Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1993, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 HM’95áíslandi: Allt á góðri leið - jákvæð viðbrögð fulltrúa IHF FH-ingar höföu ástæðu til að fagna i gærkvöldi þegar þeir sigruðu Keflvíkinga. H: liðanna í Kaplakrika. Enska knattspyman í gærl United á to| - meistararnir sigruðu Aston Villa 1- íþróttir Eyjólfurjafnaði fyrirStuttgart gegn Duisburg Eyjólfur Sverrisson skoraði annað af tveimur mörkum Stuttgart þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Duisburg komst í 2-0 eft- ir 15 mínútna leik en Strunz minnkaði muninn á 25. mínútu. Eyjólfur skoraði síðan jöfnunar- markið á 53. mínútu. Ónnur úr- slit í Þýskalandi urðu þannig: Gladbach-Nurnberg 2-0 Dortmund-Freiburg 3-2 Frankfurt-Kaiserslautern 1-0 HSV-Schalke 4-1 Wattenscheid-Leverkusen 1-2 Köln-Karlsruhe 2-1 Bayem Múnchen-Dresden 5-0. Werder Bremen, Frankfurt og Bayer Leverkusen eru efst og jöfn með 5 stig, Kaiserslautern hefur 4 stig en Stuttgart rekur lestina í deildinni með aðeins 1 stig eftir þrjá leiki. -GH Laudrup bræður trekkjaað Danir og Litháar leika í undan- keppni HM í knattspyrnu á Idrættsparken í Kaupamanna- höfn á morgun. Geysilegur áhugi er á leik þessum og er búist að uppselt verði á leikinn. Það eru einkum tvær ástæður sem liggja að baki þessum mikla áhuga. Önnur er sú að geysihörö barátta er í þessum riöli um tvö sæti í lokakeppni HM og þar eru Danir í toppbaráttu. Hin er sú að nú klæðist snillingurinn Michael Laudmp danska landsliðsbún- ingnum að nýju eftir nokkurra ára fjarveru en hann og Richard Möller Nielsen landsliðsþjálfari hafa nú loks náð sáttum. Þeir verða því saman í framlínunni bræðurnir Michael og Brian Laudrup og Danir iða í skinninu að fá að sjá þá saman á knatt- spymuvellinum. -GH Bragi Bergmann dæmirleikinn íslendingar munu eiga sína fulltrúa á Idrættsparken því dómaratríóið kemur frá íslandi. Bragi Bergmann fær þaö skemmtilega hlutverk að dæma leikinn og línuverðir þeir Sæ- mundur Víglundsson og Gísli Björgvinsson. Aðstoðarmaður þeirra verður Guðmundur S. Maríasson. Það er óhætt að full- yrða að þessi leikur er með þeim allra stærstu sem íslenskum dómurum hefur verið úthlutað en reiknað er með að 45 þús. áhorfendurverðiáleiknum. -GH Annavarð íslandsmeistari á nýju íslandsmeti í umfjölluninni um Reykjavík- ur-Maraþon í DV í gær láðist að geta um árangur Önnu Cosser. Anna varð Islandsmeistari í kvennaflokki í heilu maraþoni. Hún hljóp vegalengdina á 3:02.07 klukkustundum. Þessi tími henn- ar er nýtt glæsilegt íslandsmet og hún bætti sig um hvorki meira né minna en tæpar 20 mín. -GH Stöð 2 með ítalska boltann ívetur AC MOan sigraði Torino, 1-0, í hinum árlega leik meistaranna og bikarmeistaranna í ítölsku knattspyrnunni. Um næstu helgi hefst síðan deildarkeppnin. Að sögn Heimis Karlssonar hjá íþróttadeild Stöðvar 2 er reiknað með að hefja beinar útsendingar fráítaliul7.október. -GH í gær funduðu stjómarmenn Handknattleikssambands íslands og framkvæmdastjórn HM ’95 áfram með fulltrúum Alþjóða handknatt- leikssambandsins um heimsmeist- arakeppnina í handbolta sem fram á að fara á íslandi 1995. Fulltrúar IHF hafa verið mjög jákvæðir í garð keppninnar og á blaðamannafundi í gær var tilkynnt að stefnt væri að þvi að skrifa endanlega undir samn- inga um keppnina í nóvember. Helsta ágreiningsefnið milli IHF og HSÍ hefur verið tímaáætlunin. HSÍ vildi halda keppnina fyrr á árinu. Alþjóðasambandið kaus hins vegar helst að keppnin yrði seinni hlutann í maí vegna þess að þá sé keppnis- tímabilum í hinum ýmsu löndum lokið og Evrópukeppnir félagsliða einnig. Stefnt hefur verið á að keppn- ín hefjist 6. maí og að fyrsti leikur yrði 7. maí. Ákveðiö hefur verið að draga í riðla í Perlunni á Jónsmessunótt þann 23. júní á næsta ári. HSÍ hefur gert mjög hagstæðan sjónvarpssamning við svissnesku sjónvarpsstöðina CWL og eins og greint var frá í DV í gær mun sambandið fá 60% af tekjum vegna samningsins sem er mjög hagstætt. Þá hefur verið ákveðið að keppnis- fyrirkomulagið verði með nokkuð öðru sniði en áður á HM. 16 lið munu keppa með útsláttarfyrirkomulagi og síðan munu tapliðin úr þeim leikjum leik um sæti 9.-16 en þar er barist um sæti á ólympíuleikum. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir á þessu stigi en forráöamenn HSÍ sögðust í gær vera bjartsýnir á þá hlið mála. -RR Meistarar Manchester United kom- ust á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Aston Villa, 1-2 á Villa Park í gærkvöldi. Leew Sharpe var hetja United í gærkvöldi. Hann skoraði bæði mörk „Rauðu djöflanna". Sharpe var í liði United vegna þess að Bryan Robson var í leikbanni og það virtist hafa góð áhrif á lið United. Fyrsta mark Sharpe kom á 17. mín- útu en Dalian Atkinson náði að jafna metin fyrir Villa rétt fyrir leikhlé. í síðari hálfleik náði Sharpe að tryggja United sigurinn með góðu marki eftir frábæra sendingu Paul Ince. Villa sótti meira undir lokin en United hélt Tveinaf fulltrúum Alþjóða handknattleikssambandsins, sem funduðu með forráðamönnum HSI og framkvæmdanefnd HM '95, sjást hér svara spurn- ingum fréttamanna á blaðamannafundi í gær. Til vinstri er Karl Guntzel, skrifstofustjóri IHF, og til hægri er Reymond Hahn, aðalframkvæmdastjóri IHF. DV-mynd BG Ólympískar lyftingar: - segir Guðmundur Sigurðsson sem keppir á HM öldunga í lyftingum Guðmundur Sigurðsson lyftinga- maöur heldur í næsta mánuði til Atl- anta í Bandaríkjunum á heimsmeist- aramót öldunga í ólympískum lyft- ingum. Guðmundur hefur tvívegis orðíð heimsmeistari í -90 kg þyngdar- flokki og átti, þrjú heimsmet, í snör- un, jafnhöttun og samanlögðu. „Ég ætla mér að sjálfsögðu ekkert Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður og Vaibjöm Jónsson, aðstoðarmaður hans, við lóðin. Guðmundur tekur þátt í heimsmeistaramótinu í ólympiskum lyftingum i Atianta í næsta mánuði. DV-mynd JAK annað en heimsmeistaratitilinn. Ég er að lyfta 95% af mínu besta á ferlin- um og er í tnjög góðu formi um þess- ar mundir. Ég kæri mig ekki um neina samúð vegna aldurs míns, ég er að lyfta svipuðum þyngdum og þeir bestu á Norðurlöndum og þá er ég ekki að tala um neina öldunga,” segir Guðmundur, sem er 47 ára gamall og keppir í 45-Í9 ára fiokki á mótmu. Guðmundur sagöi að lyflaeftirlit Alþjóða lyftingasamhandsins væri mjög strangt, menn sem féllu færu í ævilagt bann og nýverið hefði aUri þyngdarflokkaskipan verið breytt, þannig að öll heimsmet og viðmið eru úr gildi fallin. „Það má segja að verið sé að byrja upp á nýtt. Lyfjaeftirlitið er gott og það hefur enginn fallið á lyfjapróti síðan Búlgaramir voru sendir heim af ólympíuleikunum í Seoul 1988. Lyftingarnar hér á landi hafa átt undir högg að sækja en við erum að sækja á brattann. Þess má geta að tveir piltar náöu mjög góðum árangri á síðasta Norðurlandamótl unglinga." Keppnin í Atlanta fer fram í sömu höU og keppt verður i á ólympiuleUí- unum 1996. Guðmundur keppir þann 11. september, með honum til Atlanta fara þeir Valbjörn Jónsson og Birgir Þór Borgþórsson sem aðstoöarmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.