Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 30
íí
42
íþróttir
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik:
„Verðlaunamissir á
ÓL mestu vonbrigðin"
- það er margt annað 1 lífinu sem kitlar en handbolti, segir landsliðsþjálfarinn
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliös-
þjálfari í handknattleik, stýrði
mönnum sínum til sigurs gegn Króa-
tíu í Evrópukeppninni. Það verður í
nógu að snúast hjá Þorbergi með
landsliðið á komandi mánuðum. Sig-
urinn gegn Króatíu var aðeins ein
hindrunin af mörgum sem á vegi
liösins verða í þeim stórverkefnum
sem bíða á næstunni.
- Hvernig tilfinning var það, Þor-
bergur, að leggja Króatana að velli í
Evrópukeppninni í vikunni sem leið?
„Það var bara mjög góð tilfmning,
sérstaklega eftir að púlsinn hafði far-
ið upp úr öllu valdi, að vinna þá þetta
naumlega. Þaö var mikið í húfi en
ég var ekki beint órólegur allan dag-
inn en leikurinn fór samt ekki úr
huganum. Það voru alhr með fiðring
í maganum. Meö tapi hefðum við
veriö nánast úr leik, þó ekki alveg
samt. Við uröum að beijast til síð-
asta manns og var ég afskaplega
ánægður þegar fyrsta hindrunin var
að baki í Evrópukeppninni.
Við lögðum upp fyrir leikinn
tvenns konar vörn, annars vegar aft-
arlega til aö sjá hvað við kæmumst
langt með þá þannig og síðan settum
við hins vegar einn mann út á völl-
inn. Síðari kosturinn varð ofan á og
þetta tókst í alla staði mjög vel.
Hraðaupphiaupin gengu einnig upp
en á köflum riðlaðist sóknin en á
endanum fór þetta allt vel.“
- Hefur þú trú á því að þetta lið, sem
þú ert með höndunum, geri stóra
hluti i komandi stórverkum, það er
í Evrópukeppni og heimsmeistara-
keppinni á Islandi 1995?
„Eg er ekki í nokkrum vafa um að
þessi hópur, sem breytist varla mikið
úr þessu, á eftir að gera góða hluti.
Meö leikjum í vetur og hugsanlega
úrslitakeppinni í Portúgal næsta
sumar og góðri vinnu næsta sumar
á það að verða raunhæfur mögu-
leiki. Lykilhnn að þessu er góð vinna
næsta sumar, þann árstíma verður
að nýta vel. Með þessu er ég að segja
að htið frí verður fram að heims-
meistarakeppninni vorið 1995 hér á
landi,“ sagði Þorbergur.
- Hver er þá mesta gleðin og stærstu
vonbrigðin í starfi þínu sem lands-
liðsþjálfari þegar þú lítur yfir farinn
veg?
„Það hafa verið margar stórar
stundir í þessu starfi. Þó held ég að
mesta gleðin hafa orðið í Egyptalandi
með 21-árs liðið í haust í heimsmeist-
arakeppninni. Þar unnum við brons-
verðlaun sem var stórkostlegur ár-
angur. Strákamir lögðu ótrúlega
vinnu að sér og uppskeran var eftir
því. Við æfðum tvisvar á dag í þrjá
mánuöi og árangurinn skilaði sér að
fullu. Það var ótrúleg tilfinning að
uppskera bronsverðlaunin. Mestu
vonbrigðin eru hins vegar á ólympíu-
leikunum í Barcelona þar sem við
misstum af bronsinu. Það var svaka-
lega súrt að sjá á eftir því. Við verð-
um að hafa í huga að leikmenn eða
þjálfari fá þennan möguleika aðeins
sinu sinni, kannski tvisvar, og því
er eftirsjáin enn meiri.“
- HvernigþjálfarierÞorbergur Aðal-
steinsson?
„Ég reyni að vinna mjög mark-
visst, set upp nákvæmlega hvað við
ætlum okkur fyrir viðkomandi leik.
Ég vil að það séu reglur á hlutunum
og menn vinni vel og fast. Fyrir utan
æfingar og leiki reyni ég auðvitað að
halda uppi gleði og léttleika og að
öllum líði vel. Léttleikinn verður að
vera til staðar. Hann er hluti af ferl-
inu og hjálpar til ef eitthvaö er.“
- Hefðir þú viljað haga æfingum og
vali á landsliðinu öðruvísi þegar þú
lítur til baka?
„Nei, en þaö er samt erfitt að segja
til um það í fáum orðum. Vissulega
hefði ég þó viljað hafa alla leikmenn
hér heima á íslandi og þá á einhverj-
um hálfatvinnumannasamningum.
Þannig hefði maður haft fastari hóp
en síðan ég tók við starfinu hef ég
notað um 45 leikmenn. Alls kyns
vandamál hafa komið upp á þessum
tíma en með betri aðgang að leik-
mönnum hefði mátt stýra þessu
meira félagslega en það er ekki hægt
að biðja um allt í þessu starfi."
- Hvaða leikmaður hefur komið þér
mest á óvart í landsliðshópnum?
„Nafn Dags Sigurðssonar kemur
fyrst upp í hugann. Hann hefur staðið
vel fyrir sínu þrátt fyrir að vera nýhði
í A-liðinu sem leikstjómandi. Hann er
búinn að leika 2 leiki með A-liðinu,
verið mjög yfirvegaður og sýnt mikinn
leikskilning. Júlíus Jónasson kom
skemmtilega á óvart gegn Króatiu, það
er ekki hægt að segja annað. Júlíus
hefur átt svona leiki inn á milh en þessi
tímasetning gegn Króatiu var góð svo
ekki sé meira sagt.
Annars er hópurinn, sem ég er með
í höndunum í dag, líklegur til afreka.
Hann hefur alla burði till að gera
vel. Ef við náum að vinna vel sumar-
ið 1994 er allt opið. Þetta kostar mikla
vinnu og fórn. Ekki má gleyma sjálfri
umgjörðinni, allir verða að leggjast
á eitt til að ná settu marki. Stór þátt-
ur í framhaldinu er að tryggja liðinu
sæti í úrshtakeppni Evrópukeppn-
innar í Portúgal næsta sumar. Það
verður barist til síðasta manns en
leikirnir við Hvít-Rússa í janúar ráða
öllu í þvi sambandi."
- Þú hefur þitt lifibrauð eingöngu af
handboltanum?
„Handbolti hefur verið mitt lifi-
brauð í 10 ár. Starf landshðsþjálfara
er mjög krefjandi en auk A-liðsins
er ég með 21-árs hðið. Undirbúnings-
vinna er mikil, þátttaka í námskeið-
um hér og erlendis og að fylgjast með
andstæðingunum þannig að álagið
er mikið, ekki bara á mér heldur öh-
um sem koma nálægt landsliðinu.
Ég legg mikla áherslu á HM ’95 á ís-
landi. Þegar því lýkur hef ég verið í
starfi í fimm ár og þá ræðst hvað við
tekur. Það er ekki óhugsandi að halda
áfram með hðið, ég vil bara helst ekki
svara þvi í dag. Það verður bara að
takast á við það á þeim tímapunkti. Það
er margt annað í lífinu en handbolti
sem kitlar," sagði Þorbergur Aðal-
steinssonlandshðsþjálfari. -JKS
Þorbergur Aðalsteinsson fylgist grannt með gangi mála gegn Frökkum á ólympíuleikunum
í Barcelona i fyrra. Tapið þar eru mestu vonbrigði Þorbergs í starfinu. Með honum á myndinni er Einar Þorvarð-
arson, aðstoðarmaður hans.
Plús vikunnar fær Gunnar
Kjartansson handknattleiks-
dómari sem viðurkenndi í
Morgunblaðinu að hann hefði
gert afdrifarík mistök á loka-
sekúndum leiks Afturelding-
ar og FH. Gaman að sjá dóm-
ara sýna shkan kjark.
MÍNUS
Mínus vikunnar fá FH-ingar
fyrir að kæra mistök dómara
í ofangreindum leik gegn Aft-
ureldingu. Úrskurði dómara
verður aldrei breytt og það
eiga FH-ingar að vita. Kæru-
mál af slíku tilefni setur að-
eins neikvæðan blett á íþrótt-
ina.
íþróttamaður vikurinar
Júlíus Jónasson
- „var staðráðtnn í að standa mlg vel í leiknum“
Július Jónasson, stórskyttan i is-
lenska landsliðinu.
Arangur íslenska landshðsins í
Evrópukeppni landshða gegn
Króatíu í vikunni er sá atburður
sem stendur upp úr þegar rennt er
yfir íþróttaviðburöi vikunnar.
Nafn eins manns í íslenska hðinu
kemur í hugann fyrir sérlega glæsi-
legan framgang í umræddum leik.
Það er nafn Júhusar Jónassonar
' sem átti stóran þátt í því að Króat-
ar voru lagðir að velli með eftir-
minnilegum hætti.
Júhus Jónasson leikur með
spænska hðinu Alzira frá Valencia
en með hðinu leikur einnig lands-
hðsfyrirhðinn Geir Sveinsson. Júl-
íus gekk í raðir Alzira fyrir þetta
tímabil en áður hafði hann leikið í
Frakklandi og eitt tímabil á Spáni
með Bidasoa. Áður en hann hélt í
atvinnumennskuna lék hann með
Val.
Júhus á að baki 202 landsleiki og
hefur skorað í þeim 562 mörk en
það eru að meðaltali 2,78 mörk í
leik.
„Best að koma sér
strax niður á jörðina"
„Ég kom vel stemmdur til leiksins,
einbeitti mér vel og var staðráðinn
í aö standa mig. Ég var ekkert að
spá í það hvaö mörkin yrðu mörg
í leiknum en því er ekki að leyna
að það gekk aUt upp hjá mér í þess-
um leik. Þetta var erfiöur leikur
og því var afskaplega gott að leggj-
ast á koddann þegar heim var kom-
ið. Maður lifir ekki á þessum leik
einum saman og því er best að
koma sér niður á jörðina strax. Við
eigum mörg erfið verkefni fram-
undan. Þetta var vissulega áfanga-
sigur sem kemur sér vonandi vel í
keppninni," sagöi JúUus Jónasson,
íþróttamaður vikunnar.
-JKS