Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 27 samanburðinum að vera fróðasti maður heims: „The strongest, the most beautifui and the brainiest." Frægð Jóns Páls byijaði með sjón- varpsþáttunum af aflraunamótum og það vakti athygli að hann var aldr- ei smásmugulegur, heldur tók tapi með jafnaðargeöi og virðuleika. Þetta kunna Bretar að meta. En síðar meir varð hann enn vinsælli og þekktari út á persónu sína, skemmtilegheitin. Hann var í afar miklum metum héma. - Að mörgu leyti er keppnin um titil- inn Sterkasti maður heims litill sirk- us, segir Jón Óskar Sólnes. Fæstir keppendanria eru þekktir fyrir utan þröngan hóp, í Finniandi, Skotlandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi og sums staðar í Bandaríkjunum. Hins vegar rekst maður á fróðleik um Jón Pál á furðulegustu stöðum, einu sinni sá ég veggjakrot á karlasalemi í Berlín þar sem skrifað stóð: „Kleine Sache fur Jon Paul Bache,“ sem er að vísu óvirðulegur útúrsnúningur á „Ekk- ert mál fyrir Jón Pál.“ Eitt sinn þeg- ar Jón Páll var staddur í Kaup- mannahöfn vegna sýningarhalds vildi svo til að nýbúið var aö opna spilavíti þar á SAS-hótelinu. Jón Páll fór þangað í hópi nokkurra stúlkna, klæddur skræpóttum lyftinga- mannabuxum og í bol. í dyrunum var hann stöðvaður og upplýstur um það að hér væri þess krafist að menn væm í jakkafotum og með bindi. Jón Páll sagði þá stundarhátt við dyra- verðina: „Eg er sterkasti maður í heimi og ég geng til fara eins og mér sýnist.“ Dyraverðimir virtu hann fyrir sér smástund, sáu að þetta hlaut að vera rétt og hleyptu honum rak- leiðis inn ásamt fómneyti sínu. Þeir létu fréttina strax berast um staðinn og að honum þyrptist fólk sem vildi fá að heilsa upp á hann. Undir lokin var hann miklu frægari og dáðari í útlöndum en héma heima. Hann átt- aði sig ekki alveg á að frægðin úti skilaði sér ekki hingað. Erlendis var hann umvafinn fyrirmönnum og stóðu allar dyr opnar. Hann var mið- punktur. Hér var hann bara eigandi heilsuræktarstöðvar. Auglýsingamaðurinn - Alls staðar þar sem ég kem er- lendis, segir Bubbi Morthens, leita ég uppi æfingasah til að halda mér í þjálfun. Undantekningarlaust þegar ég svara um þjóðemi er sagt að bragði: „Já, Jón Páll, þekkirðu hann?“ í stórri æfingastöð í Svíþjóð sá ég risastóra mynd af honum á vegg og á Spáni man ég eftir myndum af honúm líka. Það að Weider-risa- fyrirtækið bandaríska skuli hafa not- að hann í auglýsingum segir mest af öllu. Þeir nota enga nema algera toppmenn í vaxtarrækt, lyftingum og aflraunum. Til skýringar þessum orðum má nefna að Joe Weider hefur verið frægasti vöðvaræktarfrömuður ver- aldar um áratuga skeið. Hann fædd- ist 1922 í Kanada og hreifst ungur af tímaritinu Strength & Health, því sama og skartaði Jóhannesi Jósefs- syni á forsíðunni á sínum tíma. Hann hóf líkamsþjálfun, stofnaði eigiö tímarit og síðan fyrirtæki sem er svo umfangsmikið á sviði vaxtarræktar, lyftinga og líkamsræktar að það á engan sinn líka í sölu á tímaritum, kennslugögnum, búnaði og matvæl- um fyrir íþróttamenn. Og það var í auglýsingum fyrir Victory-vítamín sem Jón Páll birtist, sem Sterkasti maður heims, á síðum FLEX, Muscle & Fitness, Shape og annarra út- breiddustu tímarita af sínu tagi í heiminum. Joe Weider hefur verið bakhjarl margra frægustu vaxtar- ræktarmannanna, sá þekktasti er eflaust Arnold Schwarzenegger sem Weider fékk til Bandaríkjanna 1968. John Paul - Égmansérstaklegaeftirþví, seg- ir Lárus Grétarsson, þegar við vor- um að koma af Víkingaleikunum, og stönsuðum í smábæ á leiðinni til Glasgow til að fá okkur hressingu. Það urðu allir stjarfir á veitinga- staðnum og maður heyröi hvislað í hverju homi: „John Paul, it’s John Paul.“ Hann var landskunnur mað- ur. - Eins og fleiri var maður stundum að velta fyrir sér hversu þekktur Jón Páll væri í raun og veru í Bretlandi, segir Birgir Þór Borgþórsson. Konan mín, Soffla Gestsdóttir, hitti hann einu sinni af tilviljun á Heathrow- flugvelli í London og hafði ekki lengi spjallað við hann þegar að dreif fólk sem vildi fá eiginhandaráritun hjá honum. Þetta sagði sína sögu. Sjálfur lenti ég í því í Paris einu sinni, þar sem ég var í erindum fyrir lyftinga- menn og í keppnisþjálfunarformi, að frönsk fjölskylda á veitingastað gaf sig á tal við mig og spurði hvort ég væri Jón Páll. Ég er að vísu ljóshærð- ur og bláeygur og var 100 kg um þær mundir en ekki veit ég enn hvemig þeim datt þetta í hug. Þeim fannst það nógu merkilegt að ég þekkti hann, drifu mig í bíltúr og útsýnis- ferð um París. Eftir landskeppnina við Skota í lyftingum máttum við félagamir ekld líta svo inn á krá að okkur bærust ekki í stríðum straum- um ókeypis drykkjarfong, út á það eitt að vera „íslenskir víkingar" eins og Jón Páll. Ath.: Millifyrirsagnir eru að hluta til blaðsins. SR-MJÖL HF Sala á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli hf. Sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd rfldssjóðs, hefur ákveðið að öll hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf. verði boðin til sölu. Umsjón með sölu hlutabréfanna hefur: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. eru komm á alla útsölustaði KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR ftrs TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa Allur hagnaður rennur til líknarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.