Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Viðskipti Hlutabr. Eimskips Bensín 92 okt. Má Þr Mi Fi Fö Gengi pundsins 107,3 107,3 107,2 107,2 KR. Má Þr Mi Fi Fö Má Kauph.í London 3400 3350 3300 3250“ 3200 FTSE * _____ 100 W'brMi Fi Fð Mó Hamagangur íLondon Verö á ýsu á fiskmörkuðum fór í 130 krónur kílóiö að meðaltali fyrir helgi en lækkaði í 117 krón- ur eftir viöskipti gærdagsins. Hlutabréf í Flugleiðum eru að hækka í verði á ný eftir að gengi þeirra fór í 4,46 sl. fimmtudag. 92 oktana bensín í Rotterdam hækkaði lítillega í verði í síðustu viku þó enn sé það lágt. Gengi pundsins í síðustu viku breyttist lítið en lækkaði aðeins í gærmorgun, sölugengið skráð 107,17 krónur. Hamagangur var í kauphöllinni i London í gær sem og öðrum kauphöllum heims. FT-SE 100 vísitalan hefur hækkað um 3,5% áeinniviku. -bjb Vaxtabreytingadagur í dag: Enn lækka vextir Vaxtabreytingadagur er í dag. ís- landsbanki lækkar nafnvexti útlána um allt að 2% og Landsbanki lækkar nafnvexti nær allra útlána um 1%. Búnaðarbankinn og sparisjóðimir breyta sínum vöxtum lítið sem ekk- ert í dag en þeir lækkuðu sína vexti 11. desember sl. en hinir ekki. Eftir breytingamar í dag er Búnað- arbankinn með lægstu meðalvexti almennra víxillána og sparisjóðir með lægstu skuldabréfavextina. Á meðfylgjandi grafi má sjá þróun nafnvaxta almennra skuldabréfa hjá bönkum og sparisjóðum í ár, saman- borðiö við mánaðarlegar breytingar á lánskjaravisitölunni á ársgrund- velli, þ.e. mánaðarlega verðbólgu. Eins og sjá má virðast þessar tvær hagstærðir hafa fylgst að á árinu. -bjb Vextir og verðbólga 1993 * Meðaltal nafnvaxta á alm. -n .stiuWabiéfumJaanka.MSparlsi. •. • *» MSnaðartegar ftreytmgar a lánskjaravíalt miöaö viö ársgrundvöfl 1. jan. mai 21. des^ DV Islenskir loödýrabændur kætast: Nú koma launin - segir Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili „Þetta gjörbyltir öllu og maður sér fram á að draumamir ætla að ræt- ast. Ef allt horfir vel, og við fáum hluta fóðurstyrks greiddan, þá mun- um við sjá einhver laun fyrir okkar vinnu í ár, í fyrsta sinn í 5 eða 6 ár,“ sagði Einar E. Gíslason, ráðunautur og loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, í samtali við DV í tilefni af verðhækkunum á skinnauppboð- inu í Kaupmannahöfn. Ef skinnaverð heldur áfram að hækka á næsta ári, sagði Einar, gætu íslenskir loðdýrabændur jafnvel far- ið að greiða öðmm laun en sjálfum sér. „Þetta er yndislegur jólapakki. Núna er minkaskinnið komið yfir 2 þúsund krónur en var lægst um 740 krónur. Verðið þarf að fara í 2.500- 2.700 krónur minkaskinnið til að við séum nokkuð tryggir," sagði Einar. Einar E. Gíslason og aðrir loðdýra- bændur sjá núna fram á kaup fyrir vinnu sína í fyrsta sinn i mörg ár. Þeim hefur fækkað mjög sem stunda loðdýrarækt á íslandi, eða um 70% á einum 7 ámm. í kringum árið 1985 vom loðdýrabændir flestir í landinu eða um 250 talsins. í dag em þeir orðnir á bilinu 75 til 80, þar af em flestir í minkarækt. „Ríkisstjóm- in hefur aðstoðað okkur við að halda þessu og hafði trú á að ástandið batn- aði. Það er ágætt fyrir fjölskyldur að lifa á þessu eins og hveiju öðm. Núna fer að muna um hverja pró- sentuhækkun sem á sér stað. Bjart- ast af öllu er að öll skinnin seldust í síöustu viku. Við sjáum fram á gott ár,“ sagði Einar, sem hefur stundað loðdýrarækt síðan 1981 og er bæði með ref og mink. Einar var um skeið í forsvari fyrir loðdýrabændur. -bjb Skinnauppboðið í Kaupmannahöfn: Minkaskinn fyrir 45 milljónir Markverðustu tíðindi vikunnar af útflutningsafurðum íslendinga em óumdeilanlega skinnauppboðið í Kaupmannahöfn sl. fimmtudag. Þar seldust öll þau skinn sem íslenskir loðdýrabændur sendu á uppboðið. Um var að ræða rúmlega 21 þúsund íslensk minkaskinn fyrir að meðal- tali um 2.100 krónur hvert skinn. Um 1.300 íslensk blárefaskinn seldust og meðalverð á hvert skiim var um 4.800 krónur. Alls vom íslensk refa- og minkaskinn seld á uppboðinu fyrir 52,5 milljónir króna, þar af minka- skinn fyrir 45 milljónir. Miðað við uppboð í september sl. hafa íslensk minkaskinn hækkaö í verði um 40% að meðaltali. Meðal- hækkun á refaskinnum nemur um 6% frá því í september. En sé tekið mið af febrúar sl. hafa blárefsskinn hækkað um 140% í verði. Svart- minkur hefur á einu ári hækkað í verði um 133% að meðaltali. Hvað aðrar útflutningsafurðir snertir hefur verð á loðnumjöli og -lýsi hækkað lítillega í verði, þrátt fyrir að viðskipti vom lítil sem engin í síðustu viku. Álverð lækkar aftur á ný og staðgreiðsluverð á fijálsum markaði var komið niður fyrir 1.100 dollara tonnið sl. föstudag. Meðalverð fyrir þorsk á fiskmörk- uöum hér innanlands hækkar milli vikna um 3 krónur kílóið en hins vegar lækkar karfinn verulega í verði milli vikna, eða um 25 krónur kílóið. -bjb DV Uppsagnirhjá Kísiliðjunni Stjórn Kísiliðjunnar hf. við Mývatn hefur ákveðiö að segja upp öllum starfsmönnum fyrir- tækisins, 55 að tölu, frá og meö næstu áramótum. Áformað er að fækka stöðugildum um allt að 13 þannig að ekki munu allir fá end- urráðningu. Þetta kemur í kjölfar úttektar og endurskoðunar á rekstri og mannahaldi sem Kisil- íðjan ákvað að láta fara fram sl. haust. Á þessu ári hefur framleiðslan dregist saman um 25%, saman- borið víð meðaltal áranna 1987- 1991. Undanfarin 3 ár hefur halli verið á rekstrinum og er sam- drátturinn rakinn til efnahags- kreppu í Evrópu og hærri fram- leiðslukostnaðar. Semja á viö alla helstu birgja fyrirtækisins um kostnaðarlækkun. Hlutabréf fyrir 500milljónirí næstuviku? Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingí íslands fóru fram fyrir rúmar 32 milljónir króna í síð- ustu viku. Þar af voru hlutabréf í Olis keypt fyrir'rúmar 10 millj- ónir króna. Næstmestu viðskipt- in voru með hlutabréf íslenska hlutabréfasjóðsins, eða fyrir tæp- ar 5 milljónir. Framboð hlutabréfa hefur veriö meira en eftirspurnin að undan- fórnu en sámkvæmt reynslu fyrri ára er búist við að eftirspumin aukist verulega i næstu viku og geti numið allt að 500 milljónum króna. Sl. fóstudag höfðu alls átt sér stað hlutabréfaviðskipti á ár- inu fyrir 869 miiljónir króna. Skýrslaumvan- nýttartegundir Útflutningsráð íslands hefur látið gera markaðsathugun á fimm tegundum vannýttra botn- lægra sjávardýra sem finnast i miklu magni viö landiö. Tegund- irnar sem um ræðir eru ígulker, kúskel, trjónukrabbi, beitukóng- ur og kræklingur. í athuguninni er gerö grein fyrir stofnstæröum tegundanna, hvar þær finnast við landið, veiðum og vinnslu og þeim rannsóknum sem gerðar eru i tengslum við þær. Góðreynslaaf beinhreinsivél Góð reynsla er komin á nýja útfærslu af FTC beinhreinsivél sem hefur verið í notkun í SP fiskvinnslu í Þorlákshöfii við beinhreinsun á söltuðum þorsk- flökum. í nýju vélinni eru beinin skoluö frá vélinni eftir bein- hreinsun í stað þess að vera soguð frá með sérstakri loftsugu, eins og gert var í eldri útfærslu af vélinnl Afköstin eru um 10-15 flök á mínútu og taliö að nýtingin af flökunum aukist um 4%. Ostarúllurfrá Ostahúsinu Ostahúsið hf. í Hafnarfiröi hefur samiö við Osta- og smjör- \t \ ^ söluna um tn H » < dreifingu á 5 f * nýjum tegund- um af svoköll- uðum ostarúll- < um. Ostarúllumar má fá með beikon-, hvítlauks-, koníaks- og piparostsbragði. Auk þess að vera með ostategundir frá Osta- og smjörsölunni býður Ostahúsið ýmiss konar veisluþjónustu. Eig- endur Ostahússíns eru Þórarinn Þórhallsson og Maria R. Ólafs- dóttir. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.