Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. NOVLMBER 1993 Fréttir Landbúnaðarráðherra snýr við blaðinu: Segir nú styrki til land- búnaðar 18,6 milljarða - en sagði þá vera 11 til 12 milljarða á landsfimdi Sjálfstæðisflokksins fyrir mánuði I GATT-tilboði ríkisstjómarinnar segir að ríkisstyrkur til landbúnaðar sé 18,6 milljarðar króna á ári. Þetta er um 2 miUjörðum hærri tala en fram kom í norrænni skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskólans í sumar og Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra opinberaöi. Þar var því haldið fram að ríkisstyrkur til íslensks landbúnaðar væri 16,7 millj- arðar króna. Þessa niðurstöðu gagnrýndi Hall- dór Blöndal landbúnaðarráðherra heiftarlega og sagði hann um 12 millj- arða. Á landsfundi Sjálfstæðisílokksins bætti Halldór um betur í ræðu sinni. Þar kallaði haxm tölumar í norrænu skýrslunni draugatölur. Hann sagð- ist hafa látið vinna nákvæma úttekt yfir heildarstuðning við landbúnað- inn hér á landi eftir forskrift OECD sem í framtíðinni ætti að tryggja að draugatölur, eins og þær sem birst hefðu í norrænu skýrslunni í sumar, skytu ekki upp kollinum. Halldór sagði orðrétt í raéðu sinni: „Á grundvelli norrænu skýrslunn- ar hefur því verið haldið fram að stuðningurinn við landbúnaðinn nemi 16-20 milljörðum króna sem er fásinna. Samkvæmt OECD-reikning- unum er það nær sanni að með því að fullur markaðsstuðningur sé reiknaöur inn í dæmið nemi þessi stuðningur í ár 11-12 milljörðum króna. Þar skakkar um 60-100 pró- sent og munar um minna.“ Ástæðan fyrir því að landbúnaðar- ráðherra skýrir frá því í GATT-til- boðinu að styrkurinn viö landbúnað- inn sé 18,6 milljarðar en ekki 11 til 12 milljarðar er sú að þar með fær hann heimild til að haekka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur og auka þar með vemdina til landbún- aðarins meðan á aðlögunartímanum stendur. Hagfræðideild Háskólans hefur gagnrýnt landbúnaðarráðherra fyrir þennan talnaleik hans. Nú segi land- búnaöarráðherra stuðninginn 2 milljörðum króna hærri en Hag- fræðistofnun sagði í sumar og land- búnaðarráðherra gagnrýndi hvað ákafast. Styrkir við landbúnaðinn 20 milljaröar Skýrsia GATT-tilboð Hagfræði- Landbúnaðar- ríkisstjórn- stofnunar ráðherra á — arinnar _iiáskólans_JandsfundS Markaðsstuðningur við íslenskan heimsmarkaðsverði og innanlands- landbúnað, sem er munurinn á veröi, er það sem menn kalla tollí- gildi eða innflutningsvernd. Við mat á erlendu viðmiðunarverði er í ís- lenska GATT-tilboðinu stuðst við sama verð og Norðmenn styðjast við. Það er talið eðlilegt þar sem Noregur liggur landfræðilega ámóta við heimsmarkaði og ísland. Hins vegar er ekki út í gegn stuðst við norska viðmiðunarverðið. í ákveðnum vöruflokkum, sem eru unnar kjöt- vörur, unnar mjólkurvörur og í sum- um tilvikum grænmeti, er fundið út lægra viðmiðunarverð en í norska tilboðinu. Þetta gagnrýnir Hagfræðistofnun líka. Hún spyr hvort hægt sé að rökstyðja að lægra heimsmarkaðs- verð á þessum vörum gildi fyrir ís- land en hin Norðurlöndin. Og þannig sé fundið út hærra tollaígildi og meiri innflutningsvemd en hefði orðið ef ráðuneytið hefði haldið sig við norska tilboðiö út i gegn. Ekki náöist í Halldór Blöndal vegna þessa máls í gær þar sem hann var á ferðalagi úti á landi. -S.dór Óveðursspá: viðbúnaður Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík í gærkvöld var talið líklegt að óveðursstjómstöð lög- reglunnar í Reykjavík yrði mönnuð vegna djúprar lægðar suður af land- inu. Stjómstöð Slysavamafélagsins var búin aö skipa björgunarsveitar- mönnum í Mosfellsbæ, Seltjarnar- nesi og Reykjavík í viðbragðsstöðu. Á veðurstofunni fengust þær fréttir i gærkvöld að lægð og 9 til 10 vind- stig væra suður af landinu og gert var ráð fyrir að lægðin myndi dýpka aðeins meira þegar nær drægi land- inu. Auk þess var búist við að hún færi hratt yfir og henni fylgdi mikill vindur. -pp Lífeyrissjóðir: Vextir lækka Bónus- og KEA-NETTÓ-slagurinn: Verðstriðið á Akureyri harðnar með hverjum degi - innkaupakarfan ódýrari 1 Bónusi en munurinn sáralítill Aðalfundur Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL, samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórnar þess efnis að beina því til lífeyrissjóða SAL, sem em 27 talsins, að lækka vexti lífeyrissjóðslána um 1% eða úr 7% í 6% frá og með 1. desember nk. Tillagan var samþykkt nær einróma. Útistandandi lán hjá sjóðum SAL nema núna 7 miUjörðum krór.a. -bjb Mannvirkjasjóður Nato hefur formlega samþykkt að veita 12 millj- ónir dollara eða jafnvirði 850 millj- óna króna til að ljúka við oliulagnir á Keflavíkurflugvelli. Samþykki Mánnvirkjasjóðsins dróst á langinn þar sem óljóst var hvert framlag Bandarikjanna yrði til framkvæmdanna en nú er ljóst að íslenskir aðalverktar munu sjá um framkvæmdina. Frá þessu var greint í fréttum Sjónvarps í gær. Áætlaðurverktímiereittár. -pp Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii: „Innkaupakarfa DV“ var ódýrari í Bónusi og KEA-NETTÓ á Akureyri í gær en í könnun DV fyrir 10 dögum. Lækkunin er þó umtalsvert meiri í NETTÓ og var innkaupakarfan þar í gær á 3.214 krónur miðað við 3.536 krónur fyrir 10 dögum en í Bónusi kostaði karfan í gær 3.119 krónur miöað við 3.247 krónur fyrir 10 dög- um. Verðmunurinn, sem var 289 krónur í fyrri könnuninni, var því ekki nema 95 krónur í gær. Af 14 vöruflokkum höfðu 9 lækkað í NETTÓ en 4 vom á sama verði og ein hafði hækkað. í Bónusi höfðu 10 vöruflokkar lækkað, þrír vom á sama verði en einn hafði hækkað. í fyrri könnuninni lá mesti munur- inn í verðinu Bónusi í vil í svínakóte- lettum, þær kostuðu þá 899 krónur en 1123 kr. í NETTÓ. í gær kostuðu þær enn 899 kr. í Bónusi en 898 krón- ur í NETTÓ og höfðu því lækkaö um 225 krónur. Af 14 vöruflokkum vom mun fleiri ódýrari í Bónusi í gær eða 10. Tveir vöruflokkar vom jafndýrir en 2 ódýrari í NETTÓ. Góð dæmi um hina höröu samkeppni er aö í Bónusi hafa tómatar lækkað úr 205 krónum frá fyrri könnun í 125 krónur og úr 204 krónum í 125 í NETTÓ. í mörgum vöruflokkum var verðmunurinn 1-3 krónur og vöruverðið lækkar á tug- um vöruflokka daglega. Mjólkin er t.d. enn á niðurleið og má segja að hún lækki að jafnaöi um krónu á dag. í gær kostaöi lítrinn 54 krónur í báðum verslununum og hafði lækkaö um 7 krónur í þeim báðum frá fyrri könnun. Af öðmm vöruflokkum, sem höfðu lækkað í báðum verslununum, má nefna smjörva, kínakál, haframjöl, Fanta og Coco Puffs. Stuttarfréttir NýrforaiaðurSAL Á aðalfundi Sarobands al- mennra lífeyrissjóða, SAL, í gær var kosinn nýr formaður. Bene- dikt Davíðsson gaf ekki kost á sér áfram og Gunnar J. Friðriksson var kosinn í hans stað. Daviðvillrifa Korpúlfsstaði Líflegar mnræður urðu á borg- arstjómarfundi í fyrrakvöld um Korpúlfsstaði. Þar tók Davfð Oddsson m.a. til máls þar sem hann sagðist vera fylgjandi þvi að Korpúlfsstaöahúsið yrði rifið og byggt aftur í sömu mynd. Landbúnaður styrktur mesthér Samkvæmt skýrslu, sem Eirík- ur Einarsson hefúr unniö og lögð verður fram hjá OECD, þá nýtur íslenskur landbúnaöiu- mestra ríkisstyrkja meöal OECD-landa. Bylgjan greindi frá þessu. Breyting á simanúmerum Póstur og sími hyggst gjörbylta símanúmerakerfinu eftir rúmt ár 1 samræmi við reglur EES. Svæð- isnúmerin verða lögð niður og ÖIl símanúmer verða sjö stafa. Tölu- stafurinn 5 mun bætast framan við öll sex stafa númer á höfuð- borgarsvæðinu og stafimir 55 fyrir framan fimm stafa númer. Samkvæmt Bylgjunni veröur gjaldskránni ekki breytt. Vaxtaiækkanir Vaxtabreytingadagur er á mánudaginn. íslandsbanki lækk- ar verötryggða vexti útlána um 0,15% og grunnvexti yfirdráttar- lána um 1%. Innlánsvextir gjald- eyrisreikninga lækka um 0,25 til 0,50% hjá Búnaöarbanka og 0,10 tll 0,50% hjá sparisjóðunum. Sparí8jóöir lækka vextí afurða- lána litillega. Þá lækka vextir Seðlabanka við innlánsstofiianir um0.1til0,5%. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.