Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Fréttir______________________________________________
Fj ölbrautaskólinn á Suðurlandi:
Verktaki neitar að
gef a 10 ára ábyrgð
rnálinu hugsanlega skotið til gerðardóms
Ósætti hefur komið upp milli Sig-
fúsar Kristinssonar, byggingaverk-
taka á Selfossi, og byggingamefndar
Fjölbrautaskólans á Suðurlandi,
vegna kröfu byggingamefndar um
tíu ára verktakaábyrgð á 1.200 fer-
metra hallandi glugga í Fjölbrauta-
skólanum. Byggingamefndin hefur
stöðvað greiðslu til verktakans
vegna þess að hann boraöi glugga-
ramma í seinni helming stærsta
glugga á íslandi íjórum sinnum þétt-
ar en átti aö gera. Byggingamefndin
er óánægð með þessi mistök og hefur
krafist þess að byggingaverktakinn
ábyrgist gluggann í tíu ár.
„Þeir tóku upp á því fyrir tveimur
og hálfum mánuði að heimta tíu ára
ábyrgð á allan stóra gluggann móti
suðri og stoppuðu allar greiðslur til
mín um leið þó að það væri hvergi
orð um þetta í útboösgögnum. Eg
talaði við mann í Reykjavík sem sér
um byggingar og hann sagöi að ég
mætti ekki gefa þessa ábyrgð þvi að
þeir ættu það til að koma tíu ára við-
haldi yfir á verktakana og neita að
borga,“ segir Sigfús Kristinsson
byggingaverktaki.
Byggingaverktakinn hefur gefið
byggingarnefndinni frest fram á mið-
vikudag til að greiða sex miiljónir
króna fyrir gluggarammana og
reyna lögfræðingar nú að ná sáttum
í máiinu. Ef ekki hefur náðst sam-
komulag á miðvikudag verður mál-
inu skotið til gerðardóms.
-GHS
Niðurstöður mats Kj ararannsóknanefndar:
Kaupmáttarrýrnun á
seinni hluta ársins
Kjararannsóknanefnd birti nýver-
ið niöurstöður mats á launum á 3.
ársfjórðungi hjá aöildarmönnum
innan ASÍ. Helstu niðurstöður eru
þær aö greitt tímakaup í dagvinnu
hækkaði um 1,4% frá þriðja ársfjórð-
ungi 1992 til sama tímabils 1993 hjá
landverkafólki innan ASÍ. Vísitala
framfærslukostnaðar hækkaði um
5% á sama tímabili, þannig að kaup-
máttur greidds tímakaups í dag-
vinnu minnkaði um 3,4%. Kauptaxt-
ar flestra starfshópa voru óbreyttir
á tímabilinu.
Mánaðarlaun landverkafólks inn-
an ASÍ í fullu starfi hækkuðu um
3,2% frá þriðja ársfjórðungi 1992.
Kaupmáttur heildarlauna rýmaði
þvi um 1,7%. Heiidarlaun hækkuðu
mest hjá verkafólki og iðnaðarmönn-
um en skýringin felst aðallega í því
að vinnuvikan hjá þeim starfstéttum
lengdist um um það bil eina klukku-
stund. -ÍS
100.000
60.000
20.000
Mánaðarlaun fólks í fullu starfi
— á þriöja ársfjórðungi 1992 og 1993 —
Mánaöarlaun 1993
140.000
1-
0-
-i:
-3;
-5 -
Breyting á kaupmætti
1> »
Hagkaup kynnir nýjar reglur:
Sektar heildsala ef vörur vantar
„Já, við höfum sett reglur um með-
höndlun í þeim tilvikum þegar ítrek-
að vantar í vörusendingar frá sama
heildsalanum. Það er hluti af ráðstöf-
unum sem við gerum til þess að
stemma stigu við rýmun," sagði Ósk-
ar Magnússon, forstjóri Hagkaups,
aðspurður hvort þeir væm famir að
sekta heildsala.
Hann kvaðst ekki geta nefnt upp-
hæðir í þessu sambandi en sagði að
þær væm ekki háar og einungis not-
aðar þegar ákveðið lágmark vantaði
upp á pantanir. „Þetta þekkist víða
erlendis og heildsalamir hér hafa
tekiö þessu vel. Það em allir sam-
mála um að þeir sem gera mistökin
eigi að bæta fyrir þau,“ sagði Óskar.
Enn hefur enginn verið sektaður
enda er verið að kynna þessa nýjung
um þessar mundir og verður svo
hvert tilvik metið fyrir sig.
-ingo
Aflamiðlun:
að landa úr
gámunum
Samheiji hf. á Akureyri og Afl-
amiðlun komust aö samkomulagi
um gámafiskinn sem Samherja-
menn fluttu út í liðinni viku, aUs
7 gáma, í óþökk Aflamiðlunar.
Samkomulagið snýst um þaö að
Samherji fær að landa fiskinum
gegn því að virða hér eftir niður-
stöðu Aflamiðlunar um úthlutun
heimilda til útflutnings á ísfiski.
Þá hafa Samherjamenn dregið
til baka kæru á hendur Aflamiðl-
un sem send var utanríkisráðu-
neytinu í síðustu viku. Aflamiðl-
un hefur óskað eftir því við emb-
ætti tollstjóra aö afturkalla beiðni
til tollayfirvalda erlendis að
koma í veg fyrir að gámunum
yrðilandaðþar. -bjb
Biluníborholu
Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði:
Dæla í borholu nr. 4 hjá Hita-
veitu Ólafstjarðar bilaði á dögun-
um. Varadæla var sett í gang en
þar sem hún er afkastaminni hef-
ur rennslí heita vatnsins í bæinn
minnkaö um 80 prósent.
Meðal annars varð að loka
sundlauginni í nokkra daga
vegna vatnsskorts.
Alþýðuflokkurinn:
Nef nd frestaði
afsögn sinni
Sjávarútvegsnefnd Alþýðu-
flokksins hefur ákveðið að fresta
afsögn sinni og skjóta máli sinu
tfl flokksstjómarfundar i janúar.
Magnús Jónsson, formaður
nefndarinnar, segir að nokkrir
nefndarmenn telji að við núver-
andi aðstæöur sé hlutverki
nefndarinnar sem „yfirfrakka á
tvíhöfðane£nd“ lokið en forystu-
sveit flokksins sé þeirrar skoðun-
ar að hlutverki hennar sé ekki
lokið. Á flokksstjórnarfundi í jan-
úar fáist á hreint hvernig landið
liggur.
-GHS
I dag mælir Dagfari______________
Áfengismeðferðargjald
Óbærileg spenna hefur ríkt í röð-
um drykkjumanna að undanfornu.
Eitt af því sem fjármálaráðherra
hafði lagt til við meðferð fjárlaga á
Alþingi var að leggja á svokallað
áfengismeðferðargjald tfl að drýgja
tekjur ríkissjóðs. Satt að segja var
ráðherrann búinn að leita dyrum
og dyngjum að einhveiju bitastæðu
til að skattleggja tfl viðbótar við
alla hina skattana en hafði ekkert
fundið nema þetta áfengismeðferð-
argjald.
I raun og veru hefur það lengi
farið í taugamar á ríkisstjóminni
að áfengissjúklingar hafa komist
upp með það að láta leggja sig inn
á Vog og aðrar skyldar stofnanir
án þess að borga fyrir þá þjónustu
sem heitið getur. Menn hafa sem
sagt komist upp með það að detta
í það og vera fullir lengi og geta svo
látiö renna af sér ókeypis, án þess
að ríkissjóður njóti góðs af afvötn-
uninni.
Svona gat þetta ekki gengið enda-
laust, enda sífellt nýir menn að
bætast í hóp þeirra sem þurfa á því
að halda aö láta renna af sér og
engin hemja að halda þessari af-
vötnunarþjónustu uppi án þess að
menn borgi skatt fyrir að vera
edrú.
Það er búið að skattleggja nánast
hvaðeina í þjóðfélaginu og þá aðal-
lega ódrukkið fólk og raunar líka
þá sem detta í það, vegna þess að
menn borga skatt tfl ríkisins þegar
þeir kaupa sér áfengi í ÁTVR. Nú
hefur það færst í vöxt í seinni tíð
að einstaklingar og heflar fjöl-
skyldur brugga landa í gríð og erg,
og lögreglan hefur ekki undan og
allur er þessi-landi drukkinn án
þess að ríkið njóti góðs af því og
ef fólk kemst upp með það að vera
drukkið, þá er aö minnsta kosti
ófært að láta það líka komast upp
með það ókeypis að láta renna af
sér inni á stofnunum sem ríkið
kostar.
Þetta er sem sagt skýringin á því
að fjármálaráðherra fann upp
áfengismeðferðargjaldiö sem er í
því fólgið að þegar menn komast í
slíkt óvit af langvarandi áfengis-
drykkju og vilja verða afturbata,
þá verða þeir að borga gjaldið í rík-
issjóð. Að öðrum kosti er ekki tekið
við þeim á endurhæfinguna og þeir
verða að vera fullir áfram.
Eitthvað hafa óbreyttir þing-
menn og þá aðallega stjómarand-
stöðuþingmenn haft við þetta með-
ferðargjald að athuga og menn hafa
verið að karpa um það niðri í þingi
að undanfomu hvort hleypa eigi
þingmönnum í jólafrí ef meðferðar-
gjaldinu er haldið tfl streitu. Þing-
menn vita sem er að margir kjós-
enda þeirra munu mótmæla því
kröftuglega ef þeir geta ekki látið
renna af sér ókeypis, því nógu and-
skoti dýrt hefur það verið fyrir þá
að drekka áfengið. Jafnvel landinn
er ekki ókeypis.
Fjármálaráðherra var búinn að
láta það berast tfl framsóknar-
mannanna í þinginu að áfengis-
’ meðíerðargjaldið væri út af borö-
inu ef framsóknarmennimir hög-
uðu sér vel og létu af málþófi og
þingið kæmist heim á skikkanleg-
um tima. En framsóknarmenn
tóku ekki nægilega mikið mark á
ráðherranum og þannig hefur þetta
meðferðargjald verið bæði úti og
inni, eftir því hve framsóknarmenn
hafa talað lengi. Það er þess vegna
sem forfallnir drykkjurútar og
langdrykkjumenn hafa þurft að
halda áfram drykkju sinni og ekki
getað látið verða af því að fara í
meðferð, vegna óvissunnar um það
hvort þeir hafa efni á afvötnuninni.
Menn hafa jafnan efni á drykkju-
skapnum en þeir hafa ekki efni á
afvötnun ef þetta meðferðargjald
leggst á.
Fjármálaráðherra lagði í fyrstu
til að gjaldið yrði lagt á. Svo dró
hann það tfl baka tfl að bhðka
stjórnarandstöðuna, en þegar
stjórnarandstaðan lét ekki blíðka
sig lét ráðherrann heldur ekki
blíðka sig og síðast þegar fréttist
var áfengismeöferðargjaldið í
limbói í umræðunni í þinginu og
úrsht ráðast algjörlega af því hvort
ráðherrann verður í góðu skapi
gagnvart framsóknarmönnum eða
ekki. Sem þýðir að drykkjumenn
sem vilja taka sig á eiga þaö undir
skaplyndinu hjá fjármálaráðherra
hvort þeir þurfa að borga fyrir að
láta renna af sér. Meðferðargjaldið
er sem sagt skiptimynt í þinginu,
eftir því hvemig hggur á ráðherr-
um og þingmönnum. Vonandi er
að reiðin renni af þeim, svo aðrir
geti látið renna af sér, án þess að
það verði þeim fjárhagslega ofviða.
Dagfari