Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Spumingin Hefurðu fengið eitthvað í skóinn? Eva Lind Herbertsdóttir: Já, ég fékk trópí og tyggjó. Ásgrímur Einarsson: Já, ég fékk þessa sokka og þessar buxur sem ég er í. Hlín önnudóttir: Já, jólasveinninn gaf mér súkkulaöi. Ég er búin aö borða það. Línus örn Gunnarsson: Já, ég fékk tvo banana og svo man ég ekki meir. Amar Björgvinsson: Já, ég fékk strumpaópal frá jólasveininum. Björgvin ívarsson: Já ég fékk jóla- svein og Mikka mús í skóinn. Lesendur Varanleg endurskipulagning í kreppu: Hugmyndir til umhugsunar Bifreiðatryggingar í bensinverði og hraðahindranir aflagðar í þéttbýli. - Þetta ásamt öðru telur bréfritari flokkast undir umbætur og varanlega endur- skipulagningu. Gisli Óskarsson, Þórshöfn, skrifar: Þegar kreppir aö í þjóðfélaginu, tönnlast allir á hagræðingu, spam- aði, samruna og endurskipulagn- ingu. Lítið sem ekkert er þó aðhafst og fyrirtæki jafnt sem heimili verða gjaldþrota vegna þess að fólk kann ekki tökin á því að draga saman segl- in. Kreppa er þó ekki alvond og hefði betur skolliö á fyrr og oftar til þess aö opna augu okkar fyrir því að ekki gengur til lengdar aö eyða meira en aflað er. Eftirfarandi hugmyndir, sem ég tel ekki fáránlegri en margar aðrar sem fram hafa komið hér, legg ég fram tilumhugsunar. Ég legg til samruna allra pólitísku dagblaðanna í eitt stórt, þar sem hver flokkur (sérhvert blaðið) hafi sínar fostu síður tif afnota. Ég legg til aö ÁTVR verði lögð nið- ur í núverandi mynd. Áfengi verði selt í matvöruverslunum eða stór- mörkuðum um alft fand. - Eöa lands- byggðarsala áfengis verði leyst með þeim hætti aö strandferðaskipin veröi gerð að fljótandi áfengisversl- unum, eða þá að afgreiðslur skipafé- faganna úti á landi verði birgða- geymsfur áfengis. Neytandinn færi á pósthús staðarins, sýndi persónu- skifríki vegna aldurs og keypti út- tektarmiða áfengis sem hann færi síðan með í vöruskemmu skipafé- lagsins og fengi þar vöruna afhenta. Það er algjörlega óþolandi að íbúar smærri staða á landinu þurfi að greiða mun hærra verð fyrir vöru þessa en þeir sem hafa áfengisútsölu á staðnum (póstkröfukostnaður, umbúðir, fyrirhyggja, tími o.fl.). Þar á ofan er áfengi forgangsfrakt í flugi og gengur fyrir farþegum. Ég legg til að bifreiðatryggingar verði innheimtar í bensínverði. Með því fæst réttiátari skipting iðgjalda; fólk greiðir eftir eyðslu, trygginga- báknið og pappírseyðslan minnkar, enginn er ótryggður. Óþolandi er að fólk sem htið ekur og er því að öllu löfnu í minni áhættuhópi greiði jafnt og hinir (t.d. Grímseyingar og Hrís- eyingar, svo dæmi sé tekið). Ég legg til að hraðahindranir í þétt- býli verði allar aflagðar. Þær gera ekkert annað en að auka sht öku- tækja. Grátbroslegt er að sjá sjálfan sig og aðra í bullandi ófærð og stór- hríð mjaka bílnum áfram þar til við stöðvumst á hraðahindrun og kom- umst ekki lengra. Nær væri aö sekta duglega þá sem bijóta hámarkshraða í þéttbýh. - Þótt ekki væri farið að nema þessum örfáu uppástungum er ég viss um að þetta væru skref til umbóta-og mætti flokka undir varan- lega endurskipulagningu. Kjör íþróttamanns ársins Rúnar skrifar: Nú hður senn að kjöri íþrótta- manns ársins hjá DV og íþrótta- fréttariturum fjölmiðlanna. - Einn er sá íþróttamaður sem ég tel að eigi skihö þennan titil öðrum fremur, en það er Sigurbjöm Bárðarson hesta- íþróttamaður. Ég held að á engan sé hallaö þótt ég segi að hann beri ægis- hjálm yfir aha sína mótherja og hafi gert það í mörg undanfarin ár. Ég var í Hohandi á heimsmeistara- móti í hestaíþróttum sl. sumar. Þar voru samankomnir færustu knapar og hestar víðsvegar að úr heiminum. Það yljaði mörgum íslenskum hjört- um þegar íslenski fáninn var dreginn að húni aftur og aftur, og þjóðsöngur- inh leikinn, þegar verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur. - Heim ffá HoUandi kom Sigurbjöm með þijá heimsmeistaratitla í íþrótt sinni. Ef það nægir ekki til að vera valinn íþróttamaður ársins, hvað þarf íþróttamaður þá að vinna til að bera þann titil? - Fyrir utan aUa þá sigra sem hann hefúr unnið hér heima á árinu. Hann er margfaldur íslands- meistari og margfaldur Reykjavíkur- meistari í ár sem undanfarin ár. Ég held að við megum fara að beina sjónum okkar að þessum frækna íþróttamanni fyrir hans ljúfu fram- komu og glæstu afrek. Hver annar getur státað af slíkum afrekum þetta árið? Það era auðvitað margir kaUað- ir en fáir útvaldir, og þó svo að hans íþróttagrein sé hvorki handbolti né fótbolti þá tel ég að tími sé kominn til að Sigurbjöm Bárðarson hljóti tit- ilinn íþróttamaður ársins. Jólaljós í miðbænum standi áfram Þetta eru nú einu sinni versiunargötur“, segir m.a. í bréfinu. Guðjón Sigurðsson skrifar: Fátt er ógeðfeUdara en að fara í miðbæinn fyrstu dagana eftir aö öU jólaljósin og skreytingamar hafa verið teknar niður eftir áramótin. í þetta sinn finnst mér vel hafa tekist til með skreytingar fyrir jólin í borg- inni. Innanverður Laugavegurinn er vel bjartur og svo er og um Lækjar- götuna. Neðri hluti Laugavegar er hins vegar ekki nógu vel upplýstur. Þótt faUeg séu Utiu ljósin á tijánum vantar meiri birtu á þennan fjölfama kafia götunnar. Lækjargatan, Aust- urstræti, Hafnarstræti og Skóla- vörðustígur em hins vegar gott dæmi um hvemig á að setja upp ljós sem bæði lýsa og skreyta í senn. í byijun árs verður þetta líklega aUt tekið niður að venju. Við því væri ekkert að segja ef ekki væri þvílíkt óhugnaðarmyrkur hér. Marg- ir era orðnir afskaplega leiöir á þessu myrkri sem drepur aUt í dróma. Dagsbirtan hangir varla í tveimur Hringið í síma 63 27 00 millikl. 14ogl6~eðaskriíið Nafn og slmanr. v«*«r <0 fylgja brMum klukkustundum á dag. - Því legg ég til að í þetta sinn verði gerð sú breyt- ing að ljósin sjálf (ekki þó jólaskreyt- ingamar) verði látin halda sér eitt- hvaö fram í febrúar a.m.k. Þetta ætti ekki aö kosta okkur mikið. Þama er nú einu sinni um að ræða verslunar- götur og þar á aö vera bjart og aölað- andi. Raunar þyrfti að vera þama ljósadýrð á borð við þá sem nú er alla vetrarmánuðina. Smuganbjarg- aöieftirailt Gunnar skrifar: Ég er aUtaf að bíða eítir því að þeir sem ólmuðust mest út í veiö- ar skipa okkar í Smugunni á sín- um tíma komi ftam á sjónarsviðið og viðurkenni mistök sín, játi að þeir hafi haft rangt tyrir sér. Nú kemur bara í Jjós að hagnaðurinn af veiðunum í Smuguimi lækkar tjárlagahaUann um rúma tvo miUjarða króna, ef mig minnir rétt. -Eigum við nú ekki í framtíð- irrni bara að reyna að tara eftir hyggjuviti sjómannanna fremur en ettir boðum og bönnum misvit- urra fiskifræðinganna? Ásókníopin- beralífeyrssjódi K.L.P. skrifar: Deilurnar hjá SVR-starfsmönn- unum snúast mest um það í hvaöa stéttarfélagi þeir verða. Búið var aö gera þdm ljóst að þeir myndu ekki verða innan opinberra starfsmanna eftir einkavæðinguna. En það er ekki aUt fengið með því að vera opin- ber starfsmaður nema menn haldí að lífeyrissjóðir þeirra séu svona öflugir. Þaö mun þó breyt- ast hjá þeim eins og öðrum ef eitt- hvað harðnar á dalnum. Ásóknin í opinbera lífeyrissjóðina ætti þvi brátt að snarminnka. Sektirspifavítis- manna lækka Guðný skrifar: Nú les maður um að dómstólar lækka sektír spilavítismanna rækilega. Það skyldi þó ekki vera eitthvert samband á miUi þess, og svo hins að nú er Háskólinn kominn í klemmu meö sitt nýja spUavíti, sem löggjafinn viU telja betri tegund spilavíta en aUar aðrar hér á landi. Það er greini- lega ekki sama hver í hlut á þegar dómskerfið okkar er annars veg- ar, það er sífeUt aö koma betur og betur í Ijós. Skórhurfuaf Mánudagskvöldið 13. des. si. voru gestir í einni íbúöanna í fjöl- býUshúsinu Stóragerði 32 hér í borginni. Gestir höfðu farið úr vetrarskóm og skiUð þá eftir á stigapaUinum eins og gerist. Vit- að var að einhverjir sölumenn höfðu verið á ferU í húsinu þetta kvöld, m.a. tU að selja harðfisk. Eina íbúðin sem ekki var boðin söluvara í þetta kvöld var sú þar sem skómir voru fyrir framan, þ.e. eina íbúðin sem fólk var aug- ljóslega heima. Þaö má því spyrja hvort varhug þurfi að gjalda við sölumönnum 1 fiölbýlishúsum. En spánnýir vetrarskór, merktir Þóri Ólafssyni, hurfu þetta kvöld. Ef einhver telur sig vita um af- drif skónna er hann vmsamlega beöinn að koma þeim á sama staö eða hringja í síma 678902 tii að láta vita um þá. Vitnivantarað árekstri Anna hringdi: Fimmtudaginn 2. des. sl. um kl. 23 aö kvöldinu varð árekstur miUi tveggja bUa á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleit- isbrautar. Þama var um að ræða bUreiðategundirnar Mitsubishi Colt með númerinu A-11979 og Volvo með númerinu A-3060. Til- finnanlega vantar vitni aö þess- um árekstri vegna tjónauppáörs, og því em þeir eða sá sem kynni að hafa orðið vitni að þessum árekstri vinsamlega beðinn að hafa samband við Önnu í sima- númerinu 35991 viö fyrstu hent- ugleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.