Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 13 Neytendur Hvernig á að halda Sér í formi? einfalda matargerð - segir Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona „Við hjónin hættum aö boröa kjót fyrir 6-7 árum síðan og sjáum ekki eftir því. Það kom nú eiginlega af sjálfu sér því starfsins vegna er slæmt fyrir okkur að borða þungar kvöldmáltíðir," sagði Tinna Gunn- laugsdóttir leikkona sem beðin var um góð ráð varðandi mataræði. Tinna segist borða flsk og græn- meti 4-5 sinnum í viku og einstöku sinnum fuglakjöt. Hún er hrifin af grófum brauðum og ávöxtum og borðar yfirleitt mush í morgunmat. „Ég borða líka dáhtið mikið af ostum og nota rjóma mikið í mat en rjóma- ostur þykkir t.d. sósur og kemur í stað hveitijafhings. Yfirleitt vel ég einfalda matargerð eins og grænmet- isrétti, grænmetisbökur og pasta. Allt sem maður er lengi að melta og losa sig við held ég að sé líkamanum óhollt," sagði Tinna sem ræktar sitt eigið grænmeti úti í garði. „Þegar ég var unglingur var makróbíótískt fæði hluti af hippa- heimspekinni og ég fylgdi því matar- æði algjörlega í eitt ár, lagði t.d. baunir í bleyti og borðaði eingöngu brún hrísgrjón. Nú er ég ekki mjög stíf á því en reyni frekar að velja grófari, hollari og ferskari mat og sleppi kjöti." Tinna sagði að það væru yfirleitt aldrei til sætindi eða gosdrykkir á heimilinu en ef hún vildi dekra við börnin eldaði hún stundum handa þeim hamborgara þó hún borði þá ekki sjálf. Hún fékkst til að gefa okk- ur eftirfarandi uppskrift að nýrri lúðu með fersku grísku salati. Lúða með grísku salati: Leggið tvö ný lúðuflök í eldfast fat. Kreistið sítrónusafa yfir flökin og nokkrar smjörklípur og serjið undir grill í ofhi í 5-7 mínútur. Gatið nýjar kartöflur með prjóni 2-3svar á hvorri hlið og raðið á disk í örbylgjuofni. Bakið á mesta styrk í 15-19 mínútur (eftir stærð) og veltið þeim einu sinni (eftir 7-8 mínútur.) Sósan með: serjið 'A pela af rjóma, 50-100 g af rjómaosti, sítrónusafa, 1-2 pressuð hvítlauksrif og örlítið fiski- krydd frá Pottagöldrum í eina skál. Hitið að suðu í örbylgjuofni og hrær- ið síðan í. Salat: skerið niður 4-5 tómata, einn salatlauk, avókadó og salathöfuð og látið í skál. Bætið 50-100 g af niður- skornum Feta-osti útí (fæst í Osta- búðinni) og hellið u.þ.b. 4 msk. af olífuolíu út á og 2 msk. af hvítvínsed- iki. -ingo Tinna ræktar salat, grænkál og steinselju í garðinum heima en næpur, kartöflur og fleira í matjurtagarði foreldra sinna. DV-mynd ÞÖK Skiptibókamarkaðir: Hægtað sparaþús- undir króna í lauslegri könnun neytendasíð- unnar kom í ljós að gífurlegur verð- munur getur verið á bókaverði skiptíbókamarkaða. Munað getur mörg hundruð krónum á sömu bók- inni, allt eftir því hvaða markaður á íhlut. Einn viðmælandi blaðsins nefndi sem dæmi að mannkynssögubók kostaði 2.800 krónur á skiptibóka- markaði einnar bókaverslunarinnar þegar hún kostaði 2.400 krónur á skiptibókamarkaði nemendafélags- ins í skólanum. Enskubók kostaði að sama skapi 1.187 kr. í bókabúðinni þegar hún kostaði 840 kr. í skólanum. Þarna munar 347-400 krónum á bók- ina og því hægt að^para dágóða upp- hæð ef verslað er á réttum stað. Bækurnar eru einnig keyptar á mjög misjöfnu verði og getur einnig munað rúmum 400 krónum þar á. Það er því um að gera að vera vak- andioggeraverðsamanburð. -ingo Gífurlegur verðmunur getur verið á milli skiptibókamarkaða. Það borgar sig þvi að gera verðsamanburð. DV-mynd GVA ———————— Verslunar- keðjameð raftæki Nýlega tóku sjö verslanir á landinu sig saman og mynduðu verslunarkeðju sem starfa mun á sviöi ljosabúnaðar, heimilístækja og annarra heimilisrafíanga. Það veröur því samræmt vöruverð í öllum verslununum og áhersla lögö á vðruúrval og hagstætt verð. Verslunarkeöjan hefur Wotið nafhið Borgarljós-keðjan og sam- anstendur af Borgarljósi hf. í Reykjavík, Rafþjónustu Sígur- dórs á Akranesi, Straumi hf. á ísafirði, Radíóvimiustofunm á Akureyri, Sveini Guðmundssyni, rafverktaka á.Egilsstöðum, Ár- virkjanum hf. á Selfossi og Reyni Ólafssynihf.íKeflavik, -ingo kaupauki -sparaóu með kjaraseðlum kjara Kjaraseðíllinn gildir í þeirri verslun sem tilgreind er hér til hliðar.Einn seðill gildir fyrir eitt eintak af vörunni. Þessi seðill gildir til: 20. september 1993 eða á meðan birgðir endast UUQkr. afsláttur gegn framvísun þessa kjaraseðils ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓD 7 101 REYKJAVlK S. 91-621780 Kjaraseðillinn gildir í versluninni sem tilgreind er hértilhliðar. 15%afslátturgegn framvísun þessa kjaraseðils. Þessi seðill gildir til: 12. september 1993 a wilckens 15% afsláttur af öílum vörum gegn framvísun kjaraseðils. umboðið Fiskislóð92-Sími625815

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.