Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 27
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
27
samanburðinum að vera fróðasti
maður heims: „The strongest, the
most beautifui and the brainiest."
Frægð Jóns Páls byijaði með sjón-
varpsþáttunum af aflraunamótum
og það vakti athygli að hann var aldr-
ei smásmugulegur, heldur tók tapi
með jafnaðargeöi og virðuleika. Þetta
kunna Bretar að meta. En síðar meir
varð hann enn vinsælli og þekktari
út á persónu sína, skemmtilegheitin.
Hann var í afar miklum metum
héma.
- Að mörgu leyti er keppnin um titil-
inn Sterkasti maður heims litill sirk-
us, segir Jón Óskar Sólnes. Fæstir
keppendanria eru þekktir fyrir utan
þröngan hóp, í Finniandi, Skotlandi,
Hollandi, Nýja-Sjálandi og sums
staðar í Bandaríkjunum. Hins vegar
rekst maður á fróðleik um Jón Pál á
furðulegustu stöðum, einu sinni sá
ég veggjakrot á karlasalemi í Berlín
þar sem skrifað stóð: „Kleine Sache
fur Jon Paul Bache,“ sem er að vísu
óvirðulegur útúrsnúningur á „Ekk-
ert mál fyrir Jón Pál.“ Eitt sinn þeg-
ar Jón Páll var staddur í Kaup-
mannahöfn vegna sýningarhalds
vildi svo til að nýbúið var aö opna
spilavíti þar á SAS-hótelinu. Jón Páll
fór þangað í hópi nokkurra stúlkna,
klæddur skræpóttum lyftinga-
mannabuxum og í bol. í dyrunum
var hann stöðvaður og upplýstur um
það að hér væri þess krafist að menn
væm í jakkafotum og með bindi. Jón
Páll sagði þá stundarhátt við dyra-
verðina: „Eg er sterkasti maður í
heimi og ég geng til fara eins og mér
sýnist.“ Dyraverðimir virtu hann
fyrir sér smástund, sáu að þetta hlaut
að vera rétt og hleyptu honum rak-
leiðis inn ásamt fómneyti sínu. Þeir
létu fréttina strax berast um staðinn
og að honum þyrptist fólk sem vildi
fá að heilsa upp á hann. Undir lokin
var hann miklu frægari og dáðari í
útlöndum en héma heima. Hann átt-
aði sig ekki alveg á að frægðin úti
skilaði sér ekki hingað. Erlendis var
hann umvafinn fyrirmönnum og
stóðu allar dyr opnar. Hann var mið-
punktur. Hér var hann bara eigandi
heilsuræktarstöðvar.
Auglýsingamaðurinn
- Alls staðar þar sem ég kem er-
lendis, segir Bubbi Morthens, leita
ég uppi æfingasah til að halda mér í
þjálfun. Undantekningarlaust þegar
ég svara um þjóðemi er sagt að
bragði: „Já, Jón Páll, þekkirðu
hann?“ í stórri æfingastöð í Svíþjóð
sá ég risastóra mynd af honum á
vegg og á Spáni man ég eftir myndum
af honúm líka. Það að Weider-risa-
fyrirtækið bandaríska skuli hafa not-
að hann í auglýsingum segir mest
af öllu. Þeir nota enga nema algera
toppmenn í vaxtarrækt, lyftingum
og aflraunum.
Til skýringar þessum orðum má
nefna að Joe Weider hefur verið
frægasti vöðvaræktarfrömuður ver-
aldar um áratuga skeið. Hann fædd-
ist 1922 í Kanada og hreifst ungur af
tímaritinu Strength & Health, því
sama og skartaði Jóhannesi Jósefs-
syni á forsíðunni á sínum tíma. Hann
hóf líkamsþjálfun, stofnaði eigiö
tímarit og síðan fyrirtæki sem er svo
umfangsmikið á sviði vaxtarræktar,
lyftinga og líkamsræktar að það á
engan sinn líka í sölu á tímaritum,
kennslugögnum, búnaði og matvæl-
um fyrir íþróttamenn. Og það var í
auglýsingum fyrir Victory-vítamín
sem Jón Páll birtist, sem Sterkasti
maður heims, á síðum FLEX, Muscle
& Fitness, Shape og annarra út-
breiddustu tímarita af sínu tagi í
heiminum. Joe Weider hefur verið
bakhjarl margra frægustu vaxtar-
ræktarmannanna, sá þekktasti er
eflaust Arnold Schwarzenegger sem
Weider fékk til Bandaríkjanna 1968.
John Paul
- Égmansérstaklegaeftirþví, seg-
ir Lárus Grétarsson, þegar við vor-
um að koma af Víkingaleikunum, og
stönsuðum í smábæ á leiðinni til
Glasgow til að fá okkur hressingu.
Það urðu allir stjarfir á veitinga-
staðnum og maður heyröi hvislað í
hverju homi: „John Paul, it’s John
Paul.“ Hann var landskunnur mað-
ur.
- Eins og fleiri var maður stundum
að velta fyrir sér hversu þekktur Jón
Páll væri í raun og veru í Bretlandi,
segir Birgir Þór Borgþórsson. Konan
mín, Soffla Gestsdóttir, hitti hann
einu sinni af tilviljun á Heathrow-
flugvelli í London og hafði ekki lengi
spjallað við hann þegar að dreif fólk
sem vildi fá eiginhandaráritun hjá
honum. Þetta sagði sína sögu. Sjálfur
lenti ég í því í Paris einu sinni, þar
sem ég var í erindum fyrir lyftinga-
menn og í keppnisþjálfunarformi, að
frönsk fjölskylda á veitingastað gaf
sig á tal við mig og spurði hvort ég
væri Jón Páll. Ég er að vísu ljóshærð-
ur og bláeygur og var 100 kg um þær
mundir en ekki veit ég enn hvemig
þeim datt þetta í hug. Þeim fannst
það nógu merkilegt að ég þekkti
hann, drifu mig í bíltúr og útsýnis-
ferð um París. Eftir landskeppnina
við Skota í lyftingum máttum við
félagamir ekld líta svo inn á krá að
okkur bærust ekki í stríðum straum-
um ókeypis drykkjarfong, út á það
eitt að vera „íslenskir víkingar" eins
og Jón Páll.
Ath.: Millifyrirsagnir
eru að hluta til blaðsins.
SR-MJÖL HF
Sala á hlutabréfum ríkisins
í SR-mjöli hf.
Sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd rfldssjóðs, hefur ákveðið að öll
hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf. verði boðin til sölu.
Umsjón með sölu hlutabréfanna hefur:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.
eru komm á alla
útsölustaði
KRAKKAR!
MUNIÐ EFTIR OKKUR
ftrs TANNIOGTÚPA
Öll Lionsdagatöl eru merkt:
Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa
Allur hagnaður rennur til líknarmála.