Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 56
Frjálst,óháð dagblað Útgáfa Tímans á heljarbrún ósættis og flárhagsörðugleika: Uppgjðf til umræðu - milljónir hafa tapast - algert ráðaleysi ríkjandi, segir Steingrímur Hermannsson „Það veröur að segjast að það hefur ríkt algjört ráðaleysi hjá stjómendum Tímans. Fram- kvæmdastjórinn fór því honum fannst þetta svo stjómlaust. Það eina sem hefur gerster að stjómin kaus sér formann sem hefur pró- kúmna. Ég hef hins vegar ekkert skipt mér af þessum málum eftir að ég sagöi mig úr stjórninni. Satt að segja hef ég forðast að setja nokkura framsóknarsthnpil á þetta. En því míöur hafa fyrstu sporin verið slæm og þeir hafa misstigið sig illa,“ segir Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Hörð átök hafa veriö að undan- fömu innan stjómar Mótvægis hf., sem gefur út Timann, og í kjölfarið hafa margir starfsmenn Tímans sagt upp störfum. Ráðning Þórs Jónssonar sem ritstjóra mæltist víða illa fyrir og í kjölfarið hætti fréttastjórinn, Birgir Guðmunds- son. Samkvæmt heimildum DV hefur rekstur Tímans gengiö mjög ilia að undanfómu. í raun rær stjórn Mótvægis lífróður frá degi til dags til að tryggja áframhaldandi útgáfu blaðsins. Til tals hefur komiö að hætta útgáfunni. Til að bjarga út- gáfunni um stundarsakir hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar lofaö einhverju flármagni. í áætlunum var gert ráð fyrir að tapið yrði um 11,7 milljónir á árinu en nú er ljóst aö það verði mun meira. Ljóst er að allt það nýja hlutafé sem hefur safnast og fengist greitt á árinu er uppurið, alls um 15 milljónir. Áskrifendum hefur ekki flölgað þrátt fyrir áskriftar- söfnun, auglýsingar hafa dregist saman og mikill kostnaður verið vegna flutnings í nýtt húsnæöi og breytinga i starfsmannahaldi. A fundi Mótvægis á fimmtudag- inn var Bjami Þór Óskarsson kos- inn nýr stjómarformaður í stað Jóns Sigurðssonar sem sagði af sér formennsku fyrir skömmu. Um daglegan rekstur mun Ágúst Þór Ámason sjá í umboði Bjarna Þórs. Frá því Jón Sigurðsson sagði af sér formennsku hefúr Steingrímur Gunnarsson haldið um stjórnvöl- inn. Honum til aðstoðar hefur verið Guðmundur Löve sem tók að sér rekstrarráögjöf eftir skyndilega uppsögn Hrólfs ÖMssonar fram- kvæmdastjóra. Aðspurður segir Steingrímur Hermannsson af og frá að Fram- sóknarflokkurinn taki útgáfu Timans yfir á nýjan leik. Flokkur- inn taki af heiiindum þátt í að byggja blaðið upp. Hins vegar komi til álita aö gefa út nýtt blaö fari núverandi útgefendur í þrot. „Það er verið að kanna stöðu fé- lagsins en það er of snemmt að segja nokkuð til um framhaldið. Vissulega eru erfiðleikar i rekstr- inum og væntanlega verður tekin ákvörðun um framhaldið á allra næstu dögum. Við þurfum örlítið andrými,“ segir Bjarni Þór Óskars- son. -kaa LOKI Svonadrepa menn tímann þarna! Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar á mánudag Á sunnudag verður víðast fremur hæg suðvestlæg átt, él sunnan- og vestanlands en bjart veður norðaustanlands, hiti 0-5 stig. Á mánudag verður vaxandi sunnanátt og hlýnandi veður, rigning um mestallt land, fyrst vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 F R É X X 62 • A S K 25 •0 X 1 Ð 25 x Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. KiTstjorn - Augiysingar - Askríft - Dreifing: Sími 63 2700 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993. Hálsbrotin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sextán ára stúlka liggur hálsbrotin á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hafa lent í átökum á Akureyri um síðustu helgi. Samkvæmt framburði vitna mun stúlkan hafa sparkað til tveggja pilta. Annar þeirra náði taki á fæti hennar og skall stúlkan með höfuðið í götuna. Hún var flutt á slysadeild á Akureyri en var ekki talin alvar- lega slösuð. Stúlkan mun svo hafa verið komin suður á land þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli hennar voru. lANDSSAMBAND ÍSI . RAKVKRK l'AKA Borgarspítalinn: Óskar eftir f undi með ráðherra Stjórn Borgarspítalans hefur sam- þykkt ályktun þar sem stjórnin seg- ist ekki geta tekið ákvörðun um framtíðarrekstur leikskóla spítalans. Stjórnin bendir á að heilbrigðisráð- herra hafi hafnað tillögu stjómar- innar um að halda rekstri leikskól- anna svo til óbreyttum þar sem ríkið greiddi 16 þúsund krónur, sveitarfé- lögin sex þúsund og foreldrar 16.400 krónur á mánuði með hverju bami. Stjórn Borgarspítalans hefur óskað eftir fundi með Guðmundi Árna Stef- ánssyni heilbrigðisráðherra vegna þessa máls. Starfsfólk Borgarspítalans hittist á fundi á mánudag til að ákveða fram- haldið en starfsfólkið haföi óskað eft- ir svari frá stjórn spítalans um rekst- ur leikskólanna í framtíðinni áður en það tæki ákvörðun um endur- ráðningu. -GHS Magnús Ver Magnússon og Manfred Höberl frá Austurríki voru efstir og jafnir á alþjóðlega aflraunamótinu, Víkinga- keppninni, sem nú stendur yfir hér á landi, þegar DV fór í prentun í gærkvöldi. Þeir voru þá með 10 stig hvor en Andrés Guðmundsson þriðji með 8 stig. Hleðslukeppni fór síðan fram í gærkvöldi en í dag klukkan 13 verður flugvélardráttur á Reykjavíkurflugvelli og keppni lýkur i Kaplakrika í Hafnarfirði klukkan 17.30. DV-mynd Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.