Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Skák
DV
Interpolis-mótið í Tilburg:
Tekst Karpov að bæta ráð sitt?
Karpov og Timman eru báðir meðal keppenda á útsláttarmótinu í Tilburg. í
2. umferð vann Karpov Romanishin og Timman lagði Margeir Pétursson.
Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson
og Margeir Pétursson eru báðir úr
leik á Interpolis-skákmótinu, sem nú
stendur yfir í Tilburg í Hollandi. Þeir
unnu andstæðinga sína í 1. umferð,
Jóhann vann Georgadze og Margeir
vann Pinter. í 2. umferð tapaði Mar-
geir hins vegar fyrir Timman en Jó-
hann fyrir Malanjúk, eftir bráðabana
með styttum umhugsunartíma.
Margir snjöllustu skákmenn heims
eru meðal keppenda í Tilburg, þó
hvorki Kasparov né Short, sem hafa
misst stigin sín eftir ósættið við
FIDE. Karpov, nýkrýndur „heims-
meistari" teflir nú í fyrsta sinn eftir
einvígið við Timman. Hann er þó
ekki óhultur frekar en aðrir. Á mót-
inu í fyrra sló Tjemín hann út eftir
mikinn darraðardans í bráðabana.
Nú hefur hann sigur gegn Romanish-
in í veganesti í 3. umferð. Karpov
teflir yfirleitt vel í Tilburg og ætlar
eflaust að gera betur nú en í fyrra.
Mót með útsláttarfyrirkomulagi
eru að verða algeng. I Tilburg eru
tefldar tvær kappskákir í umferð.
Standi þá jafnt eru tefldar tvær skák-
ir með 20 mínútna umhugsunartíma
og náist enn ekki úrsht er tíminn
styttur enn frekar. Gömlu, jafnteflis-
vélarnar" komast ekki langt því að
fyrr eða síðar verða þær að taka af
skarið. Svunn HeUers sló t.a.m. Ung-
verjann Ribli út, strax í 1. umferð.
Fleiri kunnir kappar hafa þurft að
taka pokann sinn. Gelfand, sem tefldi
til úrslita gegn Adams í fyrra, tapaði
fyrir Dreev. Vaganjan sló Speelman
út, Dorfman Seirawan, Atahk Tukm-
akov og Epishín Polugajevskí. Þá
þurfti Kortsnoj að halda heim eftir
aö hafa tapað seinni skákinni fyrir
Beljavskí og áskorandinn Lautier
tapaði fyrir YermoUnsky - svo fátt
eitt sé nefnt. .
Aldursforseti mótsins, fyrrverandi
heimsmeistari Vassily Smyslov (72
ára) tapaði tvöfalt fyrir Álexander
Shabalov (26 ára), sem er Letti, nú
búsettur í Bandaríkjunum. Líklega
er stutt í það að Shabalov komist í
bandaríska landsliðið og auki enn á
Skák
Jón L. Árnason
rússneskukunnáttu hópsins. Shabal-
ov tefldi leikandi létt gegn meistaran-
um, einkum í fyrri skákinni, sem hér
fer á eftir.
Hvítt: Alexander Shabalov
Svart: Vassily Smyslov
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxc4
Gamla, góða Rubinstein-afbrigðið,
sem nýtur nú aftur vinsælda en síð-
ustu áratugina hefur það þótt Utt
spennandi.
4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. RxfB RxfB
7. Bg5 Be7
Svartur reynir gjarnan að losa um
stööu sína með - c7-c5 við fyrsta tæki-
færi. Þessi leikur er mögulegur strax
en eftir 7. - c5 8. Bb5 + Bd7 9. Bxd7 +
Dxd7 10. De2 cxd4 (10. - Be7!? er trú-
lega betra) 11.0-0-0 á hvítur von um
frumkvæði.
8. Bc4 h6 9. Bh4 c5 10. De2!?
Eftir 10. dxc5 Da5+ 11. c3 Dxc5 12.
De2 0-0 13. 0-0 b6 14. Hadl Bb7 15.
Re5 Had8 16. Bxf'6 Bxf6 17. Rd7 Hxd7
var samið um jafntefli í skák Ivant-
sjúks og Speelmans í stórveldaslag
VISA í Reykjavík 1990, enda staðan
hnifjöfn eftir 18. Hxd7 Dc6 19. Hxb7
Dxb7 o.s.frv.
10. -Da5+ 11. c3 a6?
Vandræði svarts í framhaldi tafls-
ins má rekja til þessa leiks. Betra er
11. - cxd4 og ef 12. Rxd4 0-0 13. 0-0
er 13. - Dh5! snjallræöi en þannig
jafnaði Kortsnoj taflið gegn Short á
milhsvæðamótinu í Manila 1990
(hvíti biskupinn var raunar á d3).
12. d5!
E.t.v. hefur Smyslov tahð þennan
leik ómögulegan vegna svarsins 12. -
b5 en síðan séð að 13. dxe6! bxc4 14.
exf7+ Kf8 (14. - Kxf7 15. Re5+ Ke8
16. BxfB leiðir til vinnings) 15. Re5
gefur honum alvarleg áhyggjuefni -
15. - Bf5 16. Bxffi BxfB 17. Df3 gengur
t.d. ekki. Slæmt er einnig 12. - exd5
13. BxfB gxfB 14. Bxd5. Hann verður
því að grípa tíl annarra úrræða.
12. - Rxd5!? 13. Bxd5 Bxh4 14. Rxh4
Dd8
Tvöfalt uppnám en Shabalov sér
við skemmtilegri hugmynd heims-
meistarans fyrrverandi.
15. Rf5! Dxd5 16. Rxg7+ Ke7
Ekki 16. - Kf8 17. Rh5 Dxg2? 18.
0-0-0 Ke7 19. h4! og hótunin 20. De5
ræður úrsUtum.
17. f4!
Hyggst hrekja drottninguna úr
sterkri stööu sinni á 5. reitaröðinni
og að auki gæti f-peðið höggvið frek-
ara skarð í svörtu kóngsstöðuna. Ef
nú 17. - Hg8 18. Hdl Dxa2 19. RÍ5 +
KfB 20. De5 + Kg6 21. Re7 + og vinnur.
17. - Hd8 18. 0-0 Bd7 19. Hadl Bb5 20.
Dg4 Bd3
Smyslov hefur tekist að virkja
biskupinn og tengja saman hrókana
en kóngsstaðan er ekki burðug.
21. f5!
Hótar 22. f6+ Kd7 (22. - KfB 23.
Rxe6+) 23. Hxd3 Dxd3 24. Hdl og
vinnur.
21. - c4 22. fxe6 fxe6
23. Rxe6! Hg8
Ef 23. - Dxe6 24. Hfel og vinnur
drottninguna.
24. Dh4 + ! Kxe6 25. Hdel+ Kd7 26.
De7+ Kc8
Eða 26. - Kc6 27. Hf6+ Kb5 28. Db4
mát.
27. Hf8 + HxfS 28. DxfS + Kc7 29. Dxa8
- Og Smyslov gafst upp.
Jósep fjórði
. Meistaramóti Hellis lauk í Gerðu-
bergi sl. mánudag. Tefldar voru at-
skákir. Sigurvegari varð Þröstur
ÞórhaUsson, sem hlaut 6,5 v. af 7
mögulegum. Andri Áss Grétarsson
varð í 2. sæti með 6 v., Haukur Ang-
antýsson hafnaði í 3. sæti með 4,5 v.
og fjóröa sæti deildu Jósep VU-
hjálmsson, Sveinn Kristinsson og
Gunnar Öm Haraldsson sem fengu
4 v.
VERÐLÆKKUN
Verð frá
kr. 23.785.*
3. des., kr. 27.755.
2. des., kr. 32.350.
3. des., kr. 36.995.
Grand Hotel Krasnapolski
2 nætur, brottför 26. nóv. og
3 nætur, brottför 25. nóv. og
4 nætur, brottför 26. nóv. og
Hotel Citadel
2 nætur, brottför 26. nóv. og 3. des., kr. 23.785.
3 nætur, brottför 25. nóv. og 2. des., kr. 26.895.
4 nætur, brottför 26. nóv. og 3. des., kr. 30.005.
ÁRAMÓT í AMSTERDAM
30. des. til 2. jan.
Gisting á Grand Hotel Krasnapolski
sem er á besta stað i borginni.
Verð i tvibýli kr. 41.455.
Innifalið: Flug, gisting morgunverður, flugvallask. og
glæsilegur 5 rétta hátíðarkvöldverður með tilheyrandi
drykkjarföngum á gamlárskvöld. Hljómsveit, skemmti-
atriði, dans. Allar nánari uppl. á skrifstofunni.
Pantaðu fyrir 10. des. '93.
^SRKE REIZEN
Pakkaferðir til Spánar, Portúgal, Madeira, Kýpur, Tyrk-
lands. Flogið um Amsterdam.
Hagstætt verð - fáðu upplýsingar og bækling hjá okkur.
‘ Staðgrverð á mann í tvibýli. Innif. flug,
gisting, morgunv. og flugvsk. I Glasgow er islensk fararstj.
Morgunv. er ekki innifalinn I Bandarikjunum.
GLASGOW
Verð frá kr. 23.790.*
Glasgow
Hospitality Inn
4 nætur, brottför 23. nóv. og 30. nóv.,
kr. 24.890.
Central Hotel
4 nætur, brottför 23. nóv. og 30. nóv.,
kr. 23.790.
London
Clifton Ford
2 nætur, kr. 30.810.
3 nætur, kr. 33.510.
4 nætur, kr. 36.310.
Mount Royal
2 nætur, kr. 29.910.
3 nætur, kr. 32.510.
4 nætur, kr. 34.910.
TRIER jólamarkaður
3. des. til 7. des.,
4 nætur, verð i tvibýli kr. 30.610
Gisting á Hotel Deutscher Hof
Innif.: Flug, gisting, morgunv., flutningur til ogfrá flugvelli og flugvallask.
USA-TILBOÐ
ÓDÝRAR FERÐIR
Fort Lauderdale
7 nætur, brottför 26. nóv.
Hotel Best Western Oceanside Inn,
kr. 41.110.
Golfferð á Myrtle Beach
27. febrúar - 16 dagar - íslensk leiðsögn
Ft. Lauderdale - Orlando
Baltimore - New York
6.000 króna afsláttur á mann í allar pakka-
ferðir til Bandaríkjanna janúar og febrúar
'94. Tilboðið miðast við að ferðin sé bókuð
og staðfest fyrir 28. nóv. '93.
Við verðum með kynningu
í Perlunni laugardag og
sunnudag, 20. og 21. nóv.
0ATLAS4?
tc------
3
Hringdu í síma 621490
og fáðu nánari upplýsingar.
VISA
m
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16 - simi 62-14-90