Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Skák DV Interpolis-mótið í Tilburg: Tekst Karpov að bæta ráð sitt? Karpov og Timman eru báðir meðal keppenda á útsláttarmótinu í Tilburg. í 2. umferð vann Karpov Romanishin og Timman lagði Margeir Pétursson. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson eru báðir úr leik á Interpolis-skákmótinu, sem nú stendur yfir í Tilburg í Hollandi. Þeir unnu andstæðinga sína í 1. umferð, Jóhann vann Georgadze og Margeir vann Pinter. í 2. umferð tapaði Mar- geir hins vegar fyrir Timman en Jó- hann fyrir Malanjúk, eftir bráðabana með styttum umhugsunartíma. Margir snjöllustu skákmenn heims eru meðal keppenda í Tilburg, þó hvorki Kasparov né Short, sem hafa misst stigin sín eftir ósættið við FIDE. Karpov, nýkrýndur „heims- meistari" teflir nú í fyrsta sinn eftir einvígið við Timman. Hann er þó ekki óhultur frekar en aðrir. Á mót- inu í fyrra sló Tjemín hann út eftir mikinn darraðardans í bráðabana. Nú hefur hann sigur gegn Romanish- in í veganesti í 3. umferð. Karpov teflir yfirleitt vel í Tilburg og ætlar eflaust að gera betur nú en í fyrra. Mót með útsláttarfyrirkomulagi eru að verða algeng. I Tilburg eru tefldar tvær kappskákir í umferð. Standi þá jafnt eru tefldar tvær skák- ir með 20 mínútna umhugsunartíma og náist enn ekki úrsht er tíminn styttur enn frekar. Gömlu, jafnteflis- vélarnar" komast ekki langt því að fyrr eða síðar verða þær að taka af skarið. Svunn HeUers sló t.a.m. Ung- verjann Ribli út, strax í 1. umferð. Fleiri kunnir kappar hafa þurft að taka pokann sinn. Gelfand, sem tefldi til úrslita gegn Adams í fyrra, tapaði fyrir Dreev. Vaganjan sló Speelman út, Dorfman Seirawan, Atahk Tukm- akov og Epishín Polugajevskí. Þá þurfti Kortsnoj að halda heim eftir aö hafa tapað seinni skákinni fyrir Beljavskí og áskorandinn Lautier tapaði fyrir YermoUnsky - svo fátt eitt sé nefnt. . Aldursforseti mótsins, fyrrverandi heimsmeistari Vassily Smyslov (72 ára) tapaði tvöfalt fyrir Álexander Shabalov (26 ára), sem er Letti, nú búsettur í Bandaríkjunum. Líklega er stutt í það að Shabalov komist í bandaríska landsliðið og auki enn á Skák Jón L. Árnason rússneskukunnáttu hópsins. Shabal- ov tefldi leikandi létt gegn meistaran- um, einkum í fyrri skákinni, sem hér fer á eftir. Hvítt: Alexander Shabalov Svart: Vassily Smyslov Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxc4 Gamla, góða Rubinstein-afbrigðið, sem nýtur nú aftur vinsælda en síð- ustu áratugina hefur það þótt Utt spennandi. 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. RxfB RxfB 7. Bg5 Be7 Svartur reynir gjarnan að losa um stööu sína með - c7-c5 við fyrsta tæki- færi. Þessi leikur er mögulegur strax en eftir 7. - c5 8. Bb5 + Bd7 9. Bxd7 + Dxd7 10. De2 cxd4 (10. - Be7!? er trú- lega betra) 11.0-0-0 á hvítur von um frumkvæði. 8. Bc4 h6 9. Bh4 c5 10. De2!? Eftir 10. dxc5 Da5+ 11. c3 Dxc5 12. De2 0-0 13. 0-0 b6 14. Hadl Bb7 15. Re5 Had8 16. Bxf'6 Bxf6 17. Rd7 Hxd7 var samið um jafntefli í skák Ivant- sjúks og Speelmans í stórveldaslag VISA í Reykjavík 1990, enda staðan hnifjöfn eftir 18. Hxd7 Dc6 19. Hxb7 Dxb7 o.s.frv. 10. -Da5+ 11. c3 a6? Vandræði svarts í framhaldi tafls- ins má rekja til þessa leiks. Betra er 11. - cxd4 og ef 12. Rxd4 0-0 13. 0-0 er 13. - Dh5! snjallræöi en þannig jafnaði Kortsnoj taflið gegn Short á milhsvæðamótinu í Manila 1990 (hvíti biskupinn var raunar á d3). 12. d5! E.t.v. hefur Smyslov tahð þennan leik ómögulegan vegna svarsins 12. - b5 en síðan séð að 13. dxe6! bxc4 14. exf7+ Kf8 (14. - Kxf7 15. Re5+ Ke8 16. BxfB leiðir til vinnings) 15. Re5 gefur honum alvarleg áhyggjuefni - 15. - Bf5 16. Bxffi BxfB 17. Df3 gengur t.d. ekki. Slæmt er einnig 12. - exd5 13. BxfB gxfB 14. Bxd5. Hann verður því að grípa tíl annarra úrræða. 12. - Rxd5!? 13. Bxd5 Bxh4 14. Rxh4 Dd8 Tvöfalt uppnám en Shabalov sér við skemmtilegri hugmynd heims- meistarans fyrrverandi. 15. Rf5! Dxd5 16. Rxg7+ Ke7 Ekki 16. - Kf8 17. Rh5 Dxg2? 18. 0-0-0 Ke7 19. h4! og hótunin 20. De5 ræður úrsUtum. 17. f4! Hyggst hrekja drottninguna úr sterkri stööu sinni á 5. reitaröðinni og að auki gæti f-peðið höggvið frek- ara skarð í svörtu kóngsstöðuna. Ef nú 17. - Hg8 18. Hdl Dxa2 19. RÍ5 + KfB 20. De5 + Kg6 21. Re7 + og vinnur. 17. - Hd8 18. 0-0 Bd7 19. Hadl Bb5 20. Dg4 Bd3 Smyslov hefur tekist að virkja biskupinn og tengja saman hrókana en kóngsstaðan er ekki burðug. 21. f5! Hótar 22. f6+ Kd7 (22. - KfB 23. Rxe6+) 23. Hxd3 Dxd3 24. Hdl og vinnur. 21. - c4 22. fxe6 fxe6 23. Rxe6! Hg8 Ef 23. - Dxe6 24. Hfel og vinnur drottninguna. 24. Dh4 + ! Kxe6 25. Hdel+ Kd7 26. De7+ Kc8 Eða 26. - Kc6 27. Hf6+ Kb5 28. Db4 mát. 27. Hf8 + HxfS 28. DxfS + Kc7 29. Dxa8 - Og Smyslov gafst upp. Jósep fjórði . Meistaramóti Hellis lauk í Gerðu- bergi sl. mánudag. Tefldar voru at- skákir. Sigurvegari varð Þröstur ÞórhaUsson, sem hlaut 6,5 v. af 7 mögulegum. Andri Áss Grétarsson varð í 2. sæti með 6 v., Haukur Ang- antýsson hafnaði í 3. sæti með 4,5 v. og fjóröa sæti deildu Jósep VU- hjálmsson, Sveinn Kristinsson og Gunnar Öm Haraldsson sem fengu 4 v. VERÐLÆKKUN Verð frá kr. 23.785.* 3. des., kr. 27.755. 2. des., kr. 32.350. 3. des., kr. 36.995. Grand Hotel Krasnapolski 2 nætur, brottför 26. nóv. og 3 nætur, brottför 25. nóv. og 4 nætur, brottför 26. nóv. og Hotel Citadel 2 nætur, brottför 26. nóv. og 3. des., kr. 23.785. 3 nætur, brottför 25. nóv. og 2. des., kr. 26.895. 4 nætur, brottför 26. nóv. og 3. des., kr. 30.005. ÁRAMÓT í AMSTERDAM 30. des. til 2. jan. Gisting á Grand Hotel Krasnapolski sem er á besta stað i borginni. Verð i tvibýli kr. 41.455. Innifalið: Flug, gisting morgunverður, flugvallask. og glæsilegur 5 rétta hátíðarkvöldverður með tilheyrandi drykkjarföngum á gamlárskvöld. Hljómsveit, skemmti- atriði, dans. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Pantaðu fyrir 10. des. '93. ^SRKE REIZEN Pakkaferðir til Spánar, Portúgal, Madeira, Kýpur, Tyrk- lands. Flogið um Amsterdam. Hagstætt verð - fáðu upplýsingar og bækling hjá okkur. ‘ Staðgrverð á mann í tvibýli. Innif. flug, gisting, morgunv. og flugvsk. I Glasgow er islensk fararstj. Morgunv. er ekki innifalinn I Bandarikjunum. GLASGOW Verð frá kr. 23.790.* Glasgow Hospitality Inn 4 nætur, brottför 23. nóv. og 30. nóv., kr. 24.890. Central Hotel 4 nætur, brottför 23. nóv. og 30. nóv., kr. 23.790. London Clifton Ford 2 nætur, kr. 30.810. 3 nætur, kr. 33.510. 4 nætur, kr. 36.310. Mount Royal 2 nætur, kr. 29.910. 3 nætur, kr. 32.510. 4 nætur, kr. 34.910. TRIER jólamarkaður 3. des. til 7. des., 4 nætur, verð i tvibýli kr. 30.610 Gisting á Hotel Deutscher Hof Innif.: Flug, gisting, morgunv., flutningur til ogfrá flugvelli og flugvallask. USA-TILBOÐ ÓDÝRAR FERÐIR Fort Lauderdale 7 nætur, brottför 26. nóv. Hotel Best Western Oceanside Inn, kr. 41.110. Golfferð á Myrtle Beach 27. febrúar - 16 dagar - íslensk leiðsögn Ft. Lauderdale - Orlando Baltimore - New York 6.000 króna afsláttur á mann í allar pakka- ferðir til Bandaríkjanna janúar og febrúar '94. Tilboðið miðast við að ferðin sé bókuð og staðfest fyrir 28. nóv. '93. Við verðum með kynningu í Perlunni laugardag og sunnudag, 20. og 21. nóv. 0ATLAS4? tc------ 3 Hringdu í síma 621490 og fáðu nánari upplýsingar. VISA m FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - simi 62-14-90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.