Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Marklausir landsfundir
Hundruð manna sækja aðalfundi stjórnmálaflokka og
láta sér sæmilega líka, þótt slíkir fundir séu hættir að
skipta nokkru máli í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar. Sú
umræða hefur að mestu flutzt á síður DV og Morgun-
blaðsins og að nokkru í samtök og stofnanir úti í bæ.
Áratugum saman hefur verið feiknarleg umræða á
opinberum vettvangi um landbúnað. Hún hefur fundið
sér farveg utan stjórnmálaflokka og smám saman leitt
til nokkurn veginn sömu niðurstöðu flestra þeirra, sem
ekki eru beinlínis að tala í umboði sérhagsmuna.
í hálfan annan áratug hefur einnig verið svipuð um-
ræða á opinberum vettvangi um sjávarútveg. Hún hefur
líka fundið sér farveg utan flokkakerfisins og leitt til
nokkurn veginn samhljóða niðurstöðu flestra þeirra, sem
ekki eru beinlínis að tala í umboði sérhagsmuna.
Þess sér engin merki á stjómmálaflokki á borð við
Sjálfstæðisflokkinn, að þar viti menn um þessa umræðu
og niðurstöður hennar. Og enn síður sér þess merki, að
sá flokkur eða nokkur annar hyggist taka mark á niður-
stöðum þessarar stjórnmálaumræðu eða annarrar.
Menn geta treyst því, að Sjálfstæðisflokkurinn muni
áfram, eins og aðrir flokkar, jafnan standa með sérhags-
munum gegn almannahagsmunum, einkum gegn skatt-
greiðendum og neytendum. Raunar stendur sá flokkur
fremst í ofbeldi ríkisins gegn almannahagsmunum.
Menn geta treyst því, að innihald Sjálfstæðisflokksins
verði áfram eins og annarra flokka. Þetta em allt saman
tæki til að koma atvinnumönnum stjómmála í stöður
og stóla. Það er vel við hæfi, að fjárreiður flokkanna em
eitt bezt varðveitta leyndarmáhð í íslenzkum nútíma.
Skoðanakannanir sýna, að kjósendur eru famir að
átta sig á þessum staðreyndum og forðast flokkana í
auknum mæh. Einkum hafa þeir orðið fyrir vonbrigðum
með Sjálfstæðisflokkinn, enda hefur hann haft gott tæki-
færi th að sýna áhugamál sín í landsstjórninni.
Breytingar á þessu ástandi koma ekki frá fuhtrúum á
landsfundum og öðrum aðalfundum stjórnmálaflokka.
Þar mætir fólk ekki til að taka þátt í stjómmálaumræðu
og niðurstöðum slíkrar umræðu. Það er þvert á móti
mætt til að fylkja hði um flokk og flokkseigendur.
Flestir gera þetta sjálfvirkt, af því að þeir em mættir
í sínum klúbbi, sumir fæddir þar. Þeir virða verkaskipt-
ingu, þar sem sumir em settir til að hugsa, aðrir til að
stjóma, en flestir til að rétta upp hendi. Þeir hafa daufar
eða engar skoðanir á raunverulegum stjómmálum.
Sumir fuhtrúa ætla sér einhvem hlut af kökunni, sem
flokkurinn aflar sínum mönnum. Þetta em hinir frama-
gjömu, sem komast í nefndir og hafa von um for-
mennsku í nefnd. í hhhngum birtist framboð í byggða-
kosningum og jafnvel sæti á hsta í alþingiskosningum.
Stjómmálaflokkar og aðalfundir þeirra em líka vett-
vangur framapotara, sem ætla smám saman að klifra th
valda og íjár á baki handauppréttingamanna flokksins.
Hvorki framapotarar né handauppréttingamenn aðal-
funda hafa nokkuð th málanna að leggja í stjómmálum.
í nokkur hundmð manna hópi er svo eitthvað um
sérvitringa, sem halda uppi því, sem sumir kaha málefna-
lega þverbresti í stjómmálaflokkum. Sameiginlegt með
þessum sérvitringum er, að þeir em hver fyrir sig og
sameiginlega gersamlega áhrifalausir í sínum flokki.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur að þessu sinni
verið enn ein staðfesting þeirrar skhgreiningar á stjórn-
málaflokkum og aðalfundum þeirra, sem hér hefur birzt.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Benazir Bhutto
rís úr öskustó
Fyrir þrem árum var Benazir
Bhutto, fyrsta konan til aö fara með
stjórnarforustu hjá íslamskri þjóð,
hrakin úr forsætisráðherraemb-
ætti Pakistans með forsetaúr-
skurði. Gaf Ghulam Ishaq Khan
forseti henni og stjórn hennar að
sök vanhæfni, fjármálaspillingu og
fleiri ávirðingar. Eftir kosningar
fyrir hálfum mánuði er Bhutto sest
í sæti forsætisráðherra á ný og nú
við mun sterkari stjórnmálaað-
stöðu en fyrra sinnið.
Bhutto stýrir Alþýðuflokki Pa-
kistans sem faðir hennar, Ali,
leiddi til valda fyrir tveim áratug-
um, á einu af millibilsskeiðum milli
hernaðareinræðis sem ríkt hefur
hálfa 46 ára tilveru Pakistans.
Hershöfðinginn Zia ul-Haq steypti
Ali Bhutto af stóli og lét hengja
hann.
Eftir að einveldi Zia lauk í flug-
vélarsprengingu, sem aldrei hefur
verið skýrð, tók Benazir upp merki
föður síns, sigraði í kosningum en
varð að lúta í lægra haldi fyrir refj-
um Nawas Sharifs, foringja Mú-
slímabandalagsins, sem fékk í lið
með sér forsetann og forustu hers-
ins.
Brátt kom þó upp fullur íjand-
skapur milli forsetans og forsætis-
ráðherrans nýja, sem leiddi í
stjórnarfarslegar ógöngur samfara
fjárhagsöngþveiti og magnaðri
þjóðfélagsspillingu, og eru þó Pa-
kistanir ýmsu vanir í þeim efnum.
Að tilstilli herstjórnarinnar urðu
forsetinn, Sharif og Bhutto sam-
mála um að leita til utanaðkomandi
aðila og fela honum forsetavald og
framkvæmdavald fram yfir nýjar
kosningar.
Fyrir valinu varð Moeen Qures-
hi, sem um skeið var næstráðandi
í Alþjóðbankanum en var staddur
í Singapore í júlí í sumar í kaup-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
sýsluerindum þegar hringt var til
hans frá Islamabad og hann beðinn
að taka við stjórn Pakistans.
Þá þrjá mánuði sem síðan eru
liðnir hefur Qureshi komið meiru
í verk en nokkurn hafði órað fyrir.
Fram hafa farið kosningar, að
kunnugustu manna dómi þær
frjálslegustu og heiðarlegustu í
sögu Pakistans.
Þar að auki hefur veriö ráðist
gegn margs konar þjóðfélagsmein-
um sem fengið hafa að grafa um
sig afskiptalaust til þessa. Qureshi
birti skrá um tugi stjórnmála-
manna sem fengið hafa stórlán hjá
ríkisbankanum án þess að þurfa
að standa skil á þeim. Önnur skrá
sýnir hvernig fyrri forsætisráð-
herrar hafa gefið ættingjum sínum,
kunningjum, fréttamönnum og
áhangendum ríkislendur í stórum
stíl.
Skattur hefur í fyrsta skipti veriö
lagður í stórjarðeigendur, gjöld
heimt af þjónustufyrirtækjum í
einokunaraðstöðu og gengið lækk-
að. Síðast en ekki síst hefur verið
skorin upp herör gegn fíkniefna-
bröskurum, einnig meðal herfor-
ingja og stjórnmálamanna.
Ráðstafanir Qureshi verða ekki
varanlegar fyrr en nýkjörið þing
hefur staðfest þær. Fjölskylda
Bhutto er í hópi stórjarðeigenda og
margir öflugustu stuðningsmanna
hennar eru af sömu stétt, svo að
afstaða til skattlagningar á slíkar
eignir verður prófsteinn á umbóta-
vilja stjórnar hennar.
Sakargiftir, sem á Benazir Bhutto
voru bomar þegar henni var vikið
frá völdum, runnu út í sandinn.
Alvarlegasta atlagan var gerð að
eiginmanni hennar, sem sat lengi
í varðhaldi sakaður um að hafa
skipulagt póhtískt morð, sömu sök
og Ali Bhutto var borinn á sínum
tíma. í þetta skipti féll málið niður
vegna sannanaleysis.
Nawaz Sharif reyndi um skeið að
styrkja stöðu sína með bandalagi
við flokk heittrúarmanna sem gera
vilja Pakistan að íslamsríki í hví-
vetna. í nýafstöðnum kosningum
fór flokkur þeirra hrakför. Þykir
sýnt að Pakistanir séu farnir að
fælast boðskap heittrúarmanna
eftir vitneskju um reynslu granna
sinna í íran og Afghanistan af
þeirri stefnu.
Á Pakistanþingi hefur Alþýðu-
flokkur Bhutto með nánum banda-
mönnum 96 sæti af 217 og hlaut
stuðning 122 þingmanna alls til að
mynda stjórn. Samsteypustjórnir í
Pakistan reynast einatt brothættar
en nú styrkist staða Bhutto við að
hún hefur á sínu bandi samsteypu-
stjórn í Punjab, fjölmennasta og
auðugasta fylki Pakistans, auk þess
sem flokkur hennar hefur hreinan
meirihluta í Sind, næstfjölmenn-
asta fylkinu.
Benazir Bhutto, nýkjörinn forsætisráðherra, kveður Moeen Qureshi bráðabirgðaforsætisráðherra með blóm-
um á flugvelli Islamabad við heimför hans til Bandaríkjanna. Símamynd Reuter
Skoðanir anrnrra
Þrýstum á íran
„Tilræðiö við bókaútgefandann William Nygaard
hefur minnt okkur eftirminnilega á viöurstyggilegan
dauðadóm yfir öflum þeim sem hafa komið nálægt
útgáfu bókar Salmans Rushdies, Söngva satans. Víða
í lýðræðisríkjunum hafa samtök sem hafa það hlut-
verk aö veija málfrelsið borið fram hörð mótmæli.
Það á einnig við um samtök norskra útgefenda sem
fara fram á það við stjómvöld aö þau beiti áhrifum
sínum til að auka þrýstinginn á írönsk stjómvöld á
alþjóðavettvangi.“
Úr forystugrein Dagbladet 19. október.
Friðarnóbel á réttan stað
„Þaö þarf tvo til aö semja um frið. Þess vepia
er það alveg rökrétt að friðarverðlaun Nóbels í ár
fari til tveggja manna. Og engir eiga þau fremur
skilið en Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðs-
ins, og Fredrik de Klerk, forseti Suður-Afríku. Þeir
hafa unnið að því í sameiningu að binda enda á kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnuna og færa Suður-Afríku í átt
til lýðræðislegra stjórnarhátta.“
Úr forystugrein Politiken 16. október.
Dulbúið einveldi
„Það er undir Evrópubandalagslöndunum tólf
komið að vinna að því að helsti homsteinn Maas-
tricht-sáttmálans, sameiginiegt myntkerfi banda-
lagsríkjanna, verði ekki að þýsku gjaldmiðflseinveldi
í dularklæðum. Ef menn í Evrópu framtíðarinnar
eiga ekki eftir að horfa með angurværð aftur til þess
tíma þegar múrar, gaddavír og jarðsprengjusvæði
tryggðu að þýsku ríkin væru tvö.“
Úr forystugrein BT 18. október.
+
I