Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 20. NOVLMBER 1993 Fréttir Landbúnaðarráðherra snýr við blaðinu: Segir nú styrki til land- búnaðar 18,6 milljarða - en sagði þá vera 11 til 12 milljarða á landsfimdi Sjálfstæðisflokksins fyrir mánuði I GATT-tilboði ríkisstjómarinnar segir að ríkisstyrkur til landbúnaðar sé 18,6 milljarðar króna á ári. Þetta er um 2 miUjörðum hærri tala en fram kom í norrænni skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskólans í sumar og Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra opinberaöi. Þar var því haldið fram að ríkisstyrkur til íslensks landbúnaðar væri 16,7 millj- arðar króna. Þessa niðurstöðu gagnrýndi Hall- dór Blöndal landbúnaðarráðherra heiftarlega og sagði hann um 12 millj- arða. Á landsfundi Sjálfstæðisílokksins bætti Halldór um betur í ræðu sinni. Þar kallaði haxm tölumar í norrænu skýrslunni draugatölur. Hann sagð- ist hafa látið vinna nákvæma úttekt yfir heildarstuðning við landbúnað- inn hér á landi eftir forskrift OECD sem í framtíðinni ætti að tryggja að draugatölur, eins og þær sem birst hefðu í norrænu skýrslunni í sumar, skytu ekki upp kollinum. Halldór sagði orðrétt í raéðu sinni: „Á grundvelli norrænu skýrslunn- ar hefur því verið haldið fram að stuðningurinn við landbúnaðinn nemi 16-20 milljörðum króna sem er fásinna. Samkvæmt OECD-reikning- unum er það nær sanni að með því að fullur markaðsstuðningur sé reiknaöur inn í dæmið nemi þessi stuðningur í ár 11-12 milljörðum króna. Þar skakkar um 60-100 pró- sent og munar um minna.“ Ástæðan fyrir því að landbúnaðar- ráðherra skýrir frá því í GATT-til- boðinu að styrkurinn viö landbúnað- inn sé 18,6 milljarðar en ekki 11 til 12 milljarðar er sú að þar með fær hann heimild til að haekka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur og auka þar með vemdina til landbún- aðarins meðan á aðlögunartímanum stendur. Hagfræðideild Háskólans hefur gagnrýnt landbúnaðarráðherra fyrir þennan talnaleik hans. Nú segi land- búnaöarráðherra stuðninginn 2 milljörðum króna hærri en Hag- fræðistofnun sagði í sumar og land- búnaðarráðherra gagnrýndi hvað ákafast. Styrkir við landbúnaðinn 20 milljaröar Skýrsia GATT-tilboð Hagfræði- Landbúnaðar- ríkisstjórn- stofnunar ráðherra á — arinnar _iiáskólans_JandsfundS Markaðsstuðningur við íslenskan heimsmarkaðsverði og innanlands- landbúnað, sem er munurinn á veröi, er það sem menn kalla tollí- gildi eða innflutningsvernd. Við mat á erlendu viðmiðunarverði er í ís- lenska GATT-tilboðinu stuðst við sama verð og Norðmenn styðjast við. Það er talið eðlilegt þar sem Noregur liggur landfræðilega ámóta við heimsmarkaði og ísland. Hins vegar er ekki út í gegn stuðst við norska viðmiðunarverðið. í ákveðnum vöruflokkum, sem eru unnar kjöt- vörur, unnar mjólkurvörur og í sum- um tilvikum grænmeti, er fundið út lægra viðmiðunarverð en í norska tilboðinu. Þetta gagnrýnir Hagfræðistofnun líka. Hún spyr hvort hægt sé að rökstyðja að lægra heimsmarkaðs- verð á þessum vörum gildi fyrir ís- land en hin Norðurlöndin. Og þannig sé fundið út hærra tollaígildi og meiri innflutningsvemd en hefði orðið ef ráðuneytið hefði haldið sig við norska tilboðiö út i gegn. Ekki náöist í Halldór Blöndal vegna þessa máls í gær þar sem hann var á ferðalagi úti á landi. -S.dór Óveðursspá: viðbúnaður Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík í gærkvöld var talið líklegt að óveðursstjómstöð lög- reglunnar í Reykjavík yrði mönnuð vegna djúprar lægðar suður af land- inu. Stjómstöð Slysavamafélagsins var búin aö skipa björgunarsveitar- mönnum í Mosfellsbæ, Seltjarnar- nesi og Reykjavík í viðbragðsstöðu. Á veðurstofunni fengust þær fréttir i gærkvöld að lægð og 9 til 10 vind- stig væra suður af landinu og gert var ráð fyrir að lægðin myndi dýpka aðeins meira þegar nær drægi land- inu. Auk þess var búist við að hún færi hratt yfir og henni fylgdi mikill vindur. -pp Lífeyrissjóðir: Vextir lækka Bónus- og KEA-NETTÓ-slagurinn: Verðstriðið á Akureyri harðnar með hverjum degi - innkaupakarfan ódýrari 1 Bónusi en munurinn sáralítill Aðalfundur Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL, samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórnar þess efnis að beina því til lífeyrissjóða SAL, sem em 27 talsins, að lækka vexti lífeyrissjóðslána um 1% eða úr 7% í 6% frá og með 1. desember nk. Tillagan var samþykkt nær einróma. Útistandandi lán hjá sjóðum SAL nema núna 7 miUjörðum krór.a. -bjb Mannvirkjasjóður Nato hefur formlega samþykkt að veita 12 millj- ónir dollara eða jafnvirði 850 millj- óna króna til að ljúka við oliulagnir á Keflavíkurflugvelli. Samþykki Mánnvirkjasjóðsins dróst á langinn þar sem óljóst var hvert framlag Bandarikjanna yrði til framkvæmdanna en nú er ljóst að íslenskir aðalverktar munu sjá um framkvæmdina. Frá þessu var greint í fréttum Sjónvarps í gær. Áætlaðurverktímiereittár. -pp Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii: „Innkaupakarfa DV“ var ódýrari í Bónusi og KEA-NETTÓ á Akureyri í gær en í könnun DV fyrir 10 dögum. Lækkunin er þó umtalsvert meiri í NETTÓ og var innkaupakarfan þar í gær á 3.214 krónur miðað við 3.536 krónur fyrir 10 dögum en í Bónusi kostaði karfan í gær 3.119 krónur miöað við 3.247 krónur fyrir 10 dög- um. Verðmunurinn, sem var 289 krónur í fyrri könnuninni, var því ekki nema 95 krónur í gær. Af 14 vöruflokkum höfðu 9 lækkað í NETTÓ en 4 vom á sama verði og ein hafði hækkað. í Bónusi höfðu 10 vöruflokkar lækkað, þrír vom á sama verði en einn hafði hækkað. í fyrri könnuninni lá mesti munur- inn í verðinu Bónusi í vil í svínakóte- lettum, þær kostuðu þá 899 krónur en 1123 kr. í NETTÓ. í gær kostuðu þær enn 899 kr. í Bónusi en 898 krón- ur í NETTÓ og höfðu því lækkaö um 225 krónur. Af 14 vöruflokkum vom mun fleiri ódýrari í Bónusi í gær eða 10. Tveir vöruflokkar vom jafndýrir en 2 ódýrari í NETTÓ. Góð dæmi um hina höröu samkeppni er aö í Bónusi hafa tómatar lækkað úr 205 krónum frá fyrri könnun í 125 krónur og úr 204 krónum í 125 í NETTÓ. í mörgum vöruflokkum var verðmunurinn 1-3 krónur og vöruverðið lækkar á tug- um vöruflokka daglega. Mjólkin er t.d. enn á niðurleið og má segja að hún lækki að jafnaöi um krónu á dag. í gær kostaöi lítrinn 54 krónur í báðum verslununum og hafði lækkaö um 7 krónur í þeim báðum frá fyrri könnun. Af öðmm vöruflokkum, sem höfðu lækkað í báðum verslununum, má nefna smjörva, kínakál, haframjöl, Fanta og Coco Puffs. Stuttarfréttir NýrforaiaðurSAL Á aðalfundi Sarobands al- mennra lífeyrissjóða, SAL, í gær var kosinn nýr formaður. Bene- dikt Davíðsson gaf ekki kost á sér áfram og Gunnar J. Friðriksson var kosinn í hans stað. Daviðvillrifa Korpúlfsstaði Líflegar mnræður urðu á borg- arstjómarfundi í fyrrakvöld um Korpúlfsstaði. Þar tók Davfð Oddsson m.a. til máls þar sem hann sagðist vera fylgjandi þvi að Korpúlfsstaöahúsið yrði rifið og byggt aftur í sömu mynd. Landbúnaður styrktur mesthér Samkvæmt skýrslu, sem Eirík- ur Einarsson hefúr unniö og lögð verður fram hjá OECD, þá nýtur íslenskur landbúnaöiu- mestra ríkisstyrkja meöal OECD-landa. Bylgjan greindi frá þessu. Breyting á simanúmerum Póstur og sími hyggst gjörbylta símanúmerakerfinu eftir rúmt ár 1 samræmi við reglur EES. Svæð- isnúmerin verða lögð niður og ÖIl símanúmer verða sjö stafa. Tölu- stafurinn 5 mun bætast framan við öll sex stafa númer á höfuð- borgarsvæðinu og stafimir 55 fyrir framan fimm stafa númer. Samkvæmt Bylgjunni veröur gjaldskránni ekki breytt. Vaxtaiækkanir Vaxtabreytingadagur er á mánudaginn. íslandsbanki lækk- ar verötryggða vexti útlána um 0,15% og grunnvexti yfirdráttar- lána um 1%. Innlánsvextir gjald- eyrisreikninga lækka um 0,25 til 0,50% hjá Búnaöarbanka og 0,10 tll 0,50% hjá sparisjóðunum. Sparí8jóöir lækka vextí afurða- lána litillega. Þá lækka vextir Seðlabanka við innlánsstofiianir um0.1til0,5%. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.