Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
55
Frábær vetrardekk - Einstakt verd
HANKOOK
vmABnnaam
á lága verðinu
■5R12
i5R12
15R13
5R13
■5R1 3
5R13
5/70R13
5/70R13
5R14
horn stgr. Verðsýnishorn stgr.
KR.3540 KR.3186 185R14 KR.5680 KR.5112
KR. 3770 KR.3393 175/70R14 KR.5100 KR.4590
KR.3540 KR.3186 185/70R14 KR. 5440 KR.4896
KR.3660 KR.3294 195/70R14 KR.6280 KR.5652
KR. 3980 KR.3582 205/75R14 KR.7580 KR.6822
KR.4100 KR.3690 175/65R14 KR.5550 KR.4995
KR. 4440 KR.3990 185/60R14 KR. 5980 KR.5382
KR.4880 KR.4392 165R15 KR.4770 KR.4293
KR.4980 KR.4482 185/65R15 KR.6420 KR.5778
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 - sími 683080
Sendum gegn póstkröfu.
Menning
Fréttir
Ríkissjóði stefnt vegna mistaka við skurðaðgerð á Landspítalanum:
Lést á skurðarborði
í brjósklosaðgerð
- Landlæknir og Læknaráð viðurkenna að mistök hafi átt sér stað
Ekkill konu á sextugsaldri, sem
lést í brjósklosaðgerð á Landspíta-
lanum, hefur stefnt ríkissjóði til
greiðslu skaðabóta vegna mistaka
sem hann telur hafa orðið viö aðgerð-
ina. Landlæknir hefur staðfest með
bréfi að rekja hefði mátt dauða kon-
unnar til mistaka í aðgerð. Krafist
er skaðabóta upp á á fimmtu milljón
króna með vöxtum frá 1990.
Konan kenndi sér bakmeins og var
kölluð inn til rannsóknar á Land-
spítalann í mars 1990. Talið var að
bakmeinið ætti rætur sínar að rekja
til liðhlaups í liðþófa og var greining-
in staðfest með röntgenmyndatöku
daginn eftir að hún kom á sjúkrahús-
ið. Degi síðar tilkynnti læknir á
stofugangi að konan ætti að fara í
skurðaðgerð sem var framkvæmd
um einum sólarhring síðar.
Ekkillinn telur að þetta hafi komið
konu sinni á óvart - hún hafi reiknað
með að fara af spítalanum eftir rann-
sóknina og reyna að fá sig góða með
sjúkranuddi og æfrngum. Fimmtu-
daginn 22. mars var aðgerðin fram-
kvæmd. Konan var svæfð en þegar
verið var að fjarlægja liðhlaupið úr
liðþófanum er læknirinn talinn hafa
rekið áhald áfram í gegnum hðþóf-
ann og inn í afturhluta kviðarhols
konunnar. Það hefði leitt til þess að
0,5 cm gat kom á bakvegg stóru ós-
æðar. Af þessu stafaöi mikil innvort-
is blæðing sem leiddi til dauða kon-
unnar. Hún var síðan úrskurðuð lát-
in á skurðarborðinu.
Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldu
vegna andláts konunnar og var mál-
inu því stefnt fyrir Héraösdóm
Reykjavíkur. Málinu var vísað til
siðamálanefndar Læknaráðs en
nefndin taldi við skoðun sína á því
að dauöa konunnar hefði mátt rekja
til mistaka í aðgerð og studdist þar
við krufningarskýrslu - hins vegar
hefði verið rétt brugðist við eftir að
blæðing hefði byrjaö. Tæki það sem
skurðlæknir hefði notað til aö
hreinsa vefjaleifar úr hryggbili, þar
sem brjósklosið kom fram, heföi sett
gat á ósæð. Málsmeðferð er þegar
hafin í málinu í Héraðsdómi Reykja-
víkur en búast má við að dómur
gangi í byijun næsta árs.
-ÓTT
Tveir bilar skullu saman á mótum Grettisgötu og Frakkastígs í fyrrakvöld. Annar bilanna endaði á húsvegg og
brotnaði rúða við það. Báðir bilarnir skemmdust mikið og þurfti að flytja þá af vettvangi með dráttarbil. Einn
maður slasaðist í óhappinu og var hann fluttur á slysadeild til rannsóknar en meiðsl hans reyndust ekki alvarleg.
pp/DV-mynd Sveinn
íslenskur Kaín
Þessi skáldsaga hefur stuttan og
sláandi titil sem lýtur að því að
mikið fer fyrir taflmennsku í
henni. Sagan er í meginatriðum
samkvæmt mynstri þroskasögu.
Hún hefst í litlu þorpi á Austfjörð-
um þegar sögumaður og bróðir
hans, ári yngri, eru að komast á
unglingsaldur og heíja tafl. Síðan
er ferill þeirra rakinn fram á full-
orðinsár, um menntaskóla, há-
skóla, blaðamennsku og tafl. Hér
eru kunnugleg vandamál mótunar-
ára, örðugt samband við hitt kynið,
metnaður og vanmetakennd, tóm-
leikakennd og leit að markmiði.
Allt fáum við frá sjónarmiði sögu-
mannsins, en þannig að við skiljum
hann betur en hann gerir sjálfur.
T.d. skilur hann ekki hvað honum
gengur til með heldur misheppnað
grín á Akureyri (7. k.) en lesendur
hljóta að sjá í gegnum hann, aö
hann lætur stýrast af vanmeta-
kennd og öfund. Og fleira kemur
til af þessu tagi, maðurinn er afar
sjálfhæhnn, hvort sem um er að
ræða útlit hans, hófsemi, fram-
komu eða framsýni. En jafnframt
verður hann lesendum nákominn
vegna sögumannshlutverks síns,
og verður það framvegis þegar
Bókmenntir
Örn Ólafsson
kemur að æ alvarlegri glæpaverk-
um. Við ættum þá að öðlast skiln-
ing á slíkum manni, að hann er í
grundvallaratriðum eins og ég og
þú. Sagan nær þannig til veigamik-
illa atriða í samtímanum. Því teng-
ist að hún er sett fram eins og á
mörkum skáldskapar og raunveru-
leika. M.a. er bókin tileinkuð einni
sögupersónu af sögumanni sem
segist skrifa þetta í útlegð 20 árum
eftir atburðina og fela nafngreind-
um rithöfundi að gefa út í eigin
nafni.
Sögusnið
Fyrri skáldsögur Kristjáns
(Haustið er rautt, 1981, og Undir
húfu toflarans, 1987) virtust mér
kunnáttusamlega byggðar en ekki
að sama skapi lifandi. Og sama
verð ég að segja um þessa skáld-
sögu sem raunar er skrifuð á lýta-
lausri íslensku og oft komist vel að
orði.
í sögunni er töluvert um atvik
sem engar afleiðingar hafa, ekki
beinlínis þýðingu fyrir framrás
sögunnar. Þau tengjast þá helst við
að varpa ljósi á persónuleika sögu-
manns. Hann yfirgnæfir allt í sög-
unni, og gerir það aðallega í frásögn
og hugleiðingum. Aðrar persónur
falla svo mjög í skuggann að erfitt
er að taka þær trúanlegar. Til
dæmis hittir hann þrjár systur sín-
ar eftir margra ára aöskilnað og
leggur samstundis til að þær fari
út í vændi hjá hernum. Þær ætla
að rifna af hneykslun, en áður en
þær koma upp orði telur hann þeim
hughvarf með einni ómerkilegri
málsgrein - það var varla mínútu
verk. Annað dæmi er að sögumað-
ur kemur að pari í samförum.
Skömmu síðar talar hann sérstak-
Kristján Jóhann Jónsson.
lega við hvort þeirra til að fá þau
til að hittast og ræða málin á til-
teknum stað og stundu. Það er eins
og þau geti ekki talast við án mifli-
göngu sögumanns! Þetta er svo frá-
leitt að önnur persónan hefur orð
á því (bls. 240), en ekki fást skýring-
ar að gagni. Þessi vandræðagangur
er þó mikilvægt atriði í fléttu sög-
unnar. Þetta sýnir bara að minni
hyggju að höfundur hefur ekki lif-
að sig inn í persónurnar og því
verða þær ekki lifandi. Og þá verð-
ur aðalpersónan það ekki heldur.
Skilja má að hann verði verri mað-
ur af því að láta fortölur óviðkom-
andi spilla nýbyijuðu ástarsam-
bandi sínu við endurfundna æsku-
vinkonu. Eftir það gefur hann sig
af alhug í taflmennsku, sem birtist
sem hreinræktuð valdabarátta,
eðlisandstæð ástinni. En hugar-
stríð sögumanns er lesendum yfir-
leitt bara tilkynnt um. Auk þess á
það að sjást í margendurtekinni
mynd af risastórum svörtum hundi
sem hann hræddist í bernsku, í
upphafl bókar. En þetta virðist mér
ósannfærandi mynd af þráhyggju
enda vinnur þessi persóna illvirki
sín af vanmetakennd og öfund, eins
og áður segir, en ekki af því að hún
sé að flýja undan einhverri ógn.
Fyrir sögu sem fyrst og fremst
snýst um sálarlíf og þroskaleiðir
er öll þessi vanræksla á persónu-
sköpun ansi óheppileg.
Kristján Jóhann Jónsson.
Patt.
Bókaútgáfan Lesmál 1993. 246 bls.