Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Gráa svæðið þenst út Einfalt er að sjá, hvenær misnotaður er kynning- arbæklingur eða annað prentmál, sem stjómvald gefur út. Það er þegar birt er mynd og ávarp ráðherrans, borg- arstjórans eða nefndarformannsins. Þá er sá að búa í haginn fyrir sig eða flokkinn í prófkjöri eða kosningum. Aðdragandi byggðakosninga virðist verða verri en áður að þessu sinni. Borgarstjóri og formaður léku þenn- an leik í bækbngi um heilsdagsvist skólabama og bæjar- stjóri Seltjamarness í bæklingi um þjónustu bæjarins. Fleiri stjórnmálamenn munu feta í þessi spibtu fótspor. Hér á landi skortir viðnám gegn fjölbreyttri spibingu stjómmálamanna og stjórnmálaflokka. Fátt eitt er tb af reglum um slík efni. Það gefur stjómmálamönnum tæki- færi tb að halda sig á útjaðri gráa svæðisins og gera tb- raunir tb að víkka það með nýjum og nýjum fordæmum. í nágrannalöndunum hafa verið sett lög, reglugerðn- og bókfærðar vinnureglur tb þess að mjókka gráa svæð- ið og hefta ferðir út fyrir það. Þetta hefur verið gert, af því að stjómmálamenn og stjórnmálaflokkar hafa að- stöðu tb að úthluta gæðum til sín og annarra aðba. Fjárreiður stjórnmálaflokka em meðal atriða, sem bundin hafa verið í lög í flestum nágrannalöndunum. Þar er ákveðið, hvemig sé háttað bókhaldsskyldu flokk- anna og aðgangi almennings að bókhaldinu. Ennfremur er ákveðið, hvemig framlög tb þeirra skub bókfærð. Hér á landi eru stjómmálaflokkamir ekki bókhalds- skyldir og almenningur hefur ekki aðgang að því bók- haldi, sem tb kann að vera. Engin skjöl em opinber um framlög tb þeirra. Augljóst er, að þetta hömluleysi gefur tældfæri tb miklu meiri spibingar en í nálægum löndum. Átta háskólakennarar hafa sameinazt um að leggja tb, að um þetta verði settar hbðstæðar reglur og gbda í nágrannalöndunum. Þeir vísa tb aðstöðu flokkanna tb að úthluta gæðum, sem leiði aftur á móti tb þess, að setja verði um þá strangari reglur en aðra bókhaldsaðba. Grundvabaratriðið er, að stjórnmálaflokkamir verði bókhaldsskyldir og að reikningar þeirra verði opnir öb- um eins og stórfyrirtækja á hlutabréfamarkaði. Lög um þetta verði þannig úr garði gerð, að stjómmálaflokkam- ir geti ekki haldið hluta af veltunni utan bókhalds. Annað meginatriði er, að skattfrelsi framlaga tb flokk- anna gbdi aðeins upp að vissu marki, sem miðað sé við einstakhnga, og að framlög, sem séu umfram þá upphæð á einu ári, séu bæði skattlögð og birtingarskyld. Þá má sjá, hvaðan stórgjafir koma tb flokkanna. Rökstuddur grunur er um, að ýmsir voldugir aðbar í þjóðfélaginu sjái sér hag í að verða við fjárbeiðnum stjómmálaflokka vegna þess að sömu flokkar hafi eða geti fengið aðstöðu tb að taka ákvarðanir, sem hafa umtalsverð áhrif á íjárhag og gengi þessara aðba. Nýlega höfum við séð dæmi um, að umfangsmiklum verkefnum hefur verið úthlutað af háb'u Hafnarfjarðar og Reykjavíkur án hefðbundins útboðs. Slík vinnubrögð fela í sér póbtíska úthlutun gæða, sem kabar á strangar reglur um þá aðba, sem skammta gæðin í þjóðfélaginu. Þegar settar verða reglur um flárreiður stjómmála- flokka, er rétt að taka inn í myndina úárreiður stjóm- málamanna vegna prófkjörs og kosninga, svo og íjárreið- ur þeirra, sem flokkamir hafa sett tb að vera skömmtun- arstjórar í þessu landi mikblar opinberrar íhlutunar. Fráleitt er að ætla, að hér séu menn svo miklu siðvædd- ari en í nágrannalöndunum, að ekki þurfi að skjalfesta reglur, sem haldi stjómmálaflokkum frá gráum svæðum. Jónas Kristjánsson íslenskur landbúnaður - umræða á villigötimi Enn á ný er hafin hatrömm um- ræöa um íslenskan landbúnað. Þeir sem hæst hafa tala eins og þar hafi ekkert breyst á umhönum árum. Það getur verið áhugavert að velta fyrir sér hvað veldur því að þeir kjósa að horfa fram hjá því sem hefur verið að gerast í íslensk- um landbúnaði á síðustu árum. Getur verið að þeim hafi fundist að þeir væru „að tapa glæpnum". Umræðan um landbúnaðinn væri orðin of jákvæð að þeirra mati og það væru síðustu forvöð að nota stöðuna í landbúnaðinum til þess að skapa sér póhtíska vígstöðu. Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi um þær breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu árum. Breytingar 1. Á rúmum áratug hefur fram- leiðsla sauðíjárafurða dregist saman um tæp 50% og mjólkur- framleiðslan um tæp 20% og miðast nú eingöngu við innan- landsmarkað. Á þessum tíma hefur t.d. mjólkurinnleggjend- um fækkað úr 2000 í 1400. 2. ísland er fyrst Evrópuríkja til þess að hætta niðurgreiðslum á útíluttum búvörum. Bændur bera fulla ábyrgð á framleiðslu umfram innanlandsmarkað. 3. í „þjóðarsáttarsamningunum" 1990 tókst á ný samvinna milli aðila vinnumarkaðarins og bænda um verðlagningu búvara. Síðan þá hefur verð til bænda hækkað um ca 6% að jafnaði og vinnslukostnaður búvara nán- ast staðiö í stað. Á sama tíma KjaJIarirm Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður hefur almennt verðlag hækkað um 25%. Með öðrum orðum það hefur orðið veruleg lækkun á íslenskum búvörum. 4. Tölurnar í síðasta lið endurspegl- ast í því að á sama tímabili hefur vægi kjöt- og mjólkurvara ásamt eggjum lækkað úr 9% í rúm 7% í neyslugrunni vísitölufjölskyld- unnar sem samsvarar rúmlega 20% lækkun. 5. í kjölfar þess sem hér hefur ver- ið nefnt hafa framlög ríkisins til landbúnaðarins lækkað um 32% á þriggja ára tímabili. 6. Bændur og vinnslustöðvar þeirra hafa samið um frekari verðlækkanir á næstu árum. 7. Greiðslumark í mjólkurfram- leiðslu og framleiðslu sauöfjár- afuröa er að fullu framseljanlegt milli býla. Það stendur því hag- ræðingu ekki fyrir þrifum. Þvert á móti gefur það þeim sem vilja hætta aukna möguleika. Að fylgjast með tímanum Við þessar aðstæður eru ýmis af þeim ummælum sem hafa verið viðhöfð í umræðunni að undan- förnu vart skiljanleg. Til að mynda segir Ellert B. Schram í forustu- grein í DV nú nýverið að enn standi menn vörð um offramleiðslu í land- búnaði og eitt brýnasta verkefnið í íslensku þjóðlífi sé að brjóta niður landbúnaðarkerfið. í grein í sama blaði vitnar Birgir Hermannsson - aðstoðarmaður umhverfisráð- herra - í samþykkt Neytendasam- takanna frá 1990 varðandi land- búnaðarmál og kýs að horfa fram hjá því sem gerst hefur síðan þá þegar hann fullyrðir að það sem þar er sagt sé í fullu gildi í dag. . Glópska eða blekkingar Hvort hér er um að ræða glópsku eða blekkingar vil ég ekkert full- yrða um. Ég hef þó grun um að hvað varðar þá einstaklinga sem ég nefndi hér áöur sé frekar um að ræöa vanþekkingu en vísvitandi blekkingar. Ef þessir aðilar gæfu sér tíma til þess að skoða hvað hef- ur verið að gerast í landbúnaðinum á síðustu árum er ég sannfærður um að þeir kæmust að því að margt væri á annan veg í okkar þjóðfélagi ef fleiri heföu tekiö til í eigin garði á sama hátt og bændur. Jóhannes Geir Sigurgeirsson „ísland er fyrst Evrópurikja til þess að hætta niðurgreiðslum á útfluttum búvörum. Bændur bera fulla ábyrgð á framleiðslu umfram innanlands- markað." „Á rúmum áratug hefur framleiðsla sauðQárafurða dregist saman um tæp 50% og mjólkurframleiðslan um tæp 20% og miðast nú eingöngu við innan- landsmarkað. A þessum tíma hefur t.d. mjólkurinnleggjendum fækkað úr 2000 1 1400.“ Skoðanir armarra Leggja blessun sina yf ir skattsvik Á meðan löggjafmn, framkvæmdavaldið, dóm- stólamir og almennir launþegar og samtök þeirra leggja blessun sína yfir skattsvik með linkind og undanlátssemi munu þjófarnir halda uppteknum hætti og skattpíndur almúgi halda áfram að láta bjóða sér þjóðhættulegan fjárlagahalla sem gæti horfið eins og dögg fyrir sólu ef yfirvöldin væru starfi sínu vaxin. úr forystugrein Timans 18. sept. Bændur greiði hagsmunagæsluna Einn þáttur í því að aðlaga landbúnaðinn að breyttum aðstæðum er sá að bændur sjálflr greiði kostnað við hagsmunagæslu sína en að skattgreiö- endur borgi ekki kostnað við hagsmunagæsluna, sem í mörgum tilvikum beinist að því að ná meiri fjár- munum úr vasa þessara sömu skattgreiðenda. Ur forystugrein Mbl. 19. sept. Stjörnuhrap í Alþýðuf lokknum Sú ótrúlega ósvífni Guðmundar Árna að svara fullum hálsi og reyna að gera fjölmiðla og stjómar- andstöðuna tortryggilega vegna sinnar eigin flokks- gæðingastefnu hefur endanlega orsakað stjömuhrap í Alþýðuflokknum því hinn ungi umbótasinnaði erföaprins úr Hafnarfirði stendur nú uppi sem hver annar hagsmunagæslumaður þrengstu sérhags- muna. Hann hefur sannað hollustu sína við gæðinga- veldið og hann er ekki lengur ógn við völd þess í flokknum á landsvísu. Birgir Guðmundsson í Tímanum 18. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.