Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 „Það þarf engar stjörnur til að segja fólki að það fari á bíó um helgina." Um stjömuspár „Meyjan (23/8-22/9) verður að gæta sín þessa viku. Mannýgt naut (20/4-20/5) gefur henni lostafullt auga. Þetta tryllta naut býr í næsta stigagangi og hefur lengi fylgst með meyjum hverfisins á öllum aldri. Þessi aðvörun gildir þó ekki einung- is fyrir þessa viku heldur allt árið, jafnvel lengur." Margir eru þeir sem lesa stjörnu- spár blaðanna og velta fyrir sér þeim áhrifum sem himintungl hafa á örlög og athafnir manna. Flest ís- lensk dagblöð, vikurit og glanstíma- rit hafa einhverja stjörnuspá fyrir lesendur sína enda er um gífurlega vinsælt efni að ræða. Margir segjast ekki trúa á stjörnuspár en lesa þær samt. Aðrir trúa á spárnar í bhndni og skipuleggja líf sitt í samræmi við þær. Maður nokkur leitaði aldrei fanga á öldurhúsum borgarinnar nema lesa í stjörnuspá hrútanna (21/3- 19/4) hvernig veiðihorfur væru í dimmum Smugum baranna. Ákveð- inn hópur manna trúir á spárnar þegar það hentar þeim. Þetta fólk kaupir fiölmörg blöð og tímarit og leitar að bestu spánni en afneitar hinum. Þeir sem skrifa þessar spár verða að gæta þess vel að hafa spána ótrúlega loðna og óljósa og segja aldrei of mikið. Lesandinn getur þá túlkað stjörnuspána að vild. „Ættingi þarf á stuðningi og upp- örvun að halda" (Bogmaðurinn, Mbl. 16/11) segir ekki mikið. Alhr eiga sér einhvers staðar ættingja sem þarf á fjárhagslegum stuðningi eða undirskrift á víxileyðublað að halda. Mikill arfur „Aukaútgjöld geta komið upp í sambandi við barnauppeldi" (Krabbi, Mbl. 16/11). Hver kannast ekki við endalaus útgjöld vegna barnauppeldis: geisladiska, ofbeld- isleikfóng og hraðpitsur. Fæstir þora að vera ákveðnir og djarfir í spánni. Það þætti t.d. mikill ábyrgð- arhluti að segja lesendum í tvíbura- merkinu (21/5-20/6) að stór og mikill arfur muni faha þeim í skaut í vik- unni. Það er harla ótrúlegt að allir sem fæddir eru i þessu merki fái arf í sömu vikunni. Til að svo mætti verða þyrfti einhver ríkisbubbi að deyja skyndilega og mæla svo fyrir í erfðaskrá að öllum auðæfunum skuh skipt milli tvíbura landsins. Ættingjar mannsins myndu líklega Á læknavaktinni Óttar Guðmundsson læknir óghda slíka erfðaskrá fyrir dómstól- um með stuðningi illa launaðra embættismanna og samviskulausra geðlækna, öllum tvíburum til mik- illarsorgar. Flestar stjörnuspár eru því ákaf- lega óljósar og loðnar og hafa ekk- ert bragðsterkt krydd að geyma. Steingeld og bragðlaus spá gæti litið svona út: „Þú hittir í vikunni gaml- an vin. Þið spjahið saman um stund og kveðjist síðan með orðunum: „Blessaður, við verðum að hittast fljótlega." í vinnunni gengur aht sinn vanagang. Þú ræðir við yfir- mann þinn um vaxandi atvinnu- leysi og ófærð á vegum úti. í lok vikunnar ferðu í bíó með maka þín- um og hann segir á leiðinni út: „Þetta var ansi góð mynd.“ Um helg- ina horfið þið saman á sjónvarp og fáið ykkur í glas. Kynlífið gengur ekki vel og veldur dehum um lág- nættið." Þetta er auðvitað engin stjörnuspá heldur dagbók íslensku þjóðarinn- ar. Ég hef aldrei getað skiliö fólk sem nennir að lesa svona vitleysu viku eftir viku. Það þarf engar stjörnur th að segja fólki að það fari á bíó um helgina eða fái sér í glas á laugardagskvöldi. Skemmtilegra væri að lesa svona stjörnuspá: „Þú hittir í vikunni háan og glæsilegan mann sem býður þér aðalhlutverk í nýrri kvikmynd. í miðri viku vinn- ur þú 15 milljónir í Víkingalottói og ferð í leikhús um helgina. Ástalífiö gengur vel, sérstaklega eftir að fregnir um stóra vinninginn berast um Bíóbarinn. Þú ferð í kirkju á sunnudagsmorgni." Best væri ef vikuritiö sem birti slíka spá bæri ábyrgð á henni og lofaði lesendum í viðkomandi merki endurgreiðslu á tímaritinu ef spáin rættist ekki. En það gerist sennilega seint. Ákveðið hlutverk En stjörnuspáin gegnir ákveðnu hlutverki í samfélaginu. Hver vhl ekki losna við alla ábyrgð á eigin lífi og örlögum? Hver vill ekki geta kennt stjörnunum um aha sína vanlíðan og ósigra? Ef stjörnurnar stjórna öllu er lítil ástæða til að bera ábyrgð á eigin tilveru. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri fimmtu- daginn 25. nóvember 1993 sem hér segir: Hólavegur 11, Siglufirði, þingl. eig. Ólafur Pétursson og Kristrún Ástvalds- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN SIGLUFIRÐI TIL SÖLU MMC Pajero turbo, dísil, stuttur, árg. ’85, 31" dekk, krómfelgur. Gott eintak. Upplýsingar í síma 666655 e. kl. 17 Kr. 9.806,- Vönduð albúm fylgja 10 myndir í stærðinni 9xI2 2 stækkanir í stærðinni 13x18 Ljósmyndastofa Reykjavíkur Hverfisgötu 105, 2. hæð - s. 621166 Glæsibæ K \ ENF ATAVERSLUN sími 34060 Glæsilegar nvjar vetrarvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.