Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR-21.-SEPTEMBER-K93-
9
Stuttar fréttir
Útlönd
KosiðafturíÓsló?
Kjörstjómin í
Ósló hcfur
komist aö
þeirri niður- :
stööu aö kjör
þingmanna þar
í nýafstöðnum
kosningum hafi verið ólöglegt.
Vegna bilunar í tölvu er ekki
hægt aö útiloka aö sumir liafi
kosið tvisvar. Þíngið sker endan-
lega úr í málinu.
Clinton Bandaríkjaforseti hefur
ákveðiö að gefa Palestinumönn-
um 250 milljónir dala og lána
þeim 3 milljarða.
Vextir lækka í Japan
Seölabanki Japans hefur lækk-
að vexti úr 2,5% í 1,75%.
Híynntur Kínverjum
Juan Antonio
Samaranch,
forseti Alþjóða
ólympíunefnd-
arinnar, gagn-
rýnir Banda-
ríkjamenn fyr-
ir aö standa gegn ólympiuleika-
haldi í Pekíng árið 2000.
AzeraríSamveldíð
Þing Azera hefur lýst áhuga á
inngöngu i Samveldi sjálfstæöra
ríkja, arftaka Sovétríkjanna, í
von um aöstoö gegn Armenum.
Fyrrum
komnuinistar í:
Póllandi eru
famir aö leita
samstarfs við
aðra flokka um
myndum ríkis-
stjóniar i kjölfar kosningasigurs
um helgina.
Sveitir SÞ börðust við sómalska
byssumenn í miðborg Mogadishu
í morgun og eyðilagðist skrið-
dreki SÞ.
Friðurínánd
Owen lávarður, sáttasemjari í
Bosníu, sagði í morgun aö stríð-
andi iylkingarnar þrjár í landinu
heiðu aldrei verið nær því að
semja um frið eftir fund í gær.
Sprengjaílest
ítalska lögreglan gerði óvirka
sprengju sem fannst í járnbraut-
arlest á leið frá Sikiley til Norö-
ur-ítaliu.
Engin eftirsjá
F.W. de
Klerk, forseti
: Suður-Afriku,
sagði á Pgúrra
ára valdaaf-
mæli sínu aö
hann sæi ekki
eftir
að hafa hrundið lýðræðisumbót-
um af stað í landinu.
Manntjónískjálfta
Jarðskjálfti skók Oregonfylki í
Bandaríkjunum í gærkvöldi og
einn ökumaöur lét lífið í aur-
skriðu af hans völdum.
Major situr sem fastast
John Major, forsætisráðherra
Breta, vísar á bug sögusögnum
um að hann ætli að leggja niður
VÖld. NTBogReuter
\s
Laura Davies er á batavegi eftir að hafa fengið sex ný líffæri.
Simamynd Reuter
Ættingjar Lauru lífifæraþega fá hatursbréf:
Við ríf um þau og
f leygjum í ruslið
Ættingjar Lauru Davies, fimm ára
breskrar stúlku sem fékk sex ný líf-
færi í fimmtán klukkustunda aðgerð
í síðustu viku, skýrðu frá því í gær
að þeir hefðu fengið hatursbréf þar
sem þeir væru sakaðir um að draga
þjáningar hennar á langinn.
„í sumum þeirra segir að við séum
að leyfa læknum að gera tilraunir á
henni og í einu stóð að öllum pening-
unum, sem safnað var fyrir Lauru,
hefði átt að verja í þágu dýra,“ sagði
móðir Lauru, Fran Davies. „Við ríf-
um þau bara í tætlur og fleygjum
þeim í rushð.“
Talsmaður barnasjúkrahússins í
Pittsburgh í Bandaríkjunum, þar
sem skipt var um líffærin í Lauru,
sagði í gær að hún væri á góðum
batavegi. Læknar hefðu ekki enn séð
nein merki þess að hún ætlaði að
hafna nýju líffærunum og ekki bólaði
heldur neitt á ígerð.
Laura gekkst undir fyrstu líffæra-
skiptin í júní í fyrra til að leiðrétta
fæðingargalla í meltingarvegi en lík-
ami hennar hafnaði þeim líffærum.
Fran Davies sagði að bréfin væru
óhjákvæmileg afleiðing alls umtals-
ins vegna fjársöfnunarinnar til að
greiða fyrir aðgerðina. Áætlaður
kostnaður við líffæraskiptin er sem
svarar um 35 milljónum íslenskra
króna. Þá hafa bresk blöö og sjón-
varp varið miklu rými í fréttir af
bata telpunnar.
„Það er auðvelt fyrir menn að
skrifa svona. En ef þeir gætu komið
hingað og séð það sem læknarnir eru
að gera, séð öll börnin, held ég að
þeir mundu skrifa annað,“ sagði hún
og bætti við að flest bréfanna væru
vinsamleg.
Reuter
Mótmæltu
ólympiuleikum
HelgfTM. Óttaxsdóttii, DV, Þýskakndi:
Yfir 15 þúsund manns komu
saman í Berlín ura helgina til að
mótmæla fyrirhuguöum ólymp-
íuleikum þar árið 2000, Nú á
fimmtudaginn tekur Alþjóða
ólympíunefndin endanlega
ákvörðun um hvar leikarnir
verða haldnir.
íbúar Berlínar eru ekki allir
jafn ánægðir með að fá leikana,
Tmnst kostnaður of raikill og telja
að horgin geti ekki tekið á móti
svo mörgum gestum sem jafnan
sækja leikana.
Peresvildifá
allan heiðurinn
Símon Peres,
utanríkisráö-
herra ísraels,
liótaði að segja
af sér þegar
Yitzhak Rabin
frosætisráð-
herra tilkynnti
að hann ætlaði
til Washington að undirrita.frið-
arsáttmála viö Palestínumenn.
Peres óttaðist að sögn að Rabin
stæli af honum heiðrinum fyrir
að koma á friði.
Verðuraðreykja
fimm sígarettur
tilaðfáarf
„Ég vil frekar tapa öllu en að
reykja eina einustu sígarettu um
mína daga,“ segir Aneta Coma-
nescu, öldruð rúmensk kona sem
fær ekki arf eftir mann sinn nema
hún reyki fimm sígarettur á ein-
um degi.
Eiginmaðurinn Marin setti
reykingamar sem skilyrði fyrir
aríinum til að hefna sín á konu
sinni. Hún haföi í fjörutíu ára
hjúskap bannaö honum aö reykja
í návdst sinni. Á dauðastundinni
bætti hann skilyrðinu um reyk-
ingamar við i erföaskrá sína.
Marin Iiafði á sínu nafni gott
hús og rúmar tvær milljónir is-
lenskra króna i reiðufé. Aneta
krefst arfsins meö lögsókn.
30-34% afsláttur
Stærðir og verð: 1 "x4", lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m, kf« 34.00
1 "x6", lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m, kr. 57.40
2"x4", lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m, kr. 71.00
2"x6", lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m, kr. 113.00
2"x8", lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m, kr. 145.00
Þetta verð miðast við heil búnt (60-240stk.), staðgreidd.
Hægt er að fá minna en búnt með góðum afslætti.
Takmarkaðar birgðir.
Tökum Visa raðgreiðslur o.fl.
greiðsluform.
Hjáokkur
SVO
hag S'
Húsbyggjendur! Hjá okkur er mik-
ið úrval af margs konar byggingar-
efni á mjög hagstæðu verði.
(Mikið af timbri frá Noregi kemur
eftir nokkra daga.)
Húsbyggjendur, meistarar,
byggingarfélög o.fl. Hú er lag
að gera hagstæð timburkaup.
Smiðsbúð
Smiðsbúð 8 og 12, Garðabæ, sími 91-65-63*00, fax 91-65-6306