Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
15
Hinir fjölmörgu fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins mættu vel íhuga, hvort stjórnarstefnan í ríkisfjármálum samrýmist sjálfstæðistefnunni,
DV-mynd Brynjar Gauti
'i J
: ■ j
Fjárlögin:
íslandsmetin falla enn
Sannleikurinn um íjárlagafrum-
varpið nýja er, að íslandsmetin
falla enn. Ofangreind er fyrirsögn
í umfjöllun vikuritsins Vísbending-
ar um fjárlagafrumvarp ríkis-
stjómarinnar. Þetta er verðmætt
rit, sem nýtur viðurkenningar
hvarvetna og enginn mun saka um
aesifréttamennsku eða vinstri vUlu.
Þetta ættu landsmenn að athuga.
Væri ekki tímabært að snúa þess-
ari þróun við? Fjármálaráðherra
er á hinn bóginn á sömu buxunum
og fyrirrennari hans, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, sem reyndi með
hvers kyns brellum að fela, þegar
hann margsló skattametin. Friðrik
sló síðan skattametið á fyrsta ári
ríkisstjómar sinnar.
Draumar
um flokksblöð
Sumum þætti betra að hafa algert
kerfi flokksblaða eins og var. Þær
skoðanir hafa heyrzt að undan-
fomu. Þá gat víst verið fjör. Sam-
kvæmt því mundu blöð stjómar-
flokka ljúga til um fjárlagafrum-
varp og segja, að verið sé að lækka
skatta, þetta sé góð stjórn og allt í
lagi. Blöð flokka í stjómarandstöðu
mundu ljúga á hinn bóginn, marg-
falda ávirðingar ríkisstjórnarinnar
í skatta- og fjármálum og segja, að
allt sé að fara til fjandans. Við á
DV reynum okkar bezta til að segja
lesendum sannleikann um það,
hver staðan er í reyndinni. Við
höfum bent á, að samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu gæti á næsta ári
orðið meiri halli á fjárlögum en
nokkum tíma fyrr. Það stefnir í
slikan halla samkvæmt líkinda-
reikningi, byggðum á reynslu síð-
ustu ára, eins og nánar verður vik-
ið að. Þessu fylgir auðvitað skulda-
söfnun ríkisins, útþensla á lána-
markaði og háir vextir. Viö höfum
birt fréttir og skýringargröf um
það, hvert skatta- og tekjuhlutfallið
sé milli ára, þegar það er borið sam-
an við framleiðslu í landinu,
„landsframleiðslu". Við höfum birt
stærðimar með svonefndum „sér-
tekjum" og einnig án þessara sér-
tekna og borið saman milli ára.
Hækkun skatta
einstaklinga
Viö bendum því á, að þrátt fyrir
fógur fyrirheit hefur sitjandi stjórn
ekki bætt stöðuna í ríkisfjármálun-
um. Sjálfstæðismenn gagnrýndu
fyrrverandi ríkistjórn hástöfum, og
það réttilega, fyrir að auka skatta-
byrðina á landsmenn. Sjálfstæðis-
menn lofuðu að hækka ekki skatta.
Landsmenn vita, að ekki var staðið
við þau loforð. Landsmenn vita, að
skattbyrði vinstri stjómarinnar
var haldið áfram og jafnvel met
slegið í skattlagningu. Landsmenn
ættu nú að vita, að verið er aö
hækka skatta á einstaklinga sam-
kvæmt nýjasta fjárlagafrumvarp-
inu. Þaö gengur ekki, að blekkingar
landsfeðranna megi sín meira en
sannleikurinn.
Meiri halli en fyrr
í splunkunýju „fréttabréfi um
verðbréfaviðskipti", sem gefið er
út af „verðbréfaviðskiptum Sam-
vinnubankans" (nú Landsbank-
inn) segir, að markmið fjárlaga-
fmmvarpsins sé, að hallinn verði
9,8 milljarðar króna á næsta ári,
sem séu 2,5 prósent af landsfram-
leiðslunni. „Þetta er meiri halli en
sést hefur á fjárlögum í að minnsta
kosti tíu ár,“ segir þar. Á hinn bóg-
inn hafi raunveruleg niðurstaða
eftir árið stundum sýnt meiri halla
en nú sé stefnt að, enda hafi afkoma
ríkissjóðs oftast verið töluvert lak-
ari en fjárlög eða fiárlagafmmvörp
gerðu ráð fyrir. Reynslan sýnir, að
hallinn á ríkissjóði hefur hneigzt
til að aukast.
Aðeins ein
undantekning
Hallinn í ár verður um tvöfalt
meiri en gert var ráð fyrir í fiárlög-
um fyrir árið í ár. Frá árinu 1985
hefur raunveruleg afkoma ríkis-
sjóðs aðeins einu sinni verið betri
en fiárlög gerðu ráð fyrir. Þetta var
árið 1987. Öll hin árin varð raun-
verulegur- halli meiri en fiárlög
gerðu ráð fyrir. Þannig hefði fiár-
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
lagahallinn átt að vera að meðal-
tali 0,7 prósent af landsframleiðslu
á árunum 1985-1993 en varð 2,2
prósent í reynd. Hallinn á tímabil-
inu í heild hefur því að jafnaði
reynzt ríflega tvöfalt meiri en
áformað var. Munurinn á fiárlaga-
halla og raunverulegum niðurstöð-
um samsvarar að meðaltali 1,4 pró-
sentum af landsframleiðslu eða um
5,5 milljörðum króna. Síðan segir:
„Sé sagan einhver vísbending um,
hver halh ríkissjóðs verður á næsta
ári, liggur beint við að áætla, að
hann verði að minnsta kosti 15
milljarðar króna.“
í fréttabréfinu segir, að tíu millj-
arða halli á ríkissjóði á næsta ári
geti talizt „innan ásættanlegra
marka“. Það er mjög umdeilt, hvort
slíkt mat sé rétt í ljósi skuldastöð-
unnar. „Hins vegar er ekki nóg, aö
þetta hallamarkmið birtist í fiár-
lagafrumvarpinu og í framhaldi í
fiárlögum, ef raunveruleg niður-
staða verður miklu verri eins og
oftast áður á undanfómum ámm.
Koma verður í veg fyrir, að sú saga
endurtaki sig einn ganginn enn,“
segir þar.
Stefnir í 20
milljarðahalla
Vísbending segir í forsíðugrein
sinni „íslandsmetin falla enn“, aö
samkvæmt frumvarpinu muni
skattaálögur á almenning aukast á
næsta ári en álögur á fyrirtæki
minnka. Ýmsar skattabreytingar,
sem samþykktar voru á alþingi síð-
astliðinn vetur munu koma að fullu
til framkvæmda á næsta ári.
Álagning virðisaukaskatts á hita-
veitur, afnotagjöld, blöð og tímarit
mun skila sér að fullu á næsta ári.
Einnig er ráðgert að leggja 14 pró-
senta virðisaukaskatt á ferðaþjón-
ustu. Hátekjuskattur kom til fram-
kvæmda í ár, og auk þess er áætlað
að skerða vaxtabætur um 400 millj-
ónir króna á næsta ári.
Ríkisstjórnin gaf í tengslum við
kjarasamninga í vor loforð um
lækkun virðisaukaskatts á mat-
væli úr 24,5 prósentum í 14 pró-
sent. Á móti er gert ráð fyrir að
leggja sérstakt 0,5 prósenta at-
vinnutryggingagjald á launþega og
hækka tryggingagjald atvinnurek-
enda um 0,35 prósent. Vísbending
segir: „Miðað við þær forsendur,
sem að ofan eru raktar, munu
tekju- og eignarskattar einstakl-
inga því aukast samanlagt um 1,4
milljarða að raunvirði á næsta ári.
Á sama tíma er áætlað, að kaup-
máttur ráðstöfunartekna heimila
minnki um 4 prósent samkvæmt
þjóöhagsspá, sem lögð var fram
með frumvarpinu."
Stigið á
bensíngjöfina
„Fiárlagafrumvarpið er lagt fram
með óvenju miklum halla og stefnir
í íslandsmet, ef fiárlög verða af-
greidd með sömu niðurstöðu," seg-
ir Vísbending. „í ár stefnir í að af-
koma ríkissjóðs verði nærri því
tvöfalt verri en áætlað var á fiár-
lögum. Miðað við þá reynslu gæti
hallinn slagað hátt í 20 milljarða
króna á næsta ári.“
„Það er vel þekkt staðreynd í
vestrænum lýðræðisríkjum, aö
stjómvöld hafa tilhneigingu til að
stunda aðhaldssama stefnu í rík-
isfiármálum á fyrri hluta kjörtíma-
bils en „stíga á bensíngjöfina" á
seinni hlutanum. Nú er stigið vel á
seinni hluta kjörtímabils þessarar
ríkisstjórnar og ríkir því enn meiri
óvissa en ella um hver raunveruleg
þróun ríkisfiármálanna verður á
komandi ári.“
DV hefur skýrt frá því, að „ríkis-
sjóður eykur sinn hlut af þjóðar-
kökunni" á næsta ári samanborið
við áriö í ár. Að teknu tilliti til sér-
tekna aukast tekjur ríkissjóðs.
Hlutur ríkissjóðs af þjóðarkökunni
eykst um tæplega hálft prósentu-
stig. Deilt er um, hvort svokallaðar
sértekjur séu „skattar". Ekki fer á
milli mála, að það er þynging á
skattbyrði landsmanna, þegar sér-
tekjur - þjónustugjöld - eru auknar
eins og núverandi ríkisstjórn hefur
gert. Varla blandast mönnum hug-
ur um að það er aukin skattlagn-
ing, þegar á að taka greiðslur fyrir
„heilsukort".
Skattametið stendur
Skattar án sérekna aukast á
næsta ári úr 24,3 í 24,5 prósent af
landsframleiðslu og með sértekjum
er aukning úr 26,0 í 26,2 prósent af
landsframleiðslu. Heildartekjur
ríkisins aukast úr 27,7 prósentum
í 28,1 prósent af landsframleiðslu.
Eðlilegast er að bera skattana og
tekjurnar saman við landsfram-
leiðslu hverju sinni.
Skattametið frá upphafi setu nú-
verandi ríkisstjómar stendur þó
enn.
Hverjar eru afleiðingar halla-
rekstrarins? Skuldasöfnun. „Er-
lendar skuldir þjóðarinnar eru
óneitanlega afar miklar. Þess
vegna er mjög mikilvægt að stöðva
skuldasöfnunina," sagði Þórður
Friðjónsson, forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunar, í viðtali við DV.
Skuldir þjóðarinnar eru á viður-
kenndum hættumörkum. Kannan-
ir sýna, að stór hluti íslenzku þjóð-
arinnar óttast beinlínis „þjóðar-
gjaldþrot".
Haukur Helgason