Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Hæstiréttur á bílastæði Þröngt má vera um hæstaréttarhús á bílastæðinu milíi Landsbókasafns, Þjóðleikhúss og Amarhvols, ef leyst eru vandamál, sem húsið hefur í fór með sér. Bíla- geymsluhúsið andspænis Þjóðleikhúsinu getur komið í stað bílastæðisins og mætt nýrri þörf vegna nýja hússins. Gott er að hafa þröngt milli húsa í miðborg Reykjavík- ur, svo að gönguleiðir fólks séu sem stytztar á röltinu milh verzlana, þjónustu og opinberra stofnana. Helzt ætti að vera innangengt milli húsa og frá bílageymslum til húsa til að hiífa fólki sem mest við vetrarveðrum. Raunar er merkilegt, að skipulagsstjórar skuh ekki hafa komið auga á, að veðurfar er annað meirihluta árs- ins í Reykjavík en í þeim útlendu borgum, þar sem þeir námu fræði sín. íslenzkt veðurfar kallar á, að gangstétt- ir miðborga séu í góðu skjóli og sem mest undir þaki. Þótt rysjótt veðurfar borgarinnar bjóði aðstæður th að þróa sérstaka, reykvíska skipulagshst, hefur htið ver- ið reynt að víkja frá suðrænni tízku. Flest opinber mann- virki eru látin standa ein og sér, svo að hægt sé að ganga í kringum þau eins og hvem annan minnisvarða. Skipulagskröfur th nýja hússins fyrir Hæstarétt víkja ekki frá minnisvarðareglunni. Ef farið er varlega, verður hægt að ganga hringinn í kringum nýja húsið án þess að reka sig á önnur hús. En óneitanlega versnar aðstað- an th að dást að öhum þessum húsum úr öhum áttum. Staða nýja hússins fyrir Hæstarétt víkur frá hefðum, sem hafa verið í ghdi frá því að Stjómarráð og Alþingis- hús vora byggð og þangað th kastali Seðlabankans var reistur. En ekki er farið alla leið th einhliða hússins, sem aðeins hefur framhhð út að yfirbyggðri gangstétt. Þegar þannig er með daufum kjarki vikið frá úreltri hefð án þess að stökkva aha leið inn í nýja hefð, er hætt við, að úr verði eins konar mihivegur, stígur óttans, sem yfirleitt reynist vera vandræðaleg leið, eins konar bast- arður þess, sem var, og hins, sem verður. Svo er önnur saga, hvort virðulegt sé að koma Hæsta- rétti fyrir á bílastæði. Þetta er ein af þremur stofnunum landsins, sem næst ganga Forsetaskrifstofu að virðingu. Hinar tvær era Alþingi og forsætisráðuneyti, sem era th húsa í virðulegum og gömlum húsum, er bera af öðrum. Hægt væri að flytja Hæstarétt í Landsbókasafnið, sem fer að losna th ábúðar, af því að búið er efna th Þjóðarbók- hlöðu og reisa hús fyrir hana á háskólasvæðinu. Þar með fengi æðsti dómstóh landsins virðulegt heimili og fahegt andht út að einni af aðalgötum borgarinnar. Þetta gerist ekki, af því að yfirkontóristar í stjómkerf- inu vhja sjálfir komast í Landsbókasafnið. Þeir hafa að- stöðu th að koma í veg fyrir flutning Hæstaréttar þang- að. Staðsetning Hæstaréttar á bhastæði er bein afleiðing óheftrar frekju embættismanna framkvæmdavaldsins. Niðurlæging Hæstaréttar í samkeppninni við eina grein framkvæmdavaldsins um hús Landsbókasafns er raunar í sth við almenna niðurlægingu Hæstaréttar sem afgreiðslustofnunar hins opinbera við sýknun fram- kvæmdavaldsins af brotum þess á borgurum landsins. Með því að troða dómstólnum á rönd mihi hversdags- legra ráðuneyta er efld ímynd Hæstaréttar sem einnar af deildum framkvæmdavaldsins, ótal virðingarþrepum neðan við Seðlabankann, sem trónir frjálslega í kastala sínum framan við þéttskipaðar lóðir Ingólfsstrætis. Þannig má lesa í lóðarúthlutun th Hæstaréttar eins og lesið var í gamla daga í myndir af ráðamönnum Sovét- ríkjanna á þaki grafhýsis Leníns á Rauða torginu. Jónas Kristjánsson „Með minni herkostnaði ávinnst aukin framleiðni. Verðlag verður lægra og sambærilegra við önnur lönd.“ Of mikill herkostnaður Veruleg stöðnun hefur ríkt í efnahagslífinu síðustu árin. Skýr- inganna er meðal annars að leita í aflabresti, rangri fjárfestingu, slæ- legri efnahagsstjórn og ekki hvað síst í miklum viðskiptahindrunum. Hér verður vikið að síöastnefnda þættinum. Markaðslögmál og viðskiptahindranir í okkar hagkerfl höfum við þvi miður ótal viðskiptahindranir sem koma í veg fyrir að ýmsir markaö- ir innan hagkerfisins starfi fijálst og eðlilega og nýti vinnuafl og íjár- magn til fulls og myndi hið rétta markaðsverð. Landbúnaðurinn er gott dæmi í því samhengi. Einnig hið mikla samráð sem ráðandi er við verðlagningu á margs konar þjónustustarfsemi og sérfræði- og iðnþjónustu (hátt einingarverð). Þá er samkeppni á mörgum mörkuð- um verulega áfátt vegna viðskipta- hindrana; bæði samkeppni milh innlendra aðila og við erlenda að- ila. Vinnuafl og launasamningar Afleiðing viðskiptahindrana er að einingarverð þeirra vara og þjónustu sem njóta verndar verður of hátt miðað við hvað væri eðlilegt við réttar markaðsaðstæður. Vinnuaflið verður verr nýtt (dulið atvinnuleysi og jafnvel vinnusvik) og framleiðnin slök (úrelt fram- leiðslutækni og slæleg nýting fjár- muna). Hátt einingarverð er að sjálfsögðu hluti af verðlaginu og framfærslukostnaðinum og þar með hluti af kaupmætti launa. í samfélagi okkar taka launasamn- ingar yfirleitt ekki mið af afkomu einstakra atvinnufyrirtækja eöa atvinnugreina. Heldur er oftast um samflot stórra launþegasamtaka að KjaUarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagf ræðingur1 ræða við launasamninga. Við gerð slíkra samninga ræður fram- færslukostnaðurinn og kaupmátt- urinn miklu. En það er einmitt hér sem her- kostnaðurinn kemur inn í myndina því hátt einingarverö á vöru og þjón- ustu í vemduðum greinum heldur uppi háu verðlagi og þvf hærra launastigi en ella miðað við óbreytt- an kaupmátt. Flestar samkeppnis- greinar, þ.e. greinar í samkeppni við erlendar afurðir, þurfa því að bera hærri launakostnað en þær þyrftu ef markaðslögmálin réðu ferðinni á sem flestum mörkuðum. Ný atvinnustefna Til að draga úr þessum herkostn- aði þarf að auka verulega fram- leiðni hagkerfisins, s.s. með því að: - afnema hvers konar viðskipta- hindranir, - stuðla að meiri samkeppni hvar- vetna (strangara eftirht), - auka viðskiptafrelsið verulega og gera inn- og útflutning algjörlega frjálsan, - stuðla að virkari mörkuðum á flestum sviðum, t.d. með fjár- magn, hús og jarðir, - auka framleiðsluhvatningu hjá hinu opinbera með útboðum og launahvatningu. Með minni herkostnaði ávinnst aukin framleiðni. Verðlag verður lægra og sambærilegra við önnur lönd. Launajöfnuður verður meiri miðað við vinnuframlag. Iðngrein- ar og verslun verða samkeppnis- hæfari. Hagvöxturinn eykst og því landsframleiðslan og atvinnuleysið minnkar til lengri tíma litið. Tekjur ríkissjóðs verða meiri og jafnvægið betra í ríkisbúskapnum. Og að síð- ustu má búast við að þjóðin verði agaðri, vinnusvikin minni og við- skiptasiðferðið stórum betra. Jóhann Rúnar Björgvinsson. „Flestar samkeppnisgreinar, þ.e. grein- ar í samkeppni við erlendar afurðir, þurfa því að bera hærri launakostnað en þær þyrftu ef markaðslögmálin réðu ferðinni á sem flestum mörkuðum.“ Skoðanir annarra Feimnismál hlutafélaga „Erlendis er víðast komin rík hefð fyrir því að fyrirtæki sem ekki er þeim mun meira einkafyrir- tæki eða mjög smátt í sniöum er skráö á markaði. Annaö þykir óeðlilegt. Upplýsingar sem hér á landi hefur í mörgum tilfella verið erfitt að fá fram þykir sjálfsagt að gefa upp erlendis og gerist sjálfkrafa. Hér á landi virðast upplýsingar um rekstur hlutafé- laga vera feimnismál, en það sjónarmið stjórnenda þessara fyrirtækja samræmist illa sjónarmiðum þeirra sem lýsa eftir virkari hlutabréfamarkaði. Það er einkennilegt að oft á tíðum er hér um sömu aðila aö ræða.“ HKF í viðskiptablaði Mbl. 19. ágúst. Hagsmunir utan lögsögu „Við höfum mikiha hagsmuna að gæta utan við okkar lögsögu. Það er hér úthafskarfastofn sem Rússar og Norðmenn veiða úr. Við höfum ekki am- ast við því en það má búast við því í framtíðinni að við munum fara að amast við því og reka þessar þjóðir í burtu. Ég er ekki farinn að sjá Rússa og Norðmenn hhta þvi aö við förum að reka þá af svæð- inu utan við 200 mílumar suð-austur af landinu. “ Halldór Ásgrímsson alþm. í Tímanum 21. ágúst. Staðreynd fyrir stjórnmálamenn „Það virðist útbreiddur misskilningur hjá stjórn- málamönnum að niðurskurður hjá ríkinu gangi út á þaö að halda sama þjónustustigi og umfangi ríkis- valdsins fyrir minni penirga. Hagræðing og sparnað- ur eru af hinu góða, en hinn blákaldi raunveruleiki er sá að umfang ríkisvaldsins hefur vaxiö okkur yfir höfuð. Vandinn er ekki aðeins bruðl og eyðsla. Þetta er staðreynd, sem ráðherrar og þingmenn geta ekki leyft sér að horfa framhjá þegar fjárlög næsta árs verða mótuð á næstu mánuðum.“ Úr forystugrein Mbl. 20. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.