Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Utlönd sig ekkert um Bandaríska tónskáldiö Irving Borlin spurði landa sína ckki álits áöur en hann samdi frægasta jólalag sögunnar, Hvít jól. Þar er mikið látið meö drauminn um hvít jól og liafa Bandaríkjamenn ekki þoraö að hreyfa andmælum. n með nýrri skoðanakönnum er nú búið að taka af öll tvímæli um aö vcstanhafs vilja menn rauð jól. í könnuninni kom fram að tveir þriöju aöspurðra vllja fremur sóla sig á jólunum en að horfa á frostrósir á glugga. Guðalmáttug- Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hefur brugðist ókvæöa viö [ hugmyndum jafnaöarmanna á þingi um að láta srika Guð almáttugan út úr þýsku stjómar- skránnL í nuverandi stjórnarskrá er oröum svo hagaö aö þjóöin hafi tekið viö plagginu vitandi um ábyrgð sína fyrir Guði og mönn- um. Nú er veriö að endurskoða stjórnarskrána og telja sljórnar- andstæðingar eðlilegt aö blanda Guöí ekki í þýsk stjórnmál. Fyrsta kvenna- Fyrsta hverfastöö lögreglunnar í Tokyo sem eingöngu er skipuð konum hefur tekið til starfa í Ginza-hverfinu setn þykir með því finna þar á bæ. Sex lögreglukonur eru á stöö- inni og eru þær allar meistarar í júdó, aikido og öðntm austræn- um bardagalistum. ; Reuter 111 Játyarður prins sendir slúðurblöðum Bretlands hjartnæma ósk með faxi: Látið hana vera því við erum bara vinir - sagði Játvarður í faxinu en gömul slúðurhjörtu tóku kipp við að sjá nýja Díönu „Eg gríp til þessa óvenjulega ráös til að koma í veg fyrir að þið blaða- menn og ljósmyndarar spilliö þess- um þætti í lífi mínu. Við Sohpie erum bara vinir og höfum ekki í hyggju aö eigast. Látið hana því í friði,“ stendur í faxi sem Játvarður prins sendi í gær öllum helstu fjölmiölum Bretlands eftir að opinbert varö að hann ætti vingott viö stúlku að nafni Sophie Ryhs-Jones. Faxið kom þó fyrir lítið því í morg- un fóru blöðin hamfórum og hirtu fréttir af öllum mögulegu og ómögu- legu um Sophie. Henni er umsvifa- laust líkt við Díönu prinsessu og setti The Sun saman nýyrðið „dlík“ - úr Díana og lík - til að lýsa því hvernig Soj)hie svarar til Díönu. I öðrum blöðum er vakin athygh á að hún sé af alþýðufólki komin en samt tiginfogur á að sjá. Sophie vinn- ur viö almannatengsl og vera má að hún hafi átt frumkvæðið aö faxinu gagnslausa. Sophie viðurkenndi í gær aö hún og Játvarður hefðu veriö saman í þijá mánuði en lagði áherslu á aö fyrst og fremst væri um vinskap aö ræða og áform um giftingu ekki á döfinni. Hann er 29 ára gamall, hálf- sköllóttur, en hún 28. í Buckinghamhöll er engar upplýs- ingar aö hafa um samdráttinn. Elísa- bet drottning er búin að læra fyrir löngu aö best er að hafa sem fæst orð um ástarmál bama sinna. í gær gat Sophie ekki farið eitt fót- mál án þess að mæta ljósmyndara. Ritstjóri The Mirror hét því þó í gær að þeirra menn myndu hvorki skríða um garöa né liggja 1 limgerðum til að ná myndum afSophie. Reuter ort> t&nm TOKomiBS suta>S u> ÍV2Í5LW JIT« uapocvtity, 5t #mm í« æsariía - m swiy-æ** ««*»''***> : W gcgíl Í3R.«6ö; i' SJfe ÍÍ.13SH303 «*W58»' i m tevz stttoKS-S to ssi kaa 1 ■'** « *** 5» w 0? »»wwy. >**:1 . -X .. S.. ..___PiðíltlS vV.O V'ni tOí; agxcaljý *s i ii •”>»« IBSSIi iOTMÍPWitWXÍ Faxið frá Játvarði er óvenjulegt. Það hafði ekki áhrif. Sophie Ryhs-Jones þykir sláandi lík Díönu prinsessu. „Hún er „dlík“ sögðu blöðin í morgun og virða að vettugi frómar óskir Játvarðar um að láta hana Sophie hans í friði. Símamynd Reuter Játvarður og Sophie á götu i Lund- únum. Þau hafa verið saman i þrjá mánuði án þess að nokkur vissi. Líttu á verðið!! SEVERIN raftækin eru v-þýsk gæðavara á verði, sem á sér vart hliðstæðu hérlendis. SEVERIN raftækin hafa verið seld hér í fast að 50 ár og tryggir frábær reynsla gæðin. Hagstæð magninnkaup okkar tryggja lægsta mögulegt verð og getum við nú boðið yfir 60 gerðir af þessum gæðatækjum! Brauðristar frá kr. 2.175. Djúpsteikingarpottar Ávaxtapressur frá kr. 3.990. frá kr. 6.603. Hraðsuðukönnur frá kr. 2.841 Kaffivél, sem sýður vatnið sjálf, kr. 12.255. Aðrar kaffikönnur frákr. 1.710. (Allt verð er með 5% staðgreiðsluafslætti). Einar Vöfflujárn frá kr. 3.790. Gufustraujárn frá kr. 2.841. Hárblásarar frá kr. 1.416. Dósaopnarar frá kr. 1.796. Borgartúni 28 "S 622901 og 622900 Komið í verslun okkar í Borgartúni 28 eða til einhvers umboðsmanna okkar og skoðið úrvalið af SEVERIN raftækjunum! Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavik. Samkaup, Keflavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði. Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi., Vélsmiðja Tálknafjarðar. Versl. G. Sigurðssonar, Þingeyri. Rafsjá, Bolungarvík. Straumurhf., ísafirði. Kf. Steingrlmsfjarðar, Hólmavik. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Versl. Sel, Skútustöðum. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavík. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Hérðasbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Seifossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.