Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Sérstæð sakamál
Þaö var morgun einn í ágúst aö
hringt var á lögreglustöð í Glasgow
í Skotlandi. Röddin í símanum
sagði að stúlka lægi við dyr versl-
unar við Govan Road og virtist hún
vera veik.
Lögreglubíll var sendur af stað
og þegar hann hafði ekið eftir göt-
unni um hríð komu mennimir í
honum auga á stúiku sem lá upp
við hurð. Þeim fannst líklegast að
hún heíði drukkið of mikið kvöldið
áður og ekki náð heim. En það kom
brátt i ljós að svo var ekki. Stúlkan
var dáin. Hún hafði verið stungin
mörgum sinnum með hníf.
Réttarlæknar skoðuðu líkið og
komust að þeirri niðurstöðu að hún
hefði verið stungin til bana milli
klukkan níu og kortér yfir níu
kvöldið áður. AIls voru hnífstung-
umar átta og var ljóst að beitt hafði
verið tvíeggja hníf með um tólf
sentímetra löngu blaði, líklega
veiðihnif. Þá báru áverkar á likinu
með sér að morðinginn hafði þrýst
stúlkunni upp að vegg með því aö
taka um háls hennar en það hafði
líklega átt að tryggja að hún gæti
ekki kallað á hjálp.
Engin vitni
Þetta var grimmilegt morð og
brátt kom í ljós að ekki yrði létt
aö komast að því hvers vegna
stúlkan, hin nítján ára Colette Dun-
bar, hafði verið myrt. Hún var af
miöstéttarfólki, reykti ekki, drakk
sjaldan og hafði sótt tónlistarskóla
á kvöldin. Kvöldið sem hún var
myrt var hún einmitt á leið heim
frá skólanum.
Dixon hét rannsóknarfulitrúinn
sem fékk málið til meðferðar. Hann
velti því fyrir sér hvers vegna Co-
lette hefði gengið um Govan Road
þetta kvöld en ekki tekið strætis-
vagn. Þótti honum líklegast að hún
hefði ekki átt fyrir fargjaldinu. Var
það í raun eina skýringin sem hann
gat fundið á því að hún var á gangi
þarna að kvöldi til.
Eitt vakti sérstaka athygli Dix-
ons. Engin vitni gáfu sig fram.
Hann taldi hins vegar nær útilokað
að enginn hefði séð þegar morðið
var framið. Gatan var vel upplýst
og skammt hafði verið liðiö á kvöld.
Sálsjúkur morðingi?
Annað var það líka sem Dixon
leiddi hugann æ meira að. Engin
ástæða virtist til morðsins. Colette
hafði ekki verið meö neina peninga
svo aö ránmorð virtist ekki koma
til greina. Þá átti hún engan unn-
usta og því virtist afbrýðisemi held-
ur ekki geta komið tíl greina. Þá
hafði henni ekki verið nauðgað og
því ekki um kynferðisglæp að
ræða. Flest benti því til þess að um
sálsjúkan morðingja væri að ræða
og því mætti búast við að hann létí
aftur að sér kveða.
Hnífstungumorðið vakti óhug en
með engum þó meiri en piltí og
stúlku sem höfðu orðið vitni að
því. Þau vissu ekki sitt rjúkandi
ráð. Morðinginn var nefnilega vin-
ur þeirra og fram að þessu örlaga-
ríka kvöldi hafði hann ekki sýnt
neina ofbeldistilhneigingu svo að
þau vissu tíl. Þau íhuguðu mjög að
hringja til lögreglunnar en hikuðu
við það af því að þau litu svo á að
hann væri sjúkur og þarfnaðist
aðstoöar, ekki fangelsisvistar.
Símtalið
Þremur dögum eftir morðiö
ákváðu ungi maðurinn og stúlkan
að hringja til lögreglunnar. Kom
þaö í hlut hans að tala í símann.
Hann sagðist hafa upplýsingar um
morðið á Colette Dunbar. Reyndar
sagöist hann vita hver hefði framið
það. En áður en hann segði hver
morðinginn var vildi hann fá trygg-
ingu fyrir því að ódæðismanninum
yrði ekki gert neitt. Hann væri
sjúkur.
Lögregluþjónninn, sem svaraði í
símann, reyndi að fullvissa þann
sem hringdi um að það væri hlut-
verk lögreglunnar að finna morð-
ingjann áður en hann fremdi annað
morö. Það væri hins vegar ekki
Greg Kingham.
Colette Dunbar.
Tilraunin
Andrea og Mitch.
Verslunin við Govan Road.
hennar verk að refsa honum. Það
væri verkefni dómstóla.
Lögregluþjónninn dró samtalið á
langinn meðan reynt var að kom-
ast að því hvaðan var hringt. Tókst
honum að halda samræðunum
uppi það lengi að ljóst varð að
hringt var úr almenningssíma. Var
lögreglubíl beint þangaö og kom
hann að símanum meðan samtalið
stóð enn yfir. Maður talaði í sím-
ann en við hlið hans stóð ung
stúlka. Voru bæði handtekin og
farið með þau á lögreglustöðina tii
yfirheyrslu.
22 ára morðingi
Þau sem handtekin voru reynd-
ust vera Mitch Tonkin og Andrea
Fry en bæði voru tuttugu og
tveggja ára. Þau skýrðu frá því að
morðinginn væri jafnaldri þeirra
og héti Greg Kingham. Þau sögðust
hafa kynnst honum þegar hann var
nágranni þeirra og síðan hafa hald-
ið sambandi við hann. Heföu þau
að jafnaði farið út með honum tvö
til þrjú kvöld í viku og haldið því
áfram eftír að hann fluttist úr
hverfinu. Það hefðu þau fyrst og
fremst gert af því þau hefðu vor-
kennt honum. Honum hafði orðið
sundurorða við foreldra sína, sem
byggju í Dundee, og því flust til
Glasgow. Vini ætti hann enga og
hefði hann stöðugt þurft að flytja
úr einu leiguhúsnæðinu í annað.
Kvöldið sem morðið var framið
sögðust þau Mitch og Andrea hafa
hitt Greg og farið með honum á
Swan-krána við Govan Road. Þau
væru hins vegar öll atvinnulaus og
því heföi fjárskortur neytt þau til
að fara úr kránni um hálfníuleytið.
Án nokkurs tilefnis
Þegar þau þrjú komu út af kránni
vildu þau Mitch og Andrea ganga
heim og ákvað Greg að slást í fór
með þeim. Þegar þau höfðu gengið
um hríð kom ung stúlka á mótí
þeim og þegar hún var að ganga
fram hjá þeim þreif Greg skyndi-
lega í hana og hrintí henni upp aö
hurð á næstu verslun.
Allt gerðist þetta afar snöggt,
sögðu þau Mitch og Andrea, og
áður en þau gátu í raun áttaö sig á
því sem var að gerast var Greg
búinn að stinga stúlkuna mörgum
sinnum. Töldu þau vart hafa liðið
nema tuttugu til þrjátíu sekúndur
frá því að hann þreif í hana og þar
til allt var afstaðið. Lá hún þá við
hurðina.
Þeim Mitch og Andreu brá afar
mikið er þeim var ljóst hvað gerst
hafði en enn meira brá þeim þegar
þau sáu svipinn á Greg. „Það leit
út fyrir að hann hefði notíð þess
sem hann geröi,“ sagði Mitch.
Tilraun
„Ég spurði hann hvers vegna
hann hefði gert þetta,“ sagði Mitch.
„Þá var hann enn að fara úr blóð-
ugum jakkanum." Hann svaraði:
„Mig langaði tíl að komast að því
hvernig það væri að drepa ein-
hvem. Og mér þótti það gam-
an... mér þótti það raunverulega
mjög gaman."
„Þú hlýtur að vera genginn af
vitinu," sagði Andrea þegar hún
heyrði þessi orð. Hún var þá aö því
komin að fá taugaáfall vegna þess
sem hún hafði orðið vitni að.
Greg hlustaði á það sem hún
sagöi en svaraði svo: „Genginn af
vitinu? Ég er ekki genginn af vit-
inu. Ég var bara að gera tilraun.“
Gættu hans
Næstu tvö kvöld voru þau Mitch
og Andrea með Greg. Morðið var
að sjálfsögðu það sem þau ræddu
mest sín á milli þessa daga og þar
eö þau vom viss um að Greg væri
sjúkur' vildu þau vera sem mest
með honum til þess að reyna að
tryggja að hann myrti ekki fleiri.
Jafnframt íhuguöu þau leiðir til að
koma honum úr umferð en fannst
rangt að hann færi í fangelsi þar
eð hann þyrfti á aðstoð að halda,
ekki refsingu.
Morðstaðurinn var enn afgirtur
þessa tvo daga og eitt sinn gengu
þau Mitch og Andrea fram hjá hon-
um með Greg. Þegar hann sá stað-
inn brosti hann eins og til að láta
í ljós ánægju yfir því sem hann
hafði gert.
Lá við átökum
Þau þremenningarnir sóttu
Swan-krána bæöi þessi kvöld. Þeg-
ar þau sátu þar komu fjórir ungir
menn að borðinu til þeirra og fóru
að hæðast að Greg. Sögðu þeir
hann bæði feitan og ljótan og mun-
aði minnstu að til slagsmála kæmi.
Þeim Mitch og Andreu tókst að
koma í veg fyrir það og þökkuðu
sínum sæla því þau vissu að Greg
var með hnífinn á sér og líklegur
til að beita honum fyndist honum
um of að sér þrengt.
Á þriðja degi ákváðu þau Mitch og
Andrea að ekki yrði lengur komist
hjá því að hafa samband við lögregl-
una. Fóru þau þá að almenningssí-
manum þar sem þau voru handtekin.
„Feiturogljótur"
Greg Kingham var handtekinn
fljótíega eftir að sagt var til hans.
Hann játaði á sig morðið, var settur
í gæsluvarðhald og nokkru síðar
var gefin út á hendur honum
ákæra. Þá hafði honum verið kom-
ið í hendur geðlæknum og sálfræð-
ingum. Þegar hann kom fyrir rétt
sagði hann það sama og hann hafði
sagt læknunum.
„Ég er feitur, ljótur og til einskis
nýtur. Enginn vildi neitt með mig
hafa. Ekki einu sinni foreldrar
mínir. Ég varð því að sanna fyrir
sjálfum sér að ég væri maður með
mönnum."
Nú er Greg í öryggisgæslu á geð-
veikrahæli. Hvort læknum tekst aö
hjálpa honum þannig að hann geti
orðið nýtur samfélagsþegn er óvíst.
Það eina sem hægt er að segja með
nokkurri vissu er að fái hann
nokkru sinni frelsið aftur verður
það ekki fyrr en eftir mörg ár.
i