Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Hártíska unga
fólksins í dag
Hártíska unga fólksins í dag er
mjög frjálsleg og létt. Áberandi er
hve lítíö er notað af hárlakki og
geli. Áhersla er lögð á að hárið sé
sem eðlilegast og fijálsast. Oft er
látíð nægja að blása það þannig
að klippingin njótí sín sem best.
Þannig hljómar tískuboðskapur-
inn fyrir þann vetur sem nú er að
líða.
Nú er í tísku að klippa hár ungu
stúlkunnar í styttur eða tjásur
þannig að mikil fjöðrun sé í því.
Þá er sítt hár einnig í tísku en það
er þá gjaman kiippt í styttur að
framan. Slík klipping er mjög vin-
sæl. Drengjakoliurinn er mjög
vinsæU hjá ungum stúlkum,
„stutt-sítt“ hár sem nær gjaman
niður yfir eyrun og niður á háls
aðaftan.
Bítlatoppurinn kemur
í dag er ungi herrann kUpptur í
jafnar styttur þannig að talsvert
sídd sé í hárinu. Hann fær sér
gjarnan strípur, oft ljósar. Herrar
era þó orðnir djarfari í strípuUt-
unum en áður var. Þá nota þeir
gjarnan skol til þess að skerpa eig-
in háraht.
Og nú skulu menn halda sér.
Samkvæmt nýjustu tískublöðun-
um frá París er þykki bítlatoppur-
inn að koma aftur. Hann er khppt-
ur þvert en þynntur að neðan, rétt
fyrir ofan augabrúnir.
MódeUn á forsíðunni em í fötum
frá Herramönnum en hin sem em
hér á síðunni í fötum frá tísku-
verslununum Plexiglas og Mótor.
Förðun annaðist Jóhanna Kondr-
up en Salon VEH sá um hár-
greiðsluna.
-JSS
Mjög einföld klipping sem auðvelt
er að eiga við. Með þessa klippingu
er nóg að blása hárið til að fá það
gott.
Frjálsleg lina þar sem toppurinn er Hárskraut er vinsælt og mikið gert
hafður aðeins síðari. að því að setja eína og eina skreytta
fléttu í hárið.
Þessi litblöndun er einnig mikið í tísku. Hins vegar ber að varast að nota
strípur sem skera sig mjög mikið frá hárinu, svo sem mjög rauðar.
Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari í Salon VEH, leggur síðustu hönd á
hárgreiðslu eins módelsins. DV-myndir Brynjar Gauti
Þessi lína er í tísku hjá unga manninum í dag, hárið er klippt í jafnar styttur
en siddin látin halda sér. Bartinn er klipptur á ská fram en kótelettubartinn
svokallaði sést ekki lengur. Ljósar strípur eru mikið í tisku nú.