Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 47
59
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Afmæli
SigríðurV. Jakobsdóttir
Sigríður Vilborg Jakobsdóttir hús-
móðir, Minni-Vogum í Vogum,
Vatnsleysustrandarhreppi, er sjö-
tugídag.
Starfsferill
Sigríður er fædd í Hafnarfirði og
ólst þar upp fyrstu sex árin en síðan
að Auðnum á Vatnsleysuströnd og
Sólheimum í Vogum. Hún stundaði
bamaskólanám í Brunnastaða-
skóla, var einn vetur í Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði og einn vetur í
Reykholtsskóla íBorgarfirði.
Sigríður kenndi sund í Keflavík í
eitt sumar.
Sigríður hefur verið í Kirkjukór
Kálfatjamarkirkju í meira en hálfa
öld. Hún stundaði leiklist á yngri
árum og hefur spilað á harmóníku
frá ungiingsaldri.
Fjölskylda
Sigríður giftist 27.2.1943 Agli Sæ-
mundssyni, f. 3.2.1918, sjómanni.
Foreldrar hans: Sæmundur Krist-
inn Klemensson og Guðrún Aðal-
björg Ingimundardóttir.
Böm Sigríðar og Egils: Sveinbjöm
Jakob, f. 27.7.1943, d. 6.2.1944; Sig-
uröur Vilberg, f. 19.7.1945, skipa-
smiður, kvæntur Selmu Jónsdóttur,
húsmóður, Selma á tvö börn frá
fyrra hjónabandi; Sveinbjörn, f. 26.7.
1947, stýrimaður, hans kona var
Svandís Guðmundsdóttir, þau
skildu, þau eiga þrjú börn; Klemens,
f. 29.3.1950, vélstjóri, kvæntur Önnu
Margréti Gunnlaugsdóttur, hús-
móður, þau eiga eina dóttur, Anna
Margrét átti son fyrir; Guðrún, f.
31.5.1954, skrifstofumaður, gift Jóni
Inga Baldvinssyni kennara, þau
eiga tvo syni, Guðrún átti dóttur
fyrir; Sæmundur Kristinn, f. 12.9.
1962, rafeindavirki.
Systkini Sigríðar: María, f. 16.4.
1927, matráðskona og húsmóðir, gift
Magnúsi Þorsteinssyni bifreiða-
stjóra; Kristín, f. 16.4.1927, húsmóð-
ir, gift Rico Guidice; Birna Vilborg,
f. 18.10.1929, stöðvarstjóri hjá Pósti
og síma; Gústaf Adólf, f. 5.6.1932,
bifreiðastjóri, kvæntur Guðrúnu
Ragnarsdóttur; Margrét, f. 30.11.
1940, útibússtjóri, gift Páli Jónssyni,
sparisjóðsstjóra; Björn Hcifsteinn, f.
28.7.1946, rafvirki, sambýliskona
hans er Sigríður Bergsteinsdóttir.
Foreldrar Sigríðar: Jakob Adólf
Sigurðsson, f. 29.8.1901, d. 20.9.1969,
sundkennari, fiskverkandi og kaup-
maður, og kona hans, Margrét
Kristjánsdóttir, f. 12.2.1899, d. 15.10.
1968. Þau bjuggu í Hafnarfirði, á
Vatnsleysuströnd, Sólheimum í
Vogum, Akranesi og í Keflavík.
Ætt og frændgarður
Jakob var sonur Sigurðar Bjarna-
sonar, kaupfélagsstjóra í Hafnar-
firði.
Meöal móðursystkina afmælis-
barnsins má nefna Sigurjón á For-
sæti, hagleikssmið og hugvitsmann.
Margrét var dóttir Kristjáns, b. á
Minna-Mosfelli í Mosfellss veit og á
Forsæti í Flóa, Jónssonar, b. í Unn-
arholti í Hrunamannahreppi, Odds-
sonar, í Austurhlíð í Eystrihreppi,
Jónssonar. Móðir Kristjáns var
Margrét, systir Ingveldar,
langömmu Steinþórs Gestssonar al-
þingismanns, föður Gests skatt-
stjóra. Ingveldur var einnig lang-
amma Helgu, móöur Benedikts
Sveinssonar hrl., Ingimundar
Sveinssonar arkitekts og Einars
Sveinssonar, forstjóra Sjóvár-
Almennra, föður Astu Sigríöar feg-
urðardrottningar. Margrét var dótt-
ir Einars, b. í Laxárdal í Eystri-
hreppi, Jónssonar, ættföður Laxár-
dalsættar í Eystrihreppi.
Móðir Margrétar Kristjánsdóttur
var María, systir Kristbjargar,
ömmu Eyglóar Viktorsdóttur
óperusöngkonu. Önnur systir Mar-
íu var Kristín, amma Unnar Svein-
bjarnardóttur fiöluleikara. María
var dóttir Einars, b. í Hellisholtum
í Hrunamannahreppi, Jóhannsson-
ar, b. í Efra-Langholti. Móðir Maríu
var Vigdís Einarsdóttir, b. á Helga-
Sigríóur Vilborg Jakobsdóttir.
stöðum í Biskupstungum, bróður
Eiríks í Vorsabæ, langafa Sigríðar,
móður Vigdísar forseta. Eiríkur var
einnig langafi Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal, myndlistarmanns,
föður Errós og Ara Trausta jarð-
fræðings. Þá var Eiríkur langafi Sig-
ríðar, móður Bergs Guðnasonar lög-
fræðings, föður Guðna knatt-
spyrnumanns. Móöir Vigdísar Ein-
arsdóttur var Kristbjörg, systir
Jóns, langafa Valdimars, langafa
Þrastar Ámasonar skákmeistara.
Sigríður er að heiman.
Guðlaugur S. Eyjólfsson
Guðlaugur S. Eyjólfsson, svæðis-
stjóri Vátryggingafélags íslands, til
heimilis að Norðurvöllum 10, Kefla-
vík, er sextugur í dag.
Starfsferill
Guðlaugur fæddist í Keflavík og
ólst þar upp. Eftir skyldunám fór
hann að vinna og stundaði ýmis al-
menn verkamannastörf. Hann lauk
prófi sem fiskmatsmaður, stundaði
sjómennsku, var lengi bifreiðastjóri
hjá Olíusamlagi Keflavíkur og starf-
aði við hafnarvogina.
Guðlaugur varð umboðsmaður
Brunabótafélags íslands í Njarðvík
1969 og síðan einnig í Keflavík. Hann
hefur svo verið svæðisstjóri Vá-
tryggingafélags íslands frá stofnun
fyrirtækisins 1989. Guðlaugur hefur
alla tíö verið búsettur í Keflavík.
Fjölskylda
Guðlaugur kvæntist 26.10.1957
Höllu Gísladóttur, f. 27.10.1938, hús-
móður og skrifstofumanni. Hún er
dóttir Gísla Kristinssonar verka-
manns og Sumarrósar Sigurðar-
dótturhúsmóöur.
Börn Guölaugs og Höllu em Sum-
arrós H. Ragnarsdóttir, f. 22.9.1956,
gift Bergi Finnssyni og eiga þau eitt
barn; Gunnar Gísli Guðlaugsson, f.
10.1.1958, kvæntur Guðbjörgu
Brynju Guðmundsdóttur og eiga
þau þrjú böm; Anna María Guð-
laugsdóttir, f. 3.1.1959, á hún eitt
barn; Stefán Kr. Guðlaugsson, f.
18.6.1960, kvæntur Önnu Lóu Ólafs-
dóttur og eiga þau þrjú börn; Guð-
laugur H. Guðlaugsson, f. 27.8.1961,
kvæntur Guðbjörgu Pétursdóttur
og eiga þau þrjú börn.
Systkini Guðlaugs: Guðjón Eyj-
ólfsson, f. 23.6.1930, endurskoðandi
í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Ott-
ósdóttur húsmóður og eiga þau
fimm böm; María Eyjólfsdóttir, f.
2.7.1931, skrifstofumaður í Reykja-
vík, og á hún þrjú böm; Sigurður
Eyjólfsson, f. 11.6.1936, forstjóri í
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Jóns-
Guðlaugur S. Eyjólfsson.
dóttur húsmóður og eiga þau íjögur
böm.
Foreldrar Guðlaugs voru Eyjólfur
Guðlaugsson, f. 17.10.1903, d. 12.4.
1989, afgreiðslumaður og sjómaður
í Keflavík, og Guðlaug Stefánsdóttir,
f. 2.10.1905, d. 25.9.1976, húsmóðir.
Guölaugur er í útlöndum.
Kristján Helgi Benediktsson
Til hamingju með afmælið 23. október
80 ára 50 ára
HelgiS. Einarsson, Kumbaravogi, Stokkseyri. Guðríður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíö 41, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir, Arahólum 2, Reykjavík. Ingveldur Dagbjartsdóttir, Melabraut 9, Seltjarnamesi. Póll Davíðsson, Stakkholti 3, Reykjavík. Ósk Pétursdóttir, Bárugötu22, Reykjavík. Enok Guðmundsson, Heiðarhrauni 48, Grindavík. Bragi Bergsteinsson, Sunnuvegi 23, Reykjavík. Pétur Steingrímsson, Ásbúð 44, Garðabæ.
75 ára
Sigríður Guðmundsdóttir, Hringbraut 91, Reykjavík. 40 ára
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, Skáianesgötu 14, Vopnafirði.
60 ára Þorsteinn J. Vilmundarson, Lindarhvammi 4, Hafnarflrði.
Ingibjörg Kristinsdóttir, Melbraut9,Garði. Kristín Gunnlaugsdót t ir, Asparfelli 2, Reykjavik. PéturSigurðsson, Skeggsstöðum, Bólstaöarhlíðar- hreppi. Halldóra Jóhannesdóttir, Heiðarbraut 17, Keflavík. Guðmundur Ragnarsson, Jöklatúni 24, Sauöárkróki. Vilhelmína Ásdis Kjartansdóttir, Garðarsbraut 79, Húsavík. Svana Pólsdóttir, Miklubraut 36, Reykjavík.
Kristján Helgi Benediktsson mál-
arameistari, Norðurbyggð 3, Akur-
eyri, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Kristján fæddist að Jarlsstöðum í'
Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyj-
arsýslu og ólst þar upp. Hann lauk
búfræðiprófi frá Hvanneyri 1944,
stundaði ýmis almenn störf á ámn-
nm 1944-49 en hóf þá nám í húsa-
málun hjá Jóni Arasyni á Akureyri
og lauk þar sveinsprófi vorið 1953.
Kristján var málarasveinn næstu
tvö árin en hóf þá búskap í Litla-
gerði í Grýtubakkahreppi sem hann
stundaði 1955-80. Þá flutti hann aft-
ur til Akureyrar og tók til við mál-
araiðnina sem hann hefur stundað
síðan.
Kristján öðlaðist meistararéttindi
1964. Hann hefúr haft sex lærlinga
I iðninni sem allir luku námi og
hefur verið prófdómari í greininni.
Þá sat hann um skeiö í stjóm Mál-
arafélags Akureyrar.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 1.1.1950 Stein-
unni Helgu Bjömsdóttur, f. 23.9.
1930, húsmóður. Hún er dóttir
Bjöms Erlends Einarssonar og
Oddnýjar Jónsdóttur sem fyrst
bjuggu í Skagafiröi en síöar á Akur-
eyri.
Böm Kristjáns og Steinunnar
Helgu em Oddný Ragnheiður, f. 9.2.
1956, kennari við Síðuskóla á Akur-
eyri, og er sonur hennar Helgi
Gunnlaugsson; Einar Birgir, f. 13.6.
1959, íþróttakennari og húsamálari
á Akureyri, kvæntur Asdísi Sigur-
vinsdóttur, húsmóður og íþrótta-
kennara, og eru böm þeirra Kári
og Gígja; Steinlaug, f. 25.3.1962, hús-
móðir og verslunarmaöur á Akur-
eyri, en maður hennar er Steingrím-
ur Helgi Steingrímsson húsamálari
og eru börn þeirra Gunnhildur, ísak
og Steinunn; Eygló, f. 27.6.1965,
húsmóðir á Grenivík, en sambýlis-
maöur hennar er Hafsteinn Sigfús-
son bifvélavirki og em synir þeirra
Kristján Helgi og Hákon.
Systkini Kristjáns: Sigurbjöm, f.
1899, nú látinn, lengst af b. I Ártúni
í Grýtubakkahreppi, kvæntur Sig-
urbjörgu Snæbjamardóttur og er
synir þeirra fjórir; Sigurður, f. 1902,
nú látinn, b. í Litlagerði í Grýtu-
bakkahreppi og síðar starfsmaður
við trésmíðaverkstæði í Kópavogi,
kvæntur Hrefnu Sigurbjörnsdóttur
og eru böm þeirra tvö; Ingólfur, f.
1908, nú látinn, húsamálari á Greni-
vík, kvæntur Hólmfríöi Bjömsdótt-
ur og eru börn þeirra tíu; Bjami, f.
1914, lengi b. á Jarlsstöðum, kvænt-
ur Guðrúnu Friðriksdóttur og em
böm þeirra fjögur; Jóhann, f. 1920,
lengi b. á Eyrarlandi í Öngulsstaða-
hreppi, kvæntur Ingibjörgu Einars-
Kristján Helgi Benediktsson.
dóttur og em börn þeirra tvö.
Foreldrar Kristjáns: Jóhann
Benedikt Sigurbjömsson, f. 1876, d.
1963, b. á Jarlsstöðum, og kona hans,
Steinlaug Guðmundsdóttir, f. 1878,
d. 1960, húsfreyja.
Kristján og Steinunn Helga taka á
móti gestum í þjónustumiöstöð aldr-
aðra, Víðilundi 24 á Akureyri, á af-
mælisdaginn milli kl 15.00 og 17.00.
Umsjónarmaður
Félagasamtök í Reykjavík óska eftir umsjónarmanni
til starfa við húseign sína. Um er að ræða fullt starf.
Launakjör skv. samningum opinberra starfsmanna.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. nóvember
1993 á afgreiðslu blaðsins, merkt umsjónarmaður.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til
starfa á neöangreinda leikskóla:
Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385
Völvuborg v/Völvufell, s. 73040
Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólann:
Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290
Þá vantar starfsmann með sérmenntun í 50%
stuðningsstarf e.h. á leikskólann:
Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskóla-
stjórar.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277