Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993
25
Veiðivon
Veiðimenn hafa margir hverjir veitt ágætlega i sumar, t.d. í Miðfjarðará
i Miðfirði og Vikurá í Hrútafirði. DV-myndir G.Bender
Laxveiðitímanum lauk í gærkveldi:
Vel hef ur veiðst
af bleikju
í Eyjafjarðará
Veiðitímanum lauk í síðustu lax-
veiðiánum í gærkveldi en reyndar
er sjóbirtingsveiði leyfð lengur í
nokkrum þeirra. Og svo er sjóbirt-
ingstíminn á fullu í veiðiám eins
og Geirlandsá, Vatnamótum,
Tunguíljóti og Rangárnum.
„Við fengum 5 laxa og sá stærsti
var 7 pund. Stærsti laxinn úr ánni
í sumar var hins vegar 18 pund.
Við fengum þessa fimm laxa á
maðkinn," sagði veiðimaður sem
var að koma úr Mýrarkvisl í Þin-
geyjarsýslu.
„Það eru komnir 258 laxar á land
og mér fannst ekki mikið af fiski í
ánni. Viö veiddum líka í Eyjaíjarð-
ará og fengum 15 bleikjur á stuttum
tíma á ýmsar flugur. Það hefur vel
veiðst af beikju í Eyjafjarðará í
sumar og besta veiðin á stöng hefur
verið 60-70 bleikjur. Ég setti í risa-
bleikju rétt er við vorum að hætta
veiði en hún fór af eftir mikla bar-
áttu. Þetta hefur verið 6-7 punda
bleikja. Stærsta bleikjan sem við
veiddum var 4 pund en veitt er á
10 stangir í ánni. Það voru stórar
torfur af bleikju á mörgum stöðum.
Það var mjög lítið vatn í Eyjafjarð-
ará og áin mjög tær,“ sagði veiði-
maðurinn ennfremur.
Risastórir laxar
í Hvannadalsá
„Lokatölur úr Blöndu eru 350 lax-
ar og hann er 19 pund sá stærsti,"
sagði Ingólfur Olafsson er við
spurðum um Blöndu og Hvanna-
dalsá.
„Blanda var alls ekki nógu vel
Guðrún Kristjánsdóttir með vænan
urriða af urriðasvæðinu í Þingeyj-
arsýslu. DV-mynd Óskar
nýtt í sumar. Hvannadalsá í ísa-
fjarðardjúpi hefur gefið 153 laxa og
hann er 17,5 pund sá stærsti. Það
hafa sést mjög vænir laxar í Hymu-
fossinum en þeir hafa ekki fengist
til að taka ennþá. Veiði lýkur í
kvöld og það verður reynt vel fram
á kvöld, sérstaklega við þessa
stóru. Það er aldrei að vita nema
þeir gefi sig undir kvöldið. sagöi
Ingólfur ennfremur.
Rólegt I Setbergsá
„Við vorum að koma úr Set-
bergsá á Snæfellsnesi og fengum
ekki lax. En það em komnir 75 lax-
ar úr ánni,“ sögðu veiðimenn sem
vom að koma úr ánni um helgina.
-G.Bender
Tónleikar
Þriðjudagstónleikar í
Selfosskirkju
Vikulegir orgeltónleikar eru nú haldnir
að hausti þriðja árið í röð í Selfosskirkju
og hefur aðsókn verið góð. Öm Falkner
verður við orgelið í kvöld. Hann er ný-
kominn frá nokkurra mánaða námsdvöl
hjá próf. J.E. Goettsche í Róm en tvö
undanfarin ár hefur hann gegnt starfi
organista bæði á Kotströnd og í Hvera-
gerði. Tónleikar í þessari röð eru aðeins
40-50 mínútur og efnisskráin í kvöld er
auðveld áheymar, jafnvel fyrir þá sem
eru óvanir orgeltóniist.
Tónleikar í Hafnarborg
Sinnhoffer-kvartettinn frá Miinchen
heldur tónleika í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
fimmtudaginn 23. september kl. 20.30. Á
efnisskrá tórdeikanna eru verk eftir Luigi
Boccherini, Felix Mendelssohn-Bart-
holdy og Bedrich Smetana. Sinnhoffer-
kvartettinn kom fyrst hingað til lands
árið 1977 á 150. ártíð Beethovens til að
taka þátt í heildarflutningi á strengja-
kvartettum hans ásamt tveim öðrum
kvartettum frá Vestur-Þýskalandi.
Kvartettinn skipa: Ingo Sinnhoffer, 1.
fiðla, Aldo Volpini, 2. fiðla, Roland Metz-
ger, lágfiðla og Peter Wópke knéfiðla.
Fundir
ITC-deildin IRPA
heldur fund í kvöld að Hverafold 1-3
kl. 20.30. Fundurinn er öUum opinn.
Lögfesting Mannréttinda-
sáttmála Evrópu
Lögfræðingafélag Islands efnir til al-
menns félagsfundar fimmtudaginn 23.
september kl. 20.30 í stofu 102 í Lögbergi.
Fjallað verður um frumvarp dómsmála-
ráðherra um lögfestingu Mannréttinda-
sáttmála Evrópu sem lagt var fram á
Alþingi á síðasta þingi. Framsögumenn
verða Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. ráð-
herra, og Björn Bjamason alþingismað-
ur. Að loknum framsöguerindum verða
almennar umræður.
Fundur um réttarstöðu
þolenda ofbeldis
veröur miðvikudaginn 22. september kl.
20 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, á veg-
um nýstofnaðs hóps kvenna sem kallar
sig Kvennakeðjuna. Markmið hópsins er
að beita sér fyrir úrbótum 1 dóms- og
réttarkerfi íslands hvað varðar meðferð
ofbeldismála, svo sem nauðgunar, kyn-
ferðislegs ofbeldis gagnvart bömum og
heimilisofbeldis. Einnig er vonast til að
nafnið geti breyst í Kvenna- og karlakeðj-
una. Fyrirlesarar verða Sjöfn Kristjáns-
dóttir lögfræðingur, Jenný Anna Bald-
ursdóttir, fulltrúi frá Kvennaathvarfinu,
og Guörún Jónsdóttir, stafskona Stíga-
móta. Á eftir verða pallborðsumræður
með fyrirlesurum og lögfræðingunum
Svölu Thorlacius og Margréti Steinars-
dóttur.
Hausthátíð I Borgar-
leikhúsinu
Hausthátíð verður haldin í Borgarleik-
húsinu í kvöld, 21. september kl. 20.30.
Hátíðin er haldin í minningu þeirra sem
látist hafa úr alnæmi og rennur allur
ágóði til Alnæmissamtakanna. Allir sem
koma fram gefa vinnu sína og lögð verð-
ur rík áhersla á aö skemmtunin verði
sem liflegust þrátt fyrir alvöm málsins.
Tilkyimingar
Gjábakki, félagsheimili
eldri borgara Kópavogi
í dag þriðjudag verður spilaöur lander
kl. 13 í Gjábakka. Á morgun verður „opið
hús“. Dregiö í spurningagetrauninni um
kl. 15. Leikfimikennsla, hópur 1 kl. 10,
hópur 2 kl. 11.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spilaöur veröur tvímenningur að Fann-
borg 8 (Gjábakka) kl. 19 í kvöld.
Félag eldri borgara
Reykjavík
Nýlega var haldinn aðalfundur bridge-
deildar Félags eldri borgara í Reykjavík.
Fráfarandi formaður, Eysteinn Einars-
son bókbindari, gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi formennsku. Formaður
er nú Láms Amórsson. Aðrir í stjóminni
eru Kristinn Gíslason gjaldkeri, Sigur-
leifur Guðjónsson ritari og meðstjórn-
endur þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir og
Þórhildur Magnúsdóttir. Spilað er í Ris-
inu á sunnudögum og fimmtudögum kl.
13-17. Á mánudögum em æfmgar á sama
tíma. Nýir félagar geta gefið sig fram við
formann eða spilastjóra þá daga sem spil-
að er.
Æfingatafla Fram ‘93 - ‘94
Handknattleiksdeild
Mfl.ka. mánud. kl. 20.30
þriðjud. kl. 18.00, FB
flmmtud. kl. 19.15, Höll
föstud. kl. 18.50
laugard. kl. 11.15, HöU
Mfl. kv. mánud. kl. 20.30, Höll
þriðjud. kl. 18.00, Höll
flmmtud. kl. 19.00
föstud. kl. 19.15, HöU
2.og3.fl.kv. þriðjud. kl. 19.15, Höll
f. 1975-1978 fimmtud. kl. 20.30
laugard. kl. 13.00 Réttarhsk.
3.fl.ka. mánud. kl. 21.45
f. 1977-78 þriðjud. kl. 20.50
laugard. kl. 11.35
4. fl. kv. þriðjud. kl. 19.40
f. 1979-’80 fimmtud. kl. 18.00
sunnud. kl. 15.30 Réttarhsk.
4. fl. ka. mánud. kl. 19.15
f. 1979-’80 þriðjud. kl. 18.25
fostud. kl. 17.35
5. íl. kv. miðvikud. kl. 17.00, HÖU
f. 1981-82 flmmtud. kl. 16.20
laugard. kl. 17.35
5. fl. ka. mánud. kl. 18.00
f. 1981-82 þriðjud. kl. 17.10
fóstud. kl. 16.20
6. fl. ka. þriöjud. kl. 16.20
f. 1983-’84 fostud. kl. 17.00, HÖU
sunnud. kl. 11.35
6. fl. kv. mánud. kl. 17.00, Höll
f. 1983-'84 fimmtud. kl. 17.10
laugard. kl. 10.30
7. fl. kv. miðvikud. kl. 16.20
f. 1985 og seinna laugard. kl. 14.40
7. fl. ka. miövikud. kl. 17.10
f. 1985 og seinna laugard. kl. 16.35
Æfingaleikir miðvikud. yngri flokka: kl. 21.45, HöU
fimmtud. kl. 17.00, HöU
Mark- varðaæf. laugard. kl. 15.40
Allar æfingar fara fram í íþróttahúsi
Álftamýrarskóla nema annað sé tek-
ið fram. Æfingar hefjast mánudaginn
6. september. Allir velkomnir.
Unglinganefnd
Hjónaband
Þann 14. ágúst vom gefin saman í hjóna-
band í Selfosskirkju af sr. Sigurði Sigurð-
arsyni Guðríður Jóna örlygsdóttir og
Sveinn Ægir Árnason. Þau em til
heimilis að Sunnuvegi 14, Selfossi.
Ljósm. Ljósmst. Suðurlands.
„Aktu Taktu“ bílalúgu-
og skyndibitastaður
Bílalúgu- og skyndibitastaðurinn „Aktu
Taktu“ var opnaður 25. ágúst sl. „Aktu
Taktu" er á milli Skúlagötu og Sæbraut-
ar, gegnt Vitastíg. Meðal þeirra rétta sem
boðiö er upp á em hamborgarar, fransk-
ar kartöflur, pylsur, samlokur og fleira á
vægu verði. Auk þess er morgunbrauð
og kaffi fyrir þá sem vilja taka daginn
snemma. Eigendur staöarins em Guð-
laug K. Pálsdóttir, Kristján Þór Sveinsson
og Sveinn Pálsson. Opið alla virka daga
kl. 7.30-23.30, fóstudaga og laugardaga kl.
8.30-03 og sunnudaga kl. 8.30-23.30.
Jón Indíafari,
ný verslun
7. ágúst sl. var opnuð að Laugavegi 17
verslunin Jón Indíafari. Eins og nafnið
bendir til sérhæfir verslunin sig í vörum
frá Austur-Indíum, nánar tiltekið Indó-
nesíu. Allar vömmar em handunnar og
má þar nefna töskur, trefla og vesti úr
handofinni bómull, skartgripi úr silfri og
grímur og aðra listmuni handskoma úr
tré. Verslunin er skýrð í höfuðið á íslend-
ingnum Jóni Ólafssyni Indíafara er uppi
var 1593-1679 og var stytta á herskipum
Danakonungs 1616-1626.
Leikhús
ÞJ0ÐLEIKHUSÐ
Sími 11200
Smíðaverkstæðið
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Þriðja sýning sunnud. 26/9 kl. 16.00.
Stóra sviðið
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
laugard. 25. sept. kl. 20.00,
sunnud. 26. sept. kl. 20.00.
Sala aðgangskorta stendur yfir.
Verð kr. 6.560 sætið.
Elli- og örorkulífeyrisþegar,
kr. 5.200 sætið.
Frumsýningarkort,
kr. 13.100 sætið.
ATH. Kynningarbæklingur Þjóð-
leikhússins liggur frammi m.a. á
bensinstöðvum ESSO og OLÍS.
Miðasala Þjóðlelkhússlns verður opln
alla daga frá kl. 13-20 meðan á korta-
sölu stendur. Tekið á móti pöntunum i
síma 11200 frá kl. 10 virka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna línan 996160 -
Lelkhúslínan 991015
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sala aðgangskorta stendur yfir
til 20. sept.
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
4. sýn. fim. 23/9. Uppselt.
Blá kortgilda.
5. sýn. fös. 24/9. Uppselt.
Gul kortgilda.
6. sýn. laug. 25/9. Uppselt.
Græn kortgilda.
7. sýn. sun. 26/9. Örfá sæti laus.
Hvitkortgilda.
8. sýn. miðv. 29/9. Fáein sæti laus.
Brún kortgilda.
Sala hófst laugard. 11. sept.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga trá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum i sima 680680
kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími
680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki-
færisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
FRJÁLSI
LEIKHOPURINN
Tjarnarbíó
Tjarnargata 12
STANDANDIPÍNA
„Stand-up tragedy"
eftir Bill Cain
Næstu sýningar:
22. sept. kl. 20.00. Örfá sæti laus.
25. sept. kl. 20.00. Örfá sæti iaus.
26. sept.kl. 15.00.
29. sept. kl. 20.00.
Miðasala opin alla daga
frákl. 17-19.
Sími610280
Tapaðfundið
Kvæði tapaðist
Undórsrímur eftir Kristján Eldjárn töp-
uðust í strætisvagni númer 1 á leið niður
Laugaveg sl. fóstudag. Finnandi vinsam-
lega hringi í Gísla í síma 22695.