Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
Fréttir
Gæsaskytta í ógöngum:
unni og velti
bílnurn
-skammtfráHöfti
Veiöiferð gæsaskyttu einnar á
Höfh i Hornafirði endaði með
ósköpum árla í fyrramorgun án
þess þó að slys hlytist af en tión
var nokkurt
Er nálgaðist leiðarenda uppgöt-
vaöist að haglabyssan varð eftir
heima og var snúiö við í snar-
hasti á bílnum. En þegar skyttan
átti um 15 kilómetra eftir ófama
til Hafnar á Fljótavegi sprakk á
öðru framhjóli bilsins með þeim
afleiðingum aö hann fór heljar-
stökk og hafnaði utan vegar.
Gæsaskyttan stóð upp ómeidd frá
veltunni en billinn skemmdist
töluvert. Og engin varð veiðin í
þettasinn. -bjb
íbúiviðKleppsveg:
Sofnaðimeð
íbúi í íjölbýlishúsi viö Klepps-
veg í Reykjavík sofhaði út frá
eggjum sem suöu í potti og varð
ekki var við þegar reykskynjari
fór i gang. Nágrannarnir heyrðu
í skynjaranura og kölluöu til
slökkviliö. Þetta geröist um miöj-
an dag í fyrradag.
Siökkviliöinu tókst að vekja
húsráðanda og foröa honum frá
stórtjóni og meiöslum. íbúðin var
reykræst og skemmdir ekki mikl-
ar. -bjb
Ólafsvíkurvegur:
Hrossfðr
yfirbíl
Mesta mildi var að fjölskylda
slasaðist ekki er hún var á ferö i
bíl sínum á Ólafsvíkurvegi á móts
við Brúarhraun f Kolbeinsstaða-
hreppi sl. föstudagskvöld.
Bílnum var ekið inn í hrossa-
stóð sem skyndilega fór upp á
veginn. Lenti eitt hrossiö fraraan
á bílnum og yfir hann allan og
kom niður fyrir aítan bilinn. Bíll-
inn skemmdist mikiö og aflífa
þurftihrossiöástaönum. -bjb
Jóhann Garðarsson heldur hér á minknum sem hann veiddi í fötu inni i stofu hjá sér og skaut síðan.
DV-mynd Björn Pálsson
Fékk mink inn
ístofuog
skaut hann
„Ég var aö horfa á sjónvarpið og
svalahurðin var opin á bak við mig.
Hann kom inn og ég fór að eltast við
kvikindið og það endaði meö því að
hann beit mig í höndina. Þá náöi ég
mér í fótu og tókst aö veiða hann í
hana uppi á miðjum vegg því hann
stökk svo hátt upp. Hann var alveg
rosalega villtur og hvæsti mikið. Þeg-
ar ég hafði náð honum í fotuna setti
ég net yfir hana og fór með hann út
í garð og skaut hann,“ sagði Jóhann
Garðarsson, bifvélavirki í Hvera-
gerði.
Jóhann lýsir þarna baráttu sinni
við mink sem kom inn á heimili hans
í Hveragerði á laugardagskvöld.
Hann segist hafa veriö með endur
hangandi fyrir utan húsið hjá sér og
sennilega hafi minkurinn runnið á
lyktina og villst inn í húsiö.
Jóhann segist fara mikiö á anda-
og gæsaskyttirí og hann hafi einnig
skotið mink áður. Þann mink hafi
hann veitt lifandi og alið hann sem
gæludýr á bifreiðaverkstæði sínu í
Hveragerði. Minkurinn hafi hins
vegar gerst grimmur með aldrinum
og því hafi hann orðið að skjóta hann.
-PP
DV
10-10 íHraunbæ:
200 þúsund
krónum stolið
-úrskjalatösku
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakar nú þjófnað í matvöru-
versluninni 10-10 í Hraunbæ þeg-
ar 200 þúsund krónur, meinhlut-
inn í seðlum, hurfu af skrifstof-
unni á opnunartíma seinni part-
inn á fóstudag. Þjófúrinn, eða
þjófamir, fór með einhverjum
hætti óséður inn á skrifstofúna
og tók þaðan peningana úr skjal-
atösku sem þar var.
Hægt er að komast á skrifstof-
una af versluninni og einnig baka
til. RLR hefur litlar upplýsingar
aö byggja á og óskar eftir að kom-
ast í samband við möguleg vitni
eða einhverja aðra sem hafa frá
einhveiju að segja. Grunur er
uppi um að þjófurinn hafi eitt-
hvað þekkt aðstæöur en RLR úti-
lokarengamöguleika. -bjb
HööiíHomafirði:
Ölvunog
rúðubrot
Töluverð ölvun meöal ung-
menna var á Höfh í Hornafirði
um helgina. Rúður voru brotnar
og varð Iögreglan aö setja eitt
ungmennið í fangageymslu vegna
ólátanna.
Upptök ólátanna má m.a. rekja
til busavígslu Framhaldsskólans
á Nesjum og gleðskapar sem
haldinn var i kjölfarið í Fram-
sóknarhúsinu á Höfn. Að sögn
lögreglu komu fleiri við sögu en
nemendur skólans og teljast
rúðubrotin aö háifu upplýst.
-Ojl)
Ekið á dreng
á reiðhjóli
Níu ára drengur á reiðhjóli
slasaðist töluvert þegar ekið var
á hann á Seltjarnarnesi í fyrra-
kvöld.
Slæmt skyggni var þegar slysið
varö og var drengurinn fiuttur
fótbrotinn og með minni háttar
áverka á höfði á slysadeild Borg-
arspítalans. Hann er á batavegi.
-pp
í dag mælir Dagfari
---7— -------------------------*-----
Frá bæjardyrum f lokksins
Mikið lifandis skelfing var Dagfari
feginn að lesa viðtahð við Davíð
Oddsson í Morgunblaðinu um helg-
ina. Satt að segja hefur Dagfari
haft af því miklar og verulegar
áhyggjur að undanförnu sem góður
og gegn sjálfstæðismaður aö flokk-
urinn væri allur að springa í loft
upp vegna þessara deilna um inn-
flutning á skinkunni og kalkúnun-
um.
Viðtalið við Davíð eyddi þeim
áhyggjum á svipstundu. Formað-
urinn blæs á vandamálin. Þegar
hann er spurður um lítið fylgi
flokksins í skoðanakönnunum
bendir Davíð með réttu á að flokk-
urinn hafi oft áður haft lítið fylgi í
skoðanakönnunum. Samt hafi
hann oftast fengið meira fylgi í
kosningum, þannig að það er ekk-
ert að marka skoðanakannanir.
Þetta segir Davíð og þaö hlýtur að
vera rétt.
Þegar spurt er um hvers vegna
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki
brugðist viö dvínandi fylgi segir
Davíð:
„Horft frá bæjardyrum Sjálfstæð-
isflokksins þá fjölgar flokksmönn-
um en fækkar ekki þrátt fyrir and-
byr í skoðanakönnunum. Fasta-
fylgið virðist því vera sterkt og
ákveðiö og ánægt með flokkinn í
sjálfu sér.“
Það verður að segjast eins og er
að bæjardyr Sjálfstæðisflokksins
hljóta að vera þær dyr þar sem
kjósendur og flokksmenn eru taldir
út og inn. Og ef Davíð hefur talið
rétt þá fjölgar flokksmönnunum og
allir eru afar ánægðir, bæöi með
flokkinn og sjálfa sig. Þetta er upp-
örvandi að heyra, því Dagfari hélt
eins og margir fleiri að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri að tapa fylgi. Það
segja skoðanakannanimar. En nú
kemur í ljós að flokksmönnum
fjölgar eftir því sem fylgið minnkar
í skoðanakönnunum. Slæmar
skoðanakannanir fyrir flokkinn
eru því góðar fyrir flokkinn.
Flokksmönnum fiölgar jafnt og þétt
eftir því sem fylgiö mæhst minna.
Davíð segir það og það hlýtur að
vera rétt.
Davíð segir að flokkurinn hafi
gengið í gegnum erfitt tímabil,
einkum vegna þess aö þorskkvót-
inn hefur minnkað.
„Ég hugsa aö mönnum hefðu fall-
ist hendur fyrirfram hefðu þeir séð
fyrir að þeir ættu að ganga í gegn-
um þaö. En menn hafa gengið í
gegnum það og eru að standa það
af sér. Það er dálítið merkilegt. Ég
fuUyröi að engin ríkissfióm önnur
- síst þriggja flokka vinstri stjóm
- hefði staðið svona af sér. Engin.“
Davíð segir þetta og þá hlýtur það
að vera rétt. Hann veit þetta best.
Hann sér alla hluti fyrir. Það er í
rauninni mikið þjóðarlán að Davíð
skuli vera forsætisráðherra ak-
kúrat á þessum tíma þegar þorskk-
vótinn skreppur svona saman því
það hefði engiim, endurtekið: eng-
inn, staðið þetta af sér nema hann.
Hann kom eins og kallaður á réttu
augnabhki og stóð þetta af sér.
Enginn annar maður hefði staðið
þetta af sér. Enginn. Enginn í ver-
öldinni. Sem sýnir hvaö Davíð er
klár. Hann segir þaö og þá hlýtur
það að vera rétt.
Svo eru það landbúnaðarmálin.
Er ekkert ósætti í Sjálfstæðis-
flokknum út af skinkunni og kalk-
únunum? spyija blaðamenn.
„Nei,“ segir Davíð. Það em sættir
í flokknum. Fullkomin sátt og það
„er fáranlegt að láta einhveija upp-
ákomu eins og innflutning Hag-
kaups á skinku móta stefnuna.“
Dagfara er mikill léttir að heyra
þetta frá formanninum. Kalkún-
amir munu ekki breyta flokknum
né hafa áhrif á stefnu hans. Þaö er
góðs viti. Allur þessi hamagangur
um að breyta þurfi landbúnaðar-
stefnunni er út í hött. Hvort sem
neytendur eru vitlausir eða bænd-
ur brjálaðir þá raskar það ekki ró
Sjálfstæðisflokksins. Hann heldur
sínu striki og hefur gert sátt við
sjálfan sig og innan sinna vébanda
og þvi veröur ekki breytt vegna
þess að Sjálfstæðisflokkurinn er
miklu mikilvægari heldur en fólkið
í landinu og Sjálfstæðisflokkurinn
er sáttur við stefnuna og þá er það
mál útrætt. Það em bara öfgamenn
sem halda því fram að kalkúnamir
og skinkumálið geti haft áhrif á
landbúnaðarstefnuna.
Þetta segir Davíð og þá hlýtur það
að vera rétt.
Bæjardyr Sjálfstæðisflokksins
eru dymar sem veita mönnum að-
gang að hinum réttu skoðunum og
laukréttri stefnu. Frá bæjardyrum
Sjálfstæðisflokksins er allt í
himnalagi. Davíö segir það og þá
hlýtur það aö vera rétt.
Dagfari