Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. OKTÖBER 1993 5 Fréttir A tlantic TECHNOLÖGY Surround hátalara- kerfi Skemmtun vegnaafmælis Jónasar Um þessar mundir er að koma út bók sem inniheldur úrval verka eftir Jónas Árnason. Þetta er afmælisbók en Jónas varð sjö- tugur í vor. í tilefni af þessu verð- ur haldin skemmtun í Borgar- leikhúsinu á mánudagskvöld. Sams konar skemmtun var haldin í vor og komust þá færri að en vildu. Sú skemmtun var látin heita Á landinu bláa og aimæhsbókin heitir sama nafhi. -HK Frábær hljómgæði Nr. 1 í USA Eitt minnsta en öflugasta (600 wött) sourround kerfið á markaðnum. 6 hátalarar á aðeins staðgr. kr. 88.500,- Hljómtækjaverslun Steina Skúlagötu 61 Símar 614363 - 14363 Þórður Jóhann Eyþórsson, tveggja manna bani, dæmdur í héraðsdómi í gær: Ævilangt f angelsi - engin svipbrigði sakbomings sem ekki vildi tjá sig um dóminn Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp sögulegan dóm í gær með því aö dæma í annað skiptið, eftir að dauðarefsingar voru afnumdar hér á landi, sakborning í æviiangt fang- elsi. Hér var um að ræða Þórð Jó- hann Eyþórsson, 36 ára, sem varð Ragnari Ólafssyni, 33 ára, að bana við Snorrabraut aðfaranótt 22. ágúst. Áður höfðu tveir menn verið dæmdir í ævilangt fangelsi á héraðsdómsstigi í svokölluðu Geirfmnsmáh. Hæsti- réttur stytti síðan fangelsistímann. Við dómsuppkvaðningu í gær bað verjandi Þórðar um frest til að ákvarða hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar en telja verður víst að það verði gert. Þegar Þórður var leiddur á brott frá dómhúsinu við Lækjartorg í gær eftir dómsupp- kvaöningu svaraði hann engu spurn- ingu blaðamanns um það hvort dóm- urinn hefði komið honum á óvart en sagðist síðan ekki vilja tjá sig um hann. Hann sýndi htil svipbrigði eða viðbrögð þegar Sverrir Einarsson héraðsdómari las upp dómsorðið. í dóminum segir að þar sem Þórður sé nú öðru sinni sakfelldur fyrir að svipta annan mann lífi eigi engar refsilækkandi ástæður við um hátt- semi hans sem hefði átt sér stað á meðan hann var enn á skilorðsbund- inni reynslulausn, vegna dóms í ööru manndrápsmáli frá árinu 1983. Því þætti ástæða til að dæma Þórð í ævi- langt fangelsi. Dómurinn studdist í málinu viö þann refsiramma í 211. grein hegningarlaga sem við á í manndrápsmálum en þar segir að dæma megi sakborninga í aht að ævilangt fangelsi. Dómurinn féllst á rök ákæruvalds- ins í máhnu um að ásetningur hefði vaknað hjá Þórði um að reka vasa- hníf í Ragnar heitinn áður en hann ruddist inn í íbúð hins síöarnefnda hina örlagaríku nótt. Hann opnaði hnífinn er hann sá Ragnar með fyrr- um sambýliskonu sinni innandyra og hélt síðan inn í húsið en hljóp á brott þegar húsráðandi féll blóðugur í gólfið. Fram kom að afbýðisemikast var ástæða þeirrar geðshræringar sem Þórður komst í. Hnífslagið kom í hjartastað Ragnars og lést hann eft- ir að reynt hafði verið að bjarga lífi hans með bráðabrjótsholsaðgerð á Landspítalanum. -Ótt Þórður Jóhann Eyþórsson, 36 ára, sem varð Ragnari Ólafssyni, 33 ára, að bana við Snorrabraut aðfaranótt 22. ágúst siðastliðinn var i héraðsdómi í gær dæmdur í æviiangt fangelsi. DV-mynd Brynjar Gauti FRUMSVNING UM HELGINA íÁ.:ÁJ Opið laugardag og sunnudag kl. 12-16 ■■■ TWINGO ER SMÁBÍLL FRAMTÍÐARINNAR -SÁ SEM FÆR BÍLASPEKÖLANTA TIL AÐ HUGSA. 3.43 METRA STUTTUR, 55 HESTAR, 6 GÍRAR (ÞAR AF EINN AFTURÁBAK). ÞETTA GEFUR ÖÐRUM ÓTAL ÁSTÆÐUR TIL AÐ BLIKNA AF ÖFUND. ÖGRUNIN GENGUR LENGRA. VEGNA LÍFLEGRA LITA ER ENDALAUST SKEGGRÆTT UM TWINGO. AD INNAN ÖGRAR HANN HEFÐBUNDNUM FORMUM. TWINGO ER FULLUR NÝJUNGA, LÍKA í VERDI SEM ER KR. 838.000,- EDA MINNA. TWIN60 ER EINS 06 ÞÚ: ÁKVEÐINN 06 BARA TIL í EINNI ÚTGÁFU - ÞEIRRI BESTUI -ÝKTUR SMÁBÍLL Bílaumboöiö hf. rewault Krókhálsl l, 110 Reykjavík, sími 686633 '*er á kostum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.