Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 KvilcmyndLr Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese í New York seint á síðustu öld Öld sakleysisins Martin Scorsese er þekktastur fyr- ir harðar kvikmyndir á borð við Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas. Að hann veldi sér að leikstýra kvik- mynd um ást og söknuð sem þar að auki gerist í kringum 1870 hefði fáum dottið í hug en nýjasta kvikmynd hans, The Age of Innocence, er ein- mitt slík kvikmynd, dramatísk mynd um karlmann sem er á milli tveggja kvenna og tveggja tíma. The Age of Innocence er byggð á þekktri sögu eftir Edith Wharton sem fékk Pulitz- er Prize verðlaunin 1921 fyrir þessa skáldsögu sína. í byijun myndarinnar kynnumst við Newland Archer, sem er trúlofað- ur May Welland, og ýtir hann stíft á hana að ákveða giftingardag. Gifting þeirra tveggja er mjög æskileg í aug- um margra því hún mun sameina tvær grónar fjölskyldur í New York. Til sögunnar kemur Ellen Olenska, frænka May, sem er nýkomin frá Evrópu. Heillar hún Newland upp úr skónum með nýjum og fijálsum viðhorfum sem eru á skjön við þau viðhorf sem hann hefur ahst upp við auk þess sem hún er mjög fögur. Ell- en endurgeldur ást Newlands og brátt verður Newland að gera upp við sig hvort hann vilji lifa í þeirri veröld sem hann þekkir svo vel eða kjósa nýtt líf við hhð Ehenar. Elskendurnir, Ellen Olenska (Michelle Pfeifler) og Newland Archer (Dani el Day-Lewis, i The Age of Innocence. Kvikmyndir Hilmar Karlsson um þar sem hlutirnir eiga að gerast og reyndist honum auövelt að finna í New York hús sem vel hefðu getað skartað sínu fegursta á síðustu öld. Þrjátíu ára ferill Það kann aö hljóma ótrúlega en Cape Fear er ekki aðeins sú kvikmynd Martin Scorsese sem mest hefur hal- að inn af dohurum, hún er einnig nánast sú eina sem hefur sýnt um- talsverðan hagnað og sannar það enn einu sinni máltækið að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Ekki það að mikiö tap hafi veriö á kvikmynd- rnn Scorsese, langflestar hafa þær endað réttum megin við strikið. En þegar htið er yfir glæsilegan þijátíu ára feril kemur þessi staðreynd á óvart. Martin Scorsese lauk námi við há- skólann í New York áöur en hann sneri sér að kvikmyndum. Fyrsta kvikmynd hans var Who’s That Knocking At My Door og í kjölfarið fylgdi Boxcar Bertha. Það var svo 1973 sem hann leikstýrði Mean Stre- ets sem í dag er talin meðal klassískra kvikmynda og er einmitt nýbúið að taka upp sýningar á henni aftur í Bandaríkjunum og Bretlandi. í þeirri kvikmynd komu tveir ungir leikarar á óvart með mögnuðum leik, Robert De Niro og Harvey Keitel, sem síðan hafa sett spor sín á kvikmynd- ir vestanhafs þótt leið þess fyrr- nefnda hafi verið greiðari á toppinn. Nú kom hver gæðamyndin af ann- am þótt ávallt kæmu toppar inni á milli. Af fyrri myndum Scorsese eru auk Mean Street, The Last Waltz, Taxi Driver og Raging Buh tvímæla- laust bestar en sú síðastnefnda er af mörgum talin besta kvikmynd níunda áratugarins og hefur verið kosin það í nokkrum kosningum. Sjálfsagt náði Scorsese ekki slíkri hæð fyrr en tfu árum síðar þegar hann gerði Goodfehas og í kjölfarið fylgdi önnur frábær sakamálamynd, Cape Fear. Auk þess að vera mikilvirkur kvik- myndagerðarmaður hefur Martin Scorsese eytt miklum tíma í varð- veislu gamaha kvikmynda og er einn af stofnendum Film Foundation sem hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að viðgerðum á gömlum kvik- myndum sem eru í eigu stóru kvik- myndafélaganna. The Age of Innocence er fjórtánda kvikmyndin sem Martin Scorsese leikstýrir (einn hluti af þremur í New York Stories ekki tahnn með) og hef- ur hún fengið mjög góða dóma og telst tvúnælalaust meðal hans bestu kvikmynda. The Age of Innocence verður sýnd í Stjömubíói síðar á ár- inu. Daniel Day-Lewis og Martin Scor- sese fara yfir atriði meðan á tökum stóð. Það em engir aukvisar í aðalhlut- verkum í The Age of the Innocence, Daniel Day-Lewis leikur Newland, Michehe Pfeiffer leikur Ellen og Wynona Ryder leikur May. Meðal annarra leikara má nefna Geraldine ChapUn, Stuart WUson, Richard E. Grant, Alec McCowen, Mary Beth Hurt, Michael Gough, Jonathan Pryce, Robert Sean Leonard og sögu- maður er Joanne Woodward. Eins og sjá má er vel mannað hjá Scorsese eins og raunar oftast áður. Meðal tæknihðs eru fastir starfsmenn eins og kvikmyndatökumaðurinn Micha- el BaUhaus og kUpparinn Thelma Schoonmaker. Tók langan tíma að ákveða Það var vinur Martin Scorsese, Jay Cocks, sem gaf Scorsese bókina The Age of Innocence þegar tökum lauk á Raging BuU, 1980, með þeim orðum að hann gæti gert fina kvikmynd upp úr bókinni. Það tók Scorsese nokkur ár að komast að sögunni en þegar það gerðist féU hann fyrir þessari sérstöku ástarsögu. Saman gerðu hann og Cocks síðan fyrsta uppkastið 1989. Scorsese segir að hann hafi strax verið ákveðinn í að fá Daniel Day- Lewis og Michele Pfeiffer tíl að leika Newland og EUen. Hann sagði síðar að það hefði eingöngu verið leikur Pfeiffer í Married to the Mob sem sannfærði hann um aö hún væri rétta manneskjan. Það stóð aftur á móti lengur í honum hver ætti að Wynona Ryder leikur hefðarstúlkuna May Wellland sem hér tekur þátt f keppni í bogfimi. leika May og komu nokkrar leikkon- ur tíl greina. Hann hafði aldrei hitt Wynona Ryder áður en fljótt eftir að hann var kynntur fyrir henni sá hann í henni þá persónu sem hann vildi að May yrði í mynd sinni. The Age of Innocence var að mestu leyti tekin í New York og hófust tök- ur í mars 1992 og lauk í París í júní sama ár. Sem og í fyrri myndum vUdi Scorsese taka sem mest á þeim stöð- WoodyAllená köldumklaka Woody AUen mun eiga erfiðara með að fjármagna næstu kvik- myndir sínar en oft áður. Síðustu tvær myndir hans, Husbands and Wives og Manhattan Murder Místery, sem hann gerði fyrir TriStar, hafa ekki skUað nógu miklum peningum að mati for- ráðamanna á þeim bæ, og vUja þeir ekki frekara samstarf. Ailen, sem enn sleikir sárin vegna uppi- standsins sem varð í kringum skilnaðinn við Miu Farrow, er samt ekki á því að láta undan og er i samningaviðræöum við lítið óháð fyríríæki í New York sem hyggst leita tU Evrópu eftir fjár- magni í næstu þrjár kvikmyndir. Er þáð skUjaiUegt þar sem Evr- ópubúar hafa ávallt tekið mynd- um AÚens betur en landar hans. Áaðfangadagjóla AUir vegir standa Noru Ephron opnir eftir að Sleepless in Seattle sló í gegn. Næsta kvikmynd ■ hennar verður The Night before Xmas og fjallar um mann sem vinnur við að svara á sjálfs- morösneyðarlínu. Það er Steve Martin sem leikur aðalhiutverk- ið. Næsta kvikmynd Martins þar á eftir verður Twist of Fate sem er eftirhans eigin handnti. Hefur Martin ráðið írska leikstjórann GUles Mackinnon (The Playboys) tíl að leikstýra myndinni. John Grisham vinsæll Þessadagana er sýnd í Reykja- vik, The Firm, sem gerð er eftir skáldsögu John Grisham. Gris- ham er einn lieitasti rithöfundur- inn um þessar mundir og eru væntanlegar tvær aðrar kvik- myndir eftir sögum hans. Síðar á þessu ári verður frumsýnd í Bandaríkjunum The Pelican Bri- ef. Þar fara með aöalhlutverkin, JuUa Roberts, Denzel Washing- ton og Sam Shepard. laaikstjóri er Alan Pakula. The Client er nýjasts sagan úr smiðju Grisham og er þegar veriö að kvikmynda hana með Susan Sarandon og Tommy Lee Jones 1 aðalhlutverk- um. 'Leíkstjóri er Joel Schumac- her en nýlega var tUkynnt að hann myndi leikstýra þriðju Bat- man myndinni. Viðtalvið blóðsugu Mikið hefur verið undrast á þeirri ákvörðun Tom Cruise að leika blóðsuguna Lestat í Intervi- ev With the Vampire sem gerö er eftir þekktri skáldsögu Anne Rice. Tekur hann mikla áhættu auk þess sem höfundur sögunnar hefur lýst því yfir aö hún sé al- gjörlega á móti því að Tom Cruise leiki Lestatj Auk Crúise leika í myndinni Brad Pitt, sem ieikur blóðsuguna sem viðtalið er við, River Phoenix, sem leUiur við- mælandann, Antonio Banderas og Stephen Rea, sem báðir leika blóösugur. Leicsfjóri er Neil Jordan sem einnig skrffaði hand- ritið ásamt Rice. Fleiri risaeölur frá Spielberg We’re Back: A Dinosaur’s Story er teiknimynd sem verður frum- sýnd fyrir jóhn vestanhafs. Ann- ar framleiðandi myndarinnar er Steven Spielberg. Fjallar myndin um nokkrar risaeðlur sem ferð- ast í gegnum tímann og lenda í New York nútfmans. Handritið skrifaði John Patrick Shanley. Margir þekktir leikarar ljá raddir sína, má þar nefna Martin Short, JuUa Child og Jay Leno. Auk þess má heyra rödd þekktasta frétta- manns Bandaríkjanna fyrr og síðar, Walter Cronkite.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.