Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
5
Fréttir
Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra:
Alþýðuflokkurinn hefur
verið að efna til árekstra
- segir krata nota landbúnaðarmálin sem veganesti í komandi sveitarstjómarkosningar
„Þaö eru skýlaus lagaákvæði að
það sé óheimilt að flytja inn soðnar
kjötvörur sé nóg til af þeim í land-
inu. Reglugerð landbúnaðarráðu-
neytisins er reist á heimildum í fram-
leiðsluráðslögunum. Þaö er enginn
vafi á lögmæti hennar og réttmæti.
Þessum lögum hefur nú verið fram-
fylgt,“ segir Halldór Blöndal land-
búnaðarráðherra.
Samkvæmt orðum Halldórs braut
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra lög með því að heimila Bón-
usi að flytja inn 144 kíló af soðnum
kalkúnalærum frá Danmörku um
helgina. En hvert verður þá fram-
hald málsins?
„Það hefur legið fyrir lengi að Al-
þýðuflokkurinn hefur verið að efna
til árekstra í sambandi við landbún-
aðarmálin. Þetta er hður í þeirri bar-
áttu sem rekin er á þeim forsendum
að það eigi að eigi að vera gott vega-
nesti í sveitarstjómarkosningunum
í vor. Ég er hins vegar ekki trúaður
á að þetta dæmi Alþýðuflokksins
gangi upp.“
Að sögn Halldórs hefur hann í einu
og öllu hagað sér í samræmi við yfir-
lýsta stefnu og vilja ríkisstjómarinn-
ar í skinku- og kalkúnamálunum og
hvergi farið offari í þeim efnum. Þá
kveðst HaUdór heldur ekki kannast
við að hafa veist að Alþýðuflokknum
í þessum málum. En getur Halldór
starfaö áfram með Jóni Baldvini i
ríkisstjóm eftir það sem á undan er
gengið?
„Eg hef ekki tekið undir það að upp
sé komið tilefni til stjómarslita. Það
hefur ekki borðið á öðru en að við
höfum getað það til þessa. Á hinn
bóginn hefur formaður Alþýðu-
flokksins gert ágreining um fram-
kvæmd og innihald laga. Þaö mál
þarf að leysa."
-kaa
Garðar Þorsteinsson. Indriði Indriðason. DV-myndir BG
Misánægðir viðskiptavinir að kaupa matvörur:
Gripu í tómt þegar
opnað var í Bónusi
- bændur fái aölögunartíma, sagöi Jónas Gunnarsson
Talsverður íjöldi folks hafði safn-
ast saman fyrir utan Bónusverslun-
ina við Skútuvog klukkan tólf á há-
degi í gær. Flestir töldu að nú ætti
að fara aö selja hollensk kalkúnalæri
á góðu verði eins og búið var að lofa.
Fólkið var fljótt að komast að því að
tollstjóri hafði lagt hald á lærin
stuttu áöur. Þessir neytendur fengu
engin ódS'r kalkúnalæri í þetta skipti.
Starfsmenn Bónuss, sem DV ræddi
við, sögðu fólk hafa spurt mikið um
lærin.
„Ég bjóst ekki við að þetta yrði
leyft. Þeir gera ekkert annað en að
rotta sig saman, þessir menn. Þetta
er ekkert annað en hver önnur vit-
leysa,“ sagði Garöar Þorsteinsson í
samtalið við DV.
Garðar sagðist hlynntur frjálsum
innflutningi: „En við núverandi að-
stæður er ekki bara hægt að gefa
þetta alveg fijálst. Bændur verða að
fá aðlögunartíma og fleira," sagði
Garðar.
Indriði Indriðason, sem einnig var
þama staddur, kvaðst vera hlynntur
innflutningi á kalkúnalærum enda
væri einungis einn íslenskur fram-
leiðandi sem virtist ekki anna eftir-
spum.
Jónas Gunnarsson kvaðst á hinn
bóginn vera andvígur fijálsum kjöt-
innflutningi. Aðspurður um það
hvort hann teldi neytendur ekki
þurfa ódýrara kjöt en það sem fyrir
er á markaðnum sagði Jónas: „Við
höfum ekkert að gera við bændur
hingað til Reykjavíkur."
-Ótt
Bjargað úr höf ninni
Maður féll á milli skips og bryggju
á Suðurtanganum á ísafirði í fyrri-
nótt.
Kona í nærliggjandi húsi lét lög-
regluna vita að hróp og köll bærast
frá höfninni og tíu mínútum síðar
fann lögreglan mann í höfninni.
Maðurinn var kaldur og þrekaður
og marinn. Hann var fluttur í sjúkra-
hús og er á batavegi. Lögreglan áætl-
ar að hann hafi verið um hálftíma í
höfninni.
M)ög þröngt er þar sem maðurinn
lá í höfninni og gat hann því ekki
synt að næsta stiga og komist þannig
af sj álfsdáðum upp. -pp
Margrét Eggertsdóttir beið eftir kalkúnalærum þegar Bónus opnaði:
Egerbaraösku
þreifandi vond
- segir Blöndal vera „afturhalds- og framsóknarráðherra“
„Er búið að leggja hald á kjötið?
Ja, héma. Við megum aldrei fá neitt.
Mér finnst þetta ekki súrt, þetta er
blóðugt. Ég er bara ösku þreifandi
vond. Svona hefur þetta alltaf verið.
Viö sem emm með stóm heimilin
höfum jafnvel aldrei haft afgang. Það
hefur allur peningur farið í mat -
alla tíð. Nú eiga húsmæður að standa
saman,“ sagði Margrét Eggertsdóttir
húsmóðir í samtah við blaðamann
DV nokkmm mínútum áður en Bón-
usverslunin í Skútuvogi var opnuð
um hádegisbihð í gær.
Margrét og Sigurður Sigurðsson
vom að bíða eftir því að fara inn í
verslunina til að kaupa kalkúnalæri
sem Bónus ætlaði að selja viðskipta-
vinum sínum. Tohgæslan hafði hins
vegar lagt hald á kjötið röskri
klukkustund áður en Margrét og Sig-
urður og fjöldi annarra beið eftir að
opnað væri í Bónusi. Fólkiö varð
mjög gramt þegar DV færði þeim tíð-
indin um að kjötið yrði ekki selt.
„Við ætluðum að kaupa handa fjöl-
skyldunni, svona fjóra bita, ef maður
hefði fengið það,“ sagði Sigurður.
„Það er verst að Jóhannes skyldi þá
ekki hafa látið aht kjötið fara á
Heimdallarfundinum. Jón Baldvin
var búinn að leyfa þetta en svo stopp-
Margrét Eggertsdóttir og Sigurður Sigurðsson reiddust þegar þau fréttu
að toilgæslan hefði lagt hald á kalkúnalærin i Bónusversluninni við Skútu-
vog. DV-myndir BG
ar hann það af, fjármálaráðherrann sóknarráðherrann hann Blöndal
sem er yfir tohamálunum. Svo mað- landbúnaðarráðherra," sagði Sig-
ur tah ekki um afturhaldið, fram- urðurSigurðsson. -Ótt
Ferðamálaskóli íslands
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími: 671466
Starfsnám fyrir þá sem starfa vilja við ferðaþjónstu.
Nám sem er viðurkennt af Félagi ísl. ferðaskrifstofa.
Alþjóðleg próf og réttindi (IATA).
mnimn mlt m smm usnmm - m mni--m surnm
Einnig aðrareyjar, svo sem: Fuerteventura, Lasarote, Tenerife Frekari upplýsingar gefnar:
Gisting: Barbacan Sol, Corona Blanca, Las Arenas, Las Tartanas,
Koala Garden, Santa Barbara, Liberty og fjöldi annarra gistinga.
Dæmi um verð á Corona Blanca: 3 vikur í jan., 3 í íbúð, 71.300,
2 í íbúð, 78.900.
* Verð á mann með ferðum til og frá flugvelli, ásamt skött- klm flugleidir(ISTRAVEL), Gnoðarvogi 44
um, gistingu og einni nótt í Amsterdam, aukanætur hvort . "7 . n Sími: (91) 68-62-55
sem er á Kanaríeyjum sjálfum og/eða í Amsterdam. Sht^ngCenhæ Transawa^ pax: (91)68-85-18