Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Hann spilaði frá sér fjölskyldunni og aleigunni:
„Ég var kominn
á botninn"
- segir Gunnar Friðjónsson sem sneri við blaðinu og fór í meðferð
„Mér líður illa að heyra um þessa nýju kassa sem eru á leiðinni. Ég verð hræddur þegar ég heyri þessar gífur-
legu vinningsupphæðir sem þeir eiga að gefa. Ég verð hræddur fyrir hönd annarra þvi ég þekki hættuna af eig-
in raun.“ DV-myndir GVA
„Ég var fyrsti einstaklingurinn sem
fór í meðferð vegna spilafíknar. Ég
var kominn, eins og maður segir, á
botninn og það var ekkert sem blasti
við hjá mér annað en að gera eitt-
hvað í mínum málum, eða þá að
binda enda á líf mitt.“
Þetta segir Gunnar Friðjónsson.
Saga hans er með ólíkindum. Hann
hefur átt við spilafíkn að stríða og
spilaði frá sér öllu sem hann átti, í
þess orðs fyllstu merkingu, áður en
hann sneri við. Hann spilar ekki í
dag heldur vinnur aö því hörðum
höndum að bæta fyrir það sem hann
hefur gert - að svo miklu leyti sem
það er hægt. Hann féllst á að ræða
við DV ef reynsla hans mætti verða
einum til viðvörunar og öðrum að
liði í baráttunni við þann ægilega
sjúkdóm sem spilafíknin er. Nú er
vinnan honum allt þvi hún er vopn
hans í baráttunni við fíknina. Hún
er merki þess aö hann sé aftur nýtur
þjóðfélagsþegn. Hún gerir honum
kleift að endurgreiða eitthvað af
þeim tolli sem spilafíknin hefur tekið
af lífi hans.
Allt snýst
um þann stóra
Hvaö er spilafíkn?
„Spilafíkn gengur út á það að mað-
ur er að sækjast eftir stóra vinningn-
um alveg frá upphafi. Spennan snýst
um að ná þeim stóra, það kemur
ekkert annað til greina. Stundum
kemur hann en það breytir ákaflega
litlu fyrir spilafíkilinn því að and-
rúmsloftið og spennan eru orðin svo
mögnuð að hann er innilokaður í
heimi spilafíknarinnar."
Þegar fíkillinn stendur fyrir fram-
an spilakassann gleymir hann öllu
öðru. Það kemst ekkert annað að hjá
honum en að sitja einn að öllu þvi
sem þarna er að gerast.
Ef stóri vinningurinn kemur þá
hættir fíkillinn ekki og fer að leggja
saman hvað hann sé með í gróða eða
í tapi. Þetta gengur út á að eyða öllu,
spila fyrir hvern einasta eyri. Þegar
maður er búinn að því fer maður
kannski og reynir að útvega sér
meiri peninga til þess að halda
áfram. Þaö er þessi fíkn sem gagntek-
ur mann algjörlega. Það er eitthvað
að gerast í spilakassanum, þessu
tæki sem maður er með fyrir framan
sig. Maður er í sambandi við hann.
Manni líður eins og maður finni þaö
virkilega innra með sér að þarna sé
sá stóri á leiðinni, hann sé alveg að
koma og maður megi ekki hætta.
Hann er alveg að koma állan tímann
og maður verður að leggja allt í söl-
umar til þess að ná honum.
Eilífar blekkingar
„Ég stóð yfirleitt 4-5 tíma við kass-
ann í einu. Svo skaust ég kannski
rétt aðeins frá, en kom svo aftur og
hélt áfram. Það gerði ég til þess að
þetta væri ekki eins áberandi. Maöur
er að reyna að réttlæta sig gagnvart
umhverfinu og breiða yfir það aö
maður standi við spilakassann allan
daginn. En maður fer yfirleitt ekki
langt.
Spilafíknin gengur einnig mikiö út
á þaö að reyna að fela fyrir umheim-
inum hvað maður er búinn að eyða
miklu. Skömmin og sektarkenndin
eru svo nístandi.
A flestum stöðum á landinu er
starfsfólkið, sem vinnur í kringum
þessa kassa, yfir sig hneykslað á
spilafíklunum sem það horfir á dag
eftir dag ausa fé í kassana. Maður
hugsaði líka oft: „Hvemig virkar
þessi afgreiöslustúlka á mann? Er
maöur velkominn eða óvelkominn?
Fær maður skipt, fær maður fyrir-
greiðslu eða ekki?“ Þess vegna fer
maður mikið á milli staða. Ef maður
hættir á einum stað með pening í
vösum - sem maður telur vera gróða
en er það auðvitað ekki - þá fer mað-
ur á næsta stað og eyðir honum þar.
Þegar upp er staðið er maður alltaf
í mörg þúsund króna tapi.
- Nú er fíkillinn búinn að vera að
undirbyggja þann stóra í kassanum
i nokkrar klukkustundir, kannski,
en horfir svo á eftir síðustu myntinni
inn í raufina án þess að hann skili
sér og verður að hverfa frá viö svo
búið. Hvemig líður honum?
„Manni líður mjög illa, sérstaklega
ef það eru menn á svæðinu sem gera
út á fíklana. Þeir bíða eftir að fíklarn-
ir séu búnir með sinn síðasta eyri
og gera út á aö hirða vinningana eft-
ir þá. Þaö er stór hópur manna í
þessu og þeir eru ekki fíklar. Þeir
hafa stjórn á spilamennskunni. En
þeir eru sökudólgar í augum fíkilsins
því aö hann verður alltaf að kenna
einhveijum um.
Þessir menn gera raunverulega í
því, margir hverjir, að magna spila-
fíkilinn upp, standa fyrir aftan hann
og margsegja að nú sé sá stóri áreið-
anlega að koma. Svo draga þeir sig í
hlé og bíða baka til eftir því að fíkill-
inn sé búinn með allt. Þá koma þeir
og byrja að spila. Þá kemur upp sú
tilfinning hjá fíklinum að nú séu
þessir menn að taka allt sem hann
sé búinn að undirbyggja og leggja inn
fyrir, og honum finnst heimurinn
beinlínis hrynja. Það er mjög algengt
að fólk geri út á spilafíklana og keyri
á milli staða í þeim tilgangi."
- Það er stundum sagt að einhver
verði alkóhólisti á fyrsta sopa. Getur
maður orðið spilafíkill á fyrstu
mynt?
„Já, það getur átt sér staö. En svo
hafa aðstæður einnig nokkuð að
segja. Sjúkdómurinn magnast til
dæmis ef viðkomandi hefur orðið
fyrir áfalli eöa erfiðri reynslu í lífínu.
Þá flýr hann í heim spilafíknarinnar.
Hann lætur kannski fyrsta tíkallinn
í kassann og þá kemur upp sú tilfinn-
ing hjá honum að þarna geti hann
fengið frið - um stundarsakir. Hann
hverfur inn í þennan heim. Kannski
má líkja þessu við eiturlyfjaneyslu
eða alkóhólisma. í öllum tilfellum
fara fíklamir inn í eigin heim. Þegar
þeir hafa ekki lengur peninga til að
halda sér í honum gera þeir allt til
þess að verða sér úti um þá og kom-
ast inn í hann aftur. Þeir eru algjör-
lega stjórnlausir."
Byrjaði í
happdrætti HÍ
„Spilafíknin hjá mér byijaði í sam-
bandi við happdrætti. Ég fór að vinna
á skrifstofunni hjá Happdrætti Há-
skólans. Ég var að vinna í kringum
útdrátt vinninga og eins við að
merkja við vinningsnúmerin í
skránni. Ég horfði á þegar vinnings-
hafamir fengu stóra vinninginn
greiddan út í beinhörðum peningum.
Þama kynntist ég allri þessari
spennu í kringum vinninga. Þarna
spilaði ég í happdrætti í fyrsta sinn
og hafði fljótlega mikið umleikis.
Þegar ég svo hætti að vinna hjá happ-
drættinu hélt ég miðunum. Eg fór að
vinna á öðrum stað og gerði í því að
koma samstarfsfólki minu á bragðið.
Ég hætti ekki fyrr en það var farið
að taka þátt í að spila á 200 miða í
röð í Happdrætti Háskólans.
Svo komu tíkallakassar Rauða
krossins til sögunnar. En það var
engin spenna í þeim til að byrja með.
Þeir voru bara til að stytta manni
stundir ef maður átti leið um bið-
stöðvar strætisvagna eða flugstöðvar
úti á landi. En þeir höfðu ekki að
geyma þá stóru vinninga sem maður
var alltaf að sækjast eftir.
Þegar þetta var hafði ég meiri
áhuga á flokkahappdrættunum. Ég
fór fljótlega að spila í happdrætti DAS
og SÍBS eftir að ég komst á bragðið
í Happdrætti HÍ. Sjálfur var ég með
40 miða í Háskólahappdrættinu og
slatta í DAS og SÍBS. Svo fór ég í
skafmiða og keypti heilu búntin í
einu. Lottóið kom einnig til sögunnar
og það var einnig spilað í því. Ég
spilaði í bókstaflega öllu sem ég
komst í. En ég fékk aldrei vinning,
ekki einn einasta, hvorki í lottói né
happdrættunum. Ég var alltaf með
næsta númer við, ýmist fyrir ofan
eða neðan.
Einu sinni hætti ég með miða í
Háskólanum því ég frétti af manni
sem hafði það fyrir sið að skipta um
númer eftir árið. Hann hafði unnið
4 milljónir króna. Ég fór að herma
eftir honum og skipti um númer. Það
var ekki að sökum að spyija, í næsta
drætti kom hæsti vinningur á núm-
erið sem ég hafði hætt við. Sama sag-
an gerðist í DAS, það kom íbúðar-
vinningur á númer sem ég hafði ver-
ið með áður.“
Nýir spilakassar
„Þegar nýju spilakassarnir komu,
sem gáfu stærri vinninga, fóru þeir
smám saman að ná sterkari tökum á
mér. Það að heyra fimmtíukallana
detta niður skapaði æ meiri spennu.
Á endanum var ég kominn á fullt við
að reyna að vinna upp allt tapið sem
ég var kominn í. Nú gekk allt út á
það. Þetta er hringrás spilafíkilsins.
Fjölskyldan mín vissi sumt en ekki
allt. Hún vissi aö ég spilaði í flokka-
happdrættum en hana grunaöi ekki
að ég væri á fullu í spilakössunum.
Því hélt ég vandlega leyndu. En svo
fyrir um það bil tveim árum sprakk
sprengjan.
Sonur minn var að vinna úti á
landi. Hann bað mig að gera smávið-
vik fyrir sig og sendi mér peninga.
Ég ætlaði að gera þetta en kom við á
ákveðnum uppáhaldsstað sem hafði
að geyma spilakassa. Þar með komst
allt upp og heimurinn hrundi.
Skömmin og sektarkenndin voru að
buga mig. Þá sá ég að ég yrði að gera
eitthvað í mínum málum og binda
enda á þetta, hvernig sem ég færi að
því.“
♦
Tímar uppgjörs
„Það voru erfiðir tímar sem fóru í
hönd. Ég var búinn að spila bókstaf-
lega öllu frá mér; fjölskyldu minni,
raðhúsi sem við áttum, vinnunni, bíl
og öðru sem hægt var að koma í pen-
inga. Innbúið fór að vísu ekki, það
var komið til ára sinna og hafði ekki
verið endurnýjað. Það var ekkert
verið að eyða í svoleiðis hluti né fatn-
að á fjölskylduna og sjálfan sig
Innkoma úr
Á síðasta ári nam innkoma úr
spilakössum Rauða krossins og
samstarfsaðila 586 milljónum
króna. Þar af nam hagnaðurinn 399
milljónum. Er reiknað meö að
hagnaöurinn veröi mun meiri í ár,
eða allt að 475 milljónir króna. Á
þaö skal bent að ekki eru tíl tölur
um raunverulega veltu spilakass-
anna.
Samanlagður hagnaöur happ-
drætta DAS og SÍBS var á síðasta
ári rúmlega 63 milljónir en er áætl-
aður 50-60 milljónir á þessu ári.
Getraunir voru með hagnað upp á
83 miHjónir í fyrra en hann er áætl-
aður 150 milljónir í ár. Happdrætti
Háskóla íslands haföi 191 milljón i
hagnað á síöasta ári en hann er
áætlaöur um 200 milljónir á þessu
ári. Lottóið skilaöi 347 milljónum í
hagnað á síðasta ári og er áætlaður
hagnaður þess í ár um 400 milljón-
Efþessar tölur eru skoðaöar eilít-
ið nánar kemur í ljós að saman-
lagöur hagnaöur af umræddum
peningaspilum nam 1000 miDjón-
um króna á síðasta ári en er áætl-
aöur að minnsta kosti 1275 miRjón-
ir á þessu ári. Samanlögð velta
stærstu happdrættanna var 3.800
milljónir króna á síðasta ári, en
happdrættismarkaöurinn í heild
veltir vel á fímmta miDjarð króna
sé miðað við sölutölur happdrætt-
anna sl. ár. Þessar tölur jafngilda
að hver íslendingur, 16 ára og eldri,
eyði tæpum 20 þúsund krónum í
peningaspil eða happdrætti á ári.
Með tilkomu 350 nýrra spilakassa,
sem harðar deilur hafa staöiö um
að undanfómu, reikna rekstrarað-
ilar með að þéna 100-200 miDjónir
króna. Er talað um að það verði
viðbót við þá spilamennsku sem
fyrir er. ••
-JSS.'HLH
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
39
nema það sem nauðsynlegt reyndist.
ÖDum umræðum um að það þyrfti
að laga þetta og endurnýja hitt var
drepið á dreif. Það var útilokað að
eyða peningum í shkt því þá varð að
taka af „spDasjóðunum". Öll hugsun-
in snerist um að hafa sem mesta fjár-
muni í spúakassana. Það fór allur
sólarhringurinn í þetta. En leyndin
var svo mildl að það grunaði engan
neitt.
Ég hef aldrei drukkið né reykt en
spDaði frá mér aleigunni. Þegar mað-
ur fer með allt að 30-40 þúsund krón-
ur á dag í spDakassa, eins og ég gerði
yfirleitt, þá er þetta fljótt að fara. Ég
var farinn að fara upp klukkan fjög-
ur á nóttunni því ég gat farið í spila-
kassana úti á Granda þar sem var
opnað klukkan sex.
Sýkin var orðin svo yfírgengileg
að ég réð ekki neitt við neitt. Eitt
kvöldið leið mér t.d. svo illa heima
að ég hélst ekki við. Mér fannst ég
verða að komast út að spDa en átti
ekki krónu. Ég tók það tíl bragðs að
spyija konuna mína hvort hana
vantaði ekki sígarettur, hvort ég ætti
ekki að skjótast út í sjoppu fyrir
hana. Það lúttist einmitt þannig á að
hana vantaði sígarettur. Hún lét mig
hafa 5000 króna seðD og bað mig að
kaupa einn pakka. Það gerði ég en
fór síðan með afganginn beint í næsta
spDakassa í sjoppunni. Þar hvarf
hver myntin af annarri og stöðugt
nálgaðist „sá stóri“. Hann var rétt
ókominn þegar ég setti síðustu mynt-
ina í raufina. Ég varð að halda áfram
og notaði til þess eina ráðið sem mér
kom í hug. Ég skDaði sígarettupakk-
anum, fékk hann endurgreiddan, og
andvirðið fór beint í spilakassann.
Auðvitað var konuna mína farið
að gruna ýmislegt. Hún vissi en vissi
þó ekki. Ég hafði alltaf einhvern til-
búning á takteinum eða kom mér
undan því að ræða hlutina. Á endan-
um var þetta komið út í hreint hat-
ur. Það erfiðasta í þessu er þegar
spDafíkDDnn er búinn að eyða öllu
frá fjölskyldunni, leggja líf hennar í
rúst og fyrirgera öllu trausti.
Konan rak mig út þegar hún komst
að þvi hvernig málum var komið.
Ég átti mjög erfitt með að skilja það
þá því ég áttaði mig ekki á eigin sök.
Börnin mín þrjú voru sárreið út í
mig og út í Rauða krossinn. Flest
systkin mín töluðu ekki við mig því
að bæði hafði ég fengið lánaða hjá
þeim peninga og eins höfðu þau skrif-
að upp á lán fyrir mig sem féllu á
þau. Maður kemur sér aDs staðar út
úr húsi með þessu leynimakki -sem
maður notar til að geta haldið sér
gangandi í heimi spilafíknarinnar
sem lengst. Ég var búinn að fá lánað
hjá öllum sem vildu lána mér. Ég
hafði líka tekið bankalán sem í orði
áttu að notast í einhverjar fram-
kvæmdir en enduðu öD í spilaköss-
unum.
Ég var búinn að missa vinnuna og
átti afskaplega erfitt með að sætta
mig við það. Þetta var aDt einn víta-
hringur sem snerist um spDafíknina
og heim fullan af ranghugmyndum.
Maður taldi sig vera eitthvað betri
en aðra af því að maður var reglu-
samur og heDsuhraustur og skildi
ekkert í afhverju þjóöfélagið hafnaði
manni. Maöur gleymir öllu sem
snertir heiðarleika gagnvart fjöl-
skyldu sinni og gagnvart sjáDum sér.
í því er batinn fólginn; að horfast í
augu við það sem maður hefur gert,
hversu sársaukafullt sem það kann
að vera.“
í meðferð
„Það var svo dóttir mín sem stuðl-
aði að því að ég færi í meðferð. Ég
haföi látið mig hverfa og ætlaði að
fyrirfara mér. Þá komu skilaboð frá
dóttur minni í gegnum systur mína
að ég ætti að hafa samband. Ég ætl-
aði nú ekki að vDja gera það, því ég
var búinn að ákveða að fara á bD,
sem ég hafði að láni, og fyrirfara mér
í honum. Ég hafði raunar sofið í hon-
um um hríð því ég átti engan sama-
stað lengur.
Endirinn varð sá að ég hitti dóttur
mína á Landspítalanum þar sem hún
hafði pantað tíma fyrir mig hjá til-
teknum lækni. Ég ræddi við lækninn
og ákvað að því búnu að fara í með-
férð á áfengisdeDd Landspítalans. Ég
var í henni í tvo mánuði. í byijun
var ég óskaplega langt niðri. En sem
„Ég fékk aldrei vinning, ekki einn einasta, hvorki í lottói né happdrættunum. Ég var alltaf með næsta númer við, ýmist fyrir ofan eða neðan.“
betur fer varð þetta tD þess að mér
batnaði mikið. Það vantar þó tölu-
vert upp á að þeir geti tekið á þessum
málum gagnvart spDafíklum. Ég var
í sömu meðferð og áfengissjúkDngar.
En nú er ég hættur að spila. Það
hjálpar mér mikið að ég er farinn að
vinna. Ég var svo heppinn að fá
vinnu í júD í sumar og ætla rétt að
vona að ég fái að halda henni. Ég
reyndi strax að fá alla aukavinnu
sem bauðst. Nú er ég að byija að
greiða skuldir mínar og tilvera mín
byggist á því. Það blundar enn í mér
löngun til að spila en ég berst gegn
henni og þakka hvem þann dag sem
ég hef sigur. Það hjálpar mikið að
hitta aðra sem eru að beijast við
þessa fíkn. Þaö hafa verið stofnuð
samtök spDafíkla, Gamblers Ano-
nymous. I þeim era um 14 manns
sem allir hafa farið í meðferð.
Einnig er gott að eiga ákveðinn
trúnaðarmann sem hægt er að
treysta og tala hreinskilnislega við
um það sem íþyngir manni.
Ég hef smám saman verið að sætt-
ast við börnin en kem aldrei til með
að geta bætt peningalega fyrir það
sem ég er búinn að gera fjölskyld-
unni. Þegar maður gerir sér grein
fyrir því sem maður er búinn að gera
af sér þá finnst manni að maður verði
að reyna að borga aftur það sem
maður hefur tekið. Ég aðstoða nú
yngsta son minn eftir föngum en
hann er í námi. Mér þykir vænt um
og það gleður mig ef ég get hjálpað
börnunum mínum. Hún er sterk,
löngunin að geta hjálpaö þeim enn
meira.“
- Hvemig líður þér núna?
„Persónulega líður mér nokkuð vel
en það vekur þó hjá mér vanlíöan
að hugsa til þessa heims þarna úti.
Fólki sem spilar hefur farið mjög
fjölgandi. Þetta er fólk af báðum
kynjum, á öllum aldri, en mér fmnst
áberandi hve ungu fólki hefur fjölg-
að. Svo má sjá elDlífeyrisþega og
ungar konur, sem eru með tékkheft-
in í gangi, velta boltanum á undan
sér og eru í bullandi vandræðum.
Mér Dður Dla að heyra um bessa
nýju kassa sem eru á leiðinni. Ég
verð hræddur þegar ég heyri þessar
gífurlegu vinningsupphæðir sem
þeir eiga að gefa. Ég verð hræddur
fyrir hönd annarra því ég þekki
hættuna af eigin raun. Það eykur enn
á hana að þessir kassar era staðsett-
ir á veitingastöðum þar sem margir
hafa vín um hönd.
Eftir að ég fór í meðferðina og byij-
aði í því starfi, sem ég er í núna,
hafa margir leitað til mín. Þeir vilja
losna út úr vítahringnum og spyija
mig ráða tD þess.
Ég sé alltof mikið af börnum í
þessu. Þau koma til mín og biðja mig
að gefa sér tíkall í síma svo þau geti
hringt heim og látið sækja sig því þau
eigi ekki fyrir strætó. Ég veit að þessi
börn hafa eytt strætópeningunum
sínum í spilakassa.
Varðandi spDafíknina og þá
reynslu sem ég hef upplifað get ég
persónulega ekki ásakað einn né
neinn. En sú hugsun sækir á mig að
væra spilakassamir ekki til staðar
þá væri freistingin minni, einkum
fyrir böm og ungDnga. Einhvers
staðar byijar þessi ógæfa sem spDa-
fíkniner." -JSS