Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 56
Frjálst,óháð dagblað Útgáfa Tímans á heljarbrún ósættis og flárhagsörðugleika: Uppgjðf til umræðu - milljónir hafa tapast - algert ráðaleysi ríkjandi, segir Steingrímur Hermannsson „Það veröur að segjast að það hefur ríkt algjört ráðaleysi hjá stjómendum Tímans. Fram- kvæmdastjórinn fór því honum fannst þetta svo stjómlaust. Það eina sem hefur gerster að stjómin kaus sér formann sem hefur pró- kúmna. Ég hef hins vegar ekkert skipt mér af þessum málum eftir að ég sagöi mig úr stjórninni. Satt að segja hef ég forðast að setja nokkura framsóknarsthnpil á þetta. En því míöur hafa fyrstu sporin verið slæm og þeir hafa misstigið sig illa,“ segir Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Hörð átök hafa veriö að undan- fömu innan stjómar Mótvægis hf., sem gefur út Timann, og í kjölfarið hafa margir starfsmenn Tímans sagt upp störfum. Ráðning Þórs Jónssonar sem ritstjóra mæltist víða illa fyrir og í kjölfarið hætti fréttastjórinn, Birgir Guðmunds- son. Samkvæmt heimildum DV hefur rekstur Tímans gengiö mjög ilia að undanfómu. í raun rær stjórn Mótvægis lífróður frá degi til dags til að tryggja áframhaldandi útgáfu blaðsins. Til tals hefur komiö að hætta útgáfunni. Til að bjarga út- gáfunni um stundarsakir hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar lofaö einhverju flármagni. í áætlunum var gert ráð fyrir að tapið yrði um 11,7 milljónir á árinu en nú er ljóst aö það verði mun meira. Ljóst er að allt það nýja hlutafé sem hefur safnast og fengist greitt á árinu er uppurið, alls um 15 milljónir. Áskrifendum hefur ekki flölgað þrátt fyrir áskriftar- söfnun, auglýsingar hafa dregist saman og mikill kostnaður verið vegna flutnings í nýtt húsnæöi og breytinga i starfsmannahaldi. A fundi Mótvægis á fimmtudag- inn var Bjami Þór Óskarsson kos- inn nýr stjómarformaður í stað Jóns Sigurðssonar sem sagði af sér formennsku fyrir skömmu. Um daglegan rekstur mun Ágúst Þór Ámason sjá í umboði Bjarna Þórs. Frá því Jón Sigurðsson sagði af sér formennsku hefúr Steingrímur Gunnarsson haldið um stjórnvöl- inn. Honum til aðstoðar hefur verið Guðmundur Löve sem tók að sér rekstrarráögjöf eftir skyndilega uppsögn Hrólfs ÖMssonar fram- kvæmdastjóra. Aðspurður segir Steingrímur Hermannsson af og frá að Fram- sóknarflokkurinn taki útgáfu Timans yfir á nýjan leik. Flokkur- inn taki af heiiindum þátt í að byggja blaðið upp. Hins vegar komi til álita aö gefa út nýtt blaö fari núverandi útgefendur í þrot. „Það er verið að kanna stöðu fé- lagsins en það er of snemmt að segja nokkuð til um framhaldið. Vissulega eru erfiðleikar i rekstr- inum og væntanlega verður tekin ákvörðun um framhaldið á allra næstu dögum. Við þurfum örlítið andrými,“ segir Bjarni Þór Óskars- son. -kaa LOKI Svonadrepa menn tímann þarna! Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýnar á mánudag Á sunnudag verður víðast fremur hæg suðvestlæg átt, él sunnan- og vestanlands en bjart veður norðaustanlands, hiti 0-5 stig. Á mánudag verður vaxandi sunnanátt og hlýnandi veður, rigning um mestallt land, fyrst vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 F R É X X 62 • A S K 25 •0 X 1 Ð 25 x Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. KiTstjorn - Augiysingar - Askríft - Dreifing: Sími 63 2700 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993. Hálsbrotin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sextán ára stúlka liggur hálsbrotin á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir að hafa lent í átökum á Akureyri um síðustu helgi. Samkvæmt framburði vitna mun stúlkan hafa sparkað til tveggja pilta. Annar þeirra náði taki á fæti hennar og skall stúlkan með höfuðið í götuna. Hún var flutt á slysadeild á Akureyri en var ekki talin alvar- lega slösuð. Stúlkan mun svo hafa verið komin suður á land þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli hennar voru. lANDSSAMBAND ÍSI . RAKVKRK l'AKA Borgarspítalinn: Óskar eftir f undi með ráðherra Stjórn Borgarspítalans hefur sam- þykkt ályktun þar sem stjórnin seg- ist ekki geta tekið ákvörðun um framtíðarrekstur leikskóla spítalans. Stjórnin bendir á að heilbrigðisráð- herra hafi hafnað tillögu stjómar- innar um að halda rekstri leikskól- anna svo til óbreyttum þar sem ríkið greiddi 16 þúsund krónur, sveitarfé- lögin sex þúsund og foreldrar 16.400 krónur á mánuði með hverju bami. Stjórn Borgarspítalans hefur óskað eftir fundi með Guðmundi Árna Stef- ánssyni heilbrigðisráðherra vegna þessa máls. Starfsfólk Borgarspítalans hittist á fundi á mánudag til að ákveða fram- haldið en starfsfólkið haföi óskað eft- ir svari frá stjórn spítalans um rekst- ur leikskólanna í framtíðinni áður en það tæki ákvörðun um endur- ráðningu. -GHS Magnús Ver Magnússon og Manfred Höberl frá Austurríki voru efstir og jafnir á alþjóðlega aflraunamótinu, Víkinga- keppninni, sem nú stendur yfir hér á landi, þegar DV fór í prentun í gærkvöldi. Þeir voru þá með 10 stig hvor en Andrés Guðmundsson þriðji með 8 stig. Hleðslukeppni fór síðan fram í gærkvöldi en í dag klukkan 13 verður flugvélardráttur á Reykjavíkurflugvelli og keppni lýkur i Kaplakrika í Hafnarfirði klukkan 17.30. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.