Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Afmæli Magnús Haukur Guðlaugsson Magnús Haukur Guölaugsson, for- stjóri Verslunar Guðlaugs A. Magn- ússonar, til heimiiis að Hjallalandi 13, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði versl- unamám í London, fór snemma að vinna við verslunarfyrirtæki föður síns og tók við rekstri þess árið 1963. Magnús hefur lengi starfað í Lionsfélagi Reykjavíkur, hefur setið í stjóm þess um árabil, veriö gjald- keri félagsins og er nú formaður þess. Fjölskylda Magnús kvæntist 29.8.1964 Kom- elíu Óskarsdóttur, f. 16.12.1943, verslunarstjóra. Hún er dóttir Ósk- ars Axels Sigurðssonar, bakara- meistara, og Guðbjargar Sigríðar Komelíusardóttur, húsmóður. Dætur Magnúsar og Komelíu em Hanna Sigríður Magnúsdóttir, f. 17.7.1963, markaðsfræðingur, sam- býlismaður hennar er Bárður Ág- ústsson markaðsfræðingur; María HrönnMagnúsdóttir, f. 11.7.1967 hjúkrunarfræðingur við HÍ. Systkin Magnúsar: Reynir Guð- laugsson, f. 3.4.1930, gullsmiður í Reykjavík; Óttar Hermann Guð- laugsson, f. 8.10.1931, d. 3.9.1991, verkstjóri við siifurverkstæði Guð- laugs A. Magnússonar; Jónína Guð- laugsdóttir, f. 15.11.1933, húsmóðir íGarðabæ. Foreldrar Magnúsar vom Guð- laugur A. Magnússon, f. 16.12.1892, d. 13.12.1952, gullsmiður og hljóð- færaleikari í Reykjavík, og María Hermannsdóttir, f. 4.9.1905, hús- móðiríReykjavík. Ætt Guðlaugur var sonur Magnúsar, b. í Svínaskógi á Fellsströnd, Hann- essonar, b. í Svínaskógi á Fells- strönd, Hannessonar, b. í Litla-Holti í Saiu-bæ, Guðmundssonar, b. á Hreðavatni í Norðurárdal, Guð- mundssonar, b. á Einifelb í Staf- holtstungum, Ámasonar. Móðir Guðmundar á Hreðavatni var Krist- ín Ólafsdóttir, yngra Ásmundsson- ar, b. á Bjamastöðum í Hvítársíðu, Ólafssonar, sem einhver mesti ætt- bogi í Borgarfirði er frá kominn. Móðir Hamiesar í Litla-Holti var Ingibjörg Ólafsdóttir, b. á Hreða- vatni, Gíslasonar, og Ingibjargar Torfadóttur. Móðir Hannesar í Svínaskógi var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Magnúsar í Svínaskógi var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Svarfhób í Geiradal, Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Guðný Tómasdóttir, prests í Holti í Önundarfirði, Sig- urðssonar, sýslumanns, Sigurðs- sonar. Móðir Tómasar var Ásta Sig- urðardóttir, prests í Holti, Sigurðs- sonar. Móðir Guðlaugs var Kristín Jónsdóttir á Keisbakka á Skógar- strönd, Guðmundssonar. Maiía er dóttir Hermanns, út- vegsb. í Ketilfirði í Dýrafirði og síðar Magnús Haukur Guðlaugsson. á Kjaransstöðum, Kristjánssonar, og Jónu Hafliðadóttur húsmóður. Bogi Ragnarsson Bogi Ragnarsson pípulagninga- meistari, Borgarlandi 11, Djúpavogi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Bogi er fæddur í HUð á Djúpavogi og ólst upp á Djúpavogi. Hann hóf nám í pípulögnum við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1955. Bogi vann við pípulagnir í Reykja- vík til 1959 en fluttist þá til Djúpa- vogs og hefur starfaö þar síðan við iðnsínaogfleira. Bogi hefur verið í vatnsveitunefnd og gegnt starfi vatnsveitustjóra. Þá var hann slökkvfiiðsstjóri Búlands- hreppsfrá 1973-91. Fjölskylda Bogi kvæntist 27.6.1954 Erlu Jó- hannsdóttur, f. 29.1.1937, verslunar- manni. Foreldrar hennar: Jóhann Kristmundsson, bóndi í Goðdal í Bjamarfirði í Strandasýslu, og Svanborg Ingimundardóttir. Börn Boga og Erlu: Svandís Guðný, f. 3.8.1954, skrifstofumaður, maki Reynir Amarson, vélstjóri, þau eiga þrjá syni; Ragnar Jóhann, f. 21.10.1957, viðskiptafræðingur, maki Jóhanna Eiríksdóttir, þau eiga þijá syni; Ágúst, f. 3.8.1959, pípu- lagningamaður, maki Ágústa Valdi- marsdóttir, þau eiga tvær dætur; Ómar, f. 30.6.1960, skrifstofustjóri, maki Margrét U. Snorradóttir, þau eiga þrjú böm; GísU Borgþór, f. 5.9. 1961, útibússtjóri, maki Eyrún Ósk- arsdóttir, þau eiga þrjá syni; Gunn- laugur, f. 27.10.1962, verkstjóri, maki Kolbrún Eiríksdóttir, þau eiga tvær dætur; Hafdís Erla, f. 24.3.1965, hárgreiðslumeistari, maki Guðlaug- ur Harðarson, þau eiga tvo syni. Systur Boga: Svanhvít, f. 9.12.1929, malú Ófeigur Pétursson, rafvirki, þau eiga tjögur böm; Hrefha, f. 18.7. 1931, maki Axel Sölvason, rafvéla- virki, þau eiga fiögur böm. Foreldrar Boga: Ragnar Eyjólfs- son, f. 22.8.1891, d. 30.1.1965, sjómað- ur, og Guðný Finnbogadóttir, f. 4.1. 1894, d. 23.7.1987, húsmóðir, þau bjuggu á Djúpavogi. Ætt Ragnar var sonur Eyjólfs Jóns- sonar og Sigurbjargar Einarsdóttur en þau bjuggu í Hlíð á Djúpavogi. Guðný var dóttir Finnboga Ein- arssonar og Haildóm Eyjólfsdóttur en þau bjuggu að Hofi í Óræfum. Bogi tekur á móti gestum á afmæl- Bogi Ragnarsson. isdaginn í húsi Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins, Sam-Búð, eftir kl. 20. Andlát Þóra Eyjólfsdóttir Þóra Eyjólfsdóttir húsmóðir, Hjall- aseb 55, Reykjavik, lést 9. desember. Útför hennar var gerð frá Sel- jakirkjuígær. Starfsferill Þóra var fædd 18.9.1907 í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann 1923-25. Á unghngsárunum stundaði Þóra afgreiðslustörf í brauðbúð og var síðan síma- og skrifstofustúika hjá Sláturfélagi Suðurlands þar til hún giftisig. Fjölskylda Þóra giftist 6.9.1936 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Sveins- syni, f. 17.10.1904, fyrrv. aðalbókara hjá Skipaútgerð ríkisins. Hann er sonur Sveins Finnssonar, b. á Kol- stöðum í Dölum, og konu hans, Helgu Eysteinsdóttur húsfreyju. Sigurður er nú búsettur í Seljahlíð íReykjavík. Böm Þóm og Sigurðar era Ey- steinn Sigurðsson, f. 11.11.1939, ís- lenskufræðingur í Reykjavík og kennari í Stýrimannaskólanum, Eysteinn á tvær dætur; Helga Sig- urðardóttir, f. 30.12.1941, d. 26.3. 1985, húsmóðir og bankastarfsmað- ur í Reykjavík, var gift Kristni Helgasyni kortagerðarmanni og eru böm þeirra fjögur; Auður Sigurðar- dóttir, f. 27.2.1944, hjúkrunarfræð- ingur á Akureyri, gift Vigfúsi Þor- steinssyni lækni og eiga þau þijú böm; Hallsteinn Sigurðsson, f. 1.4. 1945, myndhöggvari í Reykjavík. Þóra átti fimm systkin en þau em öll látin nema Ásta. Systkin Þóra: Högni Eyjólfsson, rafvirki í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Einarsdóttur og era böm þeirra tvö; Ásta Eyjólfs- dóttir, lengi gjaldkeri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur og síðar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, býr nú í Eski- hlíð í Reykjavík; Friðbjörg Helga Eyjólfsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, var gift Eðvarð Ámasyni raffræð- ingi en þau áttu einn uppeldisson; Guðmundur Eyjólfsson, háls-, nef- og eymalæknir í Reykjavík, kvænt- ur Guðríði Siguijónsdóttur Mýrdal og era synir þeirra þrír; Ásgeir Eyj- ólfsson sem dó í bamæsku. Foreldrar Þóra vora Eyjólfur Friðriksson, f. 2.12.1878, d. 27.6.1931, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands í Reykjavík, og Helga Guð- mundsdóttir, f. 29.1.1883, d. 9.7.1982, húsmóðir. Þau bjuggu í Bankastræti 6, Þingholtsstræti 1, á Hverfisgötu 56 en lengst af á Njálsgötu 25. Eyjólf- ur var fæddur í Gaulveijabæ en ólst upp að Björk í Sandvíkurhreppi í Flóa. Helga var fædd í Yrpuholti í Þóra Eyjólfsdóttir. Viliingaholtshreppi en ólst upp í Skálmholtshrauni. Eyjólfur og Helga vora búsett í Reykjavík frá 1904. Ætt Eyjólfur var sonur Friðriks Eyjólfssonar, bónda að Björk í Sand- víkurhreppi í Flóa, og Bessabe Gísladóttur. Helga var dóttir Guðmundar Gestssonar, bónda í Yrpuholti í Vill- ingaholtshreppi, og Þóra Bjama- dóttur frá Sandlækjarkoti. asmiftauiminn mui iandsbyggmna: 1^9M270 - talandi dæmi um þjónustu Til hamingju með af- 90 ára Valdimar Hildibrandsson, Dunhaga 17, Reykjavík. Haraldur Jóhannesson, Bakka, Viðvíkurhreppi. Sigríður Ólafsdóttir, Eystri-Sólheimum, Mýrdalshreppi. Bergþóra Jónsdóttir, Skinnum, Djúpárhreppi. Þorsteinn Gestsson, Nónási 2, Raufarhöfii. Kleppsvegi 4, Reykjavík. Húneraðheiman. Þórunn Jónsdóttir, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Jón HelgiHáJf- danarson, vaktmaðurhjá NLFÍogumsjón- armaöurútfarar- þjónustuSuður- lands, Heiðarbrún 16, Hveragerði. 80 ára er Jóna Einarsdóttir. Þaueraaðheiman. Gunnar Gunnarsson, Bitru, Glæsibæjarhreppi. Guðmunda Phroso Oddsdóttir, Höröalandi 20, Reykjavík. Margrót Jónsdóttir, Hraunbæ 152, Reykjavík. 50 ára Brávöllum6, Egilsstöðum. Eirikur K. Kristófersson, Grafarbakka lb, Hrunamanna- hreppi. Vaidimar Karlsson, Vallarbraut24, Seltjarnamesi. Erla Sverrisdóttir, Kögurseli 50, Reykjavík. Pálmi Friðriksson, Háuhlíð 6, Sauðárkróki. 70 ára 40 ára Sigmuudur Leifsson, Hamarsgerði2, Reykjavík. Konahanser GuðbjörgJó- hannsdóttir. Þautakaámóti gestumáheimili sínu 26.desemb- 60 ára Ingvar Einar Valdimarsson, Sólvöllum 2, Grundarfirðí. Sigrún S. Waage, Kristín Gylfadóttir, Ránargötu 4, Reykjavík. Friðrik Pétur Sigurðsson, Leirubakka 12, Reykjavik. ; Finnbogi U. Gunnlaugsson, Fjarðargötu 30, Þingeyri. Jóhann Svanur Hauksson, Skipasundi 52, Reykjavík. Sighvatur S veinbjörnsson, Lyngási Ib, Holtahreppi. Þórdís Guðmundsdóttir, H.aðhömmm24, Reykjavik. Pétur Haukur Ólafsson, Ökrum 2, MosfeUsbæ. Anna Kristin Ólafsdóttir, Krummahólum 6, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.