Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 Spurningin Hvernig heldur þú þér í formi? Bryndís Björgvinsdóttir: Ég geng með barnavagninn á hverjum degi. Nína Friðþjófsdóttir: Meö hlaupi. Birna Sóley Sigurðardóttir: Ég geri alls ekki neitt. Þórhallur Arnórsson: Með íþróttum, aðallega Taik won du. Eirikur Jónsson: Ég geng aðallega. Lesendur Símon Peres og Biblían Gestur Sturluson skrifar: Eins og flestir vita var Símon Per- es, utanríkisráðherra ísraels, á ferð hér á landi í boði forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Var sú heimsókn nokkuð umdeild en í þá deilu ætla ég ekki að blanda mér. Það eru hins vegar nokkur orð Símons Peresar í blaðaviðtali einu sem mig langar að taka til athugún- ar. - Þar er Peres spurður hvort gyð- ingar séu rasistar, þ.e. kynþáttahat- arar, Peres neitar því algjörlega. Hann segir gyðingatrú og kynþátta- fordóma ekki fara saman. Gyðingar hafi aldrei kúgað aðrar þjóðir. Og hér vitnar hann í Biblíuna, þ.e. Móses. Móses sagði Gyðingum að gleyma því aldrei að í óðrum löndum værum við gestir og við yrðum ávallt að virða aðrar þjóðir. Þarna vil ég staldra við. Það er þá fyrst sú kenning að gyðingar séu ekki rasistar. Þegar við gluggum í Gamla testamentið sjáum við að gyð- ingdómur byggjst að miklu leyti á rasisma. Gyðingar segjast nemilega vera Guðs útvalin þjóð. Hvorki meira né minna. Hvað eru kynþáttafor- dómar ef ekki að tetia sig öðrum þjóð- um æðri? Símon Peres vitnaði í Móses þar sem hann hvetur Gyðinga til að virða aðrar þjóðir. En annars staðar í Mósebókum stendur líka allt annaö. Þar fær Móses og þá Gyðingaþjóðin öll skilaboð frá hinum algóða og mis- kunnsama Guði ísraela, hvernig þeir eigi að meðhöndla sigraðar þjóðir. í fimmtu bók Móse stendur; Þegar Drottinn Guð þinn leiðir þig inn í landið sem þú heldur nú inn í til að taka það til eignar, og Hann hefur stökkt burt undan þér mörgum þjóð- um, Hettítum, Girgasítum, Amonít- um, Kanaítum, Peresítum, Hefetíum og Jebúsítum, sjö þjóðir sem eru fjöl- mennari, og er Drottinn Guð þinn gefur þér á vald sitt, og þú sigrast á þeim, skalt þú gjöreyða þeim. Þú skalt ekki gjöra við þær sáttmála né sýna þeim vægð. Hér eins og í Bibl- íunni eru miklar mótsagnir sem mér finnst erfitt að koma heim og saman. Og þá dettur mér í hug nokkuð sem ég las einú sinni fyrir lóngu. Ka- þólskir voru það klókari en lúthersk- ir að þeir kærðu sig ekkert um að þýða Biblíuna á þjóðtungur heldur hafa hana áfram á latínu. Þeir kærðu sig ekkert um að almenningur kæm- ist í hana því að allar mótsagnirnar sem þar eru gætu valdið heilabrotum sem svo leiddu til efasemda. Lilja Ómarsdóttir: Ég fer á hestbak. Með því að glugga í Gamla testamentið sjáum við að gyðingdómur byggist að miklu leyti á rasisma, segir m.a. í bréfi Gests. Myndlistin fær langt nef * G.R. Lúðvíksson skrifar: Þá hefur íslenski myndlistarheim- urinn fengið það óþvegið frá hendi DV. Ekki verður sagt að íslensk myndlist eða íslensk menning sé hátt skrifuð hjá þeim DV ritstjórum, þeg- ar nú ríður út á ritvöllinn hinn al- kunni kúltúristi og fagurkeri Úlfar Þormóðsson. - Úlfar þessi er betur þekktur sem útgefandi, rithöfundur, ritstjóri og Usthöndlari. Ef satt er sem mér er tjáð aö sjálfur Jónas Krisrjánsson hafi skipað Úlfar í þetta embætti til að fjalla um myndlist líðandi stundar, þá hefur ritsrjórinn ekki aðeins geflö íslensk- um listamönnum langt nef, heldur líka það sem er öllu verra, að sú við- urkenning sení'DV hefur veitt ár- lega, og hefur verið nokkur viður- kenning fyrir viðkomandi, er nú gerð dauð og ómerk. • Ég hef ætíð haft gaman af Úlfari sem lífskúnstner en það réttlætir ekki þaö að.þótt einhver hafi gaman af einhverju þá nægi það til þess að setjast við ritdóma, jafnvel á síðum virtra dagblaða. Auðvitað má Úlfar Þormóðsson hafa sína skoðun á hlut- unum en það er ekki það sem mynd- listarmenn þarfnast eða menningin. Myndhstarmenn og listin þarfhast faglegrar og vitsmunalegrar gagn- rýni og umfjöllunar. Hinn 30. ágúst ritaði Úlfar pistil, og þar var farið í gamla farið: „Mynd nr. 13 fannst mér kröftugust." Hvað segir þetta manni, og hverjum er þetta ætlað? Hverjum er ekki ná- kvæmlega sama hvað hverjum þyk- ir, hvað best sé - þegar engin fagleg garnrýni er sett fram eða þekking til þess er fyrir hendi. Menn skulu ekki gleyma því að listin hangir líka sam- an á sögulegu samhengi. Ágætu ritstjórar DV: látið miklu fremur af því aö rita nokkuð um myndlist yfirleitt ef þið teljið að blessað fúskið sé betra en ekkert, eða að ekki fáist nokkur sem geti fjallað um eða gagnrýnt myndhst af viti. - Það er engum, og síst myndlistinni, gerður greiði með svona leikaraskap. Óf ullkominn varaf lug völlur á Egilsstöðum Á Egilsstaðaflugvelli. - Fullkominn eða ófullkomln varaflugvöllur? iixm&öísímií 63 27 OO miilikl, 14ogl6 -eðaskrifið Nalh og sitnan r. verður að fylgja bréfum Ásmundur hringdi: í Mbl. í morgun (1. sept.) er frétt sem hefur fyrirsögnina: „Fullkom- ínn varaflugvöllur á Egilsstöðum". - Þetta er gleðifrétt aö mörgu leyti en þegar maður les smáa letrið, þ.e. inn- tak fréttarinnar, er það frekar nei- kvætt. Þarna er ekkert sem gefur fréttinni það gildi aö hana megi merkja sem fullkominn varflugvöll- ur á Egilsstöðum. í fyrsta lagi er það ekki fullkominn varaflugvöllur sem er lokaður hálfan sólarhringinn. Sagt er að aðeins sé um dagvakt að ræða á þessum eina stærsta flugvelli utan Keflavíkur og Reykjavíkur. Stóru farþegaflugvél- arnar okkar þurfa því enn að treysta á Akureyrarflugvöll en ekki Egil- staðaflugvöll ef ólendandi er í Kefla- vík vegna veðurs. Ég efast einnig um að hinar stærri Boeing-flugvélar Flugleiða geti notað Egilsstaðaflug- völl fullhlaðnar. - Allt er þetta því að kenna að fyrrv. samgöngumála- ráðherra Alþýðubandalagsins, neit- aði að leyfa byggingu fullkomins varaflugvallar á Egilsstööum þegar það stóð til boða. í svari fulltrúa Flugmálasrjórnar kom fram að rétt væri að hiim nýi varaflugvöllur væri lokaður á vet- urna í vetur en það mætti rekja til fjárskorts. Hitt væri ekki rétt að Boeing-vélar Flugleiða, 757-200 teg- undin, gæti ekki notað varaflugvöll- inn. Þær gætu lent þar og hafið flug- tak fullhlaðnar. Smásálar- sjónarmið Eiríkur skrifar: Margt erum við íslendingar þekktari fyrir en stórmennsku. í Þjóðarsálinni einn daginn hringdu inn einhverjir sem töldu það óhæfu að ekki væru bornar fram kökur með eftirmiðdags- kaffinu á opinberum sjúkrahús- um hér. - Sjúklingar fengju bók- staflega ekkert að borða milli hádegis- og kvöldverðar! En hvort ætii sjúklingar hafi nú betra af því aö maula kökulufsur með kafö um miðjan daginn eða svelta þennan tima? Ég er í fullri vinnu og drekk aldrei svokallað miðdagskaffi en borða þrisvar á dag að öðru leyti. Hvaö þá með sjúklinga sem tiggja og eyða engri eða lítilli orku? Samkeppnisráð mámissasig Gunnar Guðmundsson skriCar: Hið svokallaða samkeppnisráð, sem stofnað var með lögum og er arftaki hins vita gagnslausa verðlagsráðs, er lfka þannig stofnun að hún má alveg missa sig. Því er það góðs viti að meiri- hluti samkeppnisráðs skuli hafa verið dæmdur varihæfur. Meira að segja svo rækilega að þeim dómi verður ekki áfrýjað. Ummæli hinna vanhæfu að vandséð sé hvort nokkur í at- vinnuíiflnu geti fjallað um for- sendur samkeppni er bara inn- legg þeirra til áð halda sæti og launum í emni liefnd til viðbótar. FjármagntilPal- estínumanna? Magnús hringdi: Þaö er undarlegt ef hægt er að bjóða Palestínmönnum fjárhags- aðstoð rétt si svona og án þess að þaö farifyrstfyrirþing og þjóð til samþykkis. - Hvaða skuid eig- um við Palestínumönnum að gjalda? Væri ekki nær að veita þeim þjóðum sem við erum að basla viö að hjáipa betri og meiri aöstoð? Ég veit ekM betur en hér heyrist harmakvein yfir því að bjóða nokkrum illa særðum börnum sjúkrarám og aðhlynn- ingu. Vitum við annars okkar rjúkandi ráð þegajr hjálparstarf er annars vegar? - Gleymum nú Palestinu i bili og höidum okkur ájörðinni. Brynjaáallar skrúfukynslóðirnar Verslunarstjóri Brynju hringdi: Ég vil að gefnu tilefni lesenda- bréfsí DVí dag,umaðeinhvérjar verslanir séu að hættameð þess- ar venjulegu skrúfur með rauf- inni, svo og srjörnuskrúfur, taka fram að hér í verslumnni Brynju hafa þessar báðar tégundir ávállt veriðtil og verðursvoframvegis. Engjn ráöagerð er uppí um að hætta að selja þessar skrúfur í vershminni, þótt ný tegúnd af skrúfum ryðji sér til rúms á markaðinura og sé jafnframt til sölu hér. Leiðínlegarfréttir Kristjana skrifar: Mikið er leiðinlegt að hlusta á þessar árstíðabundnu fréttir. Nú er það skólaganga Mu krákk- anna sem þurfa tösku, úlpu, peysu og7skó í skólann. Og alltaf sama vælið, þetta er svo dýrt og erfitt aÚt En sama fólk er kannski nýkomið úr siglingu með öll börnin og það kostar víst ekk- ert! Og bráðum koma fréttirnar um réttirnar og slátrunina, síðan jólaglöggið og bókaflóðið og eftir áramótin þorrabakkinn, síðan bollubakstur bakaranna og loks baunimar á sprengidaginn. Óskaplega staðhað og rútinu- kennt allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.