Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
Merming___________________________________
Get ekki verið annað en
ánægður með viðbrögðin
- segir Birgir Sigurösson, höfundur Hengiflugsins
Birgir Sigurðsson er eitt helsta
leikritaskáld okkar íslendinga og
hafa öll hans leikrit vakið verðskuld-
aða athygh. Fyrir stuttu kom út
fyrsta skáldsaga Birgis, Hengiflugið,
skáldsaga sem gerist að mestu í
Reykjavík nútímans. Hengiflugið
hefur vakið viðbrögð hjá fólki, er
greinilega saga sem fólk hefur skoð-
anir á, margir eru hrifnir, aðrir síð-
ur, en greinilegt er að Hengiflugið
er skáldsaga sem hefur vakið meiri
athygli í ár en margar aðrar. í stuttu
spjalli um bókina var Birgir fyrst
spurður í ljósi velgengni hans sem
leikritaskáld hvers vegna hann sendi
ekki frá sér annað leikrit.
„Þessi skáldsaga hafði leitað lengi
á mig og sú tilfinning varð æ sterk-
ari, loks gat ég ekki veitt mótspymu
og skellti mér út í skriftimar á fullu.
Aðallega hef ég skrifað Hengiflugiö á
síðustu tveimur árum.“
Hengiflugið er saga sem gerist í
samtímanum. „Ég reyndi að njörva
hana niður í raunveruleikann.
Skáldskapur er ekki í mínum huga,
þótt hann sé það í augum sumra bók-
menntafræðinga, eins konar púslu-
spil sem gengur aðeins upp í sjálfu
sér. Hann verður að ganga upp í líf-
inu meö einhveijum hætti. Ef hann
gengur aðeins upp í sjálfum sér þá
er hann harla lítils virði.
Hvað varðar efnið þá vora það viss-
ir þættir í samtímanum sem bmnnu
á mér, án þess aö ég tilgreini það
nánar, tel mig hafa hafa komið þeim
til skila í bókinni. Það má kannski
segja að þráður bókarinnar sé sá
sami og í öllum mínum verkum, bar-
átta sannleika og lygi í maimlegu lífi,
eða þess sem við leyfum okkur að
kalla svo þegar við einfoldum mál-
in.“
Tilfinning fyrir persónum
Aðspurður hvort honum hafi veist
erfitt að finna persónum verksins
farveg í þjóðfélaginu sagði Birgir þaö
alls ekki vera.
„Það em tvær aðalpersónur í verk-
inu og tvær í viðbót sem einnig verð-
ur aö telja meginpersónur. En aftur
á móti reyni ég að skila öllum persón-
um hversu smálegt sem hlutverk
þeirra er, þannig að þær komi fram
sem persónur en ekki aðeins sem
fulltrúar einhverra viðhorfa. Þannig
birtist mér fólk í raunveruleikanum.
Ég vitna enn til raunveruleikans því
ég álít að skilin milli skáldskapar og
raunveruleika séu sáralítil. Það hgg-
ur einnig nálægt mér sem leikrita-
skáldi að hafa tilfinningu fyrir per-
sónum og hvers konar persónusköp-
un, þannig að sagan verður nokkurs
konar gallerí af persónum sem hafa
misjafnlega stóru hlutverkum að
gegna í sögunni."
Nú þykjast margir sjá fyrirmyndir
í bókinni?
Það er erfitt að svara þessu, ef ég
segði aö til væru fyrirmyndir, tækju
allir þaö bókstaflega og ef ég segði
að fyrirmyndir væru engar, héldu
Birgir Sigurðsson. Samtímasaga
sem gerist að mestu í Reykjavík.
alhr að ég væri að ljúga. Sannleikur-
inn er sá að oft er byggt á einhvers
konar fyrirmyndum, en þær um-
skapast og taka á sig sjálfstæða mynd
þannig að tengshn viö fyrirmyndina
rofna."
Vinn skáldsögu á
sama hátt og leikrit
„Ég hafði alveg sama hátt við þessa
skáldsögu og leikrit mín,“ segir Birg-
ir þegar hann er spurður um hvort
það sé öðmvisi að skrifa skáldsögu
en leikriti. „Fyrirhöfnin var engin
fyrir mig að breyta frá leikritsform-
inu yfir í skáldsöguformið. Það hefur
oft verið sagt, og ég held að það sé
rétt, að leikrit sé mun skyldara ljóði
en sögu, en ég hef alltaf vitað þaö
innra með mér að ég mundi eiga
auðvelt með að skrifa skáldsögu."
Sumar persónur í Hengifluginu fá
óbhða umfjöllun, persónur sem hægt
er að sjá samlíkingu við í raunveru-
leikanum. „Ég held að flest sem ég
hef skrifað hafi komið að einhveiju
leyti við kaunin á einhverjum og
hefur fólk oftar en ekki skipst í and-
stæðar fylkingar gagnvart verkum
mínum, ég nefni sem dæmi Dagur
vonar. Yfirleitt hreifst fólk af því
verki, en sumir hötuðu það. Ég hef
orðið var við það sama með Hengi-
flugið, það er til fólk sem er afskap-
lega mikiö á móti þessari sögu, svo
eru sem betur fer aðrir sem hafa
hrifist. Ég er mjög ánægður með við-
brögðin, ég get ekki verið annað, fólk
hefur komið til mín og hringt í mig
og talað við mig um þessa bók, hún
virðist hafa snert viö mörgum á þann
hátt sem ég sjálfur hafði gjaman ósk-
að mér og viðbrögðin hafa almennt
verið jákvæð.“
Hvað er framundan, leikrit eða
skáldsaga?
„Þaö er fuhsnemmt að svara því,
en það verður ömgglega annaðhvort.
-HK
Brynlelfur H. Steingrímsson og
Gudmundur Bjarnason.
Tveír læknar
meðljóðabók
Tveir þekktir læknar, Brynleif-
ur H. Steingrímsson, læknir á
Selfossi, og Guðmundur Bjama-
son, læknir á Landspítalanum,
leggjast á eitt í nýútkominni
ljóðabók, í Ijósi dags. Ljóðin era
eftir Brynleif en Guðmundur
myndskreytir bókina með teikn-
ingum. Hugmyndin að samvinnu
þeirra við Ijóðabókina kviknaði 1
fyrrasumar þegar þeir félagar
sphuðu golf saman einn góðviðr-
isdaginn. Ljóð Brynleifs hafa orð-
ið tU á nokkrum áratugum og
hafa mörg þeirra birst opinber-
lega. Sjálfur segir Brynleifur að
Ijóð hans eigj að tjá þær tilfinn-
ingar og þau vitundarsvið sem
öðruvfsi veröi ekki lýst.
JóhannG.sýnir
máhrerkogHall-
dérleikurlöghans
Þessa dagana stendur yfir mál-
verkasýning í Listhúsinu í Laug-
ardal á nýjum málverkum eftir
Jóhann G. Jóhannsson. Eru þetta
málverk sem hann hefur verið
að vinna að síöastliðið ár. Jóhann
er með fleiri jám í eldinum. Fyrir
stuttu kom út plata með lögum
hans, sem mörg hver eru meðal
klassískra dægurlaga og eru þau
Margir sjá lífsham-
ingjuna i formi lík-
amlegrar fegurðar
- segir höfundur unglingabókariimar Englakroppar
Helgi Jónsson hefur sent frá sér dvöl ungrar útlenskrar stúlku hjá
sína fjórðu skáldsögu og nefnist íslenskri fjölskyldu. Ég rcyni að sjá
hún Englakroppar. „Þetta er fyrst kómísku hliðina á þessu máh, ekki
og fremst gamansaga," segir höf- síst rembing föðurins við að vera
undur. „lættgeggjað grín. Mig lang- ehífðarunglingur á 17. ári þótt
aði UI að breyta um stíl og efni. hann sé aö nálgast fertugt og líka
Síðustu tvær bækur mínar, Nótt í rembing móðurinnar við að halda
borginni og Myrkur í mai, flöhuðu hkamlegri fegurð þótt aldurinn
um alvarlegt og aö sumra mati færist hratt yfir.“
þungt og viðkvæmt efni.“ - Nú er aðalpersónan útlensk
- Um hvað fjahar þá nýja bókin? stúlka. Er enska í bókinni?
„Bókin Qahar um þaö sem getur „Það var svo sannarlega vanda-
gerst þegar ung. útlensk stúlka mál þetta með tungumar, þ.e.a.s.
kemur inn á íslenskt heimilí sem íslenskunaogenskuna.ÉglætMic-
au-pair stúlka. Stúlkan heitir Mic- helle nota sína tungu að mestu.
helle og er 18 ára frá Flórída í Lesendurfásemsagtaðspreytasig
BandaríKiunumogdvelurhjáSnæ- á enskunni. Mig langaði hka að
dals-hjómmum Magnúsi og Ing- bregða á leik, það er fariö út í orða-
unni sem búa á Akureyri. Sonur leiki, mest upp á grín. íslendingar
þeirra hjóna hrífst strax af Mic- segjast allir kunna ensku. Ég er
hehe en spumingin erLiara hvort svohtið aö gera grín aö þessu öhu
hún feUur fyrir honum.' Bekkjarfé- sarnan."
lagar sonarins verða Uka bálskotn- - Er „F,nglakroppar“ hreinræktuð
ir í bandaríska englakroppnum, en unghngabók?
Vala,sember8tviðaukakílóin,þol- „Þessu er vandsvarað. Hún er
ir hana ekkl markaðssett sem slík en í mínum
- Er einhver sérstakur boðskapur huga er hún ekkert frekar fyrir
í þessari bók? unglinga heldur en annað fóUt.
„Nei. Ég skrifa aldreí bók meö < Þessi markaðssetning sem ein-
sérstakan boðskap í huga. Hins kennir íslenskar bækur á jóla-
vegar hef ég alltaf ákveöið þema markaönum er með öUu óþolandi
sem ég geng út frá, ákveðið efni en við verðum aö lifa við þetta. Þó
semégvUkomaáframfæriánþess er þvi ekki að neita að í þessari
þó að vera að boða einhverja lífs- sögu reyni ég meir en nokkru sinni
speki. Hér fjalla ég um lífshamingj- áður að höfða til unglinga. Það er
una sem margjr íslendingar sjá í mér reyndar aUs ekki að skapi að
formi líkamlegrar fegurðar. Unga höfða tíl sérstaks aldurshóps en
fóUúð viU fegurð og eldra fólkið leUcar fóru bara þannig aö þessu
vUl fegurð ekki síður. En skapar sinni. Maður ræöur ekki aUtaf
fegurðin hamingjuna? Englakropp- framvindu mála, ekki einu sinni í
ar er ákveðin saga kringum þessa eigin bókum!“
spumingu. Ég tengi söguna við
Halldóra Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum í Mávin-
um. Myndin er tekin á æfingu. DV-mynd BG
Þjóðleikhúsið:
Leikhúsmenn frá
Utháen sljórna
jólaleikritinu
Þrír af færustu leikhúslistamönn-
um frá Litháen, þeir Rimas Tuminas
leikstjóri, Vytautas Narbutas, leik-
mynda- og búningateiknari, og
Faustas Latenas tónskáld hafa að
undanfómu veriö hér á landi og unn-
ið að uppsetningu á jólaleikriti Þjóð-
leikhússins, Mávinum efdr Anton
Tsjekhof sem verður flutt í nýrri
þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur.
Rimas Tuminas er auk þess að vera
mikilsvirtur leikstjóri, listrænn
stjómandi Litla leikhússins í Vil-
niusd. Vytautas Narbutas hefur
starfað mikið með Tuminas, nú síð-
ast við sviðsetningu á Galileó. Faust-
as Latenas hefur starfað við leikhús
í Litháen í áraraðir og samiö tónlist
við meira en 120 leikrit.
Með helstu hlutverk í Mávinum
fara Anna Kristín Amgrímsdóttir,
Baltasar Kormákur, Jóhann Sigurð-
arson, Halldóra Bjömsdóttir, Erling-
ur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson,
Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arn-
finnsson, Édda Amljótsdóttir og
Guðrún Gísladóttir.
-HK
leikin af saxófónleikaranum góö-
kunna Halldóri Pálssyni. Platan
var tekin upp í Svíþjóð, en þar
býr Halldór, og leika með honum
valinkunnir sænskir hljóðfæra-
leikarar, Halldór er væntanlegur
til landsins í dag og mun jafnvel
verða reynt að stofna til hljóm-
leika með honum, allavega mun
hann verða á feröinni við að árita
plötu sína, meöal annars í List-
húsinu, seinni partinn á morgun.
Jón Reykdal og
Þórður Hall gefa
úi graf íkmöppu
Myndlistarmennimir Jón
Reykdal og Þórður Hall hafa gefið
út tvær grafíkmöppur meö sex
grafíkmyndum í hvorri möppu,
þrjár eflir hvom þeirra. Mynd-
imar eru unnar að öllu leyli af
listamönnunum sjálfum og eru í
takmörkuðuð upplagi, þrjátíu
eintökum. Útgáfa á möppum sem
þessum á sér aldalanga hefö og
sögu erlendis, þess háttar utgáfur
hafa öðlast fastan sess vlðast
hvar og orðið vinsælar hjá söfh-
urum og öðrum áhugamönnum
um listir. Hér á landi eru nokkur
dæmi þess að listamenn eða fé-
lagasamtök listamanna hafi gefið
út slíkar grafíkmöppur og hafa
nokkrar þeirra öðlast söfnunar-
gildi.
Þjóðsögurog
ævintýriáspólu
Út er komin á tónbandsspólu
Þjóðsögur, ævintýri, þulur og
rimur úr segulbandasafhi Áma-
stofhunar. Á spólunni kennir
margra grasa, og eru sögumenn
jafhmargir og sögumar eða tólf.
Efni þessu var útvarpað í Þjóðar-
þeli á rás 1 í október og nóvember
1993, en upptökumar eru frá
miðjum sjöunda áratugnum. Það
voru Ragnheiður Gyöa Jónsdótt-
ir, Áslaug Pétursdóttir og Gísli
Sigurðsson, sem völdu efnlð.