Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Royal Academy of Art valdi verk hennar til sýningar: Auðveldara að vera listamaður á íslandi - segir Karólína Lárusdóttir sem er komin í hóp þekktari myndlistarmanna í Bretlandi „Þetta er bæöi listaverkabók og saga mín. Ég segi frá þegar ég byrj- aði aö mála eftir hlé en einnig rifja ég upp bernskuárin á íslandi. Þegar ég útskrifaöist úr listaskóla giftist ég og eignaðist börn. Síðan helgaði ég heimilinu alla mína krafta og datt aldrei í hug að taka upp pensil. Ég býst við að konum á íslandi finnist það skrítið," segir Karólína Lárus- dóttir myndlistarkona sem er að gefa út á næstu dögum bók sem Jónína Michaelsdóttir skráir. Karólína hef- ur verið búsett í Englandi frá árinu 1964 er hún hóf nám i listaháskólan- um Ruskin School of Art í Oxford. Eftir að hún lauk prófi þar árið 1967 fór hún í þriggja ára grafíknám við Barking College of Art. „Mér þótti aldrei neinn möguleiki að vinna meðan börnin voru lítil," segir hún. „Hins vegar byrja börnin fimm ára í skóla í Englandi og eru frá níu á morgnana til klukkan þrjú á daginn. Þegar yngra barnið mitt byrjaði í skóla átti ég því ailt í einu gríðarmikinn tíma fyrir sjálfa mig,“ segir hún ennfremur. Karólína á tvö börn, Stephen William og Samantha íris, sem eru 25 og 23ja ára. Þau hafa bæði stundað listnám. Karólína er tvígift; seinni maður hennar er dr. Frederick Henry Roberts sálfræðing- ur. „Sonur minn stundaöi nám í sama listaskóla og ég. Hann stundar núna fulla vinnu með myndlistinni. Það þekkist ekki í Englandi að fólk sem er nýútskrifað úr listaskóla setjist niður heima hjá sér og fari að mála. Menn verða að vinna fyrir sér fyrstu árin,“ segir hún. Væntingarnar minni í London Karólína segir að hún hafi verið beðin að gera bók í þrjú ár en alltaf frestað henni þangað til nú. „Ég er mjög ánægð með útkomuna og hvernig bókin var unnin. Hins vegar veit ég ekki hvernig aðrir munu taka henni. Ég veit í rauninni ekkert hversu margir þekkja mig hér á landi,“ segir hún. „Jónína reynir að fá fram í bókinni hvernig það sé fyr- ir listamann að starfa erlendis og hvort það sé ekki mjög ólíkt því sem þekkist hér á landi. Listamenn í út- löndum gera sér ekki jafn miklar vonir og menn hér. Þó íslenskir lista- menn telji stundum ekki nægilega mikiö fyrir þá gert hafa þeir þó allir jafna möguleika. Hér eru öll galierí á Utlu svæði og auðvelt að koma upp sýningum eða að skoða þær. í Eng- landi er allt svo stórt og vegalengdir langar á milli staöa. A vissan hátt er þvi miklu auðveldara að vera lista- maður á íslandi, auk þess sem allir þekkja aUa,“ segir Karólína en bætir við að möguleikarnir séu þó náttúr- lega meiri í Englandi. Turninn á Hótel Borg Karólína segir að það hafi í raun staðið henni nærri að setjast að er- lendis og um það fíallar hún mikið í bókinni. Móðir hennar, Daisy Saga Jósefsson, var alin upp í Bandaríkj- unum til fíórtán ára aldurs. Hún var dóttir Karólínu og Jóhannesar Jós- efssonar sem byggði Hótel Borg. „Móðir mín fékk mikið kúltúrsjokk þegar hún kom hingað til lands og sætti sig eiginlega aldrei við að hafa flutt, enda var hún á viðkvæmum aldri,“ segir Karólína sem er skírð í Ferðunum til íslands hefur fjölgað á undanförnum árum og nú hefur Karólina fastan samastað I Reykja- vik, enda kemur hún hingað tvisvar á ári. Hér er listakonan komin í uppvaskið. DV-myndir Brynjar Gauti Karólina Lárusdóttir myndlistarmaður hefur verið búsett i Englandi frá ár- inu 1964 og hefur vakið mikla athygli þar fyrir list sina. höfuðið á ömmu sinni. Karólína á tvö systkini, Hildi, sem er búsett í Jó- hannesarborg í Afríku, og Lúðvik sem er barnasálfræðingur í Kaup- mannahöfn. „Við systkinin búum öll erlendis. Móðir mín lést árið 1988 en faðir minn, Lárus Lúðvíksson, er enn á lífi. Hann verður áttræður í mars og ég fimmtug og þá höfum við systk- inin ákveðið að hittast,“ segir Karó- lína. „Ég fann mikið af fallegum og skemmtilegum myndum frá því í gamla daga sem birtast munu í bók- inni. Þar á meðal eru myndir frá Hótel Borg. Af ömmu sem bjó í turn- inum en þar dvaldi ég oft. Amma Karólína var alltaf mikill þráður í mínu lífi meðan hún var á lífi.“ Karólína kom ekki til íslands í langan tíma eftir að hún flutti til Englands og tengsl hennar við landið urðu því ekki mikil á tímabili. Hin síðari ár hafa ferðir hennar þó orðið mun fleiri, enda hefur Karólína kom- ið sér upp íbúð þannig aö hún á sinn fasta samastað í Reykjavík. Karólína hefur haldið fíórar sýn- ingar hér á landi sem allar hafa vak- ið mikla athygli. Tvær þeirra voru á Kjarvalsstöðum, ein í Nýhöfn og ein í Gallerí Borg. ísland hefur breyst „Mér hefur þótt þessi tími sem ég hef verið í Englandi alveg ótrúlega fljótur að líða. Þaö hefur svo margt breyst á íslandi frá því ég flutti héð- an. Mér finnst fólk miklu opnara og fijálslegra og ekki lengur í gildi öll þau boð og bönn sem hér ríktu áður fyrr. Það er mjög gott að koma hing- að þó ég finni oft hversu rniklu ég hef misst af.“ Karólína segir að hún hafi byrjað að mála smátt og smátt og var lengi að kynnast og komast inn í breska listaheiminn. „Þetta gerist á löngum tíma,“ segir hún. „Ég fór á námskeið og gekk í listafélög og fór upp frá því að kynnast öðrum listamönnum. Núna bý ég nálægt Cambridge þar sem mér líður mjög vel og er með mína eigin vinnustofu. Ég vinn mikið fyrir sýningar og reyni að vera með eitthvað nýtt á hverri þeirra. Ég mála í olíu og vatnslitum en hef gert lítið af grafík undanfarið. Listafélög- in í Bretlandi hafa haldið mér gang- andi því þau óska stöðugt eftir verk- um,“ segir hún. Völdu verk eftir Karólínu Karólína hefur verið mjög eftirsótt- ur listmálari. Sjálf telur hún að síð- astliðin tvö ár hafi verið mikill upp- gangstími fyrir sig. Hún hefur selt mikið af verkum og eftir henni er tekið. Verk eftir Karólínu var t.d. valiö tíl kynningar á Royal Academy Sommer Show og birtist í auglýsing- um í öllum helstu blöðum Bretlands um þá frægu og merku sýningu. „Það hefur haft mikil áhrif, t.d. hef ég feng- ið allnokkur boð um að halda sýning- ar. Royal Academy of Arts er með- limafélag sem ég er ekki aðili að. Þegar hringt var i mig og spurt hvort nota mætti mynd eftir mig í auglýs- ingar var ég upp með mér en taldi að mín mynd yrði meðal annarra. Ég varð þvi heldur betur undrandi þegar ég sá að myndin mín var sú eina sem skreytti auglýsinguna," segir myndlistarmaðurinn Karólína Lárusdóttir. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.