar fylgst er í návígi með konungi dýranna á veiðum er spennan mögnuð. Eftir safariævintýri á hásléttunni er haldið til Mombasa við strönd- ina þar sem bíða þín glæsihótel og hvítar strendur svo langt sem augað eygir. Gist á Hotel Hilton. 4ra daga safariferð með Prestige Safaris Ltd. Flogið með Kenya Airways og Flugleiðum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi z m m Æ Stjömuferð Flugl. fyrir tvo. Flug og gisting í 2 vikur. Sólböð og sæla á „Eyjum hins eilífa vors“. Allt sem sólarsinnar geta hugsað sér best, skemmtilegast og þægilegast. Paradís fyrir alla í fjölskyldunni. Gist á Stil Marieta, fyrsta flokks íbúðahóteli á Ensku ströndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.