Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Afmæli Soffía M. Þorgrímsdóttir Soffia Margrét Þorgrímsdóttir kennari, Álfaskeiði 86, Hafnarfirði, verður sextug á morgun. Fjölskylda Soffía er fædd að Grenjaðarstað í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp þar og á Staðastað á Snæ- fellsnesi. Hún var kennari við Víg- hólaskóla í Kópavogi 1966-70, í Ól- afsvík 1970-82 og við Víðistaðaskóla i Hafnarflrði frá þeim tíma. Soffla giftist 7.7.1956 Þráni Þor- valdssyni, f. 2.7.1934, múrara og byggingaeftirlitsmanni mennta- málaráðuneytisins. Foreldrar hans: Þorvaldur Þórarinsson, látinn, bankamaður, og Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir, fyrrverandi húsmæðra- kennari, búsett í Reykjavík. Börn Sofflu og Þráins: Áslaug, f. 29.6.1957, húsmóðir og nemi, maki Hilmar Gunnarsson múrari, þau eru búsett í Garðabæ og eiga þrjú börn; Þorgrímur, f. 8.1.1959, rithöf- undur og blaðamaður, maki Ragn- hildur Eiríksdóttir nemi, þau eru búsett í Reykjavík og eiga eitt barn; Þorgerður, f. 20.31961, hjúkrunar- fræðingur, maki Gunnar B. Gunn- arsson, læknir en nú viö framhalds- nám, þau eru búsett í Boston í Bandaríkjunum og eiga eitt bam; Hermann, f. 20.7.1968, hagfræðing- ur, maki Björk Gunnarsdóttir hag- fræðingur, þau eru búsett í Reykja- vík. Fósturbarn Soffíu og Þráins: Bryndís, f. 10.1.1956, kennari, maki Einar Svan Gíslason útgerðartækn- ir, þau eru búsett á Sauðárkróki og eigaflögurböm. Systkini Soffíu: Ásdís, fyrrverandi kennari, búsett á Akranesi; Guð- mundur, kennari á Akranesi; Ragn- heiður, látin, kennari. Fósturbróðir Soffíu; Heiðar Jónsson snyrtir. Foreldrar Sofflu: Þorgrímur Víd- alín Sigurðsson, f. 19.11.1905, d. 10.7. 1983, prestur, og Áslaug Guðmunds- dóttir, f. 25.7.1908, d. 27.8.1987, prestsfrú, þau bjuggu á Staðastað á Snæfellsnesi. Soffía verður að heiman. Soffía Margrét Þorgrimsdóttir. Til hamingju með afmælið 24. október ............ bensínaf- 90 ára Gyða Árnadóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavik. 85 ára Stefanía Hefga Siguróardóttir, Goðabyggð 6, Akureyri. 80 ára Elisabet Selroa Karisdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. 75ára grciðslumaöur, SunnubrautS, Búðardal. Konahanser MartaÞor- steinsdóttir. Þauveröaað heiman. __________ Hefga Karlsdóttir, Rauðagerði 60, Reykjavík. Runólfur Runólfsson bóndi, Fljóts- dal, Fljótshlíð- arhreppi. Konahanser MargrétRun- ólfsdóttir. Jónína Elíasdóttir, --------------- Boðahlein 16, Garðabæ. 50ára 70 ára ÓiiStefánsson, Merki, Jökuldalshreppi. Hanneraðheiman. Kristjana Steingrírosdóttir, Hringbraut 89, Reykjavik. Ingi Guðjónsson, Neðri-Þverá, Fljótshlíðarhreppi. 60 ára Sigrún Halldórsdóttir, Reykhúsum 4d, Eyjaflarðarsveit. Svavar H. Aðalsteinsson, Flögu, Skriðuhreppi. FinnbogiF. Amdal, Öldugötu 16, Hafitarfirði. Hulda Sigurðardóttir, Fjóluhvammi lO.Hafnarfirði Jón Baldvinsson, Dæh, Staöarhreppi. Kristirro Friðþjófsson, Urðargötu 15, Patreksfirði. Guðbrandur Þórðarson Kristjana Sigurðardóttir, Holtagerðí 68, Kópavogi. Birna Halldórsdóttir, Grundarhúsum 26, Reykjavfk. Marinó Þ. Jónsson, Sörlaskjóli 9, Reykjavík. Jóna Garðarsdóttir, Böggvisbraut 19, Dalvík. 40ára Elínborg Sigurðardóttir, Jöklaseli 13, Reykjavík. Eiður Þórarinsson, Suðurhvammi 13, Hafnarfirði. Hrafnhildur Kjartansdóttir, Ljósalandi 24, Reykjavík. Einar Bridde, Dalatanga 8, Mosfellsbæ. Rakel Guðný Pálsdóttir, Grenigrund 10, Kópavogi. Sveinn H. Aðalsteinsson Sveinn Heiðberg Aðalsteinsson, bif- reiðastjóri á Bæjarleiðum hf., Torfufelli 29, Reykjavík, verður sex- tugur á morgun. Starfsferil Sveinn er fæddur í Flögu í Hörg- árdal í Eyjafirði og ólst upp í Hörg- árdal. Hann lauk námi frá Búnaðar- skólanum á Hólum í Hjaltadal 1951. Sveinn lagði stund á húsasmíði 1983-87. Sveinn vann við búskap í Flögu til 1960 en flutti þátíl Reykjavíkur. Hann starfaði hjá íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli til 1962, við bílamálun hjá Agh Vil- hjálmssyni hf. 1962-63 en hóf þá akstur leigubifreiða hjá Bifreiðastöð Steindórs. Sveinn starfar nú sem bifreiðastjóri hjá Bæjarleiðum hf. Sveinn sat í stjórn Samvinnufé- lagsins Hreyfils sf. um sex ára skeið, fyrst í varastj órn en síðar aðal- stjórn. Fjölskylda Sveinn kvæntist 7.9.1964 Guð- björgu Fanneyju Guðlaugsdóttur, f. 26.11.1943, húsfreyju. Foreldrar hennar: Guðlaugur S. Annesson og GuðbjörgK. Guðbrandsdóttir. Þau eru bæði látin. Þau bjuggu í Veiði- leysu í Árneshreppi í Strandasýslu og síðar á Kambi í sömu sveit. Börn Sveins og Guðbjargar Fann- eyjar: Aðalsteinn Guðlaugur, f. 17.3. 1963, búsettur í foreldrahúsum; Hreinn Smári, f. 13.3.1964, búsettur í foreldrahúsum; Lilja Rós, f. 27.7. 1973, dvelur nú sem au-pair í Banda- ríkjunum. Foreldrar Sveins voru Aðalsteinn Guðmundsson, f. 2.9.1896, d. 1977, Sveinn Heiðberg Aðalsteinsson. bóndi, og Sigurlaug Zóphaníasar- dóttir, f. 24.5.1896, d. 1986, hús- freyja. Þau bjuggu í Flögu 1927-70. Sveinn verður að heiman. Halldóra Ingibjömsdóttir Hahdóra Ingibjörnsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Gerðaskóla í Garði, til heimihs að Flankastöðum í Sand- gerði, verður sjötug á morgun. Starfsferill Hahdóra fæddist á Flankastöðum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Flensborgarskóla 1937-39, lauk kennaraprófi frá KÍ1944, stundaði handavinnukennaranámskeið við August Abrahamssons stiftelse í , NáásíSvíþjóðl947oghefursótt nokkur sumamámskeið, einkum í íslensku og dönsku, hér heima og erlendis. Hahdóra hefur verið kennari við Gerðaskólafrá 1944 og var skóla- stjóri þar 1971-72 og 1975-76. Hún er nú aðstoðarskólastjóri þar. Hahdóra var gæslumaður bama- stúkunnar Sólrúnar 1945-50, hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjómar- störfum fyrir kvenfélagið Hvöt í Sandgerði frá 1951. Hún er einn af stofnendum Málfreyjufélags íslands ITC, einn af stofnendum Sóroptim- istaklúbbs Suðurnesja, hefur verið kennarafulltrúi i fræðsluráði Reykjaneskjördæmis og gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Kennara- félag Reykjaness, hefur setið í stjórn Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu og setið tvö ár í vara- stjórn Kvenfélagasambands ís- lands. Fjölskylda Systkini Halldóru eru Sigríður, f. 17.6.1926, aðstoðarskólastjóri í Njarðvík, og Ólafur, f. 1.6.1928, lækniríReykjavík. Foreldrar Halldóru voru Ingibjörn Þórarinn Jónsson, f. 24.4.1895, d. 22.6.1973, bóndi að Flankastöðum, og kona hans, Guörún Ingveldur Halldóra Ingibjörnsdóttir. Ólafsdóttir, f. 25.5.1898, d. 30.4.1962, húsfreyja. Hahdóra verður stödd í samkomu- húsinu í Gerðum í Garði á afmæhs- daginn milh kl. 15.00 og 18.00. Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingar- fulltrúi Skagafjarðarsýslu, á skrif- stofu sinni í Stjórnsýsluhúsinu. Ólafur Arnbjörnsson kennari t.v. á tali við Kristbjörnu Guðbrandsdóttur og Magnús Sigurjónsson. DV-myndir Örn Þórarinsson Stjómsýsluhús á Sauðárkróki Stjómsýsluhúsið á Sauðárkróki var tekið í notkun 15. október og þá opnaði Byggðastofnun útibú á Sauðárkróki sem þjónar Norður- landi vestra. Húsið er í eigu 3ja aðha; Héraðsnefndar Skagfirðinga, Byggðastofnunar og Sauðárkróks- bæjar. Það er á 2 hæðum, 900 m2. Heildarkostnaður við kaup og end- urbætur er 114 millj. kr. í tilefni opnunar efndu eigendur til veislu og þar mætti talsverður hópur boðsgesta. Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.