Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1993, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu vifka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Fækkun sýslumanna
Athyglisverðar spamaðartillögur hafa verið lagðar
fram af Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra, sem fela
í sér verulega fækkun sýslumannsembætta. Samtals er
gert ráð fyrir að níu embætti verði lögð niður og samein-
uð öðrum. Áætlað er að spamaður geti orðið fimmtíu
milljónir strax á fyrsta ári en upp frá því rúmlega eitt
hundrað milljónir á hverju ári.
Samkvæmt tillögum dómsmálaráðuneytisins verða
sýslumannsskrifstofur í Hafnarfirði og Kópávogi lagðar
niður og rekstur þeirra fluttur til Reykjavíkur. Sýslu-
mannsembættið á Akranesi sameinist embættinu í Borg-
amesi. Embættiðí Búðardal verður sameinað embættinu
í Stykkishólmi. Á Vestfjörðum er ætlunin að starfsemi
sýslumannsembættis Bolungarvíkur flytjist til Ísaíjarðar.
Héraðsdómur Norðurlands vestra verður lagður niður
sem og sýslumannsembættið í Ólafsfirði og hvort tveggja
flutt til Akureyrar. Á Austfjörðum em þrjú embætti, á
Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði, og þau á að sam-
eina í eitt embætti.
Fljótt á htið sýnast þessar tillögur allar skynsamlegar
og tímabærar. Skipting sýslumannsembætta í landinu
dró á sínum tíma dám af sýslum landsins og þótti þar
að auki nauðsynleg vegna samgönguerfiðleika og ná-
lægðar við umbjóðendur. Ekki má heldur gleyma að hlut-
verk sýslumanna var með öðrum og óhkari hætti en nú
tíðkast. Þeir vom valdamiklir embættismenn sem fóm
bæði með dómsvald og framkvæmdavald og sinntu marg-
víslegri þjónustu fyrir sýslunga.
Nú hefur það aht gerst að lögreglu- og dómsvald hefur
verið aðskihð, verkefnum sýslumannsembætta hefur
fækkað og samgöngur og fjarskipti hafa tekið stakka-
skiptum til hins betra. Sýslur og kaupstaðir em ekki ein-
angmð né heldur sækir fólk sömu þjónustu til sýslu-
manna og áður. Sýslumannsembættin hefur þar af leið-
andi dagað uppi án þess að deyja drottni sínum og em
mörg hver nátttröh í upplýstum og gjörbreyttum heimi.
Þegar kreppir að hjá ríkissjóði og allir gera kröfur til
að hið opinbera spari er auðvitað nærtækast að leggja
niður úrelt embætti. Dómsmálaráðherra bendir á að
spamaður geti numið hundmðum mhljóna króna á örfá-
um árum með því að fækka sýslumannsembættum og
sameina starfsemi þeirra. Er það ekki þetta sem við erum
að biðja um: að ráðherrar spari í ráðuneytum og stofnun-
um sem undir þá heyra?
Þess heldur kemur það spánskt fyrir sjónir, þegar th-
lögur ráðherrans em kynntar í hans eigin þingflokki,
að nokkrir þingmenn em sagðir vera thlögunum mót-
fallnir. Em þar meðal annars nefndir th sögunnar þing-
menn sem hafa farið framarlega í fylkingu gegn ríkis-
rekstri og skrifstofubákni.
Hér kemur enn og aftur kjördæmapotið th sögunnar.
Alþingismenn telja sig vera að gæta hagsmuna umbjóð-
enda sinna heima í héraði í þeirri misskhdu ímyndun
að ekki megi skerða þjónustuna með því að færa sýslu-
mannsembættin á milh staða. Eflaust getur það verið
bagalegra fyrir þá sem em vanir því að hafa sýslumann
í næsta húsi að þurfa nú að aka spölkom eða taka upp
símann í staðinn. En hvemig á að draga úr opinberum
útgjöldum nema það bitni á einhverjum? Og hvaða vit er
í rauninni í því að hafa sýslumenn í hverjum bæ og verja
th þess tugmhljónum króna þegar nýtt kerfi og samein-
ing er nærtæk og auðveld lausn? Dómsmálaráðherra á
ekki að láta kjördæmapotið stöðva sig. Annaðhvort vhja
menn spara eða ekki spara.
Ehert B. Schram
Simon Peres á
„Án samkomulags viö Palestínumenn var leiðin lokuð til samninga við önnur arabariki.
tali viö Palestínumann í bænum Nablus.
Bannhelgin rofin
Samkomulagið, sem nú hefur
verið gert milli ísraels og PLO,
staðfestir framar öllu öðru yfir-
burðastööu ísraels. PLO er veikara
en nokkru sinni fyrr. Arafat er á
síðasta snúningi. Það var ekki
seinna vænna að semja nú áður en
forysta fyrir Palestínumönnum
færðist endanlega úr höndum
hinna tiltölulega hófsömu leiðtoga
PLO yfir á öfgamenn ýmiss konar,
ekki síst Hamas- hreyfmguna.
Frá 1987, þegar Intifadan hófst og
ísraelsmenn hertu enn heljartök
sín á herteknu svæðunum á móti,
hafa áhrif PLO yfir Palestínu-
mönnum á hemámssvæðunum
jafnt og þétt dvínað. Öfgamenn,
sem sækja andlega forystu sína til
íslömsku byltingarinnar í íran,
hafa aukið áhrif sín í réttu hlut-
falli við ósveigjanleika og hörku
ísraelsmanna. Það vom síðustu
forvöð fyrir ísrelsmenn að bjarga
PLO, til þess yfirleitt að hafa ein-
hverja til að semja við, því að þau
öfl sem ógna PLO hafna öllum
samningum.
Arafat og PLO vora á síðasta
snúningi, það var óttinn við öfga-
hreyfingar múslíma framar öðm
sem rak á eftir ísraelsmönnum að
semja nú. Þeir eru í sterkari stöðu
en nokkra sinni, PLO að sama
skapi hafa aldrei verið veikari. Því
veldur hvort tveggja, Palestínu-
menn hafa í stórhópum snúið baki
við PLO og stuðningur frá öðrum
arabaríkjum hefur aldrei verið
minni.
Tögl og hagldir
Allt frá stofnun PLO 1964 hefur
ríkt gagnkvæm bannhelgi milh
ísraels og PLO. Nú hefur þessi
bannhelgi verið rofin. Þetta era
mestu tíðindi sém orðið hafa frá
upphafi í samskiptum ísraels við
araba, og ekki aðeins Palestinu-
menn. Án samkomulags við Palest-
ínumenn var leiðin lokuð til samn-
inga við önnur arabaríki. Nú er
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
leiðin opin til samninga við Sýr-
land og Jórdaníu og þar með er öO
stnðshætta endanlega úr sögunni.
Ástæða er til að ætla að ein
ástæðan fyrir því að PLO féllst á
þá málamiðlun, sem nú á að verða
fyrsti áfangi'að heimastjóm, hafi
verið ótti við að Sýrlendingar væru
að semja sérfrið um Golanhæöir,
sem hefði einangrað PLO endan-
lega. Það era ísraelsmenn sem hafa
öll tögl og hagldir í þessum samn-
ingum. Staða þeirra er svo sterk
að þeir láta í rauninni ekkert af
hendi, annað en bannhelgina sjálfa.
Gazasvæðið er byrði á Israel, Jer-
íkó er friðsamasta borgin á vestur-
bakkanum. Á hvoragu svæðinu
era teljandi nýbyggðir gyðinga.
Múrar Jeríkó
ísrael á allt að vinna og hefur
engu tapað. Þetta hafa hinir skyn-
samari menn í ísrael vitað lengi,
þeirra á meðal Simon Peres, en
stærsti og erfiðasti þröskuldurinn
hefur verið hið sálfræðilega tabú,
sú bannhelgi sem hvíldi á því að
viðurkenna að Palestínumenn ættu
einhvem rétt og að PLO væru rétt-
mætur fulltrúi þeirra, ekki aðeins
útlæg hermdarverkasamtök.
Þessi bannhelgi hefur verið
grannurinn að stefnu ísraels-
manna gagnvart Palestínumönn-
um og um leið réttlæting fyrir
úþenslustefnu Begins, Shamirs og
þeirra nóta, sem neitaö hafa að við-
urkenna rétt annarra en gyðinga
til búsetu í landinu helga.
Þau tíðindi, sem nú hafa orðið,
era ekki fyrst og fremst sá vísir að
heimastjórn sem nú er í vændum,
heldur sú hugarfarsbreyting sem
orðið hefur. Afneitun á raunvera-
leikanum hefur vikið fyrir raun-
sæi, bhndir hafa fengið sýn. Það
sem á eftir kemur mun verða tor-
sótt og hávaðasamt.
Friður mun ekki skyndilega
ríkja, því fer fjarri aö allir vilji frið.
En núna í fyrsta sinn í sögu Israels
eru nauðsynlegar forsendur fyrir
hendi. Sú þróun, sem nú er hafm,
verður ekki stöðvuð. Þegar bann-
helgin hefur eitt sinn veriö rofin
er ómögulegt að gefa henni helgi á
ný. Múrar Jeríkó era fallnir í ann-
að sinn. Gunnar Eyþórsson
„Það eru Israelsmenn sem hafa öll tögl
og hagldir í þessum samningum. Staða
þeirra er svo sterk að þeir láta í raun-
inni ekkert af hendi, annað en bann-
helgina sjálfa.“
Skoðanir aimarra
Sökin er dreif býlisþingmanna
„Bændur era fómarlömb kerfis sem orðið er að
víðáttufeni sem sýgur í sig bændastéttina hægt og
sígandi. Bændur hafa ekki sjálfir ráðið örlögum sín-
um. Það hafa embættismenn í ráðuneytum og stofn-
unum landbúnaðarins gert með ómældum stuðningi
dreifbýhsþingmanna. Sökin er ekki síst dreifbýhs-
þingmanna, sem neitað hafa að taka á þessum vanda
þjóðarinnar vegna hugsanlegra atkvæða í sveitum.
Þeir hafa selt fjárhagslegt öryggi þjóöarinnar fyrir
nokkur atkvæði." Úrforystugrein Alþbl. 2. sept.
Pizzumarkaðurinn
„Skyndibitamarkaðurinn hefur ekki verið ýkja
hátt skrifaður né vakið mikla athygli í íslensku við-
skiptalífi fram að þessu en ákaflega fróðlegt hefur
verið að fylgjast með pizzumarkaðinum að undan-
fómu.... Væntanlega má ýmislegt læra af þessu nýja
„fiskeldis-ævintýri“ þjóöarinnar og fróðlegt verður
að fylgjast með framþróuninni á þeim markaði og
ekki síst hvaða „æði“ tekur við í viðskiptalífmu þeg-
ar þeSSU Slotar." ÁHB/HKF í Viðskiptabl. Mbl. 2. sept.
Hringsnúningur í sæstreng
„Það virðist sem orkumál og skynsemi fari ekki
alltaíf saman á íslandi eins og dæmin sanna og næg-
ir þar að benda á virkjun Kröflu, Blönduvirkjun sem
framleiðir raforku sem engir kaupendur era að og
skuldir Landsvirkjunar sem era hvorki meiri né
minni en 48 milljarðar. Þessu virðast meim gleyma
um leiö og þeir hringsnúast í sæstrengsdraumnum.
Það alvarlega er að þetta eru ekki bara einhverjir
valdalausir draumóramenn heldur era hér á ferð-
inni menn í æðstu stöðum sem væntanlega munu
taka ákvarðanir um hvort ráðist verður í að flytja
raforku héðan um sæstreng."
Jón Viöar Sigurðsson jarðfræðingur i Mbl. 2. sept.