Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
Spumingin
Hvað finnst þér um inn-
flutning á kalkún?
Einar Ólason: Mér fmnst það mjög
gott mál. Ég skil ekki af hverju er
ekki leyfður innflutningur á ódýrara
kjöti en er selt hér.
Stefanía Þorsteinsdóttir: Mér finnst
það ágætt ef hann verður ódýrari en
hérlendis.
Sigurður Jónsson: Ég er alveg á móti
því, það er til nóg af kalkún hér.
Bára Hafsteinsdóttir: Mér fmnst það
allt í lagi ef það veröur til þess að
kalkúnninn lækki hér.
Guðrún Guðnadóttir: Mér fmnst það
aUt í lagi.
Anna Gunnarsdóttir: Ég hef enga
skoðun á því máli.
Lesendur
Hús Hæstaréttar:
Staðsetningin
kallar á öngþveiti
„Það er greinilegt af fréttum og myndum að byggingin hentar ekki á stað-
inn þar sem hún skal risa á bílastæðinu milli Arnarhvols, húss Landsbóka-
safnsins og Þjóðleikhúss," skrifar bréfritari.
Haraldur Einarsson skrifar:
í kröftugum leiðara Jónasar Kristj-
ánssonar ritstjóra þann 24. ágúst
undir fyrirsögninni „Hæstiréttur á
bílastæði" ræðir hann húsnæðismál
Hæstaréttar. Þar dregur hann fram
á skýran og auðskilinn hátt hvemig
komið er fyrir einni þýöingarmestu
og virðulegustu stofnun þjóðarinnar
í húsnæðismálum. Henni skal komið
fyrir á baklóð þar sem allt of þröngt
er um hana og hún sést ekki nema
aö takmörkuðu leyti.
Það er greinilegt af fréttum og
myndum að byggingin hentar ekki á
staðinn þar sem hún skal rísa á bíla-
stæðinu milli Amarhvols, húss
Landsbókasafnsins og Þjóðleikhúss-
ins.
Staðsetningin kallar á öngþveiti.
Þar yrði allt of þröngt um fyrirhug-
aða byggingu og húsin sem standa
næst henni. Þaö er furðulegt að arki-
tektar og skipulagsfræðingar skuh
ekki hafa komið í veg fyrir að máliö
tæki þessa stefnu.
Með þessum orðum er ekki verið
að leggja dóm á teikninguna af fyrir-
hugaðri byggingu heldur á staöarval-
ið. Það yrði líka mikill sparnaður
fyrir ríkissjóð ef horfið yrði frá fyrir-
hugaðri byggingu enda á hið opin-
bera góðan kost í stöðunni.
í fyrrnefndum leiðara er bent á
hentugt og ákjósanlegt húsnæði sem
innan skamms er laust til ábúðar og
það er hús Landsbókasafnsins sem
fengi þá aftur veglegt hlutverk að
verða heimih æðsta dómstóls íslend-
inga.
Það er traustvekjandi og virðuleg
bygging, vel staðsett í návist stytt-
unnar af landnámsmanninum Ing-
ólfi Arnarsyni og aögengheg, reynd-
ar eitt fegursta hús landsins. Að nýta
það hús hlýtur að þýða mikinn
sparnað frá nýbyggingunni þó aö
hóílegar breytingar yrðu innanhúss.
Víða erlendis er það áberandi hve
yfirvöld vilja gera vel í aðbúnaði og
aðstöðu ahri hvað varðar dómsmál
og réttaröryggi. Slíkt eykur réttarvit-
und fólks og mannúðarhugsjónina
sem henni fylgir.
Hinn eini sanni skóii
Elsa skrifar:
Mig langar til að lyfta undir grein
sem birtist í blaðinu 15. sept. síðast-
hðinn. Greinarhöfundur er Þórhhd-
ur, einstæð móðir með 5 börn. Þessi
grein ætti í raun og veru að setja
aht þjóðfélagið á annan endann og
láta menn fara að hugsa sinn gang.
Þaö er lífið sjálft sem er hinn eini
sanni og rétti skóli. Hver maður fæð-
ist frjáls inn í þennan heim og frelsi
þarf hver maður th að vaxa.
Á heimilunum fer aö mestu hinn
andlegi vöxtur fram. Og eins og kon-
an segir eru þau hin trausta og fasta
stoð landsins. Foreldrar og böm eiga
að vera sem mest saman. Ef skólar
eiga að vera fyrir böm þá á aðeins
að kenna aö lesa, skrifa og almennan
reikning. Svo er bamið frjálst.
Og hvert barn vex svo í faðmi fjöl-
skyldu sinnar og velur sér svo th
lestrar og iöju það sem þaö hefur
sjálft áhuga á. Einu skólamir sem í
raun og vem eiga rétt á sér eru Sjó-
mannaskólinn og Iðnskólinn.
Sjálfstjóm er einnig eina stjórnin
sem á rétt á sér, engin önnur stjóm.
Stjóm hjá fyrirtækjum og stofnun-
um á að fara fram í þágu hehdarinn-
ar og þjónustan hjá hinu opinbera
heildinni í hag.
Guðmundur Árni fann
fölnaða kratarós
Erlendur skrifar:
Guðmundur Ámi Stefánsson, heh-
brigðis- og tryggingaráöherra, virðist
ætla að feta sömu forárslóðina og
samflokksmenn hans að undanfómu
með því að skipa afdankaðan stjórn-
málamann, Karl Steinar Guðnason,
í starf forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins.
Ég sem hélt að fjölmargir hæfir
menn og konur hefðu sótt um stöð-
una. Svo man ég heldur ekki betur
en ráðherrann hafi sagt í sjónvarps-
viðtali að hann ætlaði aö skoða allar
umsóknimar gaumgæfhega. Hann
hefur að minnsta kosti ekki verið að
leita að besta manninum í starfiö.
En fólnaða rós fann hann.
Ekki er langt síðan Guðmundur
Árni var tahnn tilheyra vinstri armi
Alþýðuflokksins, armi sem reyndi
að spoma aðeins á móti hægrivihum
formannsins, Jóns Baldvins Hannib-
alssonar. Það er þó engu líkara en
að Guðmundur hafi snúist í hálf-
hring við flutninginn úr bæjarstjóra-
Guömundur Árni hefur ekki veriö aö leita aö besta manninum í starf for-
stjóra Tryggingastofnunar ríkisins, er álit bréfritara.
m*
L1 J Li
skrifstofunni í ráðuneytið. svo ekki verður um vihst hvernig
Það að maðurinn skuh ætla að fyrir honum er komið.
þiggja sex mánaða biðlaun sýnir líka
Ómakleg árás á
Sophiu Hansen
Móðir og amma hringdi:
Fyrir hvern er Pressan að ráð-
ast á Sophiu Hansen? Er það fyr-
ir Halim Al? Viö sem eigum böm
og barnaböm vitum aö fólkið
leggur aht í sölurnar til aö geta
fengið börnin heim. Það er gert
af heilum hug sem Sophia gerir
til að geta fengið börnin sín aftur.
Árás Pressunnar á Sophiu Hans-
en er ómakleg.
léleg dagskrá
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Það er ekki orðið horfandi á
sjónvarpið á miðvikudögum og
fimmtudögum. Bíómyndirnar á
raiðvikudögum eru oft hræðheg-
ar. Fimmtudagskvöldin eru nú
jafnvel verri með langlokufram-
haldsþáttum. Ég hef horft á fá-
eina Stofustríðsþætti og þeir hafa
allir verið eins. Hættið að sýna
þessa vitleysu sem fyrst.
LeikurFylkisog
Víkings
HaUdór Jakobsson skrifar:
Ég sæki flesta knattspyrnuleiki
sem fram fara í Reykjavík, bæði
í eldri og yngri flokkum og les
með áhuga allt sem sagt er um
leikina á íþróttasíðum dagblað-
anna og í sjónvarpi. Þar kennir
að sjálfsögöu margra grasa og
auðvitað margt missagt eins og
gengur bæöi um frammistöðu
leikmanna og dómara og má það
æra óstöðugan að ætla sér að
reyna að koma með athugasemd-
um við allt sem manni finnst
rangt í frásögnum og dómum
blaöamanna íþróttasíðnanna.
Ég get þó ekki iátið hjá líða að
gera athugasemd við frásögn DV
af leik Fylkis og Víkings 11. sept.
sl. þar sem segir að dómarinn
Gylfi Orrason hafi dæmt erfiðan
leik mjög vel. Þetta þykir mér og
Uklega mörgum fleiri ofsagt.
íþróttafréttamenn DV eiga yfir-
leitt hrós skilið fyrir góðar fréttir
og hlutlausar af knattspyrnunni
en nú brást þeim bogaUstin.;
VantarkuHið
örn skrifar:
Engjaþykkni er mjólkurafurð
sem notiö hefur vinsælda meðal
landsmanna enda er þaö fyrir-
taks afurð. Ég er einn þeirra sem
fá sér engjaþykkni hvem einasta
dag og sæki ég helst í appelsínu-
gulu pakkningamar. Þær era
með mjög bragðgóöu kurU sera
ætlast er til að sé blandað út í
jógúrtma.
Undanfarnar vikur hef ég orðið
fyrir miklum vonbrigðum meö
engjaþykkniö því hóUið fyrir
kurliö hefur margsinnis verið
hálftómt. Ætli Mjólkursamsalan
sé farin að spara eða er skömmt-
unarvélin biluð?
Unglingarog
gervihnattagláp
Sigríður Jónsdóttir hringdi:
Stöð 2 hefur fært út kvíamar
meö þvi að senda út gervihnatta-
sjónvarp fyrir utan sinn eigin
sýningartima. Mér blöskrar
hversu mikiö fólk, og þá helst
unglingamir, Uggur yfir sjón-
varpi. UngUngamir planta sér
fyrir framan sjónvarpið þegar
þeir koma úr skólanum og glápa
á MTV. Heimanámið fer meira
aö segja ffam fyrir framan kass-
ann. Vissulega væri hægt að
losna við þetta með því að hætta
að borga af stöðinni en þá kæmi
þaö niður á öðra heimilisfóUú
sem vill kannski horfa á einstaka
mynd eða framhaldsþátt að
kvöldi. Betra væri að sleppa þess-
um gervihnattasendingum - þær
eru óþarfar þar sem meginhluti
þjóðarinnar er að vinna á þeim
tíma sem sendingar eru.