Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 37 Sendiherra á uppleið - DV heimsækir Kjartan J óhannsson send i herra íslands í Genf „Þegar ég þáði stöðu sendiherra íslands í Genf fannst mér ég hvort eð er búinn með kvótann í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst það svolítið varasamt þegar menn festast í ákveðnum farvegi í of langan tima, eins og oft vill gerast með alþingis- menn. Það reynist oft meiri vandi að losna við menn af þingi heldur en að koma þeim þangað. Þegar menn eldast halda þeir náttúrlega að þeir séu orðnir gjörsamlega ómissandi og ég vildi hætta áður en ég kæmist á það stig.“ Þetta segir Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins og núverandi sendi- herra íslands í Genf. Kjartan hvarf úr eldlínu íslenskra stjómmála fyrir fjórum árum þegar hann tók við sendiherrastöðunni. í september á næsta ári verða svo aft- ur tímamót í lífi hans þegar hann verður framkvæmdastjóri EFTA, frí- verslunarsamtaka Evrópu. Þaö verð- ur jafnframt í fyrsta sinn sem íslend- ingur gegnir svo hárri stöðu innan alþjóðasEuntaka. DV sótti Kjartan og konu hcms, Irmu Karlsdóttur, heim í sendiherra- bústaðinn í Genf og fékk þau til að ræða um lífið og tilveruna í útlönd- um, sem og pólitíkina heima og heim- an og þá þróun sem á sér stað í Evr- ópumálum. Campbell's tómat- súpa og franskbrauð Irma, eiginkona Kjartans, er sænsk að uppruna og leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Kjartan var við fram- haldsnám í Stokkhólmi á árunum 1959-1963. „Ég hreifst strax af þessum ís- lenska námsmanni en þegar viö kynntumst var ég í sumarstarfi á veitingahúsi, það var árið 1962. Við giftum okkur svo í Svíþjóð 1964. Ég var strax ákveðin í að fylgja Kjartani hvert sem leiðir lágu og hafði gert upp hug minn í því skyni. Við héld- um til Bandaríkjanna haustið 1964 þar sem Kjartan lagði stund á dokt- orsnám. Okkur er nú alltaf svolítið minnis- stætt bashð í Chicago. Við höfðum ekki mikla peninga á milli hand- anna. En við reyndum að vera hag- sýn og mér reiknaöist það til að það væri ódýrast að borða Campbell’s tómatsúpu og franskbrauð, þaö kost- aði bara 11 sent. Við borðuðum mik- ið af þessu. Kjartan er ennþá hrifinn af franskbrauði en hann er ekki jafn- hrifinn af tómatsúpunni, hefur sjálf- sagt fengið nóg af henni í Chicago. Og oft þynnti ég mjólkina hennar Maríu, dóttur okkar, með vatni, en við fengum bara hina ágætustu létt- mjólk út úr þeirri blöndu,” segir Irma með bros á vör. „Okkur til happs átti ég frænda sem bjó í Chicago. Við heimsóttum hann oft um helgar," segir Irma. „Þá var nú borðað vel, eins og gefur kannski að skilja,“ bætir Kjartan við og hlær. - Hvemig hefur Irmu líkað að fylgja Kjartani víðs vegar um heim vegna náms og starfa? „Mér hefur líkað það mjög vel. Ég hef aUtaf haft nóg að gera sjálf og held að það skipti mjög miklu máli. Kjartan við sendiherrastörf. „Ég ætla að nota tímann vel þar til ég tek við framkvæmdastjórastöðu EFTA, til að velta hlutunum fyrir mér, átta mig á því hver staðan sé og gera eigin úttekt á því.“ Svo er líka mikið að gerast í kringum starfið hans Kjartans, ég þarf aö undirbúa ýmis boð og við förum víða í formlegar heimsóknir, þannig að það er nánast fullt starf að vera eigin- kona sendiherra. Hér í Sviss höfum við miklu meiri tíma fyrir okkur sjálf heldur en við höfðum nokkum tíma á íslandi. Þegar Kjartan var á kafi í pólitíkinni á Islandi var hann nánast að allan sólarhringinn en hér á hann a.m.k. frí á kvöldin og um helgar. Ef hann var ekki í vinnunni á íslandi þá hringdi síminn linnulaust heima. Ég man sérstaklega eftir því að síminn hringdi einu sinni um miðja nótt, um hálffjögur eða svo, og senni- lega hefúr það verið um helgi. Og ég svara og það var greinilega einhver hinrnn megin á línunni sem hafði fengið sér nokkra létta. Og viðkom- andi spyr hvort Kjartan sé við og ég Kjartan tekur til máls á Alþingi svara bara ákveðin nei þar sem hann var steinsofandi. Og þá bregður við- komandi svolítiö og segir: Hvað, er hann ekki heima, veistu hvað klukk- an er? Ég var fljót að skella á.“ - Nú hafið þið verið fjögur ár í Sviss, á stað sem er sannkölluð náttúm- paradís. Hvemig hafið þið notað frí- stundimar? „Við höfum verið sænnlega dugleg við að skoða okkur um og höfum rekið nefið inn á ýmsa staði hér í Sviss. Við förum þónokkuð á skíði og þá aðallega í frönsku Alpana. Svo erum við göngugarpar en eftir að Irma slasaði sig á hné á skíðum í vor hefúr reyndar dregið úr gönguferð- unum. Við höfum ferðast svofitið um nágrenni Sviss, t.d. til Frakklands og ítahu, fórum á frönsku rívíeruna einu sinni og drifum okkur þá á frönskunámskeið í þrjár vikur. Það var ljómandi gott - skóUnn fyrir há- degi og legið á ströndinni eftir há- degi. Og nýlega fóram við til Korsíku og Sardiníu sem era mjög fallegar eyjar báðar tvær og þar áttum við ágætar stundir. Ólstuppí heimi stjómmála Kjartan er doktor í rekstrarverk- fræði. Hann var ráðinn kennari við Háskóla íslands 1970 og var skipaður dósent í viðskiptadeildinni fjóram árum síðar. En ekki leið á löngu áður en stjómmálin náðu yfirhöndinni. „Á heimiU foreldra minna var mik- ið talað um stjómmál þótt foreldrar mínir væra ekkert framá á því sviði, þannig að í raun ólst ég upp við stjómmálaumræðu. Hins vegar var ég aldrei í neinni ungUðahreyfingu og tók ekki virkan þátt í stjórnmálum fyrr en ég hafði lokið doktorsprófi. Þá fannst mér ég vera reiðubúinn að leggja hönd á plóginn innan Alþýðu- flokksins og ég byijaði minn stjórn- málaferil í framboði til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 1970.“ - Og átta árum síðar varstu orðinn ráðherra? „Já, ég varð ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags 1978-1979 og áfram í Alþýðuflokksstjórninni fram á árið 1980. Þetta voru stormasöm ár. Menn unnu sigra og töpuðu til skiptis þannig að það gustaði vel af og gerð- ist mikið.“ - Eftir það taka við ár á Alþingi og við kennslu í Háskóla íslands. Varst þú kannski búinn að fá nóg af ís- lenskum stjómmálum þegar þér býðst að taka við stöðu sendiherra í Genf? „Ég held ég hafi bara veriö búinn með kvótann, ef ég get orðað það svo. Svo var það nú umtalað á milU okkar Irmu að ég skyldi ekki vera meira en tiu ár í pólitíkinni þannig að það lá nokkuð beint við fyrir mig að snúa mér að einhverju öðru. Þeg- ar ég kom til Genfar þekkti ég nokk- uð vel til. Ég hafði oft komið hingað á fundi þingmannanefndar EFTA og var því vel inni í þeim málefnum sem sneru að íslandi og Evrópu. Áður en ég kom út var ég líka formaður nefndar sem samdi ritröð um Evr- ópumálin, nefnd um stefnu íslands gagnvart Evrópubandalaginu, þann- ig aö ég var á kafi í þéssum málum. Starfslega séð var staðan í Genf nán- ast rökrétt framhald, ef svo má segja. Og ég sakna þess ekki aö vera ekki lengur í hringiðu íslenskra stjóm- mála því hér í Genf finnst mér ég fást við alvöra stjórnmál." Mikil vonbrigði - Síðustu fjögur árin hefur mikið vatn runnið til sjávar, EES-samning- urinn komið til og gífurleg þróun átt sér stað innan álfunnar. Hvemig meturðu þann árangur sem náðst hefur innan EFTA á þessum tíma? „Það er náttúrlega búið að snúa öllu á haus í álfunni, bijóta niður Berlínarmúrinn og allar forsendur undir Evrópusamstarfiö era mjög breyttar. Sá árangur hefur náðst að búið er að gera EES-samninginn og ég held að hann komist til fram- kvæmda um næstu áramót. Ég tel EES-samninginn vera mjög góðan samning fyrir ísland en viö vitum hins vegar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslu um EES í Sviss settu strik í reikninginn og mér brá við, enda ljóst að byija þurfti samningaþófið upp á nýtt. Fyrir atkvæðagreiðsluna var búið að telja öllum trú um að þetta myndi hafast, að Svisslending- ar myndu greiða atkvæði með samn- ingnum. Það virtist vera ríkjandi skoðun fram undir það síðasta hjá helstu oddvitum Svisslendinga og svissnesku ríkisstjórninni og það gerði því vonbrigðin ennþá meiri þegar niðurstöður vora ljósar. Samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði væri fyrir löngu kominn til framkvæmda hefðu Svisslending- ar ekki hafnað honum. Og nú hggur Kjartan ásamt Matthíasi Á. Mathiesen á góðri stundu. Mun Kjartan opna EFTA-dyrnar i átt til Austur-Evrópu. „Þaö er ekki hægt að taka þessi riki inn í EES að öllu leyti. Þetta verður allt að fara svolítið eftir aðstæðum." ari pólitíska samvinnu og sameigin- fyrir að fimm EFTA-þjóðir hafa þeg- ar sótt um aðild að Evrópubandalag- inu og fara sjálfsagt þangað, sumar fyrr en aðrar. Hins vegar taka aðild- arviðræður við Evrópubandalagið langan tíma og það þarf staðfestingu þjóðþinga sem tekur sinn tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft vit- um við hreinlega ekki hvemig Evr- ópa á að vera í laginu. Teldum við okkur hafa vitað það kom það í ljós í sambandi við Maastricht-samkomu- lagið að það var bara misskilningur. Maastricht-samkomulagið er byggt á forsendum sem vora fyrir hendi áöur en múrinn féll og þó að menn séu búnir að samþykkja Maastricht þá er innihald þess, að mínu mati, miklu minna virði en menn ætluðu sér. Ég held að það sé ljóst að EB-lönd- in, sem heild, era ekki á leiðinni inn í myntbandalag í bráð og þau eru heldur ekki tilbúin til að taka upp sameiginlega öryggismálastefnu. Svo stendur á okkur spumingin um þróunina í Mið- og Austur-Evrópu og hvemig við eigum að bregðast við henni. Þessar þjóðir vilja inn í EB en það vita allir að þær uppfylla ekki þau skilyrði sem aðild krefst, a.m.k. ekki í bráö.“ Farið of geyst í samrunann - En hvers vegna era stoðir evr- ópskrar samrunastefnu eins veikar og bæði EES-samningurinn og Maastricht-samkomulagið bera glöggt vitni um? „Eitt af því sem sameinaði.menn áður var ógnin úr austri. En nú er sú ógn ekki lengur fyrir hendi þann- ig að allar hugmyndir til náins sam- starfs á þeim forsendum eru brostn- ar. Þetta var ástand sem menn höfðu lifað við nokkuð lengi og það var allt í föstum skorðum. Ofan á þetta bæt- ist að þróun Evrópubandalagsins hefur verið skrykkjótt; stundum hef- ur þróunin verið hröð hjá bandalag- inu en svo hefur kannski liðið heill áratugur án þess að nokkuð sérstakt hafi verið að gerast. Það er mín skoð- un að menn hafi hitt á rétta bylgju í samrunaþróuninni með innri mark- aðinn en síðan hafi þeir farið of geyst þegar þeir ætluðu að taka upp nán- lega mynt. Ef ekki hefði orðið þessi mikla upp- stokkun í Evrópu þá hefðu menn kannski haft það af að stíga einhver skref til viðbótar. En þeir tefldu á tæpasta vað miðað við nýjar aðstæð- _ur og í raun fóra menn lengra heldur en þjóðir þeirra vora tilbúnar að kyngja, eins og atkvæðagreiðslumar um EES í Sviss og um Maastricht í Danmörku sönnuðu." EFTAgætigegnt auknu póli- tísku hlutverki - Ætlar Kjartan Jóhannsson að láta mikið að sér kveða sem næsti fram- kvæmdastjóri EFTA? „Ég held að þetta verði mjög vanda- samt starf þar sem fyrir liggur að ýmsar aðfidarþjóðir séu á leiðinni inn í EB. Á sama tíma getur vel ver- iö að einhveijar nýjar hugmyndir þróist í Evrópu um það hvemig skip- anin eigi að vera og kannski fæ ég tækifæri til að taka þátt í því. Þjóðir á svipuðu þróunarstigi geta fylgt sama farveginum og uppfyllt sömu skilyrðin gagnvart Evrópusamstarfinu. En þeg- ar þjóðir á mismunandi þróunarstigi þurfa að vinna saman þá er augljóst að leita þarf nýrra leiða um það hvem- ig skipuleggja eigi samstarfið. Og það eiga menn alveg eftir að gera. Fríverslunarsamtökin, EFTA, era ópóhtísk samtök og þau geta haft hlutverk sem slík. En EFTA gæti líka tekið á sig einhveija póhtíska ábyrgð, t.d. orðið samráðsvettvangur varðandi eitthvað meira heldur en bara hrein viðskiptamál. Það hefur örlað á þessari tilhneig- ingu hjá EFTA-ríkjunum því þau hafa brotið gömlu prinsippin með því að koma sameiginlega fram á t.d. ráðstefnu um frið í Mið-austurlönd- um sem er alveg nýtt fyrir samtökin. Það er náttúrlega mjög erfitt að segja fyrirfram um hvernig þróunin verð- ur en það verður áreiðanlega heil- mikU geijun í gangi og vafaUtið era spennandi tímar fram undan. Ef aUar aðildarþjóðir, að íslending- um og Liechtensteinum undanskild- um, sækja hins vegar um og fara í EB þá verða samtökin væntanlega ekki rekin á þessum grunni. Þá verð- ur að finna löndunum sem eftir era annan hentugri farveg. Ég ætla að nota þann tíma sem ég hef, þar til ég tek við framkvæmdastjórastöð- unni í september á næsta ári, til að velta hlutunum fyrir mér, reyna að átta mig á því hver staðan sé og gera mina eigin úttekt á því.“ Móðgaðir út í Delors - En er líklegt að EFTA-dymar opn- ist í austurátt og að þannig öðlist EFTA nýtt hlutverk? „Jacques Delors, framkvæmda- stjóri EB, hefúr sagt opinberlega að aðild að EES sé kjörin leið fyrir ríkin í Austur-Evrópu. Það má halda því fram að það hafi verið móðgun við EFTA að hann skyldi segja þetta. Ríkin komast ekki inn í EES án þess að vera annaðhvort aðilar að EB eða EFTA. Hann segir ríkjunum aö þau komist ekki inn í EB. Þar með hlýtur Delors að vera að bjóða Austur- Evrópu inngöngu í EFTA. Gallinn er bara sá að Delors hefur náttúrlega ekkert með EFTA að gera. Hins veg- ar má vera ljóst að hann verður að segja þetta til þess að eitthvað gerist í málinu. Austur-Evrópuríkin sækj- ast eftir því að gerast aðilar að EB og því verður EB að láta það í ljós á þennan hátt að það sé ekki tíma- bært, EFTA eða EES henti þeim bet- ur á þessu stigi. Þó að einhveijir seu e.t.v. hálfþart- inn móðgaöir út í Delors þá viður- kenna allir að það hafi eiginlega ver- ið nauðsynlegt aö þetta kæmi frá honum. Hann getur hreyft við mál- um með slíkum yfirlýsingum, líkt og með yfirlýsingunni frá 1989, þar sem hann hvatti EB og EFTA til nánara samstarfs með stofnun EES. En þaö er hins vegar spuming hvort Austur- Evrópuríkin kveiki á þessu. Ég efast um að þau geri það fyrr en þau sjá að aðild að EB liggur ekki á borðinu. Það er ekki hægt að taka þessi ríki inn í EES að öllu leyti; þau geta kannski fengið 60-70% aðild að því. Þetta verður allt að fara svolítið eftir aðstæðum." - Það veröa spennandi úrlausnar- efin á borðinu hjá Kjartani Jóhanns- syni þegar hann tekur við fram- kvæmdastjórastöðu EFTA í sept- ember næstkomandi. Kjartan hefur komið víða við á löngum ferli. Hann lauk stúdentsprófi aöeins 19 ára gam- all, 29 ára var hann kominn með doktorsgráðu, 39 ára varð hann ráð- herra og 49 ára tók hann við sendi- herrastöðunni í Genf. Og þegar Kjartan verður 59 ára hefur hann væntanlega lokið fjögurra ára starfi sem framkvæmdastjóri EFTA. En hvað heldur Kjartan að taki við að því loknu - ætlar hann að skrá ævi- sögu sína eins og svo margir stjórn- málamenn hafa gert að loknum far- sælum starfsferli? „Nei, alveg örugglega ekkL Ég hef lesið svo margar lélegar ævisögur stjómmálamanna að ég er í raun steinhættur að lesa þær. Og síst af öllu vildi ég falla í þá gryfju sjálfúr. Ég vona hins vegar að það verði nú kannski eitthvað eftir af mér þegar ég verð 59 ára og að ég geti tckið mér eitthvað spennandi fyrir hendur, hvað og hvar sem það verður.“ Texti og myndir: Bryndís Hólm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.