Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 17
FOBTUDAGUR^glHBmER 1993
25
Iþróttir
Léttir styrkist
Körfuknattleikslið Léttis, sem tók sæti UFA í
1. deildinni nýlega, hefur fengiö flmm nýja leik-
menn til liðs við sig.
Þeir eru Skúli Skúlason frá Skallagrími, Breiða-
bliksmennirnir Björn Hjörleifsson, Starri Jóns-
son og Hjörtur Arnarson ætla allir yfir í Létti og
einnig Guðbjörn Guðmundsson úr Keflavík.
Léttismenn hafa ráðið Ingimar Jónsson sem
þjálfara liösins. -BL
í golfi
:-Hafii-
ára og'
fram í
m lýk-
irótta^
augar-
r sera
km og
rarlíír
ýmist
immti-
ím, er
"áning
116-19
Fells-
IHl
knatt-
aum í
laginn
í liði.
srjáni,
IU
tökaf
í 10
liggja
javegi
slfossi
Risí til Blikanna
Breiðabliksmenn hafa fengið 2,15
m háan Bandaríkjamann, Kyile
Clark, til liðs við sig í kórfuknatt-
leiknum. Félagið leikur í 1. deild-
inni í vetur en sem kunnugt er féll
Breiðablik úr úrvalsdeildinni á síð-
asta keppnistímabfli.
Clark þessi, sem er 22 ára gam-
all, er í flughernum og því varnar-
liðsmaður á Keflavíkurflugvelli.
Hann lék með skólaliði í Bandaríkj-
unum undanfarin fjögur ár en þar
var hann í herskóla.
ívar Webster, sem lagði skóna
formlega á hilluna í fyrra, æflr af
fullum krafti með Breiðabliks-
mönnum og hefur, að eigin sögn,
sjaldan verið í betri æfingu.
Blikarnir hafa bætt við sig nokkr-
um leikmönnum frá síðasta keppn-
istímabili. Þeirra helstir eru
Sveinn Steinsson, sem var byrjun-
arliðsbakvörður hjá Haukum und-
ir lok síðasta keppnistímabils.
Hörður Pétursson, sem einnig lék
með Hauícum í fyrra, og Skarphéð-
inn Eiríksson, sem síðast lék með
Bolvíkingum, en var áður í Hauk-
um.
-BL
Það eru allar líkur á því að Arna
Steinsen, þjálfari og leikmaður KR,
hoppi af gleði í kvöld þegar KR
mætir Stjörnunni en liðið þarf aöeins
eitt stig til að tryggja sér íslands-
meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu
félagsins. -DV mynd ih
1. deild kvenna í knattspyrnu:
KrækirKR
í titilinn?
X
íþróttir
helgarinnar
sjá
bls. 23
SvfiíRyder-liðið
Severiano BaBesteros og Jose
Maria Olazabal frá Spání og Jo-
akim Hággman frá Svíþjóð
hrepptu lausu sætín þrjú í Bvr-
ópuúrvalinu í golfi sem mætír
Bandaríkjunum i keppninni um
Ryder-bikarinn.
TvísýntumLanger
Óvíst er hvort Þjóðverjinn
Bernard Langer geti keppt raeð
Evrópuurvalinu vegna meiðsla á
hálsi. Ronan Rafferty frá írlandi
leysir hann af hólmi ef meö þarf.
Evrópukeppnin
Floriana frá Möltu, HJK frá
Finnlandi, Rosenborg frá Noregi,
Króatía Zagreb frá Króatíu,
Aarau frá Sviss, Beitar Jerúsal-
em frá ísrael, Cork City frá ír-
landi, Dinamo Tfcilisi frá Georgiu
og Skonto Riga frá Lettlandi
komst ásamt ÍA i 1. umferð Evr-
ópukeppni meistaraliða í knatt-
spyrnu.
Liechtenstein áfram
Balzers frá Liechtenstein,
Kosice frá Slóvakíu, Lugano frá
Sviss, Maccabi Haifa frá ísrael,
Lilleström frá Noregi, Apoel Ni-
kósía frá Kýpur, OB frá Dan-
mörku, Shelbourne frá írlandi,
Havnar frá Færeyjum og Deger-
fors frá Sviþjóð koraust ásamt
Val í 1. umferð Evrópukeppni
bikarhafa.
Lettantir mættu ekkí
Færeyska félagiö HB Havnar komst
áfram þar sem lettneska liöið RAF
Jelgava mætti ekki til síðari leiksins
í Færeyjum. Havnar tapaoi útileikn-
um l-o en var dæradur 3-0 sigur i
seinni leiknum. Þetta er í fyrsta sinn
sem fsereyskt félag kemst i 1. umferð
Evrópukeppninnar.
Þróttarvöllur
ÞRÓTTUR-BÍ
Laugardaginn 4. sept. kl. 14.00
Láttu sjá þig!
KR-stúlkur eiga mikla möguleika á að
tryggja sér íslandsmeistaratítilinn í knatt-
spyrnu í kvöld er þær mæta Stjórnunni á
heimavelh' sínum að Frostaskjóh. KR hef-
ur haft mikla yfirburði í 1. deild kvenna
í sumar og hefur 6 stiga forskot á Breiða-
blik sem er í öðru sæti. KR þarf því aðeins
eitt stig til að krækja í íslandsbikarinn
sem hefur verið í vörslu Blikanna sl. þrjú
ár.
KR hefur sigrað í átta leikjum í sumar
og gert tvö jafntefli og er eina Uð deildar-
innar sem hefur ekki tapað leik. Blika-
stúlkur, sem þegar hafa tryggt sér annað
sætið í deildinni eiga aðéins fræðilega
möguleika á að ná KR. Til þess að það
takist þarf KR að tapa leiknum í kvöld og
gegn ÍA í síðustu umferð mótsins og Blik-
arnir þurfa að sigra Val og ÍBA með alln-
okkrum mun þar sem KR hefur mun hag-
stæðara markahlutfall heldur en Breiða-
blik.
Leikur KR og Stjörnunnar hefst kl. 18.00
en leikur Breiðabliks og Vals hefst kl.
18.15.
-ih
Karf an af stað í Garðabæ
Stjarnan í Garðabæ starfrækir körfu-
knattleiksdeild í vetur í fyrsta sinn. Til
að byrja með verður boðið upp á tvo
flokka, Minnibolta 10 og 11 ára krakka og
7. og 8. flokk drengja (12 og 13 ára). Æft
verður tvisvar í viku á þriðjudögum og
sunnudögum. Fyrsta æfingin verður á
sunnudaginn kemur í íþróttahúsinu við
Ásgarð. Yngri hópurinn kl. 14 og sá eldri
kl. 15. Einnig er ætlunin að starfrækja
meistaraflokk í vetur sem taki múni þátt
í 2. deildinni. Björn Leósson hefur verið
ráðinn þjálfari hjá deildinni. Skráning er
hafin, en þeir sem hafa áhuga geta skráð
sig í síma 651940 (Björgvin) á daginn eða
á kvöldin í símum 657893 (Gunnar) eða
642442 (Björn). Skráning fer einnig fram á
staðnum við upphaf æfinga. Þá verður
KKÍ með körfuboltanámskeið í Garðabæ
helgina 11.-12. september.
ÍA bjargaði sér frá falli
Skagastúlkur björguðu sér frá falli í
gærkvöldi ér þær sigruðu Þrótt austur í
Neskaupstað, 4-1. Þróttarstúlkur eru enn
í bullandi faÚhættu en hafa þó eitt stig á
ÍBA sem situr í neðsta sætí deildarinnar
með 7 stig. Bæði lið eiga einn leik eftir,
Þróttur á eftir að heimsækja Val en ÍBA
fær Breiðablik í heimsókn í síðustu um-
ferðinni.
Skagastúlkur léku mjög vel og hreinlega
yflrspiluðu heimamenn sem söknuðu
greinilega nokkurra lykilmanna úr Uði
sínu. Þórveig Hákonardóttir, markvörður
Þróttar, átti mjög góðan leik og gerði sér
lítið fjrir og varði tvær vítaspyrnur, fyrst
frá Astu Benedikstdóttur og síðan frá
Ragnheiði Jónasdóttur. Jónína Víglunds-
dóttír skoraði þrjú mörk fyrir ÍA og Hall-
dóra Gylfadóttir eitt. Anna Jónsdóttir rag-
aði stöðuna fyrir Þrótt með marki úr víta-
spyrnu, þeirri þriðju í leiknum.
-ih
Meistaramót byrjenda
í golfi
Hvammsvík í Kjós
HVAMMSVIK
Meistaramót byrjenda, forgjöf 24 og hærri, veröur
haldið í Hvammsvík í Kjós laugardaginn 4. sept.
og hefst kl. 10.
Verðlaun án forgjafar eru:
1) Farandbikar, eignarbikar + verðlaunapeningur.
2) Mitsushiba-taska + verðlaunapeningur.
3) Mitsushiba-golfkúlur, 1 doz, + verðlaunapeningur.
Verölaun með forgjöf eru:
1) Farandbikar, eignarbikar + verðlaunapeningur.
2) Mitsushiba-taska + verðlaunapeningur.
3) Mitsushiba-golfkúlur, 1 doz, + verðlaunapeningur.
Aukaverðlaun:
Næstur holu á 9. braut.
Skráning keppenda í
síma 91-667023.
Þátttökugjald kr. 1.500.
Góða skemmtun.